Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2011 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Lögregla jók eftirlit sitt við skóla í Hafnarfirði og Reykjanesbæ í gær í kjölfar tilkynninga um að menn hefðu reynt að tæla ung börn upp í bíla enda er óhætt að segja að full ástæða sé til. Tilkynningar voru einnig sendar til foreldra, a.m.k. í flestum skólum í Hafnarfirði, skv. upplýsingum frá bænum. Þar verður haldinn fundur til að tryggja að til- kynningar um slíkar tilraunir berist hratt og örugglega til þeirra er mál- in varðar. Fyrir tæplega sjö árum, 25. nóv- ember 2004, plataði maður 9 ára stúlku upp í bíl sinn í Kópavogi, ók með hana á brott og skildi hana síðan eftir á Mosfellsheiði. Maður á jeppa sá hana þegar hún veifaði úti í veg- arkanti á Þingvallaleið. Ljóst er að mikil mildi er að stúlkan varð ekki úti. „Myrkur og vaðandi slydda“ Í forsíðufrétt Morgunblaðsins um barnsránið 26. nóvember 2004 er eft- irfarandi haft eftir Sigurði Ásgeirs- syni, bjargvætti stúlkunnar: „Ég var á leið upp í Kjós þegar ég sá ein- hvern í vegkantinum,“ sagði hann. Þetta var um sexleytið og komið myrkur og vaðandi slydda. Hann sneri við á Skálafellsafleggjaranum til að kanna málið betur og varð þá ljóst að þetta var yfirgefið barn. Ég spurði hvað í ósköpunum hún væri að gera þarna og sagði hún mér þá að einhver maður hefði keyrt sig þarna upp eftir og skilið sig eftir.“ Ökumaður á bíl á undan honum hafði ekki séð barnið og það hafði haft sitt að segja að hann var á háum jeppa. Líkt og í þeim málum sem hafa komið upp í Hafnarfirði að undan- förnu, sagði maðurinn sem skildi stúlkuna eftir, að móðir hennar hefði lent í slysi og hann ætti að aka stúlk- unni á sjúkrahús. Rétt er að taka fram að ekkert hefur komið fram um að málin teng- ist og blekkingin sem notuð hefur verið er líklega handhæg í augum þessara manna. Magnús Baldursson, fræðslustjóri Hafnarfjarðar, segir að halda eigi fund með öllum þeim sem málið snertir, s.s. skólastjórnendum, starfsmönnum sem sinna barna- vernd, lögreglu o.fl. til að ræða við- brögð. Hann minnir einnig á að atvik sem þessi verði ekki eingöngu við skóla heldur geti einnig orðið á leið til og frá heimilum barnanna. Lögregla fylgist betur með umferð við skóla  Stúlku var rænt 2004 og hún skilin eftir við Skálafell Bjargað „Ég átti ekki von á neinu þarna í þessu hávaðaroki og suðaust- anslyddu. Hún var orðin gegnköld og skalf af kulda,“ sagði Sigurður. Engar nýjar vísbendingar höfðu í gær borist um mennina sem hafa reynt að tæla börn upp í bíla í Hafnarfirði og Keflavík. Í Hafnarfirði er manninum lýst sem feitlögnum og frekar ungum. Hann aki um á stórum bláum bíl sem hefur verið lýst sem „ljótum“, hugsanlega ryðg- aður, skv. upplýsingum frá lög- reglu. Í Keflavík er maðurinn sagður þéttvaxinn, um fertugt og á hvítum jeppa. Brýna þarf fyrir börnum að fara alls ekki upp í bíla með ókunnugu fólki heldur hlaupa í burtu sé þeim boðið far. Á ljótum bíl EKKI FLEIRI VÍSBENDINGAR María Elísabet Pallé mep@mbl.is Verðskrá flestra tónlistarskóla í Reykjavík hefur hækkað um 10-15% til að mæta 12% niðurskurði hjá Reykjavíkurborg nú á haustmánuð- um. Skólastjórar tónlistarskólanna segja að verðskrár hafi ekki hækkað á síðustu árum en nú hafi þeir neyðst til að hækka. Telja sumir skólastjór- ar að nemendum hafi almennt fækk- að frá árinu 2008 og ákveðna stöðn- um vera í starfi tónlistarskólanna vegna kreppunnar í stað framfara og fjölbreytni í tónlistarkennslu í Reykjavík. Sigursveinn D. Kristinsson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Sigursveins, segir að skólanum hafi tekist að fara varlega í hækkunum og hafi tekist að hækka verðskrá um aðeins 4%. Það hafi tekist með hagræðingu í rekstri en áður hafi verið skorið niður í kennslu. Ósanngjarn niðurskurður „Við skólastjórar í STÍR, Samtök- um Tónlistarskóla í Reykjavík, höf- um gert mjög mikið til að benda Reykjavíkurborg á að skólarnir hafi orðið fyrir mjög ósanngjörnum nið- urskurði og meiri en tíðkist hjá stofnunum Reykjavíkurborgar al- mennt, og það finnst okkur mjög slæmt,“ segir Sigursveinn. Hann segir margt óljóst með framtíð skól- anna. „Ríki og sveitarfélög gerðu samkomulag þann 13. maí síðastlið- inn. Ríkið ætlar að kosta framhalds- nám og sveitarfélögin grunnnám sem er mjög jákvætt en við eigum eftir að sjá hvernig útfærslan verð- ur,“ segir Sigursveinn. „Við höfum gert athugasemdir við reglugerð sem er í umsagnarferli hjá innanrík- isráðuneytinu.Við verðum að vera bjartsýn á að skólarnir standi af sér þessa kreppu og þennan niðurskurð sem gengur ekki til lengdar,“ segir Sigursveinn. „Við þurfum líklega að hækka gjaldskrá um 10% en það er ekki al- veg komið á hreint því að við eigum eftir að endurnýja þjónustusamning okkar,“ segir Sigurður Sævarsson, skólastjóri Nýja tónlistarskólans. Sigríður Árnadóttir, skólastjóri Tónlistarskólans í Grafarvogi, hækkaði verðskrá um 10% eftir að hafa reynt allt sem mögulegt var. Kjartan Eggertsson, skólastjóri Tónskóla Hörpunnar, segir að hækkun á gjaldskrá þeirra nemi 15% en hún hafi ekki verið hækkuð síð- astliðin þrjú ár. „Við höfum þá stefnu að hafa aldrei nemendur á biðlista en hins vegar er fækkun á nemendum,“ segir Kjartan. Telur hann að fækk- unin sé afleiðing kreppunnar. Stefán Edelstein, skólastjóri hjá Tónmenntaskóla Reykjavíkur, segir að þurft hafi að hækka gjaldskrá um 15%, hins vegar hafi fleiri nemendur sótt um skóla í ár en í fyrra sem telj- ist sérkennileg staða. „Fyrir fimm árum voru 290 nemendur í skólanum en í ár eru 140 vegna niðurskurðar og þetta er sú stefna sem hefur verið ríkjandi hjá Reykjavíkurborg. Ég hef enga ástæðu til að vera bjart- sýnn, ég er búinn að upplifa þetta ár eftir ár eftir ár,“ segir Stefán. Margir tónlistarskólar hækka verðskrá um 10-15%  Stöðnun er í starfi tónlistarskólanna  Skólastjórar ósáttir við borgina Ljósmynd/Margrét Ísaksdóttir Tónlistarnám Gjaldskrá margra tónlistarskóla í Reykjavík mun hækka á þessu hausti vegna niðurskurðar hjá Reykjavíkurborg. Tónlistarnám » Gjaldskrá margra skóla hef- ur hækkað um 10-15% í haust. » Nemendum hefur fækkað á síðustu árum vegna krepp- unnar. » Fyrir fimm árum voru 290 nemendur í Tónmenntaskóla Reykjavíkur en eru nú um 140. » Skólastjórar telja að tónlistarskólar hafi orðið fyrir ósanngjörnum niðurskurði. » Beðið er niðurstöðu sam- komulags ríkis og sveitarfélaga um greiðslu með framhalds- námi í tónlist. Express ferðir bjóða frábæra ferð til La Sella á Spáni sem er fjölbreyttur 27 holu golfvöllur, hannaður af engum öðrum en José María Olazábal. Skelltu þér í golfveislu á Spáni og njóttu þess að spila golf við fyrsta flokks aðstæður. Nánar um þess frábæru ferð og aðrar golfferðir á www.expressferdir.is Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, frítt fyrir golfsettið, gisting á 5* Marriott-hóteli með hálfu fæði, ótakmarkað golf, akstur til og frá flugvelli, golfkerrur, æfingaboltar og íslensk fararstjórn. F í t o n / S Í A Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Golfferðir Golf á Spáni í október! 179.900 kr. Fararstjóri: Jón Karlsson, golfkennari Brottfarir: 20. og 22. október, 7 eða 9 daga ferð Verð á mann í tvíbýli frá Jóhanna Sigurð- ardóttir, for- sætisráðherra segir ályktun VG um rannsókn á aðgerðum rík- isstjórnarinnar í málefnum Líbíu vera óskiljanlega. Jóhanna tjáði sig í viðtali við Rík- isútvarpið í gær um ályktun VG sem samþykkt var á flokksráðsfundi um helgina, þar sem sett er fram krafa um aðAlþingi skipi rannsóknarnefnd á aðdrag- anda þess að Ísland hafi samþykkt loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. Jóhanna lét í ljós undrun sína á ályktun samstarfsflokks síns í rík- isstjórn. „Mér finnst það nú bara al- veg óskiljanlegt vegna þess að utan- ríkisráðherra hefur í alla staði staðið vel að þessu máli og ég tek undir hans málflutning sem er kórréttur. Hann fór fullkomlega að ályktun Al- þingis í þessu máli og þetta mál hef- ur verið í ríkisstjórn þannig að þessi ályktun VG er alveg óskiljanleg.“ Fram kom í Morgunblaðinu í gær að þau Steingrímur J. Sigfússon, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svav- arsdóttir, Ögmundur Jónasson og Jón Bjarnason, ráðherrar VG, hafi verið samþykk ályktuninni. Jóhanna sagði jafnframt að flokk- arnir ættu að láta af því að skiptast á skoðunum í gegnum ályktanir. Frekar ætti að ræða málin manna á milli væri einhver óánægja. hallurmar@mbl.is Skilur ekki Vinstri græna Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.