Morgunblaðið - 15.07.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 15.07.2011, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011 ✝ Guðrún Elísa-bet Halldórs- dóttir fæddist í Reykjavík 5. mars 1925. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Droplaugar- stöðum 9. júlí 2011. Foreldrar henn- ar voru Halldór Arnórsson, f. 10. mars 1887, d. 22. apríl 1956, og Ingi- björg Jóhanna Helgadóttir, f. 18. desember 1889, d. 21. júlí 1961. Guðrún átti einn bróður, Arn- ór J. Halldórsson, f. 22. janúar 1914, d. 4. nóv- ember 1989. Guðrún giftist 20. október 1945 Kolbeini Péturs- syni, f. 11. júlí 1924, d. 16. ágúst 1978. Guðrún og Kol- beinn eignuðust fimm börn: 1) Ingibjörg, 2) Margrét, 3) Elísa- bet, 4) Halldóra, 5) Kolbeinn, 15 barnabörn og 15 barnabarnabörn. Útför Guðrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Jæja, þá er hún móðir okkar blessuð látin. Hennar síðustu ár urðu nákvæmlega eins og hún alls ekki vildi, eins og ekkert okkar vill að þau verði, en það blæddi inn á höfuð hennar fyrir níu árum með þeim afleiðingum að hún missti skammtímaminnið. Hún gat að- eins rætt um það sem hafði gerst í gamla daga, en þekkti lítið stað og stund í nútímanum. En gömlu dagarnir voru líka góðir dagar. Hún kynntist ung pabba okkar. Þau giftu sig ung og bjuggu í Ameríku sín fyrstu hjú- skaparár. Mamma talaði oft um þessi ár í Ameríku og það var aug- ljóst að þessi tími hafði heillað hana mjög og haft áhrif á hana allt hennar líf. Ungu hjónin höfðu ver- ið dugleg að heimsækja ýmsa skemmtistaði í New York og hlust- að á tónlistarmenn sem sumir urðu síðar mjög þekktir. Þau hjónin eignuðust fimm börn og komu þeim öllum til manns. Pabbi var hörkuduglegur framkvæmdastjóri sem var alltaf mjög upptekinn af sinni vinnu. Mamma skapaði honum mjög fal- legt heimili sem við vitum að hann var mjög stoltur af. Honum þótti einkar gott að geta boðið erlend- um viðskiptafélögum í mat heima, þar sem mamma lék gestgjafann eins og enginn annar hefði getað, með fágun og glæsileika að leið- arljósi. Kannski er mömmu best lýst með orðunum fágun og glæsi- leika, en sjálfsagt má einnig bæta við smá þvermóðsku og eftirfylgni. Það sem helst einkenndi sambúð þeirra í augum okkar barnanna, var hversu pabbi var alltaf hrifinn af henni og hvað hún naut þess af vita af því. Hann hafði greinilega fallið alveg flatur fyrir þessari fal- legu stúlku á sínum tíma og gat aldrei jafnað sig almennilega á því. Það hlýtur að vera svolítið varið í konu sem getur viðhaldið þessu hjá manninum sínum. Pabbi dó fyrir mörgum árum, en ef við vild- um ná fram brosi hjá mömmu þessi síðustu ár var helst að tala um árin þeirra í Ameríku og fyrstu árin með pabba. Þetta var senni- lega minningin sem hún varðveitti lengst. Mamma var einkar listfeng. Hún var hannyrðakona mikil, og var ráðin hannyrðakennari hjá Kvennaskólanum í Reykjavík, þegar hún var bara nýútskrifuð sjálf. Hún málaði síðar á postulín og gerði það svo vel að fáir hafa gert það betur hér landi, og er þetta sagt ýkjulaust. Á seinni ár- um áttu olíumálverkin hug hennar allan og hélt hún nokkrar mál- verkasýningar sem vöktu verð- skuldaða athygli. Málverkin henn- ar verða sennilega helsta minning okkar hinna um hana til lengri tíma, því þau prýða stofur flestra afkomenda hennar, gerð af ein- stakri næmni fyrir litum og fegurð sem bera listamanninum gott vitni. Það verður að segjast eins og er að það er ekki hægt annað en að láta sér líða vel innan um mynd- irnar hennar mömmu. Mamma dó södd lífdaga, 86 ára gömul. Hún hafði komið frá sér sínu ævistarfi og skilað af sér sínu. Hæfileikar hennar lifa áfram hjá mjög mörgum afkomenda hennar, en sköpunargleðin og listfengið er óvenju mikið og ótrúlega algengt hjá þessum stóra hópi. Blessuð sé minning hennar. Ingibjörg, Margrét, Elísabet, Halldóra, Kolbeinn. Ég á henni tengdamóður minni mikið að þakka. Sonur hennar varð eiginmaður minn. Áður hafði hún alið fjögur myndarleg stúlku- börn. Dásamlegt að fá fjórar mág- konur sem allar tóku mér vel, og þessi ráðahagur auðgaði líf mitt til muna. Foreldrar mínir María Sól- veig og Ágúst glöddust mjög yfir þessu og kynnin urðu góð. Ég stóð nú ekki beint undir væntingum Guðrúnar hvað varð- aði matseld og annað handverk fyrstu hjúskaparárin. En það kom ekki að sök og Guðrún sá í mér önnur verðmæti og mat þau sem skyldi. Eins og t.d þegar hún hélt sína fyrstu málverkasýningu að Hallveigastöðum 1976, fékk ég það skemmtilega hlutverk að gefa mál- verkum hennar nafn.Guðrún var sannur listamaður og fagurkeri. Um það báru málverkin hennar vitni sem og glæsilegt heimili hennar. Sjálf var hún glæsileg kona og einstaklega fallega klædd. Þau hjónin Guðrún og Kolbeinn bjuggu sín fyrstu ár í New York. Frá þessum tíma stafaði einhverj- um ævintýraljóma, sem hafði mót- andi áhrif á líf þeirra. Átti ég sjálf eftir að staðfesta ágæti Ameríku, því Kolli var þar við nám þegar við kynntumst. Á ég margar minning- ar um heimsóknir þeirra Guðrún- ar og Kolbeins til Ann Arbor, en þar bjuggum við Kolli í fjögur ár. Þær heimsóknir lyftu fátæklegu námsmannalífi á hærra plan, því þá var okkur, ásamt Dóru systur Kolla, boðið á flotta veitingastaði og ekkert til sparað, enda þau hjónin orðlögð fyrir rausn og höfð- ingsskap. Kolbeini fékk ég því miður ekki að kynnast sem skyldi. Hann var ljúfur maður og lést 1978 um aldur fram. Það var mikil eftirsjá að hon- um. Eftir að við fluttum heim til Íslands var Guðrún hjá okkur að- fangadag jóla og átti sinn þátt í að skapa jólahefðina okkar. Tengda- dóttirin var nú kannski ekki alltaf tilbúin, börnin fjögur á sex árum, og í miklu að snúast síðustu mín- úturnar áður en jólin gengu í garð. En það var fyrirgefið og hún naut þess að vera með okkur og gleðin var gagnkvæm. Sama er að segja um heimboðin á Grenimelnum, þá var glatt á hjalla þegar systkinin hittust ásamt mökum og börnum. Þar voru lögð drög að þeim fjöl- skyldutengslum sem síðar áttu eftir að styrkjast og dafna. Börnin okkar fjögur nutu örlæt- is Guðrúnar og fengu dæturnar stundum að gista hjá henni og amma veitti tilsögn í teikningu og litablöndun og kallaði fram lista- gyðjuna hjá báðum. Guðrún getur verið ákaflega stolt. Hún skilaði fimm mætum þjóðfélagsþegnum sem tóku við keflinu og leggja sitt af mörkum til að gera samfélagið betra, enda nestuð í heimahúsum með heiðar- leika, prúðmennsku og tryggð. Nú þegar ég lít yfir farinn veg þakka ég Guðrúnu samfylgdina. Hin síðustu ár þjáðist hún af minnistapi. Börnin hennar bjuggu henni fallegt heimili að Droplaug- arstöðum og einkum dætur henn- ar sáu til þess að hún hélt reisn sinni fram á síðasta dag. Hún var alltaf fallega klædd og naut frá- bærrar umönnunar starfsfólks, sem hér eru færðar innilegar þakkir fyrir. Ég þakka Guði fyrir líf tengda- móður minnar. Blessuð sé minn- ing hennar. Ég bið líka Guð að blessa alla afkomendur hennar, ævinlega. Þórdís Klara Ágústsdóttir. Kveðja frá Hringnum. Látin er í Reykjavík Guðrún El- ísabet Halldórsdóttir. Guðrún gekk í Kvenfélagið Hringinn árið 1956 og var virk og dugleg fé- lagskona. Hún var mjög listræn og naut félagið þess í fallegri vinnu hennar í fjáröflun sinni. Hún teiknaði ma. jólakort Hringsins ár- in 1976, 1977, 1978 og 1981. Guð- rún teiknaði einnig mörg mjög fal- leg pakkakort. Hringskonur minnast hennar með virðingu og þakklæti og senda börnum hennar innilegar samúð- arkveðjur. Hallgrímur G. Jónsson. Guðrún Elísabet Halldórsdóttir ✝ GunnlaugurSigurjónsson fæddist á Granda við Dýrafjörð 8. desember 1922. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Ísafirði 6. júlí 2011 eftir langvar- andi veikindi. Hann var sonur hjónanna Sigur- jóns Sveinssonar, f. í Dalasýslu 8. júlí 1893, lát- inn 5. maí 1985, og Guðrúnar Sigríðar Guðmundsdóttur, f. 7. ágúst 1891, látin 22. nóvember 1977. Systkini Gunnlaugs voru Jóhanna Sigurjónsdóttir, f. 1913, d. 1982, Haraldur Sigur- jónsson, f. 1916, d.1993, Gunn- ar Sigurjónsson, f. 1920, d.1998, Elísabet, f. 1924, og Jónína Sigurjónsdóttir, f. 1930. Eftirlifandi eiginkona Gunn- laugs Sigurjónssonar er Ingi- björg Finnbogadóttir, f. 13. júlí 1926. Þau giftust 19. sept- ember 1945. Foreldrar hennar voru Sesselja Guðjóna Nikólína Sturludóttir, f. 14. september 1893 í Hrauni í Hraunshr., d. 21. janúar 1963 og Kristján Finnbogi Bernódusson, f. 26. júlí 1892 í Þernu- vík í Ögurhr., d. 9. nóvember 1980. Börn þeirra eru Sigurjón Gunn- laugsson, f. 18. ágúst 1944, sam- býliskona hans er María Sím- onardóttir. Jó- hanna Gunnlaugs- dóttir, f. 24. nóvember 1947, eiginmaður hennar er Hilmar Jónsson. Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir, f. 6. febrúar 1951. Gréta Björg Gunnlaugsdóttir, f. 26. febrúar 1952, eig- inmaður hennar var Anton Proppé. Finnbogi Unnsteinn Gunnlaugsson, f. 21. desember 1953, eiginkona hans er Bar- bara Foley. Svanberg Reynir Gunnlaugsson, f. 13. febrúar 1956, sambýliskona hans er Fríður Jónsdóttir. Sigríður Sesselja Gunnlaugsdóttir, f. 10. október 1959, sambýlismaður hennar er Sigurður Grétar Sigurðsson. Útför Gunnlaugs fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag, 15. júlí 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Ég sit hérna og reyni að koma nokkrum orðum um hann elskulega afa minn Gunnlaug Sigurjónsson á blað. Hann var einstakur maður, mikill barna- kall og þess fékk ég að njóta. Ég var mikið á heimili afa míns og ömmu minnar og þar var mikið um ást og umhyggju og kenndu þau mér svo margt sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Minningar um hann afa minn eru svo margar að ekki verður hægt að telja þær upp hér. En mér eru minnistæðar allar þær ferðir sem við fórum saman í sveitina Bakka, gefa kindunum, svínunum og ekki má gleyma henni Búkollu minn sem hann afi minn fékk fyrir mig hjá vini sínum eða öllum hestamótunum sem ég fór með honum og horfði á og lærði af honum, já, þær eru ótal minningar um góðan mann. Það voru ófá sporin sem ég fylgdi honum afa mínum og nú fylgi ég honum síðasta spölinn með sorg í hjarta, en minningin lifir um elskulegan mann, elska þig, afi minn. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku amma mín, börn afa míns, aðrir ættingjar og vinir, minningin lifir um elskulegan mann. Þín, Sesselja. Að fæðast og deyja er lífsins gangur en það er samt alltaf sárt að kveðja. Nú er komið að því að kveðja afa okkar Gulla á Granda eins og hann var oft kallaður. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar, elsku afi. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Elsku amma okkar, Guð gefi þér styrk í sorg þinni. Ástarkveðja Ingibjörg, Viktor og börn, Rúrik, Gunnhildur og synir, Garðar og börn. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Elsku afi, þrautagöngu og þjáningum þínum er lokið. Á þessari nóttu sem við syst- ur sátum hjá þér komu upp margar minningar og margt var rifjað upp. Það var mjög erfitt að horfa upp á þig berjast fyrir lífinu, en við vissum alltaf að þú heyrðir í okkur malið. Það er svo margs að minnast. Allar Bakkaferðinnar hvort sem það var sauðburður, grill partí, úti við tjarnirnar eru okkur kærar því þær voru margar þessar stundir. Þú varst partur af okkar lífi frá því við munum eftir okkur og þannig verður það alltaf í hjörtum okkar. Elsku afi, við söknum þín sárt og það er mikið tómaróm. En við vonum að þér líði betur núna. Við biðjum algóðan guð að geyma þig og varveita. Loks er dagsins önn á enda úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þerra tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin fall heit í hljóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur, svefnljóð meðan syng ég yfir þér Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. (Kristján frá Djúpalæk.) Hvíl í friði, elsku afi. Arnheiður og Sigríður. Gunnlaugur Sigurjónsson Eitt af öðru yfirgefur það jarðvistina, fólkið út með Hlíð- inni sem stóð upp á sitt besta þegar ég var strákur. Kristinn í Austurhlíð er sá í þeim hópi sem hefur staðið hjarta mínu einna næst. Ég hygg að faðir minn hafi deilt flestum stundum með honum í gegnum lífið utan nánasta skyldfólks. Það var því afar kært með þeim alla tíð. Með móður minni og Siggu var einnig sterk vinátta meðan báð- ar lifðu og samgangur mikill. Hygg ég að Kristni og Siggu hafi ég kynnst einna fyrst á lífs- leiðinni. Við leiðarlok koma ljúf- ar minningar með Kristni fram úr hugskotinu. Mig rekur óljóst minni til þess þegar ég var mjög smár að kind hafi stangað mig er verið var að reka að fé í fjárhúsinu í Helludal með þeim afleiðingum að ég lá flatur og grét. Þá bar Kristin þar að og tók mig í fangið. Ég hygg að þetta sé ein af mínum fyrstu æskuminning- um. Þarna skynjaði ég hjarta- hlýju Kristins. Brosið hans var einstakt og mildur hláturinn hafði góð áhrif á alla. Notaleg var nærveran við hann, gleði- gjafi með sérlega hreina ten- órrödd. Snar þáttur í vinskap Krist- ins og pabba var samstarf í ára- tugi um grenjaleit. Ég held að föður mínum hafi hvergi liðið betur en þegar hann var með Kristni við þessa iðju. Ég naut þess nýfermdur að fara með þeim. Vorið 1979 var eitt af Kristinn Ingvarsson ✝ Kristinn Ingv-arsson fæddist á Litla Fljóti í Biskupstungum 25. nóvember 1922, en flutti þremur árum síð- ar að Hvítár- bakka. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Fossheimum 1. júlí 2011. Útför Kristins fór fram frá Skálholtskirkju 12. júlí 2011. mestu harðindavor- um síðustu aldar. Legið var við greni við Innri-Skúta á Kili í 10 sólar- hringa í júlí. Tjald- ið var lélegt. Við urðum að ganga langa leið með út- búnað en við höfð- um nóg að borða. Þá gerði hvíta jörð og klaki var í jörð. Þarna kynntist ég Kristni náið, hann var glaðvær við þessar að- stæður og hafði góð áhrif á okk- ur pabba. Þarna fræddi Krist- inn mig um seinni heimstyrjöldina og fleira því sögumaður var hann góður. Kristni var tamt að tala vel um náungann. Helst gat hann hvesst sig ef tal barst að stjórn- málamönnum sem voru ekki hans megin í pólitík. Lífið hefur ekki alltaf farið mjúkum höndum um Kristin og Siggu. Af fjórum börnum hafa þau misst tvo syni. Guðmundur lést barn að aldri og sorgin knúði aftur dyra þegar Jói lést fertugur að aldri. Ekki þarf að fjölyrða um að þessi áföll voru þyngri en tárum tók og minna þarf til að fólk bogni. Kristinn hefur verið mikill klettur í þess- um miklu áföllum og ég er viss að hann hefur veitt sínu fólki mikinn styrk með sínu góða jafnvægi og manngæsku sem hefur einkennt hann alla tíð. Síðasti endurfundur okkar Kristins var í maí síðastliðnum. Ég náði að spjalla svolítið við hann, held að hann hafi þekkt mig. Það lifnaði yfir honum þegar talið barst að tófum og aðeins bólaði á gamla brosinu en ljóst var hvað framundan væri. Kristni mun ég ekki gleyma, honum var mannbæt- andi að kynnast. Ljúft er að minnast hans. Blessuð sé minn- ing Kristins í Austurhlíð. Sigga mín, Stína, Mangi, Rósa og barnabörnin, hafið hugheilar samúðarkveðjur okkar Sigrún- ar. Kristófer Tómasson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.