Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 ✝ Ástþór SveinnMarkússon fæddist í Vest- mannaeyjum 18. desember 1923. Hann lést á hjarta- deild Landspítalans 14. júlí. 2011. Foreldrar hans voru Markús Sæ- mundsson, útvegs- bóndi, f. 27. desem- ber 1885, d. 5. apríl 1980 og Guðlaug Ólafsdóttir, húsfreyja, f. 3. júní 1889, d. 27. október 1970. Þau bjuggu að Fagurhól í Vestmannaeyjum og síðar í Reykjavík. Systkini Ást- þórs voru 1) Svava, f. 14. sept. 1914, d. 9. febr. 1941, 2) Ólafur, f. 5. júní 1916, d. 6. febrúar 1938, 3) Ásta, f. 26. ágúst 1919, d. 14. janúar 1923, 4) Viktor, f. 2. febrúar 1930, d. 26. nóvember 1930. Ástþór giftist hinn 7. júní 1952, eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Gísladóttur, f. 10. apríl 1920. Foreldrar hennar úar 1959, sambýlismaður Gunn- ar Gunnarsson, bakarameistari, f. 16. nóvember 1959. Af fyrra hjónabandi á Ásta Maríu Rún- arsdóttur, f. 17. júní 1986, sam- býlismaður hennar er Jounes Hmine, f. 21. mars 1977. Ástþór ólst upp í Vest- mannaeyjum og stundaði sjó- mennsku að lokinni skólagöngu. Árið 1947 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og varð háseti á skipum Eimskipafélags Íslands. Árið 1953 hóf Ástþór störf hjá Steypustöðinni í Reykjavík og starfaði þar í nær fimm áratugi eða þar til hann hætti störfum árið 2002. Lengst af á starfs- ævinni veitti Ástþór forstöðu útibúi Steypustöðvarinnar í Grindavík. Ástþór stundaði mik- ið íþróttir sem ungur maður og keppti bæði í frjálsum íþróttum og knattspyrnu. Hann átti og gerði út til fjölda ára, ásamt frænda sínum og æskuvini Ein- ari Halldórssyni, trilluna Sæ- björgu. Sjómennska og sjósókn var alla tíð áhugamál Ástþórs sem og lax- og silungsveiði þeg- ar aðstæður leyfðu. Ástþór verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 21. júlí 2011, og hefst athöfnin klukkan 13. voru Gísli Sigurðs- son og Anna Ein- arsdóttir. Ástþór og Halldóra eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Ólafur Svavar, sjávarlíf- fræðingur, f. 3. október 1952, maki Ásta Guðmunds- dóttir, stærðfræð- ingur, f. 27. janúar 1957. Þeirra dætur eru a) Guðlaug, f. 10. júní 1989, sambýlismaður Tjörvi Alexand- ersson, f. 29. ágúst 1988, b) Guð- rún f. 17. júlí 1991, c) Ásta, f. 30. október 1993. 2) Anna Guðlaug, ljósmóðir, f. 6. nóvember 1954, maki Hallgrímur Gunnar Magn- ússon, húsgagnasmíðameistari, f. 19. apríl 1955. Þeirra börn eru a) Halldóra Ósk, f. 21. mars 1980, maki Davíð, f. 28. febrúar 1980. Þeirra synir eru Gunnar Þór, f. 18. febrúar 2007 og Guð- mundur Óli f. 9. febrúar 2009, b) Ástþór Óli, f. 22. apríl 1987. 3. Ásta, geislafræðingur, f. 29. jan- Elsku Ástþór. Nú er jarðneskri dvöl þinni lokið og þú kominn meðal for- eldra og systkina þinna hinum megin. Þú fórst inn á hjartadeild Landsspítalans á þriðjudags- morgni og varst allur aðfaranótt fimmtudags. Eftir sitjum við fjöl- skyldan og syrgjum þig, en hugs- um um leið hlýtt til allra góðu stundanna sem við áttum með þér. Við Óli fórum að vera saman fyrir 24 árum. Þú tókst mér strax opnum örmum og aldrei hefur skuggi fallið á okkar samskipti. Þú sýndir dætrum okkar mikinn kærleika og fylgdist vel með öllu sem þær gerðu. Einnig hafðir þú mikinn áhuga á því sem við Óli vorum að sýsla, hvort sem var í leik eða starfi. Ávallt var gott að leita til þín er vandamál bar að höndum. Þú settir ætíð þarfir og óskir stórfjölskyldunnar fram yf- ir þínar eigin og vildir öllum hjálpa. Fyrir allt þetta vil ég þakka þér. Þegar ég hugsa til baka er margra sameiginlegra stunda að minnast en ég ætla hins vegar að- eins geta einnar þeirrar síðustu. Hún var nú í júlíbyrjun þegar þið Dóra komuð með okkur Óla upp í bústað og dvölduð þar einn dag í fallegu sumarveðri. Þó að þá hafi greinilega verið farið að draga af þér þá hvarflaði ekki að mér að það yrði þín seinasta ferð í Fag- urhól. Þú dáðist mikið að því hvernig við höfum komið okkur þar fyrir og hafðir ánægju af því að sjá hversu mikið grenitrén höfðu vaxið sem þú hafðir fært okkur fyrir nokkrum árum. Þú varst trúaður maður án þess þó að flíka því. Þú hafðir þína barnatrú og tjáðir mér að þú færir aldrei að sofa án þess að fara með Faðir vorið og bænirnar þínar frá barnæsku. Ég kveð þig því með eftirfarandi bæn: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Hvíl í friði. Þín tengdadóttir, Ásta. Elsku besti afi okkar. Það er okkur mjög fjarstæð hugsun að þú sért farinn og við verðum lengi að átta okkur á því að það verði enginn afi Ástþór sem komi til okkar í Safamýrina eða taki fagnandi á móti okkur þegar við komum í heimsókn í Aðallandið. Allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem við átt- um saman munu lifa í hjörtum okkar að eilífu. Góðmennska þín og gjafmildi þín er okkur ofarlega í huga og sérstaklega er okkur minnistætt frá því við vorum ungar er þú komst til okkar í heimsókn á sunnudagsmorgnum færandi hendi með eitthvert góðgæti eftir að hafa verið í sundi. Þú varst stoltur af öllu sem við gerðum og sagðir alltaf að við værum sko ekkert blávatn. Og oft þegar einhver okkar hringdi í þig eða við komum í heimsókn sagðir þú: er það drottningin eða eru drottningarnar mættar. Við munum alltaf muna eftir þér og við munum sakna þín sárt. Við munum líka hugsa vel um ömmu nú þegar þú ert farinn frá okkur. Hvíldu í friði, elsku afi okkar. Þínar sonardætur, Guðlaug, Guðrún og Ásta. Elsku afi. Elskulegi, hlýi, fallegi og góði afi minn er látinn. Það er erfitt að kveðja en ég er heppin að eiga næstum óteljandi minningar og þú hefur tekið þátt í öllum helstu viðburðum lífs míns til þessa, dansaðir við mig í brúðkaupinu mínu og kynntist strákunum mín- um og þeir þér. Þegar ég var lítil stelpa vorum við alltaf eitthvað að bauka saman og með afa voru mér allir vegir færir, ég fór oft með afa í Steypustöðina í Grinda- vík, þar fékk ég að blanda steypu í steypubílana „alveg sjálf“, afi bjó til pappírsskip sem ég fleytti á pollunum sem í huga barns voru á stærð við stöðuvötn, við tíndum ber og hjúkruðum yfirgefnum kríuungum. Þú sagðir mér sögur og kenndir mér um lífið í Vest- mannaeyjum þegar þú varst strákur, sagðir mér frá öllum sjó- fuglunum og skipunum, Gosinu og Tyrkjaráninu. Þegar ég var 8 ára fórum við tvö saman til Vest- mannaeyja og sú ferð lifir sterkt í minningunni, við þurftum að velt- ast í Herjólfi í 7 klukkutíma því það var svo vont í sjóinn, ég sat í fanginu á þér og ældi eins og múkki. Síðan tóku við dagar þar sem við fórum og heimsóttum ættingjana, löguðum leiðið, fór- um á Sædýrasafnið, skoðuðum eldfjallið og ummerki gossins og Fagurhól. Fyrir jólin fórum við í versl- unarferð og á aðfangadag fórum við saman út í kirkjugarð og síðan í nýbakaðar skonsur hjá ömmu. Fyrir hver áramót fórum við svo í flugeldaleiðangur þó enginn hefði áhuga á flugeldum nema ég. Ég man þegar þú heimsóttir mig í sveitina þegar þú varst á leið í veiði, ég beið spennt allan daginn eftir að sjá bílinn þinn, það var svo gott að fá heimsókn að heiman. Jólagjöfin sem þú gafst mér jólin 2004 er mér sérstaklega minnisstæð. Þú varst svo spennt- ur og sagðir mér í nóvember að þú værir búinn að finna handa mér gjöf. Öll aðventan fór í að spá í jólagjöfina frá afa, alltaf þegar við hittumst eða þegar ég heyrði í þér þá sagðir þú mér að gjöfin væri alveg að koma og þú værir að pakka henni inn og svo fram- vegis, síðan gafstu mér vísbend- ingar: „Þú varst alltaf að biðja mig um þetta þegar þú varst lítil“ og „Þig hefur alltaf langað í þetta“. Ég lét mér detta ýmislegt í hug t.d. að þetta væri hestur, ég var alltaf að biðja um hest þegar ég var lítil, en mér þótti það ólík- legt, rokkur, ég mundi eftir því að hafa beðið um rokk. Annars var ég tóm. Allt í einu, þegar ég var að tyggja jólasteikina, fattaði ég hver gjöfin var. Þú gafst mér uppstoppaðan hrafn, ég var fyrir löngu búin að gleyma því að hafa suðað um hrafn, en þú hafðir ekki gleymt því og þetta er minnis- stæðasta jólagjöf sem ég hef fengið. Hrafninn horfir nú yfir heimilið og fylgist með. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér svona lengi, þakklát fyrir að synir okk- ar Davíðs fengu að kynnast þér. Þú kallaðir þá alltaf litlu vini þína og það fyrsta sem þú spurðir þeg- ar við hittumst eða heyrðumst var: „Hvernig hafa litlu vinirnir mínir það?“ Elsku afi, takk fyrir allt. Ég kveð þig eins og þú kvaddir alltaf: „Guð blessi þig ástin mín.“ Halldóra Ósk Hallgríms- dóttir, Davíð Guðmundsson, Gunnar Þór og Guðmundur Óli Davíðssynir. Fallinn er frá kær vinur og ná- granni. Þegar við hjónin fluttum í Aðallandið vorum við svo lánsöm að kynnast góðum nágrönnum, einn af þeim var öðlingsmaðurinn Ástþór Markússon sem við kveðj- um nú í dag. Fljótlega myndaðist með okkur góð vinátta og ófáar voru þær stundir sem við rædd- um saman um hin ýmsu málefni og var það einstaklega gefandi að ræða við þennan góða vin okkar, hann var vel að sér í öllu og fylgd- ist vel með hvort sem það voru þjóðmálin eða önnur málefni. Þetta voru sannkallaðar gleði- og ánægjustundir. Hann var einnig mjög hjálpsamur og gott var að leita til hans ef við þurftum ein- hverja aðstoð. Hann var einnig einstakt snyrtimenni og smekkmaður mikill. Hann fór aldrei úr húsi nema vel klæddur og allt í „stíl“. Í huga okkar eru það forréttindi að hafa fengið að kynnast þessum einstaka manni. Það er með virð- ingu og þakklæti sem við kveðj- um Ástþór vin okkar. Innilegar samúðarkveðjur til kæru Hall- dóru og fjölskyldu. Megi ljúfar minningar um yndislegan mann hjálpa ykkur í sorginni. Hvíl í friði, kæri vinur. Þorbergur og Halldóra, Aðallandi 5. Þann 14. júlí lést í Reykjavík heiðursmaðurinn Ástþór Sveinn Markússon 87 ára gamall. Ástþór var farinn að kenna heilsubrests undanfarið. Við fráfall Ástþórs er látinn einn mesti drengskapar- maður sem ég og fjölskylda mín höfum kynnst og verður hans saknað um ókomna tíð. Ég hitti hann síðast laugar- daginn 9. júlí sl. og var hann frek- ar lélegur og gerði ég mér grein fyrir því að eitthvað gæti verið í aðsigi þó svo hann léti á engu bera og kom fram eins og hann átti að sér, en gat þó um slapp- leika. Við Ástþór kynntumst árið 1971, en þá störfuðum við báðir hjá Steypustöðinni. Með okkur tókst strax mikill vinskapur sem varði í 40 ár. Ástþór stýrði útibúi Steypustöðvarinnar í Grindavík allt frá opnun og þar til starfsemi þar var hætt. Á þessum tíma hag- aði þannig til að samstarf okkar var náið og oft utan reglulegs vinnutíma, en þar voru mál sem þurfti að leysa og þoldu ekki bið. Þetta starf leysti Ástþór af sam- viskusemi og ósérhlífni eins og annað sem hann tók sér fyrir hendur. Ástþór var gæddur öllum þeim kostum sem prýða heilsteyptan og góðan mann. Hann var afar minnugur, vel lesinn og ósjaldan þegar þurfti að rifja eitthvað gamalt og gleymt upp leysti hann gátuna fljótt og vel, enda fylgdist hann afar vel með öllu því sem fram fór á hans vakt. Hann var snyrtimenni og gekk vel um alla hluti og talaði með virðingu um alla menn. Ástþór var reglusam- ur, rækti fjölskyldu sína mjög vel og fylgdist vel með námsárangri barnabarna sinna, en árangur þeirra gladdi hann ósjaldan. Hann var barngóður og laðaði ungviðið að sér og fræddi um eitt og annað, enda leit hann á þau sem vini sína og jafningja og var það vel metið. Við hjón áttum þess kost um nokkurra ára skeið að fara til veiða í Þverá með hon- um og syni hans Ólafi ásamt góð- um hópi veiðimanna. Þetta voru skemmtilegar og ógleymanlegar ferðir á meðan þær vörðu. Hjálpsemi Ástþórs var mikil og þegar ég stóð í að byggja mér hús var hann mættur á staðinn, þá hættur störfum og orðinn 77 ára gamall, og setti sig í stöðu verkstjóra til að tryggja að hlut- irnir gengju hratt og refjalaust fyrir sig, en þannig vann hann ávallt og þoldi hvorki seinagang né leti. Þessara kosta Ástþórs naut ég jafnan þegar eitthvað var að gerast. Ástþór var hjálpsamur eins og fyrr segir og brá hann sér til heimabyggðar sinnar, Vest- mannaeyja, í gosinu 1973 og vann þar að hreinsun og björgun á meðan þess þurfti, en meðan á þessu stóð tók hann sér frí frá vinnu til að kraftar hans nýttust í Eyjum. Nú seinni ár eftir að halla tók undan mætti Ástþór reglulega á skrifstofu mína til að líta eftir og gera það sem til féll, ekki síst til að halda öllu í röð og reglu, nú síðast í fyrstu vikur þessa mán- aðar. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast og umgangast slíkan drengskapar- og heiðurs- mann sem Ástþór var. Við biðjum góðan guð um að styrkja eiginkonu hans, Hall- dóru, börn, barnabörn og barna- barnabörn í sorginni. Sigurborg og Jón Ólafsson. Ástþór Sveinn Markússon Elsku amma okk- ar. Takk fyrir að vera alltaf til stað- ar fyrir okkur, hvort sem það var að hjálpa með stærðfræði, sauma á okkur búninga eða bara að taka vel á móti okkur þegar við höfðum læst okkur úti. Þú varst mikil fyr- irmynd og hafðir alltaf trú á okkur, því sem við höfum gert og ætlum að gera. Það er því mikill harmur að missa þig svona snemma frá okkur en við munum alltaf muna eftir þér og því sem þú hefur kennt okkur og við munum bera með okkur þá ást sem þú hefur gefið okkur í gegnum lífið. Barnabörnin þín, Ragnheiður Anna og Smári Rúnar. Það eru rétt rúm tuttugu ár liðin frá því ég kynntist Ragnheiði Brynjúlfsdóttur, tengdamóður minni fyrrverandi og vini. Ég sett- ist örskamma stund inn í stofu í Breiðholti á Vestmannabraut, sagði henni deili á mér, hverra manna ég væri og svo framvegis. Hún var þá á svipuðum aldri og ég er nú. Það er svo stutt síðan í minn- ingunni. Fortíðin er svo stutt á meðan framtíðin er víðáttan ein. Hún var víðlesin enda las hún á ógnarhraða og skipti þá tungumál- ið litlu. Ég man ekki til þess að hafa nokkru sinni verið ósammála henni um gæði bókar. Hún deildi með mér gleðinni yfir góðum sögum og sagði þær gjarnan í góðra vina hópi. Smári Rúnar okkar Sigrúnar Elsu fæddist í Eyjum í byrjun árs ’92 og þegar við tengdamóðir mín fórum á sjúkrahúsið daginn eftir fæðinguna varð mér á að kyssa konu fyrir slysni. Það vildi þannig til að kona þessi sem ég þekkti lít- illega fór að halla sér upp að mér í lyftunni í kjallaranum og ég dró þá ályktun á örskotsstundu að hún myndi vilja óska mér til hamingju með soninn. Svo að ég hneigði mig á móti. Og hún hallaði sér nær. Þá virtist ekkert eðlilegra en að ég kyssti hana örsnöggt á kinnina. Konunni var brugðið; sagðist bara hafa ætlað að ýta á takkann til að koma lyftunni af stað. Hann var fyrir aftan mig. Þarna eru þrjár hæðir og stundum er lyftan óra- tíma á leiðinni. Mikið hlógum við að þessu. Og sögunni um það þegar Hjör- dís Finnbogadóttir, fréttakona á RÚV, hringdi löggutékk á lög- reglustöðina í Vestmannaeyjum. „Er ekkert að frétta?!“ sagði hún pirruð. „Það er aldrei neitt að frétta hjá ykkur! Gerist bara aldrei neitt í Vestmannaeyjum?!“ Tveim- ur klukkustundum síðar kviknaði í lögreglustöðinni og hún brann til kaldra kola. Ragnheiður endaði söguna alltaf á því að segja að lög- reglumenn í Eyjum væru enn á því að Hjördís væri rammgöldrótt. Góðar sögur eru endursagðar, slípaðar og fínpússaðar þar til þær renna fram með eðlilegum hrynj- anda og takti þannig að enda- punkturinn verður sjálfsagður. Þetta skildi Ragnheiður sem var sagnakona með húmor og auga fyr- ir fegurðinni í lífinu. Við Sigrún Elsa vorum ungir foreldrar og nutum mikillar að- stoðar Ragnheiðar við uppeldi; fyrst Smára og svo Ragnheiðar Önnu sem fæddist ’94. Börn barna verða hamingjubörn ef þau eiga svona ömmu. Hún var hannyrða- kona og rekstrarmaður af guðs Ragnheiður Brynjúlfsdóttir ✝ RagnheiðurBrynjúlfsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 22. febrúar 1952. Hún lést á Landspít- alanum 4. júlí 2011. Útför Ragnheið- ar fór fram frá Grafarvogskirkju 15. júlí 2011. náð. Þolinmóð róleg- heitamanneskja með þægilega nærveru. Skammvinn veik- indi hennar og ótíma- bært andlát um aldur fram er okkur sem þekktum hana óskilj- anleg og ósanngjörn harmafregn. En þannig er okkur víst öllum innanbrjósts sem kveðjum ástvini. Það er með sorg og söknuði sem ég kveð hana vinkonu mína Ragnheiði Brynjúlfsdóttur og sendi fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Ég minnist dóttur ykkar, eigin- konu og móður með þakklæti því eitt gerði hún öðru betur. Hún trúði á sitt fólk, stóð með sínum og blés þeim baráttuþreki í brjóst. Hún var þannig áhrifavaldur í mínu lífi að ég fæ henni aldrei full- þakkað. Guð geymi og blessi minningu hennar. Róbert Marshall. Það er erfitt að sætta sig við leikslok þegar góður félagi fellur frá. Leiðir okkar Ragnheiðar lágu sama þegar við hófum nám við Há- skólann í Reykjavík. Með okkur myndaðist góður vinskapur og unnum við mörg verkefni saman í hópavinnunni. Hún var góður fé- lagi, traust og skipti aldrei skapi. Við erum þakklátar fyrir sam- fylgdina, vináttu hennar og hlýju. Við vottum eiginmanni hennar Smára, dætrum Sigrúnu Elsu, Steinunni Lilju og Sigríði Bríet, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ragnheiðar Brynjúlfsdóttur. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Viktoría Valdís Guðbjörns- dóttir, Ingunn Þorsteinsdóttir. Enn er höggvið skarð í stóran og samheldinn hóp okkar sem fædd- umst 1952 og sóttum saman nám í Barnaskóla og Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Ragga var falleg stúlka með bjart bros og glettinn hlátur. Hún hafði hægt yfirbragð en var góður námsmaður, fylgin sér og hörkudugleg. Verkum sín- um fylgdi hún vel eftir með þeirri seiglu sem ávallt einkenndi hana. Ragga var mikil fjölskyldu- manneskja. Hún ólst sjálf upp í stórum samheldnum systkinahópi og Smári, dæturnar og barnabörn- in voru fjársjóður hennar. Ragga var alveg einstaklega trygg og gerði sér far um að halda sambandi við gamla vini og skóla- systkini bæði á meðan hún bjó í Eyjum og einnig eftir að hún flutti til lands. Hún vann einmitt ötullega að undirbúningi árgangsmótsins okkar í Vestmannaeyjum í septem- ber sl. þegar hún kenndi fyrst meinsins. Vopnuð síma og tölvu reyndi hún áfram að halda sam- bandi við gamla vini og félaga í gegnum erfið veikindin. Ragga lauk fyrir skömmu prófi í viðskiptafræði í HR. Aðspurð hvernig hún hefði eiginlega fundið tíma til þess með vinnu, fjölskyldu og heimili, sagðist hún hafa tekið það á hörkunni einni saman. Með sömu hörku ákvað hún að takast á við meinið en varð að lokum að lúta í lægra haldi eftir stutta en snarpa baráttu. Við þökkum Röggu fyrir sam- fylgdina. Fallega brosið hennar mun fylgja okkur um ókomin ár. Fjölskyldu hennar, föður, systk- inum, vinum og vandamönnum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd árgangs 1952, Vest- mannaeyjum, Helga J. Hallbergsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.