Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Töffari Hann var óneitanlega svalur ökumaður þessa eðalvagns sem var á rúntinum við Sæbraut á dögunum og vafalaust góð tilfinning að stjórna rennireiðinni Chevrolet Corvette Stingray. Golli Framundan er eitt stærsta verkefni sem íslensk ferðaþjónusta hefur staðið frammi fyrir en það er að stór- auka vetrarferðaþjón- ustu. Vinnuheiti verk- efnisins er Ísland – allt árið en það mun byggja á þeirri fjár- festingu sem lögð hef- ur verið í markaðs- átakið Inspired by Iceland og verður unnið áfram með það vörumerki enda gaf það góða raun. Um er að ræða samstarfsverkefni iðn- aðarráðuneytis, sveitarfélaga, Sam- taka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu o.fl. Allt frá aðalfundi SAF 2010 þar sem fyrrverandi ferðamálastjóri Finnlands sagði félagsmönnum frá því hvernig Finnar fóru að því að gera ferðaþjónustuna yfir veturinn stærri en yfir sumarið, hefur verið unnið að því að koma á samstarfs- verkefni um vetrarferðaþjónustu. Það varð að veruleika þegar ríkis- stjórnin ákvað í vor, í tengslum við kjarasamningana, að setja 300 millj- ónir á ári í þrjú ár í að markaðssetja Ísland allt árið og eru skilyrði þess framlags að fyrirtæki og sveitar- félög jafni upphæðina. En hvers vegna ætlar ferðaþjón- ustan í þessa herferð? Arðsemi í ís- lenskri ferðaþjónustu er allsendis ófullnægjandi. Ástæðu hennar má að miklu leyti rekja til mikilla árs- tíðasveifla og því er lífsnauðsynlegt fyrir fyrirtækin í landinu að auka nýtingu fjárfestinga sinna utan há- annar. Aukin arðsemi fyrirtækjanna er síðan forsenda þess að fyrirtækin geti stundað vöruþróun, gæðastarf og öfluga markaðssetningu auk þess sem hún leiðir til fleiri heilsársstarfa og betra jafnvægis. Aukin vetrar- ferðaþjónusta er því leiðin til auk- innar arðsemi, bæði greininni og þjóðarbúinu til hagsbóta. Nú í sumar er unnið að ýmsum verkefnum til undirbúnings mark- aðsherferðinni, unnið er að alls kyns greiningarvinnu auk þess sem aflað er upplýsinga um hvernig valin lönd hafa unnið að sinni vetrarferðaþjón- ustu. Megináherslan hefur verið á að skoða Noreg, Finn- land, Kanada og Nýja- Sjáland. Þessar upp- lýsingar eru bornar saman við það sem við erum að gera hér á Ís- landi og hyggjumst gera. Á árinu tók gildi ný ferðamálaáætlun 2011-2020 og er þar fyrst og fremst lögð áhersla á þætti sem lúta að aukinni vetrar- ferðamennsku og mun ferðamálastefnan því verða góður grunnur að starfinu. Markmið verkefnisins er m.a. að styrkja ímynd Íslands sem áfanga- staðar ferðamanna allt árið um kring og auka fjölda erlendra ferða- manna utan háannar um 100 þúsund manns á þessum þremur árum. Markaðsátakið Ísland – allt árið er rekið af Íslandsstofu og mun hún nýta reynslu, þekkingu og verðmæti Inspired by Iceland sem reyndist vel eftir gosið í Eyjafjallajökli í fyrra, svo og reynslu fyrirtækja innan SAF. Það er nú þegar hafinn und- irbúningur vetrarátaks sem hefst nú á haustmánuðum auk þess sem unn- ið er að langtíma verk- og markaðs- áætlun. Það þarf áræði til að leggja í vetr- arferðaþjónustu. Hún er langhlaup sem margir eru þó að taka þátt í nú þegar og hefur verið unnið að þess- um málum í langan tíma, bæði af hálfu fyrirtækja um land allt svo og öðrum þeim sem með markaðsmál fara. En betur má ef duga skal. Hér er stærsta tækifærið til aukinnar verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og mikilvægt að allir sem vilja bjóða heilsársferðaþjónustu bretti upp ermar. Eftir Ernu Hauksdóttur »Hér er stærsta tæki- færið til aukinnar verðmætasköpunar í ferðaþjónustu og mikil- vægt að allir sem vilja bjóða heilsársferðaþjón- ustu bretti upp ermar. Erna Hauksdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ísland – allt árið Hver er munurinn á því að sækja menntun í kvikmyndagerð, mat- reiðslu, flugumferð- arstjórn eða endur- skoðun – bara til að nefna einhverjar grein- ar sem gefa möguleika á störfum til framtíðar? Auðvitað á ekki að vera neinn mismunur á námsmöguleikum eða skólun í þessum fögum. Allt nám hér á landi er á kostnað skattborg- aranna. Af öllum þessum greinum er kominn upp ágreiningur um eina þeirra, kvikmyndagerð og kennslu hennar í Kvikmyndakóla Íslands, einkafyrirtæki, sem notið hefur op- inberrar aðstoðar, líkt og gerist um aðra starfsmenntun hér á landi. Ágreiningurinn hefur nú magnast upp í að verða deila milli skólans og hins opinbera ráðuneytis sem málið heyrir undir, og sem skapað hefur óvissu hátt á annað hundrað nem- enda hverra hugur stendur til að halda áfram námi sínu í kvikmynda- gerð. Hér verður á engan hátt lagt út í frekari skilgreiningu á þessari deilu, svo mjög sem hún hefur verið til um- ræðu í fjölmiðlum. Hitt vekur furðu, að fáir (ef bara nokkur hingað til) hafa hafið umræðu af eigin hvötum, til varnar Kvikmyndaskóla Íslands – af öllum þeim fjölda sem eru þó fljót- ir til greinaskrifa um hvaðeina, sem lesa má dag hvern í dagblöðunum. Á kvikmyndagerð þá enga formæl- endur eða stuðningsmenn hér á landi eftir allt? – Nema nemendurna! Harkan sex Sú harka sem hlaupin er í deilu ríkisstjórnarinnar og Kvikmynda- skóla Íslands er á flestan hátt dæmi- gerð um það þrátefli sem við Íslend- ingar kappkostum löngum og sem ákafast. Öllum er hins vegar ljóst, að þegar verulega reynir á í deilumálum ríður á að koma af stað sáttaferli sem verður að lokum eina færa leiðin til lausnar. Það hefur þó orðið nið- urstaðan, jafnvel í erfiðustu og þyngstu deilumálum í sögunni hér á landi sem víðar. Það er því ólíklegt, að harkan sex leiði til úrlausnar í málum Kvikmyndaskóla Ís- lands, og bætir ekki blómum í hnappagöt ríkisins sem á sann- anlega við ramman reip að draga í stjórnsýsl- unni við að ná endum saman við vaxandi kurr víða í þjóðfélaginu. – Og sem rekja má að mestum hluta til hins of- annefnda, landlæga þráteflis. Fjárfestar í auðlind? Kvikmyndagerð hefur verið vax- andi hér á landi á síðari árum, og átt auknum vinsældum að fagna. Kvik- myndir, stuttmyndir og heim- ildamyndir hvers konar skipta orðið hundruðum og hafa, að loknum sýn- ingum, verið sýndar í Sjónvarpi allra landsmanna. – Þannig má nefna myndirnar Djöflaeyjuna, Tár úr steini, Karlakórinn Heklu og For- eldra sem voru endursýndar fyrir skömmu í Sjónvarpinu og virtust eld- ast vel. Heimildamyndin um árásina á Goðafoss og fleiri slíkar eru enn í fersku minni flestra Íslendinga. Ekki þarf að efast um að Íslend- ingar styðji framhald á gerð kvik- mynda hér á landi. Það skýtur því skökku við að í öllum þeim fjárfest- ingum sem fyrirtæki og ein- staklingar hér hafa verið viðriðin skuli ekki sjást stóru nöfnin bendluð við þessa tegund framleiðslu – og ekki áhugi þeirra til að koma Kvik- myndaskóla Íslands til aðstoðar með beinum hætti. Fjárframlögum eða hlutafjáráhuga. Leikmannsþankar hafa birst hér áður og fyrr meir um þá auðlegð sem enn virðist lítt snert með framleiðslu á efni úr þjóðsögunum sem fylla þykka doðranta sagnagildis, og má t.d. finna í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar. Þar glittir í hug- myndir til framleiðslu kvikmynda um huldufólk, útilegumenn, jafnvel skrímslasögur. – Hollywood- framleiðsla „vestranna“ til útflutn- ings um allan heim er ekki vitund frjórri uppspretta. Stuttmyndir sem framleiddar hafa verið hér á landi hafa einnig átt geið- an aðgang að þátttöku á erlendum vettvangi, vakið eftirtekt og hlotið verðlaun. Margir eiga í fórum sínum slíkt efni, aðgengilegt fyrir frekari úr- vinnslu og sem getur nýst þjóðfélag- inu sem fræðsla, upplýsingar eða sögur í átaksformi – eða öfugt; átak í söguformi. Rekstrarform eða staðsetning Mismunandi skoðanir hér á landi hvort reka eigi einkaskóla samhliða hinum opinberu skólum geta ekki valdið langvarandi deilum hér á landi árið 2011. Hvorir tveggja eru stað- reynd og þeir hafa allir þegið op- inbera aðstoð. Ef ágreiningurinn stendur um eftirlit með fjárreiðum þessara stofnana er hann ekki til annars en að leysa með skjótum hætti. Það er óhæfa að nemendur verði fyrir barðinu á fjölbreytni þess ágreinings. – Einkaskólar eru fjöl- breytni í skólum landsins, jafnt og hinir opinberu. Rekstrarform kvikmyndaskóla getur líka verið með ýmsum hætti, jafnt og staðsetning sem getur svo sem verið hvar sem er á landinu; í Reykjavík, Akureyri og í Vest- mannaeyjum þess vegna. Kvik- myndaskóli vex hins vegar ekki nema fjármagn sé fyrir hendi frekar en annar rekstur. Einkaframtakið ætti að vera í stakk búið til að leggja fjármuni í þann rekstur sem Kvikmyndaskóli Íslands er með þá ónýttu auðlegð sem hann getur skapað með fjöl- mennum hópi áhugasamra nemenda og kennara. – Sér enginn þessa auð- lind? Eftir Geir R. Andersen » Á kvikmyndagerð þá enga formælendur eða stuðningsmenn hér á landi eftir allt? – Nema nemendurna! Geir R. Andersen Höfundur er blaðamaður. Kvikmyndaskóli Íslands – ónýtt auðlind

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.