Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
✝ IngibjörgÓlafsdóttir
fæddist á Vopna-
firði hinn 9. febr-
úar 1926. Hún lést
á hjúkrunardeild
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 7. júlí 2011.
Foreldrar hennar
voru Ólafur Methú-
salemsson, f. 17.
júní 1877 á Bu-
starfelli, d. 13. júní
1957, og Ásrún Jörgensdóttir
húsfreyja frá Krossavík, f. 11.
september 1891, d. 27. sept-
ember 1970. Systur Ingibjargar
eru: Elín Ólafsdóttir, f. 3. jan-
úar 1916, d. 12. september
2000, Margrét Ólafsdóttir
Kondrup, f. 20. júlí 1917, d. 10.
september 2001, Oddný Ólafs-
dóttir, f. 6. janúar 1920, sem lif-
ir systur sína og Guðrún Ólafs-
dóttir, f. 25. september 1923, d.
25.ágúst 1992.
Eftirlifandi eiginmaður Ingi-
bjargar er Ingólfur Að-
alsteinsson, veðurfræðingur og
fyrrverandi forstjóri Hitaveitu
Suðurnesja, f. 10. október 1923
að Brautarholti í Haukadal í
Dalasýslu. Foreldrar hans voru
Aðalsteinn Baldvinsson, f. 12.
september 1897, d. 21. sept-
ember 1980, og Ingileif Björns-
sem nú kallast menningar-
miðstöðin Kaupvangur í Tanga-
kaupstað í Vopnafirði og ólst
þar upp fyrstu árin, en fluttist
ásamt foreldrum sínum til Ak-
ureyrar árið 1937. Hún tók
gagnfræðapróf við Mennta-
skólann á Akureyri, þar sem
hún kynntist tilvonandi eig-
inmanni sínum, Ingólfi Að-
alsteinssyni. Þau gengu í hjóna-
band 30. júní 1949 og hófu
búskap við Skeggjagötu í
Reykjavík. Árið 1952 hóf Ing-
ólfur störf við Veðurstofu Ís-
lands á Keflavíkurflugvelli.
Fyrstu árin bjuggu þau á flug-
vallarsvæðinu en fluttust að
Borgarvegi 28, Ytri-Njarðvík,
árið 1966. Þar bjuggu þau til
ársins 2003 er þau fluttu að
Kirkjusandi 3 í Reykjavík. Fyr-
ir tveimur árum fluttu þau að
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Ingibjörg sinnti húsmóður-
og uppeldisstörfum alla tíð, en
eftir að börn hennar komust á
legg vann hún sem bókavörður
við Bókasafnið í Ytri-Njarðvík.
Hún átti sér mörg áhugamál,
söng reglulega með kirkjukór-
um í byggðarlaginu, fylgdist
vel með bókmennta- og tónlist-
arlífinu í landinu og sótti leik-
hús eftir megni. Ingibjörg bjó
við góða heilsu allt fram til
2002, veiktist þá alvarlega og
náði sér aldrei fullkomlega eft-
ir það.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Fossvogskirkju í dag, 15.
júlí 2011, og hefst athöfnin kl.
13.
dóttir, f. 15. júní
1899, d. 14. júní
1977. Börn þeirra
Ingibjargar og Ing-
ólfs eru :1) Að-
alsteinn, f. 1948,
maki Janet S. Ing-
ólfsson, þeirra dæt-
ur eru Elva Brá,
maki Ólafur Hólm
Einarsson, þeirra
dætur: Freyja, og
Una. Signý, hennar
maki Nils Óskar Nilsson. Drífa,
maki Kjartan Iversen, þeirra
barn Melkorka Björk. 2) Ólafur
Örn, f. 1951, maki Ingibjörg
Guðmundsdóttir, þeirra dóttir:
Hrund. 3) Birgir, f. 1953, maki
Auður Jónsdóttir, börn þeirra:
Guðfinna Ásta, maki Hrafnkell
H. Helgason, þeirra synir:
Benedikt Birgir, Hilmar Helgi.
4)Ásrún, f. 1955, maki hennar
Magnús Snæbjörnsson, þeirra
börn: Ingibjörg Ösp, maki
Brynleifur Birgir Björnsson,
þeirra synir: Birkir Snær og
Magnús Breki. Árni Davíð. 5)
Leifur, f. 1960, maki Lilja M.
Möller, þeirra barn: Borghildur
Salína. 6) Atli, f. 1962, maki
Þuríður Jónsdóttir, þeirra
börn: Þorgerður, Ólafur og
Steinn.
Ingibjörg fæddist í húsinu
Ljúf miðnæturbirtan lagðist
yfir beð Ingibjargar móður okk-
ar á Hrafnistu, þegar hún losn-
aði fyrir fullt og allt úr langvar-
andi og þungbærri prísund
málstols og lömunar.
Bestu minningar mínar um
móður okkar tengjast söng með
einum eða öðrum hætti. Ég man
vögguvísurnar og dægurlögin
sem hún söng yfir bræðrum mín-
um og systur, og hún söng með-
an hún vann heimilisstörfin.
Slagarana sem bárust úr amer-
íska útvarpinu söng hún óaðfinn-
anlega. Allir samfundir þeirra
skarpgreindu og skemmtilegu
Bustarfellssystra enduðu með
söngvagleði fram eftir nóttu. Þar
voru rifjuð upp „lögin hans Inga
T“, en helsta tónskáldi Austfirð-
inga höfðu þær systur kynnst í
föðurhúsum í Tangakaupstað.
Og þegar við systkin fórum að
heiman fékk móðir okkar útrás
fyrir sönghneigð sína með því að
syngja með kirkjukórum á Suð-
urnesjum.
Sennilega fengum við ekki
fullan skilning á söngelsku móð-
ur okkar fyrr en við fórum að
sækja tónleika með henni. Hún
gerði ekki upp á milli tónlistar-
tegunda, en fór fram á tónvísi
flytjenda og innlifun þeirra í tón-
listina. Við hlustuðum saman á
kóra af ýmsu tagi, óperur, ein-
söngstónleika og framúrstefnu-
músík sem yngsti sonur hennar
hafði samið. Hún hafði skoðanir
á þessari tónlist og var býsna
fundvís á aðal- og aukaatriði. Á
efri árum kom hún flatt upp á
barnabörn sín með því að spyrja
almæltra tíðinda af útlendum
poppgrúppum sem hún hafði
heyrt í í útvarpinu.
Sjálf hafði móðir okkar sjald-
an orð á tónlistaruppeldi sínu.
Við systkinin vorum komin vel á
legg þegar við fréttum annars
staðar frá að hún hefði átt sér
þann draum að gerast söngkona;
hefði jafnvel komið fram á tón-
leikum kornung. Nýverið rakst
ég á staðfestingu þessa. Árið
1942 segir dagblað á Akureyri
frá tónleikum Kantötukórsins
þar í bæ undir stjórn Björgvins
Guðmundssonar. Þar er talað
um mjög efnilegan einsöngvara,
Ingibjörgu Ólafsdóttur, 16 ára. Í
blaðinu stendur ennfremur: „Er
rödd hennar allt í senn full, mjúk
og blæfögur“. Móðir okkar lét
aldrei í ljós eftirsjá eftir þessum
„draumi“. En tónlistargáfur
hennar fóru ekki forgörðum, því
öll börn hennar fengu í arf tón-
listaráhuga í einhverjum mæli.
En áhugamál móður okkar ein-
skorðuðust ekki við tónlist því
hún var sólgin í skáldskap af
ýmsu tagi og stálminnug á hann.
Þulur og vísur kunni hún frá því
hún var barn og sumar þeirra
hef ég nú yfir barnabörnum mín-
um. Hún las helstu skáldsögur
sem komu út á íslensku, og kom
okkur oftsinnis á óvart með bók-
menntasmekk sínum. Til dæmis
las hún bækur Guðbergs Bergs-
sonar um leið og þær komu út og
hafði gaman af að rökræða um
þær og aðrar bókmenntir.
Um eina formóður okkar, El-
ínu Ólafsdóttur á Bustarfelli, er
sagt að hún hafi verið „réttsýn
og kærleiksrík“. Ég held að
þessi lýsing eigi einnig við um
móður okkar. Umfram allt var
hún börnum sínum og barna-
börnum góður félagi, ráðholl án
þess að vera umvöndunarsöm.
Innbyggðri réttlætiskennd sinni
miðlaði hún af eðlislægri hlýju.
Blessuð sé minning Ingibjargar
móður okkar.
Aðalsteinn Ingólfsson.
Gengin er góð kona, móðir
mín Ingibjörg Ólafsdóttir.
Það eru sjaldan hæstu hljómar,
sem hlýja vorum sálum best, –
af sterkum glampa, er leiftrar, ljóm-
ar,
er ljósið sjaldan notamest:
við lága hreima og ljósbros mjúk
fá lækning bestu hjörtun sjúk.
Sem fagurt lag við fallegt kvæði
var fagur, látlaus hugur þinn, –
Þér fannst þín best þú njóta í næði,
þar næðing lagði sjaldast inn,
Þar ein þú taldir tár og blóm
Í tryggðar þinnar helgidóm.
Hve gott var þar við guð að tala
um gleði og sorgir hjartans mál
í kærleiksljúfri lind að svala
í ljósaskiptum þreyttri sál,
þar böli þyngsta bænin klökk
í blessun sneri og hjartans þökk!
(Guðmundur Guðmundsson
– skólaskáld.)
Mamma, ég þakka þér fyrir
allt og allt.
Leifur.
Mín ástkæra amma Inga var
góð manneskja. Sá um allt og
hugsaði um alla. Hún sagði mér
einnig sögu af sýslumannsfrúnni
á Burstarfelli, staðnum sem ætt-
menn hennar höfðu búið á, öld-
um saman.
Ég mun alltaf hugsa til henn-
ar og hafa yndislega minningu
um frábæra konu, Ingibjörgu
Ólafsdóttur.
Elsku amma Inga, ég mun
ætíð sakna þín.
Borghildur Salína
Leifsdóttir.
Elsku yndislega amma, nú
ertu farin frá okkur og við sökn-
um þín mikið.
Alltaf varstu svo hlý og góð
með svo bjart bros sem ljómaði
yfir andlitið og dillandi hlátur.
Þér fannst gaman að spjalla mik-
ið og húmorinn var aldrei langt
undan. Hvort sem umræðan
snerist um tísku, tónlist eða góða
glæpaþætti varstu alltaf vel með
á nótunum. Þú gladdir okkur oft
með ljóðum þínum sem við feng-
um í kortum við hin ýmsu tilefni.
Hér er lítið ljóð til þín frá okkur.
Lítill fugl settist á rúmstokk þinn
og söng til þín lag sem enginn
heyrði nema þú.
Hann leyfði þér að sofa.
Þú flaugst á brott með honum
en minning þín og brosið bjarta
varð eftir hjá okkur.
Við kveðjum þig nú með sökn-
uði og vonum að þér líði vel.
Ástarkveðjur, þín barnabörn,
Ingibjörg Ösp og
Árni Davíð.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði, elsku amma,
þín
Guðfinna Ásta.
Í dag kveðjum við elskulega
ömmu okkar, Ingibjörgu Ólafs-
dóttur. Kveðjustundir eru aldrei
auðveldar, en þessi kveðjustund
hefur reynst okkur sérstaklega
erfið. Barnabörnum finnst að
ömmur og afar eigi að lifa að ei-
lífu. Þeirra hlutverk er að jarð-
tengja okkur og vera kjölfesta
okkar þegar lífið reynist þung-
bært, uppfullt með sút en einnig
með gleði. Alltaf getum við
gengið að ömmum okkar og öf-
um sem vísum, fyrir það hljótum
við að vera þeim þakklát.
Frá Ingibjörgu ömmu stafaði
mikilli hlýju, hana skynjuðum
við strax á barnsaldri. Í návist
hennar þurftum við aldrei að
þykjast, reyna að vera stilltar,
klárar eða duglegar. Hjá henni
máttum við vera stelputrippi og
óþekktarangar.
Okkur þótti einnig vænt um
áhuga ömmu á viðhorfum okkar
og áhugamálum. Hún lagði á
minnið frásagnir okkar af skóla-
göngu, tómstundum eða vina-
hópi og hafði lag á að rifja upp
það sem okkur hafði verið efst í
huga í síðustu heimsókn, þegar
við næst settumst við eldhús-
borðið hennar, óðamála og reiðu-
búnar að taka upp þráðinn í
óendanlega mikilvægum fram-
haldssögum okkar. Þegar við
urðum eldri urðu frásagnir okk-
ar skynsamlegri og við komum
okkur upp skoðunum á heims-
málum sem við deildum með
ömmu. Amma hafði gaman af
borginmannlegum yfirlýsingum
okkar, brosti kankvíslega þegar
okkur var heitt í hamsi og hló
þegar við slógum á létta strengi.
Sjálf var amma einstaklega orð-
heppin, oftar en ekki hlógum við
dátt að athugasemdunum sem
hún læddi inn á réttum augna-
blikum. Þótt amma væri svipt
máli og hreyfigetu síðustu mán-
uðina, var oft hægt að ná sam-
bandi við hana með því að rifja
upp gömul gamanmál. Þá horfði
hún í augu okkar og við skynj-
uðum gamalkunnuga hlýjuna og
gæskuna í augnaráði hennar.
Eins og eðlilegt er breyttist
samband okkar við ömmu þegar
við fullorðnuðumst. Þá fylltumst
við iðulega aðdáun á því að
ömmu skyldi hafa tekist að koma
sex börnum til manns og reka
stórt heimili. Þá fyrst lærðum
við að meta dugnað hennar og
eðlisgreind. Áhugi hennar á bók-
um og lesefni af öllu tagi bar vott
um mikla fróðleiksfýsn og löng-
un til að kynna sér málefni líð-
andi stundar í þaula. Ekki var
amma heldur að flíka tækifær-
isskáldskap sínum og af söng-
hæfileikum hennar heyrðum við
ekki af fyrr en seint og síðar-
meir. Ef til vill fengum við að-
eins ávæning af því hve einstök
kona amma var á meðan hún lifði
en fyrir þann ávæning erum við
þakklátar.
Elsku amma, við munum
minnast þín það sem eftir er og
sjá til þess að okkar eigin börn
fái innsýn í þína góðu eiginleika
og miklu hæfileika. Hjartans
þakkir fyrir að hafa gert okkur
að þeim manneskjum sem við er-
um í dag. Hvíldu í friði.
Elva Brá,
Signý og Drífa
Aðalsteinsdætur.
Ingibjörg
Ólafsdóttir
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem
auðsýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa, langafa og
tengdasonar,
KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR
lögregluvarðstjóra,
Hæðargötu 11,
Reykjanesbæ.
Sérstakar þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu okkur við þessar
erfiðu aðstæður.
Þóra Ágústa Harðardóttir,
Stefán Reynir Kristjánsson,
Baldvin Kristjánsson, Susanne Poulsen,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Christian Samuel,
Kári Már, Halla María,
Sigurjón Rúnar, Hrafnhildur Tyrfingsdóttir,
Atli Freyr, Sara Björk,
Þóra Dröfn, Malik Þór,
Vikar Logi,
Halldór Jónsson.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR,
Lindasmára 39,
Kópavogi.
Erlendur Guðjónsson,
Sigríður Guðjónsdóttir, Ingólfur Arnarsson,
Karl Guðjónsson,
Bára Guðjónsdóttir,
Jóna Guðjónsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Óskar Guðjónsson, Ásta S. Guðnadóttir,
Sigurður Guðjónsson,
Katrín S. Guðjónsdóttir, Vilhjálmur Á. Ásgeirsson,
Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Davíð Hreinsson,
Guðlaug Guðjónsdóttir, Guðni Þór Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Í dag verður jarðsunginn
elskulegur afi minn sem hefur nú
lokað sínum fallegu augum og
fengið hvíldina. Minningarnar eru
margar og flestar tengjast þær
bakaríinu en þú lifðir og hræðist í
því allt fram á síðasta dag. Það
var svo gaman að koma með vin-
konur mínar í heimsókn til þín í
bakaríið til þess að fá kleinuhring,
eitthvað sem ég mun aldrei
gleyma. Þú varst mikill húmoristi
og gleðigjafi allt fram á síðasta
dag. Þér leiddist ekki að segja
okkur sögur og fíflast aðeins í
okkur þegar við komum í heim-
Snorri Kristjánsson
✝ Snorri Krist-jánsson bak-
arameistari fæddist
á Akureyri 2. des-
ember 1922. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akur-
eyri 26. júní 2011.
Útför Snorra fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 12. júlí
2011.
sókn. Þegar ég var
13 ára byrjaði ég að
vinna í bakarínu hjá
ykkur pabba, þú
kenndir mér margt.
Lagðir mikla
áherslu á vinnusemi
og dugnað og vildir
að hlutirnir væru vel
gerðir. Þú varst um-
fram allt sanngjarn
en gerðir kröfur til
starfsmanna þinna.
Ég var ekki á neinum sérsamn-
ingi þó svo að ég væri afastelpan
þín. Ég lærði mikið og að þessari
reynslu bý ég að í dag. Fyrir það
er ég afar þakklát. Allt fram á síð-
asta dag fylgdist þú með öllu sem
fór fram í bakaríinu, hringdir á
hverjum degi og vildir vita hversu
stórar sendingar hefðu farið í
búðinar, út á land, og í lok dags
hringdir þú til að fá uppgjörstölur
úr búðunum. Þú varst engum lík-
ur og mun ég varðveita minning-
arnar um þig elsku afi.
Þín verður sárt saknað.
Þín afastelpa,
Lilja Birgis.
Elsku besti afi minn, þegar ég
hugsa um þig þá koma margar
góðar og skemmtilegar minning-
ar í huga minn.
Þegar ég var lítil var alltaf svo
gott að koma og vera hjá ykkur
ömmu á Strandgötunni. Það var
þvílíkt spennandi þegar þú fórst
með mig á myndbandaleiguna til
þess að leigja spólu og oftast urðu
Tommi og Jenni eða Strumparnir
fyrir valinu. Mér leiddist heldur
ekki þegar þú fórst með þuluna
fagur fiskur í sjó og fékk ég held-
ur betur í magann af spenningi
þegar setningin „svo skal högg á
hendi detta“ hljómaði og það var
alls ekki nóg að fara bara einu
sinni með þuluna heldur varð það
að vera nokkrum sinnum í röð.
Einnig á ég góðar minningar um
það þegar þú settir plötu á fóninn
og við dönsuðum saman.
Þegar ég varð unglingur og fór
að vinna í bakaríinu þá treysti
maður á það að sjá þig tvisvar á
dag á þínum daglega rúnti um
bakaríið þar sem þú spjallaðir við
fólkið og jú komst og gafst mér
koss. Þú hafðir mikinn áhuga á
hvort ég væri ekki að slá mér upp
með einhverjum strák og reyndir
telja mér trú um það að það væri
langbest að finna einhvern sveita-
strák til þess að eyða ævinni með
og má segja að ég hafi farið eftir
orðum þínum og nælt mér í
sveitastrák.
Þú hafðir mikinn áhuga á sjó-
mennsku Heiðars og varst með
veiðar hans á hreinu þegar við
komum og heimsóttum þig á dval-
arheimilið. Þú spurðir Heiðar
spjörunum úr um vinnuna hans
og svo má ekki gleyma spurning-
unni hvort við ætluðum ekki að
fara að eignast börn. Þú varst því
yfir þig hrifinn að heyra að ég ætti
von á tvíburum og veit ég að þú
varst með hugann hjá stelpunum
mínum, þeim Arnheiði og Árdísi,
á meðan þær dvöldu á vökudeild-
inni. Verst þykir mér að þú hafir
ekki náð að sjá stelpurnar mínar
þar sem það var þér svolítið
kappsmál að fá að sjá þær. Ég veit
samt í hjarta mínu að nú vakir þú
yfir þeim og gefur þeim styrk.
Elsku afi minn, allar góðu
minningarnar um þig verða æv-
inlega geymdar í hjarta mínu.
Saknaðarkveðjur,
Sara, Heiðar, Arnheiður
og Árdís.