Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011
- S.F. CHRONICLE
H H H
- MIAMI HERALD
H H H
- ORLANDO SENTINEL
H H H
SUMAR-
SMELLUR
INN
Í ÁR!
BARÁTTAN UM
HOGWARTS
ER HAFIN
SJÁÐU
LOKAKAFLANN
Í 3D
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
HARRY POTTER 7 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
HARRY POTTER 7 kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
HARRY POTTER 7 kl. 5:20 - 8 - 10:40 VIP
TRANSFORMERS 3 3D kl. 6 - 9:10 12
TRANSFORMERS 3 kl. 8 - 11:10 12
SUPER 8 kl. 10:20 12
THE HANGOVER 2 kl. 8 12
KUNG FU PANDA 2 ísl. tal kl. 6 L
PIRATES OF THE CARRIBEAN kl. 5 :15 10
/ ÁLFABAKKA
HARRY POTTER 7 3D kl. 5:10 - 6:30 - 8 12
HARRY POTTER 7 3D kl. 9:15 - 10:45 12
TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 10:30 12
SUPER 8 kl. 8 12
MR.POPPER´S PENGUINS kl. 5:45 L
HARRY POTTER 7 3D kl. 5:20 - 8 - 10:40 12
TRANSFORMERS 3 3D kl. 5:45 - 9 12
BEASTLY kl. 6 - 10:20 10
SUPER 8 kl. 8 12
HARRY POTTER 7 3D kl. 6 - 9 12
TRANSFORMERS 3 kl. 6 - 9 12
HARRY POTTER 7 3D kl. 8 - 10:40 12
TRANSFORMERS 3 kl. 8 12
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ AKUREYRI
/ KEFLAVÍK
/ SELFOSSI
HARRY POTTER 7 kl. 8 - 10:40 12
MR.POPPER´S PENGUINS kl. 8 L
SOMETHING BORROWED kl. 10:20 L
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA
H H H H
- BOX OFFICE
MAGAZINE
H H H H
- Þ.Þ. FRÉTTA-
TÍMINN
H H H H
- R.M. - BÍÓFILMAN.IS - TIME OUT
NEW YORK
H H H H
EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS
HHHHH
-ENTERTAINMENT
WEEKLY
- JIMMYO,
JOBLO.COM
HHHH
- QUICKFLIX
HHHH
VANESSA HUDGENS
ALEX PETTYFER
NEIL PATRICK HARRIS
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG
KRINGLUNNI
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
H H H H
"MÖGNUÐ ENDALOK"
- KA, FBL
- T.M - THE HOLLYWOOD
REPORTER
H H H H H
“NÁNAST
FULLKOMINN
LOKASPRETTUR„
- KVIKMYNDIR.IS
H H H H
"KRAFTMIKILL
LOKAHNYKKUR"
- HSS, MBL
H H H H
„THE BEST 3D SINCE AVATAR“
- SCOTT MANTZ,
ACCESS HOLLYWOOD
H H H
-T.V. KVIKMYNDIR.IS/
- SÉÐ OG HEYRT
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
Ben Chasney er
maðurinn á bak við
Six Organs of Ad-
mittance. Hann
hefur verið af-
kastamikill í gegn
um tíðina. Asleep
On The Floodplain kom út fyrr á
árinu og plöturnar sem Chasney
hefur gefið út undir merkjum SOA
eru farnar að slaga hátt í tuttugu en
sú fyrsta kom út árið 1998.
Kassagítarleikur Chasneys er í
aðalhlutverki á skífunni og hljóm-
urinn er hreinn og tær. Ekkert er
verið að flækja málin enda engin
ástæða til. Mjúkt plokkið leiðir
hlustandann áfram í áreynslulausri
leiðslu ekki ósvipað stemmingunni í
kvikmyndinni Paris, Texas þar sem
Ry Cooder sá um hljóðrásina. Chas-
ney syngur mjúkum rómi í nokkrum
lögum sem brýtur plötuna vel upp.
Þetta er engin partí-músík en hlýjan
sem hún gefur frá sér er engu að síð-
ur smitandi. Með þetta í heyrnartól-
unum er vel hægt að loka á stressið á
skrifstofunni án þess að hlusta á ein-
hverja nuddolíu-tónlist.
Six Organs of Admittance –
Asleep on the Floodplain
bbbbn
Góð gítar-
leiðsla
Hallur Már
Fly from here er
fyrsta plata progg-
goðanna í Yes eftir
tíu ára þögn. Aðdá-
endur sveitarinnar
hafa eflaust fagnað
þegar þeir heyrðu
af útgáfunni. Einhverjum hefur þó
hætt að lítast á blikuna þegar kom í
ljós að söngvarinn Jon Anderson yrði
ekki með. Í stað hans var Benoit Dav-
id fenginn til að þenja raddböndin,
líklega á þeim forsendum að hann
hljómar mjög svipað og Anderson.
Annars er hljómsveitin að mestu leyti
skipuð sama mannskap og var í sveit-
inni snemma níunda áratugnum þeg-
ar platan Drama kom út.
Progg er vandasöm tónlistarstefna
og helsta hættan er að útkoman verði
tilgerðarleg. Í stuttu máli eru Yes-
liðar djúpt sokknir í þá gryfju. Þetta
sést best á ráðningu tvífara And-
ersons og á Fly from here verkinu.
Því er skipt í fimm hluta og hefði þótt
tímamótaverk snemma á áttunda
áratugnum. Eitt og eitt lag er áheyri-
legt en á einhverjum tímapunkti
gleymdist framsækni þátturinn í
proggi þeirra Yes-liða.
Stöðnuð í
framsókn
Yes - Fly From Here
bbnnn
Hallur Már
Ég veit ekki með
ykkur, en ég man
enn eftir því er ég
heyrði Enter the
Wu-Tang (36
Chambers) í fyrsta
sinn eftir að hafa
rekist á plötuna í ruslinu hjá plötu-
innflytjanda fyrir átján árum. Sú
skífa, sem er með áhrifamestu plöt-
um hiphop-sögunnar, átti eftr að
hafa gríðarleg áhrif á þróun rapps-
ins og í kjölfarið fylgdu fjölmargar
plötur Wu-Tang manna og eins
flokksins í heild. Þær skífur sem
skrifaðar hafa verið á Wu-Tang-
félaga saman eru þó ekki nema fimm
á þessum átján árum og ekki allar
vel heppnaðar. Það var því fagnaðar-
efni þegar spurðist að þeir félagar
væri komnir í hljóðver að taka upp
nýja plötu og margir töldu að hún
væri komin út þegar Legendary
Weapons birtist í vikunni.
Við nánari skoðum kemur þó í ljós
að Legendary Weapons er ekki eig-
inleg Wu-Tang skífa þó hún sé skrif-
uð á allan flokkinn, frekar rétt að
kalla hana einskonar safnplötu, því
þó að Raekwon, RZA, Ghostface Kil-
lah, Method Man, Inspectah Deck
og U-God eigi rímur á henni, er
Masta Killa hvergi nærri og enginn
GZA, sem er náttúrlega lykilatriði.
Það er þó ekki stórmál í sjálfu sér,
platan er þrælfín, en óneitanlega
nokkuð gamaldags, bæði hvað varð-
ar takta og samskeyti. Mikið er til að
mynda vitnað í gamlar kung-fu-
myndir sem var nýstárlegt fyrir
átján árum eða svo en ekki lengur og
svo eru smalataktar sóttir að miklu
leyti í gamalt R&B. Yfirtaktsmiðir á
skífunni eru The Revelations, sem
kunna vissulega að semja í anda
RZA, en eru ekki ýkja frumlegir.
Að því sögðu þá eru bestu lögin á
skífunni eru þrælflott, nefni sem
dæmi Diesel Fluid þar sem Method
Man fer á kostum og Cappadonna á
líka góðan sprett, 255 Rounds með
fínu innleggi U-God, RZA og Bronze
Nazareth, og Only the Rugged Sur-
vive sem er hreint framúrskarandi
með fínu rappi frá RZA.
Þrælfín, en nokkuð gamaldags
Wu-Tang Clan - Legendary
Weapons bbbmn
Árni Matthíasson
Sprettir Legendary Weapons er fín rappskífa, en ekki Wu-Tang-plata.
Erlendar plötur
Nýtt lag frá hljómsveitinni Morðingjarnir hef-
ur litið dagsins ljós. Lagið nefnist Blóð og er að
sögn sveitarinnar fyrirtaks spaghettí-
kántrívestraslagari í anda KK og Ennio Morri-
cone.
„Við eiginlega vitum það ekki, vonandi fyrir
jól,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson Morðingi
aðspurður um útgáfu nýrrar plötu. „Við eigum
efni í eina og hálfa plötu en við erum blankasta
hljómsveit Íslands“. Sveitin var stofnuð árið
2005 og verður þetta fjórða breiðskífa þeirra ef
af henni verður. Haukur segir ekkert því til fyr-
irstöðu að taka upp plötu ef lögin koma vel út.
Helgi Sæmundur Kaldalóns Guðmundsson,
liðsmaður tvíeykisins Úlfur Úlfur, tók lagið upp
en hann er vanur að taka upp rapp og hip hop.
„Hann kom með okkur upp í húsnæði og þar
vorum við í kappi við mjög háværa loftpressu
hjá smiðunum í næsta herbergi. Þá þurftum við
að bíða eftir að loftpressan væri búin og stund-
um þurfti að byrja upptökuna upp á nýtt því
loftpressan kom inn á upptökuna. Svo þetta er
allt mjög heimilislegt,“ sagði Haukur hress.
„En neyðin kennir naktri konu að spinna. Við
erum núna búnir að mixa eitt lag og það virðist
vera að virka, svo við ætlum bara að halda
áfram“.
Haukur segir þá félaga vera að taka ákveð-
inni stefnubreytingu í tónlist. Eftir því sem
menn eldist mýkist þeir aðeins og hann kallar
sveitina gamla karla. „Það er farið að hægjast
verulega á okkur og lögin eru orðin lengri, lík-
lega því að við erum farnir að hægja svona á
okkur. Svo finnst miðaldra mönnum gaman að
stórum og miklum lögum.“
gunnthorunn@mbl.is
Morðingjar dæla blóði
Morgunblaðið/Árni Torfason
Morðingjarnir telja sig eina fátæktustu hljómsveit landsins en halda þó ótrauðir áfram.
Morðingjarnir senda frá sér nýtt lag
„Neyðin kennir naktri konu að spinna“