Morgunblaðið - 15.07.2011, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
✝ Sigþór BessiBjarnason,
fæddist í Reykja-
vík 9. september
1985. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 6. júlí 2011.
Foreldrar hans
eru Guðrún Erna
Baldvinsdóttir
læknir, f. 25. mars
1958 í Reykjavík,
og Bjarni Bessason prófessor,
f. 24. júlí 1957 í Hafnarfirði.
Systkini hans eru Magnús
Snorri, f. 29. júní 1990, og Sól-
veig, f. 8. maí 1995. Unnusta
hans er Erna Jóna Guðmunds-
dóttir, f. 28. júlí 1990.
Bessi flutti til Noregs með
fjölskyldu sinni þegar hann var
liði MR sem vann forritunar-
keppni framhaldsskólanna á
efra stigi árið 2004. Hann tók
einnig þátt í ólympíuleikunum í
stærðfræði fyrir Íslands hönd í
Aþenu árið 2004. Eftir stúd-
entspróf vann Bessi á sumrin
við forritun hjá ýmsum fyrir-
tækjum. Fyrst hjá Öðru veldi
og Midi.is (2005 og 2006), hjá
Kaupþingi (2007) og hjá Ís-
lenskri erfðagreiningu (2008).
Árið 2008 hlaut Bessi styrk til
þriggja ára frá Microsoft Rese-
arch Europe til doktorsnáms í
tölvunarfræði við Edinborgar
háskóla. Hann flutti til Skot-
lands og hóf námið haustið
2008. Eftir ársdvöl úti varð
hann að hætta því vegna veik-
inda en vann eftir það hjá hug-
búnaðarfyrirtækinu Gogogic í
Reykjavík eins og heilsa hans
og þrek leyfði.
Útför Bessa verður gerð frá
Langholtskirkju í dag, 15. júlí
2011, og hefst athöfnin klukk-
an 13. Jarðsett verður í Gufu-
neskirkjugarði.
tveggja ára gamall
og bjó þar næstu
árin. Árið 1995
þegar hann var tíu
ára sneri fjöl-
skyldan til baka til
Íslands og settist
að í Árbæjar-
hverfi. Hann lauk
grunnskólaprófi
frá Árbæjarskóla
2001, stúdents-
prófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík (MR)
2005 og BS-prófi í stærðfræði
frá Háskóla Íslands 2008 með
ágætiseinkunn. Bessi hafði frá
fyrstu tíð mikinn áhuga á
stærðfræði, forritun og tölvum
og hlaut ýmsar viðurkenningar
fyrir árangur á þessum svið-
um. Hann var í þriggja manna
Tárin streyma. Elsku Bessi
minn er látinn eftir erfiða bar-
áttu við illvígt krabbamein. Það
er ótrúlegt hvað lífið er stundum
óskiljanlegt. Ég spyr mig dag-
lega: af hverju þú? en fæ engin
svör, sumir sleppa bara ekki.
Það er sagt að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska og þar ert þú
engin undantekning. Við vorum
slegin yfir þeim fréttum sem
bárust á sprengidag 2009 að þú
værir veikur. Ég var viss um að
þú myndir vinna þessa baráttu
því þú varst sigurvegari í öllu
sem þú tókst þér fyrir hendur.
En þessi barátta var þér of erfið
þótt þú hafir barist af fullum
krafti fram á síðasta dag. Þú
sem hataðir að tapa, en þú mátt
eiga það að þú tókst tapinu með
bros á vör.
Frá fyrsta aldursári mynduð-
ust sérstök tengsl milli okkar og
með okkur óx mikil vinátta. Við
vorum ekki bara frændsystkin
og jafnaldrar heldur svo miklir
vinir. Við vorum þessi frænd-
systkin sem voru svo oft eins
klædd. Við hlógum samt ekki
mikið að því í seinni tíð. Á yngri
árum vorum við mjög uppá-
tækjasöm. Ég man fyrst eftir út-
varpsþættinum okkar og kókó-
mjólkurauglýsingunni sem við
lásum inn á spólu. Við vorum
mikið í því að búa til tívolí með
tæknilegóinu og þú vildir hafa
síðustu brekkuna í rússíbanan-
um sem brattasta en ég var viss
um að hún gæti eyðilagt lestina
en þú hélst nú ekki. Þú varst bú-
inn að segja mér að lestin myndi
alveg þola þetta, sem hún gerði.
Þú vissir alveg um hvað þú varst
að tala og hef ég ekki þrætt við
þig um tæknimál síðan. Þú varst
tæknigúrú fjölskyldunnar. Hver
á nú að nettengja okkur?
Þú varst hinn besti námsmað-
ur. Einkunnirnar framúrskar-
andi og stærðfræðikunnáttan
upp á tólf, sem var gott fyrir
mig, þar sem ég var ekkert allt
of góð í henni. Við þeyttumst
saman í gegnum tíunda bekk, þú
varst stundum pirraður á fá-
fræði minni í stærðfræðinni en
þú lést það ekki á þig fá, alltaf
varstu tilbúinn að hjálpa mér.
Þegar þú varst kominn út til Ed-
inborgar eftir að hafa öðlast BS-
gráðuna þína og mig vantaði
hjálp þá notuðum við msn og þú
reiknaðir með mér gegnum tölv-
una. Ég gat alltaf leitað til þín.
Þú varst þekktur fyrir að vilja
hafa tölur í réttri talnaröð, síma-
númerin þín voru þannig sem og
fæðingardagur, það var því eng-
in tilviljun að þú valdir þennan
dag til að kveðja okkur.
Það er óbærilegt að hugsa til
þess að ég sjái þig ekki aftur.
Enginn Bessi til að hlæja og
spila með, enginn Bessi til að
njóta jólamatarins með. Enginn
Bessi til að borða ís með, enginn
Bessi með í Perluna. Enginn
Bessi til að spjalla við á kvöldin.
Við erum búin að fylgjast að alla
ævi svo ég veit ekki hvað ég á að
gera án þín. Mikið ofsalega
sakna ég þín. En ég er svo hepp-
in að eiga hafsjó af minningum.
Þú varst svo lánsamur að fá
að kynnast ástinni. Þið Erna
voruð sálufélagar og ást þín á
henni hélt þér gangandi. Ég lofa
að efna loforð mitt sem ég gaf
þér. Það eru forréttindi að hafa
verið frænka þín.
Elsku besti Bessi minn, núna
ertu kominn á betri stað þar sem
þú finnur ekki lengur til. Ég bið
góðan Guð að geyma þig og kveð
þig hér með drottningarvinkinu
þínu góða.
Þín frænka
Ragnheiður.
Ég og Bessi ólumst upp sam-
an, og þar sem mæður okkar eru
systur var okkur nánast undan-
tekningalaust troðið í sömu tóm-
stundirnar. Við sungum til að
mynda saman í kór í nokkur ár.
Það gleymist seint þegar að við
vorum staddir í ferðalagi í Kan-
ada og fengum einn frídag frá
stífum söngæfingum. Ég kom
með þá lélegu hugmynd að kíkja
á menningarsafn í Winnipeg.
Safnferðin var enginn sigur en
tók engu að síður allan daginn.
Þegar fólk fór svo að tala um
hvernig það hefði eytt frídegin-
um vorum við ekkert að auglýsa
þessa frægðarför okkar sérstak-
lega. Það kom svo í ljós að sumir
höfðu skellt sér í Tívolí. Við
þessar fréttir sendi frændi minn
mér baneitrað augnaráð, sem ég
svaraði um hæl með skítaglotti,
og svo sprungum við báðir úr
hlátri.
Allt frá barnaskólaaldri
stunduðum við Bessi hesta-
mennsku saman. Störfin innan
hesthússins voru margslungin
og misspennandi. Þegar að við
vorum komnir með nóg af því að
moka hjólbörurnar fullar af skít
áttum við það til að laumast út í
gerði og fara í kapp á álriml-
unum sem umluktu gerðið. Ég
man sérstaklega vel eftir síðustu
kappreiðunum. Bessi varð að-
eins of æstur í hita leiksins,
hrundi fram fyrir sig og braut
plastfyllinguna í framtönninni á
sér (þess má geta að hann var
löngu búinn að brjóta á sér al-
vöru tönnina í hrífuleik). Þetta
vakti ekki mikla lukku hjá eldri
kynslóðinni, og var okkur hótað
því að ekki yrði lagt af stað í
reiðtúr fyrr en stykkið væri
fundið. Þetta var náttúrlega eins
og að leita að nál í heystakk en
þrátt fyrir það fannst stykkið á
endanum og við lögðum í hann.
Frændi minn var alltaf ein-
staklega kappsamur í öllu því
sem hann tók sér fyrir hendur,
og var árangurinn eftir því. Það
sannaðist til að mynda þegar við
vorum búnir að liggja yfir Need
for Speed-tölvuleiknum í fjóra
mánuði. Þegar við loksins klár-
uðum leikinn hefði jarðskjálfta-
mælir sýnt 12 á Richter í Næf-
urásnum, svo mikil voru
fagnaðarlætin.
Það er svo fátt sem toppar
haustið 2006, en þá sat ég í mín-
um mestu makindum inn í stofu
102 í VR2 að búa mig undir
dæmatíma í línulegri algebru.
Labbar þá ekki Bessi frændi inn,
býður góðan daginn og byrjar
svo að krota upp sannanir á töfl-
una. Ég hef aldrei verið jafn
kjaftstopp á ævinni.
Þú varst afburðagreindur, og
kom það því fáum á óvart þegar
þú fékkst skólastyrk til að
stunda doktorsnám í tölvunar-
fræði við Háskólann í Edinborg.
Þrátt fyrir að þú hafir flutt út
héldum við alltaf góðu sambandi.
Skype-samtalið okkar rétt eftir
að þú varðst veikur er mér of-
arlega í huga, en við vorum báðir
sammála um að þetta yrði bar-
átta sem þú myndir að sjálf-
sögðu sigrast á, alltaf bjartsýnir
sama hvað. Ég er ennþá að bíða
eftir því að einhver klípi mig og
veki mig af slæmum draumi. Það
að þú sért farinn er fjarstæðu-
kennt og á ekki við nein rök að
styðjast. Barátta þín er og verð-
ur mér alltaf hvatning í öllu því
sem ég mun taka mér fyrir
hendur í komandi framtíð. Þú
ert hetja, elsku frændi minn, og
ég mun ávallt minnast þín sem
slíkrar.
Bjarni Helgason.
Það er undarleg tilfinning að
setjast niður og skrifa til þín
hina hinstu kveðju. Þegar við
söfnuðumst saman í Næfurásn-
um fyrir tveimur og hálfu ári til
að óska þér góðrar ferðar og vel-
farnaðar á nýjum slóðum í Skot-
landi blasti lífið og gæfan við
þér. Grunaði engan þá að hand-
an við hornið biði þín jafn stórt
og krefjandi verkefni og raun
bar vitni. Strax frá upphafi var
ljóst að þú ætlaðir að klára þetta
verkefni líkt og hvert annað með
áræðni, ákveðni og æðruleysi.
Og var það okkar einlæga trú að
þessir eiginleikar þínir ásamt
ómetanlegum stuðningi og styrk
Ernu og fjölskyldu þinnar
myndu koma þér í gegnum þessa
raun. En því miður fyrir okkur
sem eftir sitjum var þér ætlað
annað og stærra verkefni annars
staðar. Minningarnar verða þó
ekki teknar frá okkur og í þær
leitum við núna í sorginni.
Missir okkar allra er mikill og
munum við gera okkar besta til
að hlúa að þínum nánustu á þess-
um erfiðu tímum. Minning þín
mun lifa með okkur um ókomna
tíð. Sjáumst síðar, elsku frændi.
Erla Andrea og Elísabet.
Það er með miklum trega sem
við ritum þessi orð og kveðjum
fallinn félaga, Sigþór Bessa. Við
urðum þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Bessa á námsárunum
í Menntaskólanum í Reykjavík.
Fljótt kom í ljós að þar var ekki
einungis á ferð frábær náms-
maður, heldur einnig drengur
góður og traustur vinur. Hann
bjó yfir góðum húmor og áreið-
anlegri maður er vandfundinn.
Meðal afreka Bessa í MR má
nefna þátttöku í Ólympíuleikun-
um í stærðfræði og sigur í forrit-
unarkeppni framhaldsskólanna.
Hann átti einnig heiðurinn að því
að koma drjúgum hluta bekkjar-
félaga sinna í gegnum námsefnið
í tölvunarfræði með aukatímum
og annarri aðstoð af stakri fórn-
fýsi.
Veistu ef þú vin átt,
þann er þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum.)
Á háskólaárunum héldu vin-
áttuböndin milli okkar og Bessa
áfram að styrkjast. Vinahópur-
inn úr MR skipulagði vikulegan
fótbolta í íþróttahúsi Háskólans.
Bessi ólst ekki upp við bolta-
íþróttir en þrátt fyrir það var
hann einn samviskusamasti iðk-
andinn og missti varla úr tíma.
Ef við hefðum gefið verðlaun
fyrir mestu framfarir hefði hann
einokað þann titil ár eftir ár. Það
var mikill missir að klettinum í
vörninni þegar hann fór að
skorta þrek vegna veikinda.
Upp úr fótboltanum spratt
fljótt Fótbolta- og fjárfestingar-
félagið Söllenbergers, þar var
Bessi að sjálfsögðu einn stofn-
meðlima og ómissandi hlekkur í
starfseminni. Við erum heppnir
að eiga margar góðar minningar
um Bessa frá viðburðum sem við
Söllarnir (eins og við fórum að
kalla okkur) stóðum fyrir; má
þar nefna þegar hann hjólaði
hálfa leið til Borgarness til að
komast í útilegu félagsins og
óteljandi ferðir á Kjúklingastað-
inn Suðurveri sem Bessi hafði
dálæti á. Okkur er í fersku minni
hinn einstaki siður Bessa að
borða borgarann fyrst og þamba
kókið svo. Síðast en ekki síst átti
Bessi stóran þátt í því að skipu-
leggja jólaboð félagsins, sem fyr-
ir marga okkar er orðinn einn af
hápunktum ársins.
Það var mikið áfall fyrir okkur
alla þegar Bessi tilkynnti okkur
að hann hefði greinst með ill-
kynja æxli snemma á árinu 2009.
Framtíðin virtist brosa við hon-
um, hann hafði nýhafið doktors-
nám í Edinborg og nýverið
stofnað til sambands við Ernu
Jónu. Það var óraunverulegt að
lífið legði slíkar byrðar á ungan
mann sem átti ekkert nema gott
eitt skilið, en við vonuðum allir,
og trúðum ekki öðru en, að hann
mundi sigrast á meininu. Því
miður fór ekki svo, og með mikl-
um söknuði sendum við Bessa
þessa hinstu kveðju.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Kæru Erna, Bjarni, Guðrún,
Magnús Snorri og Sólveig. Við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Bessa verður
sárt saknað af okkur öllum.
Minningin um góðan dreng mun
lifa með okkur.
F.h. Söllanna,
Ásgeir Birkisson,
Höskuldur Pétur
Halldórsson,
Jón Emil Guðmundsson,
Kári Sigurðsson,
Rósant Ísak Rósantsson,
Sveinn Friðrik Gunn-
laugsson,
Vilhjálmur Steingrímsson.
Hugur minn er þungur við
fréttir af andláti kærs vinar. Ég
er enn að reyna að meðtaka það
að hann sé farinn frá okkur.
Mér finnst eins og það hafi
verið í gær sem við kynntumst.
Margs er að minnast og svo mik-
ið sem mig langar að segja frá.
Ég var svo heppinn að kynnast
Bessa í 4-M í Menntaskólanum í
Reykjavík. Þessi bekkur var
samtíningur af H- og J-bekknum
og kom ég úr H en Bessi kom úr
J. Ég, Arnar og Rafn sátum í
röðinni bakvið hann. Fljótlega
tókst mikil vinátta milli okkar og
ófá skiptin fóru í að taka upp
spilastokinn og spila kana á milli
stunda. Námslega skildu leiðir
að en vináttan varð enn sterkari.
Bessi var minn helsti trúnaðar-
vinur og skoðanabróðir. Þegar
ég lít til baka þá vorum við oftar
ósammála en sammála! Ég vil
meina að hann gerði í því að vera
á móti einungis til að hrekkja
mann. Það gerði hlutina
skemmtilegri fyrir vikið.
Bessi var mikill áhrifavaldur í
mínu lífi og skoraði á mig að
setja markið hærra. Þetta er
lífssýn sem ég tileinka mér. Í
dag væri ég ekki þar sem ég er
ef ekki væri fyrir hann. Hann
hvatti mig á vit ævintýranna í
Bandaríkjunum og fór sjálfur og
leitaði þeirra í Bretlandi. Bessi
var mér alltaf til staðar ef eitt-
hvað amaði að. Ég brosi alltaf
þegar ég hugsa til þess þegar ég
hringdi til hans eitt sumarkvöld-
ið. Ég var fastur og í klemmu út
á landi, aðstæðurnar voru á þann
hátt að mér fannst ég þurfa
koma mér í burtu. Hann hló í
símann þegar ég sagði honum
um hvað væri um að ræða. Það
var eins og honum var lagið, allt-
af tilbúinn að hálpa. Hann spurði
hvort hann ætti ekki að aðstoða
mig. Hann gæti nefnilega fengið
„grænu Toyotuna í verkið!“
Í ársbyrjun 2009 greindist
hann með þennan illvíga sjúk-
dóm. Ég man vel samtalið sem
við áttum áður en greining kom
fram. Við ræddum um að ef
grunurinn reyndist réttur væri
það einungis hliðarspor í átt að
lífsins tækifærum. Þetta viðhorf
lýsti Bessa vel, alltaf staðráðinn
í að takast á við hlutina og horfa
til framtíðar. Þegar á leið háði
Bessi harða og hatramma bar-
áttu við þennan sjúkdóm. Hann
var ekki einn því honum við hlið
var unnusta hans, fjölskyldur
þeirra beggja og góðir vinir.
Mikið er ég þakklátur fyrir
þann tíma sem við áttum saman.
Það voru forréttindi að fá að
þekkja Bessa og fá að vera part-
ur af hans lífi, ég sakna hans
sárt.
Kæru Erna Jóna, Bjarni, Gu-
drún, Magnús Snorri og Sólveig
ég votta ykkur alla mína samúð.
Ykkar vinur,
Ólafur Sveinn Haraldsson.
Fyrir ári síðan eignuðumst við
nýjan starfsfélaga. Hann átti í
höggi við erfiðan sjúkdóm sem
hafði af honum ýmis tækifæri og
kallaði á miklar fórnir. Þrátt fyr-
ir það var aldrei hægt að merkja
að þessi mikla barátta hefði
dældað manninn Sigþór Bessa
Bjarnason. Það er sérstök til-
finning að hitta fyrir 22 ára
dreng sem hefur slíka nærveru.
Bessi kenndi okkur ótrúlega
margt. Hann var til að mynda
alltaf jákvæður, drífandi og auð-
fús til allra verka. Hann stóð
flestum framar í getu og þekk-
ingu og fór einstaklega vel með
það. Bessi eignaðist strax virð-
ingu okkar allra, enda fannst
honum ekkert sjálfsagðara en að
miðla, kenna og aðstoða, af þol-
inmæði og alúð.
Þannig var Bessi, þrátt fyrir
að það hafi alltaf legið fyrir, á
meðan hann var með okkur, í
hvað stefndi. Allir vissu af því.
En vegna þess hvernig Bessi
vann og hvernig hann var þá
skipti það engu máli. Hann var
sannarlega einn af þeim sem
voru í uppáhaldi flestra og hann
setti öðrum fordæmi varðandi
iðjusemi og framkomu.
Nú er þessi góði drengur fall-
Sigþór Bessi
Bjarnason
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við fráfall okkar ástkæru eiginkonu,
móður, tengdamóður, ömmu, systur,
mágkonu og frænku,
ANTONÍU MARSIBIL LÝÐSDÓTTUR,
Skálateigi 7,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar Landspítalans í
Fossvogi, starfsfólks Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi og
lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir sérstaklega góða
umönnun í veikindum hennar.
Sigurður Hermannsson,
Kristín Sigurðardóttir,
Erla G. Sigurðardóttir, Jakob Yngvason,
Sigurður Yngvi Jakobsson, Kristófer Anton Jakobsson,
Elín M. Lýðsdóttir, Atli Sturluson,
Steinunn Atladóttir, Arndís Atladóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra
SKARPHÉÐINS SIGURÐSSONAR,
Úlfsbæ,
Bárðardal.
Sérstakar þakkir fær það yndislega fólk sem
stoppaði hjá mér á Holtavörðuheiði sunnudaginn 26. júní.
Guðrún Herbertsdóttir,
Grétar H. Skarphéðinsson,
Sigurður Skarphéðinsson, Áslaug Kristjánsdóttir,
Kristján Skarphéðinsson,
Líney H. Skarphéðinsdóttir, Þorvaldur Þórisson,
Hulda E. Skarphéðinsdóttir, Ingólfur Víðir Ingólfsson,
Magnús Skarphéðinsson, Sigurlína Tryggvadóttir,
Ásta Skarphéðinsdóttir, Thorsten Werner
og afabörn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast
er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Minningargreinar