Morgunblaðið - 15.07.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 15.07.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 ✝ RagnheiðurBrynjúlfsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 22. febrúar 1952. Hún lést á Landspít- alanum 4. júlí 2011. Foreldrar henn- ar: Lilja Þorleifs- dóttir húsmóðir frá Litlanesi við Gjög- ur í Strandasýslu, f. 17.6. 1922, d. 4.9. 2008, og Brynjúlfur Jón- atansson rafvirkjameistari frá Vestmannaeyjum, f. 23.6. 1924. Systkini Ragnheiðar: 1) Stein- unn, meinatæknir og sálfræð- ingur, f. 30.9. 1948, d. 19.8.2008, gift Halldóri Guðbjarnasyni. Börn þeirra eru Lilja Dóra, Elín Dóra og Brynjúlfur Jónatansson kjörsonur. 2) Hjálmar, raf- virkjameistari, f. 22.3. 1953, kvæntur Margréti Ársæls- dóttur. Þeirra börn eru Ragn- heiður Bríet, Ársæll, Jóna Heiða og Þorgils Árni. 3) Jónatan, raf- virkjameistari, f. 11.3. 1954, d. 17.3. 1984. Fyrri kona hans: Árný S. Baldvinsdóttir, d. 1979. Þeirra börn eru Steinunn og Brynjúlfur. Síðari kona hans var Heiða Th. Kristjánsdóttir. 4) Anna, starfsmaður á röntgen- stofu, f. 13.7. 1955. 5) Rúnar einnig soninn Finnboga, f. 17.10. 1989. 2) Sigríður Bríet, sálfræðingur, f. 22.9. 1983, sam- býlismaður hennar er Sigurður Sigurðsson viðskiptafræðingur og eiga þau dótturina Steinunni Erlu, f. 14.10. 2010. 3) Steinunn Lilja, verkefnastjóri, BA í mannfræði og nemi í alþjóða- viðskiptum, f. 22.9. 1983. Sam- býlismaður hennar er Kristinn Már Matthíasson, viðskipta- fræðingur. Ragnheiður fæddist í Vest- mannaeyjum í húsi ömmu sinn- ar og afa, Breiðholti. Hún bjó þar fyrstu ár ævinnar en fluttist svo ásamt foreldrum sínum í nýtt hús við Hólagötu 39. Ragn- heiður stundaði nám við Menntaskólann á Akureyri á stærðfræðibraut og útskrifaðist þaðan 1972. Eftir gos keyptu Ragnheiður og Smári Breiðholt. Þau byggðu sér hús við Nýja- bæjarbraut og fluttu þangað 1989. Ragnheiður starfaði við ýmiskonar rekstur og skrif- stofustörf í Eyjum, rak m.a. eig- in hannyrðaverslun, raftækja- verkstæði og verslun föður síns. Hún flutti til Reykjavíkur árið 2000 og vann sem skrif- stofustjóri hjá Alex bókhalds- þjónustu. Ragnheiður stundaði nám við Háskólann í Reykjavík með vinnu og útskrifaðist þaðan sem viðskiptafræðingur árið 2009. Útför Ragnheiðar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, föstudaginn 15. júlí, og hefst at- höfnin kl. 13. Páll, kvikmynda- sýningastjóri, f. 9.8.1958, kvæntur Eddu S. Jóhanns- dóttur. Þeirra dæt- ur eru Hjálmfríður Bríet, Friðbjörg Lilja og Jóhanna Brynja. 6) Bryn- hildur, banka- starfsmaður, f. 10.1. 1960, gift Rafni Pálssyni. Þeirra börn eru Páll Ívar, Jón- atan Helgi, d. 1.5. 2006, og Snorri Benedikt. Ragnheiður giftist fyrsta vetradag 1975 Smára Gríms- syni, rafvirkjameistara, f. 6.11. 1950 í Grímstungu í Vatnsdal. Foreldrar hans: Grímur H. Lár- usson, vaktmaður, f. 3.6. 1926, d. 23.10. 1995, og Elsa Að- alsteinsdóttir, húsmóðir, f. 1.5. 1930. Börn Ragnheiðar og Smára eru 1) Sigrún Elsa, mat- væla- og viðskiptafræðingur, f. 27.11. 1972. Sigrún Elsa giftist Róberti Marshall, þau eru skilin, þeirra börn eru Smári Rúnar, f. 6.1. 1992, og Ragnheiður Anna, f. 9.12. 1994. Sambýlismaður Sigrúnar er Vilhjálmur Goði Friðriksson leiðsögumaður og eiga þau dótturina Guðrúnu Gígju, f. 28.10. 2004, en hann á Nú þegar þessi barátta er töp- uð og þú ert dáin, kæra mamma, þá finn ég til smæðar minnar. Ég veit að ég er heppin að hafa átt þig að þessi 38 ár og ég veit að ég hefði ekki getað átt betri móður. Þú hefur alltaf reynst mér vel, staðið við bakið á mér, treyst mér og verið til staðar þegar ég hef þurft á þér að halda. Aldrei beitt þrýstingi, hótunum eða valdi, að- eins stutt mig og hjálpað mér að feta mína eigin braut. Þú varst bæði bóngóð og raungóð og ég veit að ég hef vaxið af því einlæga stolti sem þú hefur ekki farið dult með af okkur systrum. Ég ætla að reyna það sem ég get til að reyn- ast börnunum mínum sú móðir sem þú hefur reynst mér, og systrum mínum og pabba stoð í gegnum lífið. Ég á eftir að reyna hvernig lífið verður án þín en ég veit að ég hef nú misst minn einlægasta og besta bandamann í lífinu. Ég hef misst þá klárustu, víðlesnustu og réttsýnustu manneskju sem ég hef nokkurn tíma þekkt. En ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að, hafa fengið að læra af þér og vona að ég hafi náð að tileinka mér sem mest af visku þinni og kærleik áð- ur en ég missti þig. Ég kvíði því mest að fagna og gleðjast án þess að geta deilt því með þér. Þú munt alltaf lifa með mér, það mun mig ekkert hræra án þess að ég hugsi til þín, elsku mamma. Með ást, eilífu þakklæti en óendanlegri sorg og eftirsjá sé ég eftir þér, allt, allt of snemma, elsku mamma mín. Ég veit þú munt vaka yfir okkur systrum, börnunum okkar og pabba. Ég elska þig. Sigrún Elsa Smáradóttir. Elsku mamma mín er látin. Ég trúi því varla að hún sé far- in, það á eftir að taka langan tíma að venjast því. Það verður erfitt að geta ekki kíkt við hjá henni í spjall, sitja með henni yfir glæpa- þætti í sjónvarpinu eða borða góðan mat saman. Mamma mín var einstök kona, hún var víðlesin og bóngóð. Það skipti aldrei máli hvaða aðstoð mig vantaði, hún gat alltaf hjálpað mér, hvort heldur með stærðfræðina, sauma kjól kvöldið fyrir skemmtun eða hvað sem mér datt í hug að spyrja hana um. Hún var líka alltaf tilbúin til að hlusta og gefa góð ráð. Hún hvatti mig ávallt í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur, hún sýndi mér jafnframt alltaf traust. Ég minnist þess ekki að hún hafi nokkurn tíman dregið ákvarðanir mínar í efa og það hefur hjálpað mér að treysta á sjálfa mig. Hún kláraði viðskiptafræði fyrir tveimur árum sem ég er afskap- lega stolt af. Það má samt segja að hún hafi einnig gengið í gegn- um matvælafræði-, sálfræði-, mannfræði- og MBA-nám þar sem hún var alltaf tilbúin til að lesa yfir verkefni hjá okkur systr- unum og ræða námið. Það er erf- itt að lýsa henni í orðum. Hún skilur eftir sig fjölda minninga og þekkingu sem ég mun geyma og deila með vinum og ættingjum. Ég kveð móður mína með sorg í hjarta. Hvíldi í friði, elsku mamma. Þín dóttir Steinunn Lilja Smáradóttir. Elsku mamma, þessi veikindi fóru ekki á þann veg sem við von- uðum. Þetta átti aldrei að enda svona. Við sáum þó nokkurn veg- inn í hvað stefndi þegar þér versnaði rétt fyrir páska og hefð- um hugsanlega átt að ræða meira um það. Ég hef löngum haldið því fram að ég hafi engar sérstakar fyrir- myndir í lífinu. Sem börn og ung- lingar vorum við systur aldrei með myndir eða plaköt af frægum eða þekktum einstaklingum á veggjum hjá okkur. Það er ekki fyrr en núna að ég sé að þú og pabbi hafa alltaf verið og munu alltaf verða mínar fyrirmyndir. Ég sé það núna að flest sem ég reyni að gera virkilega vel kemur frá ykkur. Nú á ég yndislega litla dóttur, hún fæddist á sama tíma og þú varst að ljúka fyrstu lyfja- meðferðinni. Hún gaf þér svo mikið í veikindunum, litla ljósið og gaf mér í leiðinni tækifæri til að verja meiri tíma með þér. Ég mun reyna eins og ég get að halda til haga þeim gildum sem okkur systrum hafa verið sett í uppvext- inum. Ég vona að börnin mín muni líta jafn mikið upp til mín og ég geri til foreldra minna. Að þau haldi að ég geti allt og kunni allt og að ég standi undir þeim vænt- ingum. Þú ert alltof ung til að kveðja og ég er alltof ung til að kveðja mömmu mína. Samt hefur þú skilið svo margt eftir þig. Það er þér að þakka að ég prjóna og sinni hannyrðum, vegna þín elda ég góðan mat og er metnaðarfull í námi og starfi. Ég veit að þú myndir vilja að við héldum áfram að lifa lífinu lifandi og myndum gleðjast frekar en að hryggjast yfir atburðum og hlutum sem minna á þig og það mun ég reyna að gera. Ég veit að ef þú gætir gefið okkur ráð um hvernig við ættum að takast á við þennan mikla söknuð þá myndir þú ráð- leggja okkur að tala saman, elda góðan mat og hugsa vel um hvort annað. Það munum við gera og hugsa alltaf vel til þín, elsku mamma mín. Ég vona að við systur og aðrir nákomnir getum veitt pabba þann styrk sem hann þarft á að halda. Hann getur alltaf leitað til okkar og ég veit að við getum alltaf leit- að til hans. Svona er gæfunni mis- skipt. Næstu dagar, vikur og ár verða erfið án þín, mamma. Þín dóttir, Sigríður Bríet Smáradóttir. Elsku Ragga, nú ertu horfin frá okkur að eilífu en minningin um stóru systur lifir um ókomna framtíð. Stóru systur sem ég leit alltaf upp til. Stóru systur sem alltaf var hægt að leita ráða hjá. Oftar en ekki bjargaðir þú mér þegar ég var komin í ógöngur í prjónaskapnum eða þegar ég var að sauma föt á strákana. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur lék í höndum þér, hvort heldur sem það var að elda, baka, sauma eða prjóna. Heimilið bar þess sterklega vitni að þar fór kona sem naut þess að vinna fal- legt handverk. Þú varst alltaf hrein og bein og hlógum við oft að því á góðri stundu hvað þú varst ánægð með árangur barnanna í fjölskyldunni, það var alveg sama hvað það var, að ganga vel í skólanum, vera duglegur í skátunum nú eða bara að vera sætur og krúttlegur, eng- in afrek voru of smá til að þú tæk- ir eftir þeim og lofaðir börnin við hvern þann sem heyra vildi. Þau voru einfaldlega best og flottust í þínum augum. Þú naust þess að vera á Þjóðhátíð og varst þá alltaf með tjald í samfloti með öðrum í fjöl- skyldunni. Þar var auðvitað boðið upp á lunda og suðræna tertu ásamt öðru góðgæti. Heima var síðan boðið upp á humarsúpu á laugardeginum áður en haldið var í Dalinn. Í seinni tíð eftir að þið Smári fluttuð til Reykjavíkur fannst þér nú ekki mikið mál að fara til Eyja á þjóðhátíð. Þá var gist hjá ættingjum og alltaf var boðið upp á humarsúpuna hennar Röggu. Einhvern tímann vorum við að kvarta yfir því hvor við aðra að það væri engin hannyrðaverslun í Eyjum og tókum við okkur þá til og opnuðum eina slíka, hún varð þó ekki langlíf því innan fárra mánaða uppgötvuðum við báðar að við áttum von á barni, ég gekk með mitt fyrsta og þú með tví- burana. Þau voru nú oftast kölluð þríburarnir því þau voru alltaf saman, við hittumst næstum á hverjum degi til að leyfa þeim að leika sér og þegar þau fóru að eld- ast urðu þau góðir vinir. Það var mér mikil hjálp að fá að vera sam- ferða þér á þessum mikilvæga tíma. Elsku Smári, Sigrún Elsa, Sig- ríður Bríet, Steinunn Lilja, mak- ar og börn, það geta engin orð tekið burt þann sársauka sem nú nístir hjörtu ykkar og okkar allra. En þær eru endalausar minning- arnar sem við geymum í hjörtum okkar og varðveitum vel. Þær fá okkur til að minnast Röggu með gleði í hjarta og bros á vör. Elsku Ragga, ég veit það var vel tekið á móti þér þar sem þú ert núna, minningin um þig lifir með okkur öllum. Við kveðjum þig með miklu þakklæti og virðingu. Litla systir, Brynhildur. Haustið 1968 – hið örlagaríka ár – hittumst við Ragga fyrst. Það var árið sem við urðum 16 ára og við höfðum ákveðið, hvor í sínu landshorni, að fara í Menntaskól- ann á Akureyri. Við höfðum feng- ið úthlutað sameiginlegu herbergi í heimavist skólans. Þetta varð upphafið að þróun hins besta vinasambands frá fyrsta degi. Þrjár stelpur sem komu frá Vestmannaeyjum og ég vestan úr Súganda áttum eftir að „hanga“ mikið saman eins og sagt er í dag. Nú er skarð fyrir skildi þar sem bæði Svava og Ragga hafa kvatt fyrir aldur fram. Þetta voru mikil þroska- og mótunarár og við eign- uðumst félaga fyrir lífstíð. Við Ragga fundum líka ástina og lífs- förunauta okkar á þessum árum. Við vorum um margt ólíkar en áttum þó ýmislegt sameiginlegt. Strax eftir fyrsta árið völdum við hvor sína námsleiðina. Ragga fór í náttúrufræðideild og ég í mála- deild; hún var góð í stærðfræði – og reyndar flestu öðru – en ég hafði meiri áhuga á hugvísindum. Við vorum samtaka í að vera fé- lagslega sinnaðar og afstaða okk- ar til samfélagslegra málefna tók mið af því alla tíð síðan. Ég kynnt- ist þarna vinkonu sem var menn- ingarleg og skapandi í hugsun. Ég fór sumarið 1970 til Vest- mannaeyja með þeim stöllum mínum, Gunnu, Röggu og Svövu til að vinna í fiski þar eins og ég hafði gert sumrin áður fyrir vest- an. Fékk að búa hjá Röggu sem þá hafði herbergi hjá Steinunni ömmu sinni í húsinu sem heitir Breiðholt við Vestmannabraut. Þau Smári áttu síðar eftir að búa heimili sitt þar. Við fórum í há- degismat til foreldra Röggu, þeirra Lilju og Brynjúlfs, ásamt öllum hinum krökkunum þeirra. Kynntist ég þá þeim húmor og kærleika sem ríkti innan þessarar fjölskyldu. Ég er alltaf í þakkar- skuld fyrir hversu vel mér var tekið á þessu heimili þá um sum- arið. Við vorum líka samtaka þegar við eignuðumst báðar fyrstu börnin okkar síðla sama ár og við útskrifuðumst frá MA 1972. En eftir árin á Akureyri skildi leiðir, Ragga fór heim til Eyja og ég til Reykjavíkur í eitt ár fram að dvöl í Noregi sem varði í 5 vetur. En eftir það hittumst við eða heyrð- umst öðru hvoru. Ragga hellti sér í hörkunám á sextugsaldrinum og lauk við- skiptafræðinni. Þetta var henni líkt, hún lauk því sem hún hafði ákveðið. Með glans og hávaða- laust. Hún var fíngerð stúlka og kona sem alltaf var með góðan smekk á fötum. Hún var gáfuð og víðlesin, las alls konar bókmennt- ir. Einnig var hún frábær handa- vinnukona, saumaði og prjónaði og var skapandi í þeim listum. Á kveðjustund spyr maður sig gjarnan hvort ekki hefði mátt rækta vinskapinn betur og hittast oftar en gert var. Við Ragga vor- um samt þannig vinir að það var nánast eins og við hefðum hist í síðustu viku þótt hálft ár væri lið- ið síðan síðast. Traustari vinskap er varla hægt að eignast. Ég kveð góða vinkonu hinstu kveðju, með söknuði og þökk fyrir samveruna sem við fengum. Fjölskyldu hennar, Smára, Sigrúnu Elsu, Sigríði Bríet, Steinunni Lilju, föður og systkin- um hennar sendi ég hjartans samúðarkveðju frá okkur Eiríki. Ásta Þórarinsdóttir. Það var allajafnan ekki dauft yfir stelpuhópnum sem settist að á Spena haustið 1968. Stelpurnar komu alls staðar að, austan, vest- an og norðan og jafnvel að sunn- an. Dálítið sundurleitur hópur og þó ekki. Skemmtanagleðin var í fyrirrúmi og lífsgleðin mikil. Þrátt fyrir það var tilveran dálítið á reiki og heimsmyndin óljós. Við vorum allar á ferðalagi, staddar á vegamótum. Ef til vill var það ferð án fyrirheits eins og Steinn sagði og við vorum aðeins til í eig- in ljóði. En við höfðum tímann fyrir okkur eða það fannst okkur þá. Og tíminn hvarf eins og tár, sem fellur á hvíta hönd. (St. Steinarr.) Ef til vill fannst okkur herbergi Eyjastelpunnar Röggu Bryn. vera fastur puntur. Kannski var það í herberginu hennar og Ástu sem fatamiðstöðin var fyrir böll- in. Allt var rifið og tætt út úr fata- skápunum á Spena, boðlegt sem óboðlegt, og ekki hætt að máta fyrr en allar voru góðar með sig. Einhvern veginn er það í minn- ingunni að Ragga hafi ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Ragga var sannanlega pottur- inn og pannan í merkilegri blaða- útgáfu sem fram fór á Spena. Hún var allt í senn skríbentinn, útgef- andinn og dreifingaraðilinn. Litla flugan var frábært innlegg í blaðaútgáfu í MA á þessum tíma, útgáfa sem annars var að mestu í höndum strákanna. Ragga skrif- aði líka merka fyrstadesræðu sem ein af undirrituðum flutti fyr- ir hönd bekkjarins í 6. bekk en það er óskiljanlegt nú, hvers vegna við konur fengum að ann- ast svo mikilvægt erindi á þeim tíma. Þegar strákarnir sáu um allt svoleiðis. En ef til vill vorum við byrjaðar að brjóta múrana og hin rólega Ragga Bryn. þar í far- arbroddi. Í tímanna rás passaði hún upp á vinskapinn, kom í heimsóknir þegar hún var uppi á landi „ertu heima í kvöld, ég er í bænum“? Mætti vel á bekkjar- kvöldin og þau Smári komu ávallt saman norður þegar við „júbíler- uðum“ á fimm ára fresti. Þráður- inn sem ofinn var veturinn 1968- 69 slitnaði aldrei, þó að oft liði langt á milli samverustunda. Þeg- ar við hugsum til handanlandsins, ef það er til, þá mun vinkona okk- ar sitja þar og bardúsa. Bardúsa við að búa í haginn fyrir okkur sem komum á eftir, kannski í kvöld, eins og gamli Hjálmar í Bólu sagði. Við sendum Smára, dætrunum og fjölskyldunni allri okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Anna Dóra, Ásdís og Þóra Þorsteins. Fallin er frá fyrir aldur fram Ragnheiður Brynjúlfsdóttir, góð vinkona mín allt frá bernsku okk- ar í Eyjum. Fyrstu minningar mínar um Röggu eru tengdar húsinu Breiðholti við Vestmanna- braut. Amma mín og afi bjuggu í austurenda hússins, en amma hennar og afi ásamt foreldrum og systkinum hennar í vesturendan- um. Lóðin við Breiðholt var leik- völlur okkar, þar var kindakofi, fjós og hlaða að ógleymdum hæsnakofa. Fyrstu ábyrgðarstörfin okkar voru að sækja egg í hæsnakofann. Ragga var ætíð mikill dýravinur og er líklegt að það tengist návist hennar við fjórfætlingana í Breið- holti, en á þeim tíma voru þar nokkrar kýr, kindur og kettir auk hænsnanna. Við Ragga vorum alltaf í sama bekk í barnaskóla og gagnfræða- skóla. Þá vorum við í Skátafélag- inu Faxa í Eyjum og báðar flokks- foringjar með ungum skátahóp. Margs er að minnast úr skáta- starfinu. Minnisstæðastur er spenningurinn fyrir stóra og fjöl- menna skátamótinu við Hreða- vatn sumarið 1966, þar sem við bjuggum saman í tjaldi í viku. Eftir landspróf skildi leiðir og hóf hún nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Á þessum árum kynntist hún Smára Grímssyni sem síðar átti eftir að verða hennar lífsföru- nautur. Aftur lágu leiðir okkar saman er við eignuðumst frum- burði okkar með fimm daga milli- bili í nóvember 1972. Það sýndi best hvaða tilfinningar Ragga bar til hússins Breiðholts í Eyjum, þegar hún og Smári keyptu húsið nokkru eftir að þau hófu búskap og bjuggu þau þar þangað til þau fluttu í nýja húsið sitt við Nýja- bæjarbraut í Eyjum. Ragga var mjög tryggur vinur og var ein af þeim fyrstu sem setti sig í samband við mig þegar ég flutti aftur heim til Eyja. Um nokkurn tíma unnum við saman við Hamarsskóla í Eyjum. Eftir að Ragga og Smári ásamt fjölskyldu fluttu til Reykjavíkur varð sambandið stopulla, af eðli- legum ástæðum. Í fyrrahaust var haldið árgangsmót hjá 1952 ár- ganginum. Nokkrum dögum áður hafði Ragga greinst með erfiðan sjúkdóm og gat því ekki verið með okkur. Ég heyrði síðast í Röggu snemma í vor og var hún þá bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir mjög erfið veikindi. Hugur hennar var hjá fjölskyldunni, eig- inmanni, börnum og barnabörn- um. Að endingu færi ég Smára og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa minningu Ragnheiðar Brynjúlfs- dóttur. Guðrún Stefánsdóttir. Ég vil fá að votta fjölskyldu og vinum samúð á þessum erfiðu tímum. Frá því að ég var 6 ára var Ragga mér sem önnur mamma þar sem ég, Sigga og Steinunn lékum okkur svo mikið saman. Þar með breyttist ég úr stelpunni á gula hjólinu í nánast eina af fjöl- skyldunni, svo vel var mér tekið. Ragga var alltaf góð við mig og mér þótti alltaf mjög vænt um hana eins og ég er viss um að öll- um sem kynntust henni þótti líka. Hún var aldrei að æsa sig yfir neinu og hafði bara gaman af fíflaganginum í okkur stelpunum. Ragga var ótrúlega sterk í bar- áttu sinni við skyndileg veikindi, hún var jákvæð og bjartsýn og ég held að það hafi hjálpað henni í gegnum þessa erfiðu raun. Hún var tekin allt of snemma frá okk- ur. Ég er glöð að hafa kynnst henni og hennar yndislegu fjöl- skyldu sem ég finn svo sterka tengingu við, mér finnst ég vera hluti af henni. Á svona stundum verð ég þakklát fyrir allt góða fólkið sem maður hefur kynnst í gegnum lífið og styður mann í gegnum erfiða tíma. Ragga var mér alltaf góð og ég vona að ég hafi getað stutt við fjölskylduna og mun gera mitt besta til að gera það áfram. Mínar dýpstu samúðarkveðjur, Lára Valsdóttir. Ragnheiður Brynjúlfsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ragnheiði Brynjúlfs- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.