Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Conan er kominn aftur ogþað verður að segjasteins og er að maðursaknar Arnolds Shcwarzeneggers. Þessi nýi sem leikur Conan, Jason Momoa, kann reyndar jafnlítið að leika og Shcwarzenegger og hefur það sem líklegast skiptir mestu máli; mjög mikið magn af vöðvum. En hann hefur voða lítinn sjarma, er svona súkkulaðisætur og ekki nógu hrár í hlutverk Conans. En það eru fínar tæknibrellur í myndinni og mikið af blóði, þannig að fólk sem kaupir sig inn á hana mun fá mest af því sem auglýsingarnar lofa. Fyrsta myndin um Conan kom út árið 1982 þegar Conan-æði gekk um Vesturlönd. Myndin náði mikl- um vinsældum en mynd númer tvö var mun síðri og naut lítilla vin- sælda. Þessi nýjasta mynd hefur ekkert framyfir fyrstu myndina um Conan nema blóðið og brellurnar. Sagan Sagan hefst í þorpi Cimmeriu- manna, Conan fæðist í miðjum bar- daga. Foreldrar hans eru upp- teknir við að drepa annað fólk þegar hríðirnar koma og vatnið fer. Móðirin særist sjálf í bardag- anum og tekur sér pásu á vígvell- inum til að fæða króann. Hann reynist hinn mesti vígamaður. Fað- ir hans er höfðingi þorpsins og sendir strákana óvopnaða upp í fjallshlíð til að leika sér og þá upp- hefst ansi vel heppnað atriði í myndinni hjá tíu ára Conan. Ógn- arlegir vígamenn sitja fyrir þeim og tíu ára strákurinn drepur þá alla með hrottalegum hætti. Marg- lemur höfði þeirra við stein og sker síðan höfuðið af þeim öllum og kemur með heim til pabba síns. En þótt Conan alist þarna upp í paradís stríðsmanna, þar sem eini þorstinn sem Cimmeríumenn finna fyrir er blóðþorsti eins og faðir Conans segir, verður hrun í para- dís þegar Cimmeríumenn eru sjálf- ir drepnir í stað þess að þeir fái að standa einir að drápunum. Þorp Conans er þurrkað út og faðir hans aflífaður af Khalar Zym sem ásamt seiðkonunni, dóttur sinni, og her sem þau stýra stefnir að því að ná alheimsvöldum. Til þess setur hann grímu saman og ganga herleið- angrar hans fyrst út á það en síðan þarf hann að koma hreinu blóði í grímuna og mun þá öðlast æðri mátt til heimsyfirráða. Conan sem er sá eini sem slepp- ur undan því á lífi þegar Zym eyðir þorpinu og elst upp á flakki. Vinn- ur fyrir sér sem bardagamaður og sjóræningi. Hann hefur svarið þess eið að hefna föður síns og ætt- menna og á endanum hittast þeir Conan og Zym aftur. Það er ein- mitt þegar Zym á lítið eftir til að öðlast mátt í grímuna, því hann er búinn að finna stúlkuna með hreina blóðið og á aðeins eftir að koma blóðinu í grímuna til að öðlast hinn mikla mátt, en þá grípur Conan inn í atburðarásina. Framleiðendur þessarar myndar lögðu áherslu á að hún væri ekki í tengslum við hinar myndirnar, ekki framhald af þeim, þótt umfjöll- unarefnið sé Conan og atburða- rásin gerist á Hyboríutímanum. En Robert E. Howard, sem samdi sög- urnar á sínum tíma, bjó til ímynd- aðan heim og ímyndaðan tíma sem átti að vera á milli þess þegar Atl- antis sökk í sæ og þar til saga sið- menningar hefst. En sagan er samt í klassískum Conan-stíl; með fáklæddu stúlkunni sem hann bjargar, hinum miklu tröllum og hinu vonda fólki sem hann þarf að drepa og góðum endalokum. Ekki er mikill húmor í myndinni en best hefði verið að þeir hefðu sleppt honum alveg, því þegar þeir notast við hann er það hrikalega mis- heppnað. Lítið er um leik í mynd- inni, ekki einu sinni Ron Perlman gerir sitt almennilega en er líklega skástur. Það eru samt mörg mjög fín atriði í myndinni og þeir sem kaupa sig inn á Conan gera það væntanlega ekki vegna leiklistar- áhuga. Barbarískt blóðbað Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó Conan the Barbarian bbnnn Leikstjóri er Marcus Nispel og aðalleik- arar Jason Momoa, Ron Perlman og Rose McGowan. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Vöðvatröll Þótt ekki vanti vöðvana á nýja Conan-goðið er þessi súkku- laðisæti maður ekki heppilegur í hlutverk goðsins. Undanfarin ár hefur skiln-ingur og viðurkenningaukist á sjúkdómum,fötlun og öðrum höml- um, sem hefð var fyrir að afgreiða sem hreina óþekkt eða óþolandi sérvisku. Asperger-heilkennið er eitt af þessu en það er eitt af því sem hefur verið sett á einhverfu- rófið eins og það er kallað í þessari bók sem er skrifuð af hinum breska Luke Jackson. Hann var einungis þrettán ára þegar hann setti bókina saman og árangurinn er enn merk- ari í ljósi þess að Jackon er sjálfur haldinn téðu heilkenni. Bókin vakti mikla lukku í Bretlandi þegar hún kom þar út 2002 og hefur Guðni Kol- beinsson nú snarað henni yfir á hið yl- hýra af sinni vel þekktu natni og næmi. Bókin er nefni- lega í nokkurs kon- ar talmálsstíl og nær Guðni vel að fanga léttúðugan, kíminn og oft og tíðum hispurslausan tón bókarinnar. Það er eitthvað eðlilegt og aðgengi- legt við það hvernig Jackson stílar bók- ina og fyrr en varir er maður kominn á kaf í heim ein- staklings með asperger-heilkenni. Hér erum við auðvitað komin að mesta mikilvægi bókarinnar, hér er aðili að gefa skýrslu beint úr skot- gröfunum, fremur en að fræðingur eða aðstandandi sé að lýsa. Jackson gerir sér furðuvel grein fyrir stöðu sinni, er búinn að rannsaka málið í þaula og eftir því sem bókinni vindur fram fáum við inn- sýn inn í heim þeirra sem stríða við þetta einkenni. Jackson skreytir svo allt það sem kalla mætti sér- fræðital með fyndn- um athugasemdum um sjálfan sig og fjölskyldu sína. Æðruleysi það sem Jackson virðist búa yfir er heillandi og hann sýnir glöggt fram á hversu langt er hægt að komast í gegnum þetta blessaða líf með húmor að vopni. Jackson sýnir að sátt við sjálfan sig og vöntun á gremju eða biturð er sem leiðarljós fyrir alla þá sem stríða við hömlun af hvers kyns toga. Vel heppnuð bók í alla staði. Frík, nördar og asperger-heilkenni bbbbn Eftir Luke Jackson. Vaka-Helgafell 2011. 222 bls. ARNAR EGGERT THORODDSEN BÆKUR Frá þeim sem skilur þetta Myndin Oldboy eftir Park Chan- Wook varð fræg að endemum er hún kom út árið 2004. Ofbeldið þótti æði grafískt og söguþráðurinn vel súr. Spike Lee ætlar nú að endurgera myndina og er það hjartaknúsarinn Josh Brolin sem fer með burðarrull- una. Lee tekur við keflinu úr hönd- um sjálfs Stevens Spielbergs en hann tryggði sér réttinn á endur- gerðinni árið 2008. Þá átti Will Smith að leika aðalhlutverkið. Í mynd Lees er svo talað um sjálfan Christian Bale sem „vonda“ kallinn. Það yrði nú svaðaleg sjón ef af yrði. Reuters Gamli gamli Josh Brolin. Josh Brolin í Oldboy Galdrakarlinn í Oz – forsalan hefst í dag! Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 2/9 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/9 kl. 19:30 18.sýn Fös 16/9 kl. 19:30 20.sýn Lau 3/9 kl. 19:30 17.sýn Lau 10/9 kl. 19:30 19.sýn Lau 17/9 kl. 19:30 21.sýn Listaverkið (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 16:00 2.sýn Sun 2/10 kl. 19:30 4.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 5.sýn Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 18/9 kl. 19:30 2.sýn Sun 25/9 kl. 19:30 5.sýn Sun 2/10 kl. 19:30 8.sýn Fös 23/9 kl. 19:30 3.sýn Fös 30/9 kl. 19:30 6.sýn Lau 24/9 kl. 19:30 4.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn Hreinsun (Stóra sviðið) Fös 21/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 3/11 kl. 19:30 5.sýn Lau 19/11 kl. 19:30 8. sýn Fim 27/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 4/11 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 4.sýn Mið 9/11 kl. 19:30 7.sýn Ballið á Bessastöðum (Stóra sviðið) Sun 4/9 kl. 14:00 32.sýn Sun 18/9 kl. 14:00 34.sýn Sun 11/9 kl. 14:00 33.sýn Sun 25/9 kl. 14:00 35.sýn Fálkaorður og fjör - sýning fyrir alla fjölskylduna! Verði þér að góðu (Kassinn) Fös 2/9 kl. 20:00 Sun 4/9 kl. 21:00 Sun 11/9 kl. 19:30 Lau 3/9 kl. 21:30 Lau 10/9 kl. 19:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.