Morgunblaðið - 15.07.2011, Síða 21

Morgunblaðið - 15.07.2011, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 Sumarsnjór Ekki var sérlega sumarlegt um að litast á Fjarðarheiði þar sem þessir ferðamenn fóru um á dögunum en þeir voru að ljúka hringferð um landið og ætluðu í Norrænu á Seyðisfirði. Guðmundur Fylkisson Nú þegar Hagsmunasamtök heimilanna hafa hrundið af stað undirskriftasöfnun fyrir almenn- um, réttlátum leiðréttingum lána og afnámi verðtryggingar (undirskrift.heimilin.is) var við því að búast að þeir sem mest græða á verðtryggðum lánum myndu koma fram með mótbár- ur og lofa verðtryggð lán í bak og fyrir. Í þriðjudagsmogganum er að finna grein eftir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins þar sem verðtryggð lán eru lofuð og talað er um óverðtryggða vexti og borin saman greiðslubyrði lánanna. Þegar forsvarsmenn íslenskra fjármálastofn- ana og lífeyrissjóða tjá sig um verðtryggingu skulum við leggja vel við hlustir. Ekki bara til þess að heyra hvað viðkomandi hefur að segja, heldur sérstaklega til að gefa því gaum hvað ekki er sagt. Ólögleg svikamylla? Það sem ósagt er í greininni er stórmerki- legur sannleikur um sérstöðu Íslands, verð- tryggðra lána og vaxtakjara. Á Íslandi fyr- irfinnast engir óverðtryggðir vextir, „óverðtryggðir vextir“ breytast í takt við verðbólgu og eru því í raun verðtryggðir, þar sem alltaf er gert ráð fyrir verðbólgunni inn í vextina, en verðbólgan er staðgreidd. Hin hefðbundnu verðtryggðu lán eru hins vegar gædd þeim margfeldisáhrifum sem lántak- endur á Íslandi þekkja mætavel þar sem framkvæmd þeirra er all-skuggaleg. Fram- kvæmdin er eftir reglum Seðlabanka Íslands, en eftir rannsókn Hagsmunasamtaka heim- ilanna er niðurstaðan sú að hana skortir laga- heimild. Verðtryggð lán eru í raun þríverðbætt. Í fyrsta lagi er höfuðstóllinn verðbættur, í annan stað er greiðsla af höf- uðstól verðbætt og í þriðja lagi eru vextir verðbættir. Engin heimild er fyrir því í lögum að verðbæta höfuðstólinn sjálfan, en hins vegar er heimilt að verð- bæta greiðslur, þ.e. afborganir af höfuðstól og vexti. Að auki virðist skorta lagaheimild fyrir því að bæta við höfuðstól lánsins þannig að í raun verður til nýtt lán mánaðarlega sem er svo verðbætt aftur og aftur um hver mánaðamót. Með þessu fást þau margfeldis- áhrif sem gera það að verkum að lántakendur greiða í raun lánið margfalt til baka. Heildarendurgreiðsla og eignamyndun Annað sem Gunnar lætur ósagt er um heildarendurgreiðslu mismunandi lána. Hann talar um að lántakendum „finnist stundum“ að verðtryggðu lánin lækki ekki þrátt fyrir greiðslur. Þetta er ekki eitthvað sem lántak- endum „finnst“ um lánin, þetta er raunveru- leiki greiðslusögu láns og greiðsluseðla. Til að útskýra betur virkni margfeldis- áhrifanna er gott að bera saman verðtryggt og „óverðtryggt“ lán. Munur á heildarend- urgreiðslu getur hlaupið á tugum milljóna fyrir 10 milljóna kr. lán. Verðtryggt 40 ára jafngreiðslulán sem ber 5% vexti í 7% verð- bólgu kostar um 120 milljónir króna. Ef um jafnar afborganir er að ræða, verður heildar- endurgreiðslan um 83 milljónir króna skv. reiknivél Íbúðalánasjóðs. Af þessu er ljóst að 12% óverðtryggðir vextir jafngilda ekki 5% óverðtryggðum vöxtum + 7% verðbólgu. Margfeldisáhrif verðbóta á höfuðstól koma í veg fyrir það. Til þess að fá sambærilegar upphæðir í reiknivélum bankanna þarf að setja inn 30-35% vexti. Það geta vart talist annað en okurvextir á mannamáli. Þegar sett er inn í reiknivél banka óverðtryggt lán með sömu forsendum er heildarendurgreiðslan á bilinu 21-25 milljónir og hlýtur það að teljast ódýrari kostur, þrátt fyrir sveiflukenndar af- borganir. Ef borið er saman við lánakjör og eigna- myndun í húsnæði á hinum Norðurlöndunum, þá ber að taka fram að eignamyndun hefst með fyrstu afborgun láns á þeim öllum og víð- ast hvar í hinum vestræna heimi á meðan það tekur um 28 ár fyrir eignamyndun húsnæðis hér á Íslandi miðað við ofangreint lán. Verðtrygging er verðbólguhvetjandi Þá talar Gunnar um að verðbólgan sjálf sé vond, en ekki verðtryggingin. Hann lætur hins vegar ósagt að verðtryggingin er verð- bólguhvetjandi. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands skoðaði S. Fischer (1981) gögn um verðtryggingu í mörgum löndum og tengsl hennar við verðbólgu með aðfallsgrein- ingu. Niðurstaða hans var að engin fylgni væri á milli verðbólgu og verðtryggingar launa, skatta, tryggingabóta eða fjárfest- ingar. Hins vegar fann hann fylgni milli verð- bólgu og verðtryggingar skuldabréfa. Þessi niðurstaða Fischers sýnir að verðbólga er að jafnaði meiri í þeim löndum þar sem er verð- trygging skuldabréfa. Hagsmunasamtök heimilanna líta svo á að ein mikilvægasta leiðin til að draga úr verð- bólgu sé að afnema verðtryggingu á lán heim- ilanna og að lánveitendur séu ábyrgir í sinni útlánastarfsemi, þeir hafi ekki bæði belti og axlabönd fyrir hvert einasta verðbólguskot, hvorki í verðtryggðum né óverðtryggðum vöxtum. Evrópa og hin Norðurlöndin tekin til fyrirmyndar Að öllu ofansögðu er nauðsynlegt að bæta því við að Hagsmunasamtök heimilanna telja hvers kyns vísitölutengingar lána án tak- markana ganga gegn Evróputilskipunum er leiddar hafa verið í íslensk lög. Samtökin eru nú með kvörtun hjá ESA er tekur bæði á aft- urvirkum íþyngjandi útreikningum geng- istryggðra lána og vísitölutengingum og höf- uðstólsfærslum verðtryggðra lána. Tillögur samtakanna um nýtt lánakerfi ganga út á það að taka Evrópu og hin Norð- urlöndin til fyrirmyndar, sett verði þak/ takmörk á óverðtryggða vexti og verðtrygg- ing afnumin. Þannig beri lánveitendur hluta af ábyrgðinni þegar koma verðbólguskot og einungis með þessum hætti er möguleiki að halda verðbólgu niðri – þannig græðir heildin á breyttu lánaumhverfi. Lesendur eru hvattir til að lesa sér til um tillögurnar inni á undir- skrift.heimilin.is undir Framtíðarsýn. Ólögleg svikamylla? Verðtrygging – margföld svikamylla Eftir Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur » Að auki virðist skorta laga- heimild fyrir því að bæta við höfuðstól lánsins þannig að í raun verður til nýtt lán mán- aðarlega sem er svo verðbætt aftur og aftur um hver mán- aðamót. Með þessu fást þau margfeldisáhrif sem gera það að verkum að lántakendur greiða í raun lánið margfalt til baka. Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.