Morgunblaðið - 21.07.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011
Rekstrartap
Akraneskaup-
staðar fyrir
fyrstu fimm mán-
uði ársins nam
153,6 milljónum
króna. Í fjárhags-
áætlun fyrir sama
tímabil var hins
vegar gert ráð
fyrir sex milljóna
króna tapi. Frá þessu var greint á
síðasta fundi bæjarráðs Akraness.
Í gögnum sem lögð voru fram á
fundinum kemur fram að aukið tap
megi rekja til 87,8 milljóna króna
bókfærðum gengismun sem ekki
hafi verið gert ráð fyrir.
Á fundinum var samþykkt tillaga
um aukin rekstrarútgjöld bæjar-
sjóðs upp á rúmlega sextíu milljónir
króna.
Akranes tapaði
153,6 milljónum á
fimm mánuðum
Tap Gerðu ekki ráð
fyrir gengismun.
Kristel Finnbogadóttir
kristel@mbl.is
„Það stefnir allt í að það verði ekki
fyrr en seint í ágúst sem berja er
að vænta, víðast hvar,“ segir
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og
berjasérfræðingur. Hann segir
berjasprettu vera tvísýna vegna
mikils kulda nú í vor. Á móti kem-
ur að skordýr, til dæmis birkifeti,
hafa látið minna á sér bera vegna
kuldans og skemmdir á nýsprottnu
lyngi gætu því orðið minni en áður.
Vegna hlýinda síðustu ár hefur
fólk getað farið í berjamó í byrjun
ágúst en að sögn Sveins mun
berjatínsla í ár að öllum líkindum
hefjast mánuði seinna en und-
anfarin ár. „Þetta er kannski gamli
berjatínslutíminn sem ég man eftir
sem barn,“ segir Sveinn og vísar til
síðustu daga ágústmánaðar og
fyrstu daga í september.
Spretta veltur á september
Sveinn segir að víða sé falleg
spretta af sætukoppum og að gott
útlit sé fyrir bláberjatínslu. Kræki-
berjalyng virðist hins vegar styttra
á veg komið. Uppskeran veltur þó
á veðri næstu vikur og fram í sept-
ember. „Vanalega er sagt að sam-
hengi megi sjá á milli meðalhita í
maí og berjasprettu. Núna var maí
þó óvenju kaldur. Kannski má
segja að september muni skera úr
um berjasprettuna í ár en það fer
eftir því hve lengi hann hangir
frostlaus.“
Sveinn segir berjatínslu misjafna
eftir landshlutum. Í ár megi vænta
að hefðbundin berjalönd fyrir norð-
an og austan bjóði ekki upp á
mikla sprettu vegna kuldatíðar. „Í
raun er ekki hægt að ganga að
neinu vísu varðandi berin en þetta
er spennandi í ár. Mín kenning er
hins vegar sú að það sé aldrei
berjalaust. Þau eru alltaf einhvers
staðar,“ segir Sveinn.
Hann hvetur fólk til að gefast
ekki upp fyrirfram heldur fara í
berjamó.
Berjamór lætur bíða eftir sér
Berjatínslan hefst mánuði seinna en síðustu ár Berjaspretta er tvísýn
vegna kulda í vor og í sumar Lítur betur út fyrir bláber en krækiber
Morgunblaðið/ÞÖK
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
„Það er allt orðið afskaplega þurrt
og gróðurinn er bara alveg að
skrælna. Garðyrkjumenn hérna
keyra bókstaflega vatnið í garðana
alveg eins og þeir geta og hafa ekki
undan,“ segir Jón Viðar Finnsson,
bóndi á Dalbæ 1 í Hrunamanna-
hreppi. Sumarið hefur víða um land
einkennst af þurrkum. Ástandið er
verst á Norðurlandi og á Vest-
fjörðum þar sem nánast ekkert hef-
ur rignt í sumar. Þá hefur víða verið
þurrt sunnan- og suðvestanlands,
t.d. í Hreppunum, í Hjarðarlandi í
Biskupstungum og í kringum Eyrar-
bakka.
Óvenjulegt ástand
Trausti Jónsson, sérfræðingur í
veðurfarsrannsóknum hjá Veður-
stofu Íslands, segir að ástandið sé
farið að vera heldur óvenjulegt. Víða
hafi nánast ekkert rignt, til dæmis í
Skagafirði þar sem úrkoma í júlí hafi
aðeins mælst 0,3 millimetrar.
Trausti segir ástæðuna vera þrálát-
ar þurrar norðanáttir. „Norðanáttir
eru af tvennum toga, þurrar eða
blautar, þær eru þurrar þegar há-
þrýstingur er frekar hár,“ segir
Trausti. Úrkoma sé þó í meðallagi á
Suðaustur- og Austurlandi. Þá hafi
rignt nokkuð í Vestmannaeyjum og í
kringum Kirkjubæjarklaustur.
Þurrkarnir hafa víða haft áhrif á
grassprettu. Ekki bætir úr skák að
sumarið hefur verið óvenjulega kalt.
Þó ætti að létta yfir bændum því
Veðurstofan spáir regni um næstum
allt land í byrjun næstu viku.
Jón Viðar gaf þó lítið fyrir spár
veðurfræðinga.
„Það er ansi mikil vöntun á regni
hérna. Ég segi nú alveg hiklaust að
það er búið að spá regni hér á næstu
þremur dögum alveg síðan í maí en
aldrei orðið neitt af því. Ég sé alveg
fram á að þetta geti versnað en hér
er þó alls ekkert neyðarástand. Ef
það fer að rigna verðum við fljótir að
gleyma öllum vandamálum.“
Lítið rignt á höfuðborgarsvæð-
inu í á þriðja mánuð
Reykvíkingar hafa ekki farið var-
hluta af úrkomuleysi sumarsins þó
svo að hæg grasspretta komi sér
ekki eins illa fyrir borgarbúa. Í
Reykjavík hefur verið frekar þurrt í
á þriðja mánuð fyrir utan stöku
skúrir. Trausti Jónsson segir úr-
komuna hafa mælst hátt í 20 milli-
metra í júlí og það sé 14 mm undir
meðallagi. „Undanfarin ár hafa haft
tilhneigingu til að vera svona en
þetta er fjórða árið í röð. Það skiptir
þó oftast um þegar líður á sumarið,
ýmist í ágúst eða september, og þá
byrjar að rigna,“ segir Trausti. Það
hafi þó ekki verið raunin í fyrra en
þá hafi þurrkatíðin haldið áfram í
Reykjavík fram í febrúar.
„Gróðurinn er bara
alveg að skrælna“
Víða þurrt í sumar Úrkomu má þó vænta innan tíðar
Grænmetisbændur hjá SH grænmeti á Grafarbakka við
Flúðir hafa í sumar þurft að grípa til þess ráðs að nota
haugsugu til að vökva gróðurinn. Ragnhildur Þórarins-
dóttir, sem rekur SH grænmeti, segir þurrkana með
ólíkindum og töluvert sé farið að skemmast. SH græn-
meti ræktar aðallega gulrætur, kínakál og hvítkál sem
þolir illa mikla þurrka. Þá hafi sprettan farið óvenju
seint af stað í ár sökum tíðs næturfrosts í júní.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Þurrkar farnir að skemma uppskeruna
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lítri af bensíni í sjálfsafgreiðslu
kostar 244,80 kr. hjá Skeljungi og
hefur aldrei verið hærra, en lítrinn
kostaði um 208 kr. um sl. áramót.
N1 lækkaði verðið um þrjár krónur
í fyrradag og hækkaði það svo aft-
ur um sömu tölu í 242.90 kr. í
fyrrakvöld.
Magnús Ásgeirsson, inn-
kaupastjóri hjá N1, segir að heims-
markaðsverðið hafi lækkað á
mánudag en hækkað aftur á
þriðjudag. Þar með hafi allar bjart-
sýnisspár gengið til baka og N1 því
hækkað verðið á ný en dregið það
fram á kvöld.
Að sögn Magnúsar eru tíðar
verðbreytingar samspil margra
þátta. Í fyrradag hafi komið fram
tölur hjá fjármálamörkuðum á
Wall Street um meiri bjartsýni í
efnahagsmálum í Bandaríkjunum
en þær hafi ekki verið á rökum
reistar. Titringur upp og niður sé á
fjármálamörkuðum í Evrópu vegna
óvissunnar um hvar Grikkland,
Ítalía og Spánn enda. Seinni part-
inn í fyrradag hafi líka verið til-
kynnt að Orkumálastofnun Banda-
ríkjanna myndi birta tölur í gær
um minni birgðir vestra. „Það má
ekki anda á mörkuðunum,“ segir
Magnús um verðbreytingarnar.
Ekkert virðist vera eðlilegt þeg-
ar bensínverð er annars vegar, en
Magnús segir að heimsmark-
aðsverðið lækki gjarnan um miðjan
júlí og fram á haustið. Það hafi
hins vegar ekki gengið eftir núna.
Hann segist samt vona að það
hækki ekki meira, en hafa beri í
huga að gengi krónunnar hafi líka
áhrif, staðan í Líbíu sem og á hrá-
vörumörkuðum.
Verð á bensíni er í
sögulegu hámarki
Um 208 kr. um áramót
» Bensínlítrinn hækkaði um
3,50 hjá Skeljungi 10. janúar
sl. og fór í 213,60 kr. áður hafði
lítrinn hækkað um 2 kr. um
áramótin.
» N1 hækkaði lítrann um 5 kr.
24. janúar og fór hann í 217,90
kr. Þá sagði Sigurður Kári
Kristjánsson, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, í fyrirspurn-
artíma á Alþingi að lítraverðið
stefndi í „hreina sturlun“.
Met Bensínverðið aldrei hærra.
Alltaf ódýrast
á netinu
Þú færð alltaf
hagstæðara verð
á flugfelag.is