Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
voru undir arðsemiskröfu Banka-
sýslunar í fyrra. Arðsemiskrafan er
breytileg eftir eiginfjárgrunni þannig
að gerð er 10,8% arðsemiskrafa á
Landsbankann og 10,9% arðsemis-
krafa á Arion. Arðsemi af kjarna-
rekstri Landsbankans 8,7% í fyrra og
9,2% hjá Arion. Arðsemin af reglu-
legum rekstri var mun lægri hjá
bönkunum tveim eða 5,3% og 7,3%.
Arðsemi kjarnastarfsemi og reglu-
legrar starfsemi Íslandsbanka var
hinsvegar mun hærri í fyrra eða
18,6% og 18,4%.
Það vekur athygli að arðsemi
kjarna- og reglulegrar starfsemi
Landsbankans og Arion sé ekki meiri
þar sem að aðstæður á vaxtamarkaði
eru bönkunum afar hagstæðar.
Reyndar segir í ársskýrslu Banka-
sýslunnar að vaxtaumhverfið sé „nú
eins hagstætt og frekast getur orðið.“
Lítil arðsemi þrátt fyrir
hagstætt vaxtaumhverfi
Mikill munur og skammtíma- og
langtímavöxtum um þessar mundir
hefur vegið á móti óhagstæðari þróun
í inn- og útlánastarfsemi. Útlán við-
skiptabankanna drógust saman um
4,5% í fyrra og innlán viðskiptamanna
drógust enn meira saman eða um
10,2%. Hinsvegar fór meðalvaxtam-
unur viðskiptabankanna úr því að
vera 2,4% árið 2009 í að vera 3,1% í
fyrra. Hreinar vaxtatekjur fóru úr
tæpum 59 milljörðum í ríflega 79
milljarða á sama tíma. Bent er á í
skýrslunni að vaxtamunurinn mun
vart aukast frekar þar sem innláns-
vextir geta vart lækkað meira, eins og
ef til vill má sjá á samdrætti innlána í
fyrra.
Auk þessa er rekstrarkostnaður ís-
lenska bankakerfisins hár. Það má því
vera ljóst að þegar áhrif óregulegra
liða á borð endurmat eigna fjara út
komi upp rík krafa til hagræðingar,
bæði innan bankanna sjálfra og með
sameiningum einstakra banka.
Grunnrekstur Arion og Lands-
bankans undir arðsemiskröfu
Arðsemi reglulegs rekstrar á bilinu 5,3-7,3% þrátt fyrir hagstætt vaxtaumhverfi
Morgunblaðið/Heiddi
Pulsupartí Eigendur og stjórnendur Íslandsbanka geta vel við unað arð-
semi rekstrarins í fyrra sé hún borið saman við hina bankana.
Ólík staða
» Arðsemi af kjarnarekstri
Landsbankans 8,7% í fyrra og
9,2% hjá Arion. Arðsemin af
reglulegri starfsemi var eða
5,3% og 7,3%.
» Arðsemi kjarnareksturs Ís-
landsbanka var 18,6% og
184% af reglulegum rekstri hjá
Íslandsbanka.
» Miðað við 16% eiginfjárhlut-
fall er gerð 11,7% arðsem-
iskrafa.
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Hvorki Landsbankinn né Arion náðu
arðsemiskröfu Bankasýslu ríkisins í
fyrra þegar horft er til arðsemi
kjarnastarfsemi og arðsemi reglulegs
rekstrar. Arðsemi bæði kjarnarekstr-
ar og reglulegrar starfsemi var um-
talsvert undir þeirri arðsemiskröfu
sem er gerð til bankanna. Arðsemin
var hinsvegar mun hærri en arðsem-
iskrafan í tilfelli Íslandsbanka.
Óreglulegir liðir á borð við endur-
mat eigna hafa verið ráðandi hafa ein-
kennt uppgjör bankanna undanfarin
tvö ár. Samkvæmt Bankasýslunni
voru 32% heildartekna þeirra í fyrra
tilkomnar vegna óreglulegra liða.
Ljóst er að draga muni úr áhrifum
þátta á borð við endurmat eigna á af-
komu bankanna á næstu árum og í
ljósi þess beinir Bankasýslan spjótum
sínum að arðsemi kjarnarekstrar og
reglulegrar starfsemi í árskýrslu
sinni, sem kom út í vikunni.
Kjarnareksturinn er skilgreindur
sem reksturinn að frádregnum áhrif-
um af endurmati eigna, gjaldeyris-
sveiflum og áhrifum af rekstri dótt-
urfélaga í óskyldum rekstri.
Reglulegi reksturinn er skilgreindur
enn þrengra en tekur ekki tillit til
áhrifa taps eða hagnaðar af fjárfest-
ingum og öðrum tekjum.
Þegar litið er til kjarnaarðsemi þá
sést að bæði Arion og Landsbankinn
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Samkvæmt upplýsingum frá Lands-
bankanum mátu menn innan bank-
ans að salan á 99% hlut bankans í
Promens til dótturfélag síns upp-
fyllti reglur hans um sölu fullnustu-
eigna. Reglur Landsbankans um
meðferð fullnustueigna kveða á um
að hann selji „fullnustueignir eins
fljótt og unnt er í opnu og gagnsæju
ferli þar sem jafnræðis fjárfesta er
gætt“.
Samhliða sölu Promens til Horns
var gert samkomulag við Framtaks-
sjóð Íslands að hann kaupi 40% hlut í
félaginu þannig að eftir kaupin mun
Horn eiga 59% í Promens en lyk-
ilstarfsmenn 1%. Framtakssjóður-
inn reiðir fram 6,6 milljarða fyrir
hlutinn en kaupverðið er að hluta til í
formi hlutafjáraukningar sem nýtt
verður til skuldalækkunar og fjár-
festinga.
Að sögn Landsbankans mun salan
greiða fyrir að Promens sem og aðr-
ar eignir Horns komist í hendur al-
mennra fjárfesta samhliða skrán-
ingu félagsins á hlutabréfamarkað.
Bankinn tilkynnti við lok júnímán-
aðar að Horn yrði skráð á hluta-
bréfamarkað á komandi vetri.
Mikilvægt að losna við
Atorku úr eignasafni Horns
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var talið mikilvægt fyrir
skráningarhæfni Horns á hluta-
bréfamarkað að losna við Atorku úr
eignasafninu, en sem kunnugt er fór
félagið í nauðasamninga á sínum
tíma. Landsbankinn eignaðist hluta-
bréf í Atorku í kjölfar nauðasamn-
inganna og keypti Horn hlutabréf
Landsbankans í Atorku í lok síðasta
árs. Horn greiðir fyrir hlutaféð í
Promens með hlutabréfum sínum í
Atorku og hverfur þar með úr eig-
endahópnum.
Salan flýtir fyrir skráningu Horns
Landsbankinn segir söluna á Pro-
mens uppfylla reglur um fullnustu eigna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á sama tíma og ítölsk stjórnvöld öfl-
uðu sér þriggja milljarða evra með
því að borga metvexti í skuldabréfa-
útboði samþykkti öldungadeild
þingsins aðhaldsfrumvarp sem miðar
að því að uppræta hallarekstur rík-
isins árið 2014.
Neðri deild ítalska þingsins mun
taka afstöðu til aðhaldsfrumvarpsins
í dag. Frumvarpinu er hraðað gegn-
um þingið á mettíma en vonir standa
til þess að staðfesting þess dugi til
þess að kveða niður þann öldugang
sem verið hefur á markaðnum með
ítölsk ríkisskuldabréf að undanförnu.
Um er að ræða aðhaldsaðgerðir sem
er ætlað að spara um 45 milljarða
evra í ríkisútgjöldum. Þær fela meðal
annars í sér að launafrysting hjá op-
inberum starfsmönnum verði fram-
lengd og áframhaldandi bann við ný-
ráðningum hjá hinu opinbera. Auk
þess verða sjúkragjöld hækkuð
ásamt álögum stjórnvalda og lægri
stjórnsýslustiga. Sérstakur skattur
verður jafnframt lagður á eign á rík-
isskuldabréfum.
Þrátt fyrir þetta og að ítalska ríkið
hafi lokið skuldabréfaútboði bendir
það ekki til að storminn sé endilega
farið að lægja. Ávöxtunarkrafan í
skuldabréfaútboðinu, en það var á
bréfum til fimmtán ára, var tæp 6%
og er um að ræða mjög dýra fjár-
mögnun fyrir ítalska ríkið í sögulegu
samhengi. Þetta bendir til vantrausts
fjárfesta. Skortur á trausti þeirra er
meðal annars skiljanlegur í ljós þess
að boðaðar aðhaldsaðgerðir eru mjög
afturhlaðnar og verður ekki hrint í
framkvæmd af fullum þunga fyrr en
eftir 2 ár. ornarnar@mbl.is
Aðhaldsaðgerðir á hrað-
ferð gegnum þing Ítalíu
Stjórnvöld luku við dýrt skuldabréfaútboð í gær
Reuters
Þungt yfir Eldingar yfir þorpinu Predazzo í norðausturhluta Ítalíu.
● Á fimmtudag varð lítilsháttar
lækkun á skuldabréfavísitölu GAMMA
en heildarviðskipti námu um 6,3
milljörðum.
Verðtryggða vísitalan hækkaði lít-
illega í viðskiptum upp á 2,7 millj-
arða en aftur á móti lækkaði óverð-
tryggða vísitalan um 0,2% í 3,6
milljarða viðskiptum. Frá áramótum
hefur verðtryggða vísitala Gamma
hækkað um 6,33% en hinsvegar hef-
ur óverðtryggða vísitalan lækkað um
4,33%.
Litlar breytingar á
skuldabréfum
● Verðið á gullúns-
unni hefur slegið
nýtt met og náði
hámarki á fimmtu-
dag í 1.594,16 döl-
um en lækkaði síð-
ar í 1.590,66 dali.
Hækkandi verð
á gulli þykir oft
haldast í hendur við
óvissu á mörkuðum
og að því er BBC
greinir frá má leita skýringa á verðhækk-
uninni í gær bæði í óvissu um skuldamál
Bandaríkjanna og fréttum um mögulega
lækkun lánshæfiseinkunnar stórveld-
isins, en einnig í veikingu dollarsins sem
verkar til þess að bæta getu annarra
gjaldmiðlasvæða til að kaupa gull.
ai@mbl.is
Gull í hæstu hæðum
Gull hækkar oft á
óvissutímum
● Í júnímánuði námu heildarútlán
Íbúðalánasjóðs tæpum 1,9 milljörðum
króna. Þar af voru rösklega 1,7 millj-
arðar vegna almennra lána.
Í sama mánuði fyrir ári námu almenn
útlán tæpum 1,6 milljörðum króna.
Að jafnaði voru almenn lán upp á um
10,3 milljónir en í maímánuði var með-
alútlánið 10,5 milljónir. Samkvæmt
skýrslu Íbúðalánasjóðs er heild-
arfjáhæð almennra lána fyrstu 6 mán-
uði ársins 11,4 milljarðar. ai@mbl.is
1,9 milljarðar út í júní
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+//-00
+0+-,/
00-+//
0+-1.2
+.-23.
+34-03
+-3./3
+/5-.2
+,5-32
++.-1,
+//-,/
+00-13
00-054
0+-+3+
+/
+34-,3
+-3/0.
+/,-43
+,5-25
001-1./
++.-43
+/2-+3
+00-3
00-4+/
0+-014
+/-154
+33-13
+-3/.
+/,-/2
+,,-3+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á