Morgunblaðið - 15.07.2011, Side 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
...HVER JÓL FÓR PABBI
ÚT Í SKÓG OG FELDI
JÓLATRÉ FYRIR OKKUR
EKKI
AFTUR...
EN EITT ÁRIÐ ÁTU
BJÖLLUR TRÉÐ
HJÁLPI
MÉR HAM-
INGJAN
ÞAÐ VAR BARA EKKI JAFN
GAMAN AÐ SKREYTA HERÐATRÉ
KANNSKI
ÆTTI ÉG AÐ
TROÐA JÓLASOKK Í
MUNNINN Á
HONUM
VIÐ
ENGLENDINGAR
ÞOLUM EKKI
VÍKINGA...
HVAÐ
ÆTLI „F-IД
Á PEYSUNNI
HANS STANDI
FYRIR?
KANNSKI STENDUR ÞAÐ
FYRIR FURÐUFUGL?
HVAÐ MEÐ FÍFL? EÐA
FISKUR? EÐA JAFNVEL
FLÓÐHESTUR? HVAÐ MEÐ
FRUMMAÐUR?
F F
HVAÐ
SEGIRÐU
GOTT FYRIR-
LIÐI
ÉG
ÞOLI
ÞETTA
EKKI
LENGUR
...HVAÐ ÞÁ
FEITA VÍKINGA
MÉR
FINNST EINS
OG ÉG SÉ
KOMINN HEIM
TIL HELGU
ÚFF... MÉR
TÓKST LOKSINS AÐ
STINGA RUNÓLF AF
ÉG ER
BÚINN AÐ FÁ
ALGJÖRT ÓGEÐ AF
ÞVÍ AÐ HLUSTA Á
HANN TALA UM
iPHONEINN SINN
HÆ! HVAÐ?HVERNIGFÓRSTU
AÐ
ÞESSU?
ÉG
ER KOMINN
MEÐ GPS Í
SÍMANN
MINN OG ÉG
GET NOTAÐ
ÞAÐ TIL AÐ
FINNA ÞIG
ÉG ÆTLA AÐ BYRJA AÐ
BAKA RISAKÖKUNA FYRIR
ÁRAMÓTAVEISLUNA
ÞETTA ER FREKAR
STÓRT VERKEFNI ÞANNIG AÐ
MIG LANGAR AÐ BIÐJA YKKUR AÐ
SLEPPA ÞVÍ AÐ NOTA
ELDHÚSIÐ Í DAG
SKÓSVEINN
BIGSHOT ER
LÁTINN
PABBI,
FOGHORN VAR
GÓÐUR VIÐ MIG
HANN
VILDI EKKI
LEYFA
BIGSHOT AÐ
MEIÐA MIG
OG
HONUM
TÓKST ÞAÐ
HANN
BJARGAÐI
ÞÉR
Strandir heilla
Alltof oft koma fram ýmsar kvartanir en minna
ber á því sem vel er gert. Því vil ég ræða um vel
heppnaða ferð á Strandir með gistingu á Hótel
Laugarhóli hjá Vigdísi og Einari í Bjarnarfirði.
Þar var sérlega gott að koma, hlýlegt viðmót
hótelhaldara og maturinn alveg frábær. Þá spillir ekki umhverfið með þessa
fínu sundlaug að ógleymdum heita pottinum sem er gömul náttúrulaug,
blessuð af Guðmundi góða fyrr á tíð.
Þá er sérstakt að koma í gömlu verksmiðjuna í Djúpavík þar mætast fortíð
og nútíð. Kvennabragginn er nú einstaklega notalegur veitingastaður, þar
birtist ýmislegt úr fortíðinni sem gaman er að sjá.
Í Trékyllisvík er Kört með áhugaverða gripi af ýmsum toga og í Norður-
firði er bæði gisting og veitingar auk siglinga ef sjórinn heillar. Ef fólk hugar
að ferðalögum mæli ég eindregið með Ströndum, þar er svo margt sem hug-
ann heillar.
Guðlaug Erla Jónsdóttir.
Ást er…
… jafnheit og sólin.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist FEBK er spiluð í allt sumar í Fé-
lagsheimilinu Gjábakka á miðvikudögum
kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30.
Félagsheimilið Gjábakki | Félagsvist
verður kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Ganga
kl. 10, handavinnustofan opin, matur kl.
11.40, kaffi og heimabakað meðlæti.
Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn-
arnesi | Kaffispjall í Króknum kl. 10.30,
spilað kl. 13.30, opinn púttvöllur. Ath.
Jóga fellur niður vegna sumarleyfa.
Hraunbær 105 | Kaffi og blöð liggja
frammi, púttvöllur er opinn alla daga.
Tímap. hjá Helgu fótafræðingi í síma
698-4938. Bónusbíll á þriðjud. kl. 12.15.
Hárgreiðslustofan opnuð eftir sumarleyfi
18. júlí, tímap. í síma 894-6856.
Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Há-
degisverður kl. 11.30, bingó kl. 13.30,
kaffisala í hléi. Fótaaðgerðir, hársnyrting.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Bingó fellur
niður í dag.
Ég heyrði í gömlum skólabróðurmínum að norðan í dag, sem
olli því að við fórum að rifja upp
gamlar vísur, sem við ortum yfir
molakaffi á Hótel KEA og margar
birtust í Munin. Við höfðum að tóm-
stundagamni að kasta fram fyrri
parti og botna. Ég sagði við Jón
Einarsson, síðar prófast í Saurbæ:
Margan hefur manninn hent
af menntavegi að hrata.
Og hann botnaði á stundinni:
Andskotans var öngli rennt
upp í flesta krata.
Saman ortum við Ari Jósefsson
Mansöng að rokkdansi frá 17. öld:
Kærleiksbrímann kveikir þrá,
hvunndagsgríman víkur frá,
einn ég hími inn á krá,
er að ríma ljóðin smá.
Til ástar fann við fyrstu sýn,
með fljóðið rann ég heim til mín,
ég alltaf kann við afmorsgrín,
ungan svanna og rekkjulín.
Rokkar stanslaust físufans,
fáir dansa Óla skans,
er það vansinn okkar lands,
ástarsjansinn rokkgæjans.
Einn ég mæni í ástarpín
á þig væna silkihlín,
í öllum bænum elskan mín
í einum grænum brennivín.
Af svipuðum toga er þessi hring-
henda, sem á sér þann aðdraganda
að einn skólabróðir minn stoppaði
leigubíl á Ráðhústorgi og vildi
kaupa flösku af brennivíni, eins og
þá var siður, og pantsetja úr sitt, en
bílstjórinn sagðist eiga nóg af úrum
skólapilta svo að ekkert varð af við-
skiptum. Skólapiltur reiddist, rauk
út úr bílnum, skellti á eftir sér og
sagði:
Einmana reika ég rændur bráð,
rykaður kreika á torgi
en bílstjórinn keikur mér neitar um náð
nema ég sleiki hann og borgi.
Þá var þessi staka ort fyrir orða-
stað annars manns, en hefur síðar
birst undir öðrum nöfnum þótt
skrítið sé. En þannig eru örlög
vísna og skálda, líka í fornbók-
menntum vorum:
Þó að nú sé atómöld
er samt býsna gaman
að geta svona kvöld og kvöld
kveðið stöku saman.
Á þessum árum var ég ungur og
rómantískur:
Ungri sætu ef ég mæti úti á stræti
og ástin bregður fyrir fæti
fyndi ég mér eftirlæti.
Og þessi vísa var á heillaóska-
skeyti til Benedikts bróður míns og
Guðrúnar Karlsdóttur:
Alltaf þráir mærin mest
í mann að ná og reynir flest,
manninn hrjáir aftur að
aldrei má hann standast það.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fáir dansa Óla skans
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
...þú leitar og finnur