Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Ekki verður nauðsynlegt fyrir arki-
tekta sem taka þátt í hönnunarsam-
keppni um nýtt fangelsi á Hólms-
heiði að fylgja frumteikningum sem
danska arkitektastofan Alex Poulsen
var fengin til að gera. Þeir geta á
hinn bóginn haft þær til hliðsjónar.
Teikningarnar kostuðu 4,8 milljónir
króna.
Jón Magnússon, skrifstofustjóri
fjármála- og rekstrarskrifstofu inn-
anríkisráðuneytisins, segir að þær
hafi alltaf átt að nota sem hliðsjón-
argögn og svo verði áfram.
Arkitektastofan Alex Poulsen var
fengin til verksins í krafti þess að
stofan hefur teiknað mörg fangelsi.
Jón segir að í forsendum hönnun-
arsamkeppninnar verði lögð áhersla
á að hönnun verði hagað þannig að
rekstrarkostnaður verði sem lægst-
ur. Helst þurfi aðeins eina varðstofu
en þar með þurfi fangelsið helst að
vera á einni hæð. Í dönsku teikning-
unum sé einmitt miðað við að fang-
elsið verði á einni hæð.
Þegar teikningarnar frá Alex
Poulsen voru pantaðar var stefnan
tekin á alútboð fangelsisins, þ.e.
bjóða átti út hönnun og byggingu
þess um leið. Nú á að velja teikn-
ingar fyrst og síðan bjóða út fram-
kvæmdirnar. Jón segir að þetta
breyti engu um gildi teikninganna,
vinnan sé alls ekki unnin fyrir gýg.
Hólmsheiðarfangelsið á m.a. að
leysa Hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg af hólmi en það hefur verið
á endurnýjuðum undanþágum frá
1998 og rann sú síðasta út 1. maí síð-
astliðinn. Unnið er að endurnýjun.
Teikningar bara til hliðsjónar
Danskir arkitektar fengu 4,8 milljónir fyrir frumteikningar að nýju fangelsi
Undanþága fyrir Hegningarhúsið rann út 1. maí Unnið að endurnýjun
Tölvumynd/Alex Poulsen
Framtíð Það er sem nýja fangelsið kúri í gróðursælli laut á Hólmsheiði.
Í teikningum Alex Poulsens er
gert ráð fyrir að fangelsið verði
reist í kross og með varðstofu í
miðjunni. Skipan klefa og her-
bergja er lýst en ýmislegt er lát-
ið ógert, s.s. lagnateikningar,
enda voru þær ekki pantaðar.
Kvæði í kross
BETRUNARHÚS Á HEIÐINNI
Tölvumynd/Alex Poulsen
Hús Fangelsið er á einni hæð.
Í svari sínu til umboðsmanns Al-
þingis segir Seðlabanki Íslands að
reglur bankans nr. 492/2001 um
verðtryggingu sparifjár og lausafjár
séu settar á grundvelli ákvæðis í lög-
um vexti og verðtryggingu. Þær hafi
því fulla stoð í lögum.
Í 2. mgr. 15. gr. laganna um vexti
og verðtryggingu er kveðið á um að
Seðlabankinn setji nánari reglur um
verðtryggingu sparifjár og lánsfjár.
Samkvæmt því sé efnisleg niður-
staða sú sama hvort sem greiðslur
séu verðbættar eða höfuðstóllinn. Í
samræmi við það segist Seðlabank-
inn ekki geta séð að meginregla laga
um vexti og verðtryggingu hafi verið
ranglega framkvæmd þótt reglur
Seðlabankans nr. 492/2001 kveði á
um verðbættan höfuðstól en lögin
um verðbættar greiðslur.
Seðlabankinn segist ætíð hafa
fylgt þeirri stefnu og meginreglu
sem mörkuð hafi verið við upptöku
almennrar verðtryggingar að höf-
uðstóll skuldar breytist með verð-
lagsþróun og að afborganir og vextir
reiknist af verðbættum höfuðstól.
Morgunblaðið/Ernir
SÍ Hefur svarað umboðsmanni.
Reglurnar
með fulla
lagastoð
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Margir þekkja bláu byggingarnar með líflegu
skreytingunum við Súðarvog 4, þar sem Vél-
smiðja Jósafats Hinrikssonar var lengi til húsa
og framleiddi meðal annars trollhlera.
Nú stendur til að rífa fremsta hluta hússins,
sem er samtals 2.158 fermetrar og á tveimur
hæðum, auk kjallara undir hluta þess. Fast-
eignafélagið Reginn ehf., sem er í eigu Lands-
bankans, hefur auglýst eftir tilboðum í niðurrif
hússins og rennur frestur til að skila inn til-
boðum út kl. 11 í dag, 31. ágúst.
Húsnæðið við Súðarvog 4, sem var byggt í
þrennu lagi á árunum 1955-1984, er alls 5.469
fermetrar. Lóðin sjálf er 6.898 fermetrar en
húsið, sem er stálgrindarhús, er byggt á steypta
plötu.
Gera svæðið meira aðlaðandi
Um ástæður niðurrifsins segir Bergsveinn
Ólafsson, verkefnastjóri hjá Regin, að fremsti
hluti hússins hafi verið byggður árið 1958 og sé
einfaldlega barn síns tíma. Húsið hafi lekið og
farið hafi verið inn í það og brotið og skemmt.
Meginástæðan sé hins vegar að reyna að snyrta
svæðið og gera það meira aðlaðandi.
Stefnan að leigja út eignirnar
„Skemmurnar á bak við eru 3.300 fermetrar.
Við teljum að við getum frekar leigt þegar búið
er að snyrta þarna í kring,“ segir Bergsveinn.
Nú eigi Reginn þessar eignir og vinni að því að
koma þeim í rekstur. „Við höfum lagt mikla
orku í að hreinsa til í kringum þær eignir sem
við eigum.“
Gert ráð fyrir blandaðri byggð
Bergsveinn segist ekki gera ráð fyrir að það
verði byggt á svæðinu á næstunni en bendir
jafnframt á að menn hafi verið byrjaðir að
kaupa lóðir upp til þess að rífa húsnæði og
byggja íbúðir. Bergsveinn segir að í ramma-
skipulagi Reykjavíkur sem kynna eigi seinni
hluta þessa árs sé þetta svæði skilgreint sem
blönduð byggð. Síðan eigi eftir að vinna deili-
skipulag fyrir það. Það ferli taki hins vegar ein-
hver ár en þangað til þurfi að vinna að því að
losa hverfið við þá leiðinlegu ímynd sem hefur
verið á því um sóðaskap.
Morgunblaðið/Árni Sæbrtg
Súðarvogur 4 Fremsti hluti byggingarinnar hverfur fljótlega úr götumyndinni en Reginn ehf. hefur boðið út niðurrif hennar.
Bæta ímyndina með niðurrifi
Hagvöxtur á Íslandi er næst-
minnstur af aðildarríkjum OECD,
Efnahags- og framfarastofnunar-
innar, frá því í ársbyrjun 2009.
Samdrátturinn nemur rúmum sex
prósentum og er Ísland langt á und-
an næstu löndum, Slóveníu og Ír-
landi, en þar dróst landsfram-
leiðslan saman um 4% á tímabilinu.
Aðeins á Grikklandi hefur verg
landsframleiðsla dregist meira sam-
an, eða um rúm 9%. Sem kunnugt
er hafa Grikkir þurft að glíma við
mikinn skuldavanda og hefur gríska
ríkið fengið gríðarlega há neyðarlán
frá Evrópusambandinu og Grikk-
landi. Að meðaltali nemur hag-
vöxtur í löndum OECD 1,81% á
þessu tímabili. Mestur hefur hann
verið í Tyrklandi, eða tæp 16%.
Seðlabanki Tyrklands hefur að und-
anförnu lækkað stýrivexti, til að
sporna við innflæði fjármagns til
landsins. Þar á eftir kemur Kórea
með 13% hagvöxt og Síle og Ísrael
með 10 og 9%. Af Norðurlöndunum
eru Svíar efstir, með tæplega 7%
vöxt landsframleiðslu á tímabilinu.
Samdrátturinn er tæpt prósent í
Danmörku, hálft prósent í Noregi
og Finnar eru nærri núllinu. ivar-
pall@mbl.is
Íslendingar og
Grikkir reka lestina
Hagvöxtur innan OECD
Breyting á vergri landsframleiðslu frá ársbyrjun 2009 til og með fyrsta fjórðungs 2011.
Heimild: OECD.
Belgía
Sviss
Ástralía
Svíþjóð
Lúxemborg
Pólland
Ísrael
Síle
Kórea
Tyrkland
10
14
12
16
6
8
4
2
15,69%
12,81%
9,94%7,95%
6,90%
6,65%
4,13%
3,05%
2,94%
9,16%
Gr
ikk
lan
d
Ísl
an
d
Sló
ve
nía
Írla
nd
Un
gv
erj
ala
nd
Sp
án
n
Íta
lía
Br
etl
an
d
Po
rtú
ga
l
Da
nm
örk
-1
-2
-3
-4
-5
-6
-7
-8
-9
-9,15%
-6,36%
-3,98%
-3,96%
-2,69%
-2,17% -1,34%
-0,89%
-0,77%
-0,71%
%
%
Vilji er innan fé-
lags- og trygg-
ingamálanefndar
til að stíga skref í
átt að því að af-
nema verðtrygg-
ingu á húsnæðis-
lánum. Nefndin
fundaði í gær
ásamt fulltrúum
frá Lands-
samtökum lífeyr-
issjóða, ASÍ og Seðlabankanum um
að veita Íbúðalánasjóði heimild til að
veita óverðtryggð lán.
Fulltrúar Íbúðalánsjóðs funda
með nefndinni í dag. Sigríður Ingi-
björg Ingadóttir, varaformaður
nefndarinnar, segist búast við að til-
lagan verði samþykkt út úr nefnd-
inni í dag og að samstaðan um hana
verði þverpólitísk. hallurmar@mbl.is
Íbúðalánasjóð-
ur veiti óverð-
tryggð lán
Sigríður Ingibjörg
Ingadóttir