Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Fjórði hluti sýningaraðar Leifs Þorsteinssonar er til- einkaður portrettljósmyndun og stendur frá 3. september til 3. nóvember í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Um er að ræða 20 svarthvítar myndir, flestar teknar í kringum 1980, af helstu myndlistarmönnum þjóðarinnar á þeim tíma. Hluta af myndunum tók Leif- ur fyrir bókina Íslensk list sem gefin var út hjá bókaútgáfunni Hildi og kom út ár- ið 1981 en útgefandi var Gunnar S. Þorleifsson. Á sýningunni má sjá portrettmyndir allt frá Gunn- laugi Scheving, Finni Jónssyni til Nínu Tryggva- dóttur og Hildar Hákonardóttur. Ljósmyndalist Ljósmyndir Leifs Þorsteinssonar Nína Tryggvadóttir Komin er út bókin Prjónað úr íslenskri ull fyrir áhugasamt prjónafólk með uppskriftum að flíkum úr íslenskri ull en jafn- framt fræðandi bók fyrir þá sem hafa áhuga á sögu hand- verks og ullar. Í bókinni er í fyrsta skipti rakin á einum stað saga prjóns á Íslandi, allt frá upphafi til nútímans. Í bókinni er einnig að finna 65 uppskriftir sem valdar eru í samstarfi við Ístex. Margar hverjar eru sígildar uppskriftir og aðrar nýrri. Áhersla er lögð á lopa- peysur en einnig eru uppskriftir að smærri við- fangsefnum eins og húfum, sokkum, vettlingum og treflum. Bækur Ullarbækur komn- ar á markað Prjónað úr ís- lenskri ull. Yfirlitssýning hefst á myndum blaðaljósmyndarans Marcs Ribouds hinn 3. september í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Tryggvagötu 15, 6. hæð. Hinn franski Riboud er einna þekkt- astur fyrir ítarlegar myndfrá- sagnir sínar frá Austurlöndum en hann var einn af fyrstu vest- rænu ljósmyndurunum til að komast inn í Kína eftir Menn- ingarbyltingu Maós árið 1966. Sýningin spannar 50 ára tímabil en hann var strax kominn á mála hjá umboðsskrifstofu Magnum árið 1953. Þar kynntist hann ljósmyndurum eins og Robert Capa og Henri Cartier Bresson, sem urðu lærifeður hans í ljósmyndun. Ljósmyndalist Sýning á myndum Marcs Ribouds Mynd frá 1967. Í dag, 31. ágúst klukkan 20 verða haldnir kammertónleikar í bókasal Þjóðmenningar- hússins. Þar kemur fram Kammertríó Kópa- vogs, sem er skipað Martial Nardeau flautu- leikara, Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Peter Máté píanóleikara, en þremenning- arnir hafa starfað lengi saman. „Já, við Martial höfum starfað saman í þrjátíu ár,“ segir Guðrún og hlær, áður en hún bætir við: „Þetta hljómar eins og við séum orðin 70 ára, en við byrjuðum mjög ung að spila saman. Þegar við spilum með píanói spilum við oftast með Peter Máté, þannig hefur það verið síðastliðin 15 ár.“ Á efnisskrá þeirra fyrir hlé eru tvö ensk prógrömm frá 19. öld eftir Samuel Wesley og John Clinton. Verkin gaf Kammertríóið út á hljómdiskinum Tapað – fundið árið 2010. Spurð hvers vegna þau hafi valið lög af plötunni til spilunar segir hún að þau hafi haft svo lítinn tíma til að kynna hana í fyrra að þau hafi ákveðið að minna á hana. „Og þar sem við ákváðum að vera í Þjóðmenn- ingarhúsinu lá beinast við að hafa líka lög sem sækja í þjóðararfinn,“ segir Guðrún. Á dagskránni eru meðal annars Hugleiðing um íslenskt þjóðlag eftir Tryggva Baldvins- son, sex íslensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar og lög eftir Emil Thor- oddsen og Sigfús Halldórsson í útsetningum Atla Heimis Sveinssonar. Auk þess leika þau verkið Dropaspil eftir Þorkel Sigurbjörns- son. Guðrún bendir á að öll tónlistin eftir hlé er útsett fyrir listamennina sem spila. „Þetta verður svona lof okkar til tónskáld- anna, þau eru alltaf að semja eitthvað fyrir okkur og eru voða góð við okkur,“ segir hún. Að lokum vildi hún koma því á fram- færi hvað það væri gaman að vera í Þjóð- menningarhúsinu. „Það er svo mikið líf á þessum elskulega stað,“ segir hún. borkur@mbl.is Töpuð og fundin tónlist spiluð í kvöld  Kammertríóið ætlar að sækja í þjóðararfinn fyrst þau eru að spila í Þjóðmenningarhúsinu 24Stundir/G.Rúnar Þjóðmenningarhúsið Þau Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir og Peter Máté spila í kvöld. Listasafn Reykjanesbæjar tók sl. vetur þátt í norrænu listverkefni ásamt Dalarnas Museum í Svíþjóð og Haugesund Billedgalleri í Noregi og verður afraksturinn sýndur á sýningum í löndunum þremur í haust. Íslenska sýningin Óvættir og aðrar vættir verður opnuð á morgun kl. 14 í Bíósal Duushúsa og er hluti af dagskrá Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanes- bæjar. Á sýningunni verða verk eftir börn frá löndunum þremur. Verk- efnið gekk út á að hópur 12-14 ára unglinga var fenginn til að mynd- skreyta þjóðsögur úr heimahögun- um og voru til þess notaðar grafísk- ar aðferðir. Íslenski hópurinn kom frá Myllubakkaskóla í Keflavík og vann út frá sögunni Rauðhöfða undir leiðsögn myndmenntakennarans Sigríðar Ásdísar Guðmundsdóttur og Elvu Hreiðarsdóttur, formanns félagsins Íslenskrar grafíkur, en fé- lagið hafði milligöngu um verkefnið. Mynd- skreyttu þjóðsögur Sýning á verkum norrænna unglinga Grafík Unglingar við listsköpun sína, unnið út frá þjóðsögum þriggja landa. Fór svo að honum varð að ósk sinni í kjölfar viðtalsins! 32 » Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Sýning myndlistarkonunnar Val- gerðar Guðlaugsdóttur, Dúkka, verður opnuð á morgun kl. 18 í Listasafni Reykjanesbæjar í Duus- húsum og er hún hluti af menningar- hátíð bæjarins, Ljósanótt, sem hald- in verður um helgina. „Ég er að velta fyrir mér tilvist konunnar í samtímanum,“ segir Val- gerður um sýninguna. Myndin á boðskorti sýningarinnar er hins veg- ar ekki mjög dúkkuleg, eins og Val- gerður bendir á, óskýr mynd af ljós- hærðri konu sem búin er að maka varalit á varirnar á sér og hálft and- litið. „Þetta er tvíeggjað, hvort kon- ur séu einhverjar dúkkur eða hvað,“ segir Valgerður. „Ég vinn mikið með kvenímyndina í nútímaþjóðfélagi í list minni og þessi sýning er öll um það. Ég er t.d. með ljósmyndaseríu sem heitir „Sex dúkkur“, myndir af mér og fimm vinkonum mínum þar sem við erum allar farðaðar eins og dúkkur með ljósar hárkollur.“ Konur steyptar í sama mót Valgerður segir fólk hafa rekið inn nefið á meðan hún var að setja upp sýninguna og hún hafi tekið eft- ir því sérstaklega að karlmenn hafi haldið að konurnar á ljósmyndunum fyrrnefndu, dúkkumyndunum, væru allar sama konan. „Það er það sem ég var að spá í, þegar ég var að gera seríuna, hvort hægt væri að steypa allar þessar konur í sama mót með því að farða þær eins og svo eru þær með eins hárkollur,“ segir Val- gerður. Hins vegar hafi sumar þeirra kvenna sem rekið hafi inn nefið haldið að karlmaður væri á meðal fyrirsætnanna. Þær hafi hald- ið að hún væri að stríða sýningar- gestum. „Karlarnir sjá bara ljóst hár og líkt make-up og segja bara „já, já, þetta er allt sama konan“. Konurnar fara dýpra í þetta,“ segir Valgerður. Hún vinnur í fleiri miðla en ljós- myndun, m.a. skúlptúra, vatns- litamyndir og klippimyndir og segist líta á sig sem pop-feminista, notar tilbúna hluti í bland við aðra úr eigin hugmyndaheimi. Markaðssettur kvenleiki Í texta eftir Þóru Þórisdóttur í sýningarskrá Dúkku segir m.a. að feminismi í listum hafi verið dottinn úr tísku um 1990 þegar Valgerður var að hefja listnám. Svokallaður póstfeminismi hafi verið tekinn við þar sem kenningar andfeminista hafi náð ákveðnu vægi um leið og feminismi sem slíkur hafi verið smættaður inn í heildarhugmynda- fræði póstmódernismans. Eftir það hafi áberandi feminísk list átt undir högg að sækja, þótt úrelt eða þreytt um leið og „eðlislægur kvenleikinn“ hafi verið endurframleiddur og markaðssettur sem aldrei fyrr. Á sýningunni velti Valgerður því fyrir sér hvernig konan reyni að uppfylla þá ímynd sem gefin sé af henni í samfélaginu, hvernig hún felli sig inn í munstrið sem henni sé gefið en einnig hvernig hún geti verið sinn eigin skapari. Sýningin stendur til 16. október, opið virka daga kl. 12-17 og um helg- ar kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Eru konur einhverjar dúkkur?  Sýningin Dúkka í Listasafni Reykjanesbæjar á Ljósanótt Ljósmynd/Valgerður Guðlaugsdóttir Dúkkumynd Ein ljósmyndanna í syrpunni „Sex dúkkur“ sem er hluti sýn- ingarinnar Dúkka sem opnuð verður á morgun í Listasafni Reykjanesbæjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.