Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Enn er unnið að því að tryggja endurfjármögnun láns Hafnarfjarð- arbæjar hjá þýska bankanum Depfa Bank sem var á gjalddaga í apríl sl. að sögn Guðmundar Rún- ars Árnasonar bæjarstjóra. Við- ræður séu í gangi við innlenda fjár- festa og hafi þær gengið vel. Fara þær fram í samráði við fulltrúa bankans úti. Lánið sem gjaldféll í vor nam alls 4,2 milljörðum króna en auk þess ganga viðræðurnar út á að endur- fjármagna enn stærra lán hjá þýska bankanum sem er á gjalddaga í lok janúar. Er upphæð þess á sjötta milljarð króna. Á meðan greiðir sveitarfélagið í kringum eitt prósent í dráttarvexti af fyrra láninu. Þar að auki er annað lán upp á tvo milljarða á gjalddaga árið 2018. Sumarleyfi hafa tafið málin Guðmundur Rúnar segir að sum- arleyfi hafi tafið fyrir því að gengið væri frá endurfjármögnun lánanna. Hann hafi vonast til þess að þegar væri búið að ljúka því. „Hlutirnir fara í gang fljótlega í ágúst og ég vonast til að þetta gangi tiltölulega hratt fyrir sig eftir það. Ég þori þó ekki að nefna neina end- anlega tímasetningu í þeim efnum,“ segir hann. kjartan@mbl.is Reyna að endurfjár- magna milljarðalán Guðmundur Rúnar Árnason FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsti í gær yfir undrun sinni á útnefningu viðskipta- ráðherra Bandaríkjanna, Gary Locke, á Íslandi samkvæmt svo- nefndu Pelly-ákvæði, vegna hval- veiða Íslendinga. Pelly-ákvæðið er hluti af þarlendri löggjöf um friðun sjávardýra og geta Bandaríkin beitt viðskiptaþvingunum þrátt fyrir ákvæði GATT-samkomulagsins, ef Íslendingar þykja brjóta gegn ákvæðum annarra sáttmála sem ganga framar, eins og CITES-samn- ingsins um alþjóðaverslun með teg- undir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu, en hann hefur verið lögfestur hér á landi. Í tilkynningu segir að hvalveiðar Íslendinga séu byggðar á traustum vísindalegum grunni og séu sjálf- bærar. Enn fremur séu þær fyllilega löglegar og viðskipti með hvalaaf- urðir í samræmi við alþjóðlegar samningsskuldbindingar Íslands. „Bandarísk stjórnvöld eru ekki sjálfum sér samkvæm þegar þau gagnrýna langreyðarveiðar Íslend- inga annars vegar en óska eftir stuðningi Íslands og annarra aðild- arríkja Alþjóðahvalveiðiráðsins við kvóta sinn af norðhval við Alaska hins vegar. Tekið skal fram að Ísland hefur stutt umræddar hvalveiðar Bandaríkjamanna enda eru þær sjálfbærar. Hins vegar liggur fyrir að veiðar Íslendinga á langreyði eru ekki síður sjálfbærar en veiðar Bandaríkjamanna á norðhval,“ segir í tilkynningunni. Engar þvinganir hingað til Bandarísk stjórnvöld hafa reglu- lega útnefnt Japan og Noreg sam- kvæmt Pelly-ákvæðinu, bæði vegna vísinda- og atvinnuveiða. Ísland var útnefnt samkvæmt ákvæðinu árið 2004, vegna upptöku vísindaveiða á hrefnu. Það var framlengt 2006 þeg- ar atvinnuveiðar hófust, hefur verið í gildi síðan þá og var nú staðfest enn á ný. Bandaríkjaforseti hefur ekki gripið til neinna viðskiptaþvingana til þessa. Forsetinn hefur engu að síður 60 daga frest til að meta stöð- una og tilkynna Bandaríkjaþingi um hvort og þá til hvaða aðgerða hann grípi. Þær upplýsingar fengust í forsæt- isráðuneytinu í gær að ekki hefði verið tekin afstaða til útnefningar- innar að svo stöddu. Ekki náðist í ut- anríkisráðherra í gær. Íhuga þvinganir vegna hvalveiða Morgunblaðið/Kristinn Afli Langreyður flensuð. Bandaríkjamenn segja hana í útrýmingarhættu.  Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna lagði fyrir Obama að íhuga aðgerðir vegna hvalveiða Íslendinga  Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir Bandaríkjastjórn ósamkvæma sjálfri sér Um 40 keppendur tóku þátt í Íslandsmótinu í sjó- sundi sem fram fór við Nauthólsvík síðdegis í gær. Hitastig sjávar var 13°C. Keppt var í sex flokkum; 1 kílómetra sundi og þriggja kílómetra sundi en þar var skipt í flokka eftir því hvort fólk var í blautbúningi eða í hefð- bundnum sundfatnaði. Allir keppendur luku keppni. Félagar í Kayakklúbbnum voru meðal þeirra sem gættu að öryggi keppenda. Morgunblaðið/Golli Kappsund í 13°C heitum sjónum Þjóðkirkjan mun bjóða fjórum kon- um, sem sakað hafa Ólaf Skúla- son biskup um kynferðisbrot, sanngirnisbætur. „Það hafa farið fram viðræður um að ná sátt í þessu máli,“ segir Magnús E. Krist- jánsson, formaður nefndar kirkju- þings, og vonast hann til að sátt náist í málinu næstkomandi föstudag. Magnús segir hluta sáttarinnar vera m.a. sanngirnisbætur. Hann segir þær sanngirnisbætur sem þjóð- kirkjan leggur fram miðaðar út frá þeim lærdómi sem fengist hefur í kjölfar vistheimilismála. „Þegar kemur að sanngirnisbót- unum þá er m.a. haft til hliðsjónar hvaða reynslu má hafa af vistheim- ilismálunum,“ segir Magnús og bæt- ir við að málið sé ekki fullfrágengið og því sé ekki tímabært að gefa upp hverjar bæturnar eru. „Það er von okkar sem sitjum í kirkjuþingi að sátt náist og þetta ferli verði til að bæta öll viðbrögð kirkjunnar,“ segir Magnús. Kirkjan býður sann- girnisbætur  Horfa til reynslu af vistheimilismálum Bætur Kirkjan vill ná sáttum. Sex mismunandi aðgerðir koma til greina. Í fyrsta lagi að láta sendinefnd ræða við Íslendinga um leiðir til að binda enda á hvalveiðar. Að meta hvort op- inberum heimsóknum til Ís- lands skuli hætt. Að tengja stuðning við stefnu Íslands á norðurslóðum við hvalveiðar. Að hafa samráð við aðra aðila á al- þjóðavettvangi um leiðir til að fá Íslendinga ofan af hval- veiðum. Að upplýsa íslensk stjórnvöld um að áfram verði fylgst með athöfnum íslenskra hvalveiðimanna. Í sjötta lagi að beina því til stofnana að finna aðrar leiðir til að bregðast við. Sex kostir OBAMA ÍHUGI VIÐBRÖGÐ Heimild til greiðslu hlutaatvinnuleysisbóta úr atvinnuleysistrygg- ingasjóði til þeirra er búa við skert starfs- hlutfall er runnin út. Til stóð að framlengja heimildina með laga- setningu en það mis- fórst á síðustu starfs- dögum Alþingis í sumar. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins þykir ólíklegt að sett verði bráðabirgðalög til að tryggja áframhaldandi greiðslur hlutabóta í ágúst, en sá möguleiki hefur m.a. verið ræddur. Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hefur áður hafnað því að þing verði kallað saman vegna þessa máls og annarra þing- mála sem stjórnarand- staðan telur að brýnt sé að afgreiða í sumar. Til stendur að funda um stöðu mála hjá stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs í dag, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Vonir standa til að ákvörðun verði tekin á fundinum um hvernig skuli bregðast við en verið er að skoða ýmsar leiðir. khj@mbl.is Óvissa um hluta- bætur í ágúst  Setning bráðabirgðalaga talin ólíklegKarlmaður sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi við bæinn Víkur á Skaga 12. júlí síðastliðinn lést á gjör- gæsludeild Landspítalans á þriðju- dagsmorgun, 19. júlí. Hann hét Árni S. Karlsson og var búsettur á bæn- um. Hann var fæddur 24. september 1950 og var því sextugur. Árni var ókvæntur og barnlaus. Ekki er vitað með vissu um tildrög slyssins, skv. upplýsingum frá lög- reglu, en Árni mun hafa verið á leið heim að íbúðarhúsinu á bænum. Hann var á léttu bifhjóli og féll af því. Hlaut hann alvarlega höf- uðáverka. Árni var fluttur með þyrlu á Landspítalann í Reykjavík þar sem hann lést af áverkum sínum. Lést af völd- um slyss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.