Morgunblaðið - 15.07.2011, Blaðsíða 34
1. Rf3 Rf6 2. g3 g6 3. b3 Bg7 4. Bb2 0-0 5.
Bg2 d6 6. d4 e5 7. dxe5 Rg4 8. Rc3 Rxe5
9. Rxe5 Bxe5 10. 0-0 Rc6 11. Dd2 Be6 12.
Had1 Dd7 13. f4 Bg7 14. e4 Had8 15. f5
gxf5 16. exf5 Bxf5 17. Rd5 Bxb2 18. c3 f6
19. Dxb2 Kh8 20. Df2 Bg4 21. Hde1 Dg7
22. Rxf6 Re5 23. He4 Hf7 24. Hf4 Rd3 25.
Hxg4 Rxf2 26. Hxg7 Kxg7 27. Rh5+ Kh6
28. Rf4 Rg4 29. Bxb7 Re5 30. Bd5 Hf6 31.
He1 Hdf8 32. c4 c5 33. Kg2 a5 34. He2
Hxf4 35. gxf4 Hxf4 36. Hd2 Kg5 37. Bg8
Hg4+ 38. Kf2 Kf4 39. Be6 Hg6 40. Hxd6
Rg4+ 41. Ke2 Rxh2 42. Kd3 Rf3 43. Ha6
Staðan kom upp á hollenska meistara-
mótinu í Boxtel í Hollandi. Stórmeistar-
inn Erwin L’Ami (2.611) hafði svart
gegn alþjóðlega meistaranum Ruud
Janssen (2.512). 43. … Hg2! 44. Kc3
hvítur hefði orðið mát eftir 44. Hxa5
Re1+ 45. Kc3 Hc2#. 44. … Re1 45. b4
axb4+ 46. Kb3 Rc2 47. a3 Rd4+ 48. Ka4
Ha2 og hvítur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Svartur á leik.
34 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Sudoku
Frumstig
1 3 5 2
4 1
7 3 4 2 9 1
9 2 6
2 1
5 7
7 5 4
1
3 5 6 9
7 2
6 2 7 4
4 8 1 5
3
3 2 6 7
6
4 3 5 2
8 1 4
1 5
5
2 6 8
3 9 7
1 4
9 6 3
1 3 7 5
8 5 9 2 4
3 9 8
7
6 3 9 5 4 7 8 1 2
2 1 5 8 6 9 4 3 7
4 7 8 2 1 3 6 5 9
9 8 3 1 7 5 2 6 4
7 5 4 6 8 2 1 9 3
1 6 2 9 3 4 7 8 5
8 9 7 3 2 6 5 4 1
5 2 6 4 9 1 3 7 8
3 4 1 7 5 8 9 2 6
9 8 1 5 6 2 7 4 3
6 4 2 7 3 1 9 5 8
3 7 5 9 4 8 1 6 2
1 5 4 3 7 9 2 8 6
7 6 3 2 8 5 4 1 9
2 9 8 6 1 4 3 7 5
4 1 9 8 5 3 6 2 7
5 2 6 4 9 7 8 3 1
8 3 7 1 2 6 5 9 4
7 2 8 5 9 4 1 6 3
1 9 4 6 8 3 5 7 2
3 5 6 2 1 7 9 4 8
6 3 1 8 5 2 7 9 4
9 4 2 7 3 6 8 5 1
5 8 7 1 4 9 2 3 6
4 6 5 9 2 8 3 1 7
2 7 9 3 6 1 4 8 5
8 1 3 4 7 5 6 2 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er föstudagur 15. júlí, 196. dagur
ársins 2011
Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá,
sem yður elska, hvaða þökk eigið þér
fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem
þá elska. (Lk. 6, 32.)
Þegar Víkverji sveif á eðalfáki sín-um austur Miklubrautina á leið í
vinnuna í gærmorgun fannst honum
eins og hann væri í útlöndum. Það er
að segja eftir að hann kom á kaflann
sem var malbikaður í fyrradag, ak-
reinina sem nær frá mótum Réttar-
holtsvegar og upp fyrir miðja Ártúns-
brekku. En þegar litið var til hliðar
blasti við raunveruleikinn - óræktin
og skíturinn – og Víkverji áttaði sig á
að hann var í einni sóðalegustu og
skítugustu borg Evrópu. Ef ekki
þeirri skítugustu.
x x x
Einhvers staðar sá Víkverji hafteftir ráðamanni borgarinnar að
verið væri að spara og því væri landið
ekki snyrt. Gott ef ráðamaðurinn
bætti ekki við að auk þess væri engin
þörf á því að taka til, slá og þrífa, þar
sem allt væri í himnalagi.
x x x
Ljóst er að margt hefur breyst tilhins verra í borginni síðan nú-
verandi valdhafar tóku við. Einhver
sláttumaðurinn sagði að slátturinn
kostaði reyndar ekki mikið en fjár-
hagur borgarinnar virðist samt ekki
leyfa þó ekki væri nema örlitla snyrti-
mennsku. Spurning hvort ekki þurfi
að kenna ráðamönnum borgarinnar
að hagræða með þarfir borgarbúa í
huga.
x x x
Hitt Húsið virðist reyndar verameð hagræðinguna á hreinu.
Fram kom hjá framkvæmdastjór-
anum í Morgunblaðinu í fyrradag að
fyrir mistök hefði verið gerður launa-
samningur við unglinga til sex vikna.
Það hefði verið leiðrétt og ungmenn-
unum boðið að vinna hjá þremur fyr-
irtækjum samtals í sex vikur og þar
af í tvær vikur launalaust. Fyrstu
tvær vikurnar á launum, næstu tvær í
launalausri starfsþjálfun og svo á
launum síðustu tvær vikurnar.
x x x
Svona fyrirkomulag er auðvitaðekkert nema snilld og tilvalið
fyrir borgarstjóra að taka upp sam-
bærilegt kerfi í ráðhúsinu. Þá ætti að
safnast fyrir þrifum. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 borginmann-
leg, 8 manna, 9 hitann,
10 ílát, 11 spjald, 13 fífl,
15 samtölu, 18 fatnaður-
inn, 21 þegar, 22 hýs-
dýrið, 23 duftið, 24 frið-
land.
Lóðrétt | 2 leyfi, 3 knáa,
4 bágindi, 5 eljusamur, 6
styrkt, 7 hávaði, 12 fugl,
14 hamingjusöm, 15 árás,
16 hrósar, 17 starfað, 18
uxans, 19 setja í umbúðir,
20 nálægð.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 passa, 4 sýpur, 7 kætir, 8 rolan, 9 slý, 11 röng, 13 grói,
14 eldur, 15 hlýr, 17 ásar, 20 bak, 22 leiti, 23 úlfúð, 24 renna, 25
armur.
Lóðrétt: 1 púkar, 2 sætin, 3 aurs, 4 strý, 5 púlar, 6 rengi, 10
lydda, 12 ger, 13 grá, 15 hælir, 16 ýtinn, 18 sefum, 19 ræður, 20
bila, 21 kúra.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sama sagan. A-NS.
Norður
♠53
♥Á8
♦985
♣DG8742
Vestur Austur
♠K9 ♠--
♥D43 ♥G10965
♦ÁG74 ♦KD632
♣Á953 ♣K106
Suður
♠ÁDG1087642
♥K72
♦10
♣--
Suður spilar 5♠ doblaða.
Meginreglan í sagnbaráttu er að
segja ekki sömu söguna tvisvar. En á
öllu eru undantekningar – ef sagan er
mjög góð má alveg segja hana aftur.
Í 32ja liða úrslitum EM vakti aust-
ur víða létt á 1♥, suður stökk í 4♠ og
vestur doblaði. Þar sem doblið var
túlkað til úttektar fór austur í 5♦.
Þannig sögðu Norðmennirnir Brekka
og Hoiland gegn Bocchi og Madala.
Bocchi var sá með nílitinn. Hann er
alinn upp við þá lexíu að endurtaka
sig ekki í sögnum og sagði því pass,
kom út með ♠Á og skrifaði skömmu
síðar 400 í dálk mótherjanna. Þeir
suðurspilarar sem létu vaða í 5♠ í
sömu stöðu uppskáru hins vegar vel.
Vestur doblaði og bjóst við stórveislu,
en ellefu slagir eru öryggir (850) og
tólf (1050) ef út kemur ♣Á!
15. júlí 1901
„Ég vil elska mitt land“ eftir
Guðmund Magnússon (Jón
Trausta) birtist í blaðinu Fjall-
konunni. Kvæðið hét Íslands-
vísur og voru þær „tileinkaðar
hinum háttvirtu alþingis-
mönnum 1901“. Vísurnar voru
átta. Þremur árum síðar
samdi séra Bjarni Þorsteins-
son hið alþekkta lag við ljóðið.
15. júlí 1950
Margrét Guðmundsdóttir, 22
ára flugfreyja hjá Loftleiðum,
var kjörin „flugfreyja ársins“ í
keppni í London. Þátttak-
endur voru frá fimmtán evr-
ópskum flugfélögum.
15. júlí 1972
Póstur var borinn út í Reykja-
vík í síðasta sinn á laugardegi,
en það hafði tíðkast í áratugi.
15. júlí 1975
Matthías Bjarnason sjávar-
útvegsráðherra skrifaði undir
reglugerð um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 200 sjómíl-
ur, en útfærslan tók gildi
þremur mánuðum síðar. Þá
var búist við að þorskafli á Ís-
landsmiðum gæti numið 500
þúsund lestum á ári.
15. júlí 1999
Bláa lónið í Svartsengi var
formlega tekið í notkun á nýj-
um stað. Það er umkringt Illa-
hrauni sem rann í eldgosi árið
1226. Lónið myndaðist upp-
haflega árið 1976, vegna virkj-
unarframkvæmda, en bað-
aðstaða var sett upp rúmum
áratug síðar.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
Eggert Marinósson, sem í dag fagnar 45 ára afmæl-
inu, er bæði sölustjóri og framkvæmdastjóri, sinnir
fyrra starfinu hjá Kælitækni en utan vinnutíma
stýrir hann sínu eigin fyrirtæki, Emar, sem selur
byggingavörur. Er vinnan þá aðaláhugamálið? spyr
ég afmælisbarnið. „Já, eins og stendur,“ svarar
hann.
„Reyndar er ég á göngu. Ég er í blaki og við í
blakhópnum göngum saman á sumrin. Nú er ég að
labba út frá Ketildölum, út frá Selárdal í Arnar-
firði,“ segir hann, hitinn sé í 16-17 stigum og
blankalogn. Afmælisdeginum verði síðan varið í göngu frá Bíldudal yfir
á Barðaströnd.
Afmælisdeginum vill hann helst verja í góðra vina hópi, að þessu sinni
í félagsskap Kaftein Morgan en það er nafnið á gönguhópnum. Hann út-
skýrir nafngiftina hlæjandi. „Það var þannig að á fyrstu göngunni komu
margir með Kaftein Morgan með sér og þetta bara festist við hópinn. En
nú hefur reyndar Morgan flöskunum fækkað þegar fólkið hefur þrosk-
ast,“ segir hann. Það er þó aldrei að vita nema Kafteinninn verði nálæg-
ur þegar Eggert slær til veislu um þarnæstu helgi en þá ætlar hann að
giftast ástinni sinni, Steinunni Garðarsdóttur. holmfridur@mbl.is
Eggert Marinósson er 45 ára í dag
Afmæli í skugga brúðkaups
Nýirborgarar
Reykjavík Jón Atli
fæddist 30. desember kl.
1.48. Hann vó 3.105 g og
var 51 cm langur. For-
eldrar hans eru Kristín
Jónsdóttir og Rafn Mar-
teinsson.
Flóðogfjara
15. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 0.20 0,5 6.21 3,6 12.28 0,5 18.43 4,0 3.41 23.27
Ísafjörður 2.28 0,4 8.17 2,0 14.29 0,5 20.37 2,4 3.06 24.12
Siglufjörður 4.39 0,2 11.07 1,2 16.49 0,4 23.02 1,4 2.48 23.57
Djúpivogur 3.20 1,9 9.29 0,4 15.56 2,3 22.09 0,5 3.02 23.06
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert upp á kant við allt og alla
þessa dagana og þarft að forðast þær að-
stæður sem koma þér í ham. Góð heilsa er
eitt af því dýrmætasta sem við eigum.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er ákaflega gefandi að eiga sálu-
félaga sem skilur þig og þekkir allar þínar
þarfir. Notaðu tímann og kláraðu óunnin verk.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Færni þín til að heilla aðra í dag er
einstök. Fjárfesting í nýjum tækjabúnaði og
skyndihugdettur í innkaupum koma ánægju-
lega á óvart.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þótt þér sýnist fokið í flest skjól
skaltu gefa þér tíma til þess að athuga þinn
gang. Það getur verið þreytandi að hlusta
stöðugt á ráðleggingar annarra.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Láttu þig ekki dreyma um að ganga á
svig við lög og reglur, þótt í litlu sé. Með góðu
skipulagi ættu endar að ná saman.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Einhverjir eru að reyna að rugla þig í
ríminu. Láttu aðra um að leysa sín mál og
sinnt þú þínum eigin.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú mátt ekki taka svona þungt á öllum
hlutum. Mundu að þeir sem búa í glerhúsum
eiga ekki að kasta steinum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Farðu varlega og hafðu í huga að
saklaust daður getur alltaf þróast upp í eitt-
hvað alvarlegra.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Það skiptir meira máli hvað þú
veist en hverja þú þekkir. Vinir þínir hafa mikil
áhrif á þig og þar af leiðandi hafa þeir áhrif á
ákvarðanir sem þú tekur.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Ekki reyna að hafa áhrif á hugsanir
annarra í dag. Frá og með deginum í dag
muntu skaltu hafa meiri gleði og skemmtun í
lífi þínu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur vanrækt sjálfan þig bæði
til líkama og sálar og þarft nú að taka þér tak
og færa til betri vegar. Færri hugsanir og fleiri
tilfinningar er það sem þarf.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Nýttu starfsorku þína og sköp-
unargáfu því þetta eru þínir sterkustu eig-
inleikar. Taktu þér tíma til þess að æfa þig svo
árangur náist.
Stjörnuspá