Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson,
vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
„Maður er bara
að reyna að
skaffa vinnu,“
segir Helgi Vil-
hjálmsson, betur
þekktur sem
Helgi í Góu, en
hann undirbýr
nú opnun nýs
veitingastaðar
Kentucky Fried
Chicken. Helgi
segir undirbúninginn hafa staðið
yfir í eitt ár og talsverðan tíma
taki að uppfylla öll nauðsynleg
leyfi fyrir veitingastaðnum, en
hann er sagður nær tilbúinn.
„Þetta er nýr tími, hér áður gátu
menn opnað og svo var farið yfir
þetta en nú má ekkert gera fyrr en
öll leyfi eru komin.“ Hann segir
talsverða eftirspurn vera eftir nýj-
um veitingastað sem þessum og
vísar til þess að fólk vinni oft langa
vinnudaga og því sé um góðan val-
kost að ræða. Helgi segir að með
opnun staðarins muni skapast um
20 til 25 ný störf og vonast hann til
að nýja staðnum verði vel tekið, en
hann stendur við Olís á Sæbraut.
Helgi í Góu
opnar nýj-
an stað
25 ný störf
gætu skapast
Helgi
Vilhjálmsson
SVIÐSLJÓS
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Það vakti mikla athygli í sumar þeg-
ar konum á Akureyri var bannað að
selja heimabakaðar múffur til að
styrkja góðgerðarmál. Útskýring
heilbrigðisyfirvalda var sú að ekki
væri leyfilegt að selja matvæli sem
framleidd eru í heimahúsum heldur
þyrfti að notast við viðurkennd eld-
hús. Hrefna Sætran, kokkur og með-
limur í kvenfélagi Hringsins, ótt-
aðist að þetta gæti haft áhrif á
jólabasar Hringsins, eina helstu
tekjulind félagsins, og ætlar því að
leita til kollega sinna og reyna að út-
vega Hringskonum viðurkennt eld-
hús til að baka í.
„Þegar ég heyrði af málinu á Ak-
ureyri hugsaði ég, hvernig verður
þetta á basarnum um jólin? Mesta
innkoman er af kökubasarnum og
jólaballinu,“ segir Hrefna en allur
ágóðinn rennur í Barnaspítalasjóð
Hringsins. Úr honum eru síðan
veittir styrkir til tækjakaupa til að-
hlynningar á veikum börnum.
Hrefna telur að í heildina séu það
um 60 konur sem baki alla jafna fyr-
ir basarinn. „Konurnar eru svo dug-
legar og það væri hræðilegt ef þær
fengju ekki að baka og selja,“ segir
hún en bætir við að málið sé á byrj-
unarstigi og munu hún og formaður
Hringsins, Valgerður Einarsdóttir,
hittast í næstu viku og fara yfir stöð-
una. Spurð hvort flest viðurkennd
eldhús á veitingastöðum og hótelum
séu ekki í notkun nær allan sólar-
hringinn, segir Hrefna að stærstu
eldhúsin séu oft með lítil bakarí sem
séu yfirleitt laus á sunnudögum og
mánudögum. „Það væri jafnvel hægt
að vera í hefðbundnum bakaríum,
þar sem mest er bakað á nóttunni.
Ég sé fyrir mér að margir kokkar
myndu vilja hjálpa til og heildversl-
anir gætu jafnvel gefið hveiti til að
auðvelda þetta,“ segir Hrefna og
bætir við að jólabasarinn sé svo vin-
sæll að þrátt fyrir mikið magn séu
flestar kökurnar seldar aðeins
nokkrum klukkutímum eftir að bas-
arinn hefjist.
Markmiðið sé skýrt: „Mig langar
að reyna að finna sniðuga lausn á
þessu, þannig að allir verði sáttir og
það safnist peningar fyrir spítal-
ann,“ segir Hrefna Sætran.
Hjálpar Hringskonum í viðurkennt eldhús
Kokkurinn Hrefna Sætran leitar til
kollega sinna eftir aðstoð fyrir árlegan
jólabasar kvenfélagsins Hringsins
Ljósmynd/Hólmfríður Benediktsdóttir
Jólabasar Hringsins Fjöldi stoltra kvenna kemur að bakstrinum.
Héraðsdómur
Reykjaness hefur
fundið mann sek-
an fyrir að ráðast
á annan mann á
götu á Suðurnesj-
unum í lok síðasta
árs. Maðurinn
var dæmdur til að greiða sekt og
málskostnað, en að öðru leyti var
ekki gerð refsing haldi hann skilorð í
tvö ár. Ágreiningur mannanna hófst
eftir að ákærði hafði lesið reynslu-
sögur tveggja kvenna á netinu um að
maðurinn væri barnaníðingur.
Ákærði hafði farið yfir til mannsins
og spurt hann út í þetta en hann
svaraði því til að hann ætti ekki að
trúa öllu sem hann læsi. Í ákæru er
maðurinn sakaður um að hafa slegið
manninn að minnsta kosti einu sinni
með krepptum hnefa í andlitið þann-
ig að hann féll í götuna og í kjölfarið
lagst ofan á hann og haldið honum
niðri með hnénu með þeim afleiðing-
um að hann hlaut blóðnasir, mar-
blett á vinstri upphandlegg og
bólgnaði á vinstri fæti.
Dæmdur fyr-
ir líkamsárás
Haustlægðirnar koma nú hver á fætur annarri upp að landinu þessa dag-
ana. Þeim fylgir töluverð úrkoma og sterkir vindar sjá til þess að laufin á
trjánum falla hratt með hverjum deginum sem líður. Veðurstofan gerir ráð
fyrir roki og rigningu víða um land í kvöld, fyrst suðaustanlands en síðan
talsverðri rigningu norðaustanlands. Önnur lægð er svo væntanleg á föstu-
dag en hitinn verður allt að 14 stig. Spáð er kólnandi veðri upp úr helgi.
Morgunblaðið/Golli
Haustlægðir streyma að
með roki og rigningu
Gengið í Laugardal yfir fallin haustlaufin
Ögmundur Jónasson innanríkisráð-
herra ávarpaði alþjóðlega ráðstefnu
um vegamál í Mexíkóborg í gær.
Vegagerðin er þar meðal þátttak-
enda og tók Ögmundur þátt í um-
ræðufundi 30 samgönguráðherra
víðs vegar frá, þar sem fjallað var um
fjármögnun vegaframkvæmda, ör-
yggismál og ábyrga þróun vegakerfa
með tilliti til umhverfisáhrifa, sam-
kvæmt upplýsingum frá innanríkis-
ráðuneytinu.
Í ávarpi sínu sagði Ögmundur að
val um fjármögnunarleið vegafram-
kvæmda ætti ekki að vera spurning
um hvað einkaframtakið vildi eða Al-
þjóðabankinn heldur íbúarnir og
sagði það reynslu Íslendinga að
einkaframkvæmdaleið væri dýrari
leið en opinber fjármögnun.
Var Ögmundur þar að bregðast
við því sem fram kom hjá nokkrum
starfsbræðrum hans á fundinum,
þ.e. að með efnahagshruninu hefðu
mörg ríki leitað annarra leiða en op-
inberrar fjármögnunar á samgöngu-
framkvæmdum. Einnig lýstu nokkr-
ir ráðherrar Afríkuríkja yfir að með
minnkandi framlögum og lánum frá
Alþjóðabankanum yrðu ríkin að
treysta meira á einkaframtak og
einkaframkvæmdir til samgöngu-
uppbyggingar.
Ráðstefnan er haldin á fjögurra
ára fresti og hefur Hreinn Haralds-
son vegamálastjóri setið frá árinu
2008 í framkvæmdanefnd World
Road Association, sem skipuleggur
ráðstefnuna í Mexíkó. Hreinn er
einnig í framkvæmdastjórn samtak-
anna og stýrði einum umræðufundi á
ráðstefnunni. Vegagerðin er einnig
með bás á staðnum, sem vakið hefur
nokkra athygli.
Einkafram-
kvæmd dýrari
Innanríkisráðherra ávarpaði alþjóða-
ráðstefnu í Mexíkó í gær um vegamál
Mexíkó Ögmundur Jónasson tók
þátt í umræðum á ráðstefnunni.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir,
forseti Alþingis, gerði athugasemd
við færslu Birgittu Jónsdóttur,
þingkonu Hreyfingarinnar, á Face-
book-síðu þeirrar síðarnefndu í
gær. Birgitta var þar að tjá sig um
frétt Morgunblaðsins í gær, þess
efnis að setningu Alþingis nk. laug-
ardag hefði verið flýtt til kl. 10 um
morguninn. Var þar haft eftir
Helga Bernódussyni, skrifstofu-
stjóra Alþingis, að þetta hefði ekki
verið gert vegna ótta við mótmæli
heldur til að gefa þingmönnum og
starfsmönnum færi á að komast
fyrr inn í helgina.
Í athugasemd sinni sagði Ásta
Ragnheiður að frétt Morgunblaðs-
ins hefði verið röng. Þingsetning-
unni hefði ekki verið flýtt heldur
væri hún á þeim tíma sem þing-
fundir hefðu verið haldnir, ef þeir
væru á laugardögum. Ákvörðunin
hefði verið tekin í sumar, þegar
ljóst var að þingsetningu 1. október
bæri upp á laugardag.
Birgitta segist á Facebook-síðu
sinni hafa verið að vitna til orða
skrifstofustjóra Alþingis. Ekki sé
boðlegt að flýta þingsetningu
vegna ótta við mótmæli almenn-
ings. Hefð sé fyrir þingsetningu kl.
13.30. Síðast bar 1. október upp á
laugardag árið 2005 og þá var Al-
þingi sett kl. 13.30.
Gerði athugasemd
við færslu þingmanns
Birgitta
Jónsdóttir
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir