Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Fjölskyldubílar Umhverfisvænir bílar Rafbílar Atvinnubílar Jeppar Nýjustu græjur í bíla Staðsetningarbúnaður Varahlutir Dekk Umferðin Bíllinn fyrir veturinn Þjófavarnir í bíla Námskeið Ásamt fullt af öðru spennandi efni PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 3. október. Bílablað SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldubíla, atvinnubíla, jeppa, vistvænabíla og fleira föstudaginn 7. október Nú þegar blasir við að hætta er á nýrri kreppu á Vesturlöndum áður en Ísland nær sér á strik af eigin ramm- leik, þá beinist athyglin meira að sjálfu atgervi hinna vanmáttugu ráðamanna þjóð- arinnar. Án þess að nefna nöfn, vil ég segja að þótt mér þyki persónu- lega frekar vænt um alla þá stjórn- málamenn okkar sem ég þekki, þá finnst mér að á erfiðum tímum þurfi að vera fólk við stjórnvölinn sem hafi alla algenga viðurkennda kosti til að bera; óskerta heilsu, að vera á góðum vinnualdri, að hafa pottþétta atvinnu- sögu og að geta gert góða grein fyrir máli sínu. En einnig að hafa sýnt að það hafi þá lágmarksgreind að geta lokið stúdentsprófi; sem og að hafa helst lokið háskólaprófi í einhverri grein er fjallar um þjóðfélagsfræði. En þá meina ég fög eins og hagfræði, stjórn- málafræði, félagsfræði, landafræði, félagsráðgjöf, sálfræði og jafnvel mannfræði. Næstbesti kosturinn væri fög sem teljast að vísu ekki til félagsvísinda heldur til hugvísinda, en fjalla samt um þjóðfélagið, svo sem lögfræði, sagnfræði, bókmenntafræði, guð- fræði og heimspeki. Síst þykir mér þörf hjá stjórn- málamönnum að hafa menntast í raunvísindum svo sem líffræði, lækn- isfræði, verkfræði og efnafræði; og raunar í aðskiljanlegum fögum svo sem hjúkrunarfræði, sjúkraþjálfun, stærðfræði og íþróttafræðum; af því slíkt mun meira við hæfi aðkeyptra sérfræðinga er þurfa ekki heildar- yfirsýn stjórnmálamannsins. Enn fremur tel ég að stjórn- málamennirnir ættu ekki að vera ríg- bundnir við sértækari hagsmuni, svo sem er varða afmarkaðri málefni, á borð við hvers konar minnihlutahópa, ef það verður til að lita afstöðu þeirra til almennari málefna. Ennfremur að þeir hafi hreint sakavottorð. Einnig væri æskilegt að þeir sem hafa sérhagsmuna að gæta af ein- stökum atvinnugreinum væru ekki að nota Alþingið sem milliliðalaust áróð- urspúlt til þjóðarinnar. Vægi þeirra er svo yfirgnæfandi þegar kemur að því að koma iðnaðinum og versluninni aftur í gang, að þeir fengju hvort eð er tækifæri til að fá áheyrn. Mér finnst að núverandi kerfi hafi gengið þolanlega fram að hruninu 2008, en að lausatökin á flestu síðan þá, svo sem með erlenda fjárfestingu á Íslandi, byggingu stórhýsa, lög- gæslumál, samgöngumál, og einblín- ingu á sterkari tengsl við útlend hagstjórnarkerfi, beini athyglinni að því að of mikið sé um það að mannvalið á stjórn- endum þjóðarinnar sé ekki með sjálfsögðum ágætum. Sumir myndu segja að þeir vildu síst hafa yfir sér fullfríska menntamenn á Alþingi sem væru með allt á þurru hjá sér og sínum, til að túlka sjónarmið landsbyggðarmanna og sjúklinga, t.d. Enda fælist í fulltrúa- lýðræðis-hugtakinu að Alþingið væri í bókstaflegum skilningi samsafn af sérhagsmunaaðilum þjóðarinnar. En að menntafólkið væri með menntun sinni sjálfkrafa orðið einhvers konar afmörkuð yfirstétt, líkt og á öldum áður, og væri því óhæft til að vera í fullu forsvari fyrir almenning. En nú- orðið sýnist mér þó að flestar kjarna- fjölskyldur geti af sér einhverja slíka háskólaborgara. En ef þessir þingmenn hefðu að auki getu til að útlista fyrir kjós- endum stöðu mála í málum þar sem engir kostir eru góðir, þá væri land- stjórnin orðin líkari sveitarstjórn- unum að því leyti að staðreyndir mál- anna kæmust betur inn í sálarlíf kjósendanna, án þess að gíf- uryrðaflaumur sérhagsmunaaðila og fjölmiðla væri að halda of lengi lífi í fölskum vonum. Þó er því ekki að neita að þá myndu kannski sum þau fræ falla í skugg- ann, sem hefðu þó annars borið nokk- urn ávöxt. Sagt er að forseti vor hafi lýst þeirri skoðun sinni er hann var þing- maður Alþýðubandalagsins forðum daga, að þingmenn þess ættu að vera skyldaðir til að hafa lokið einhverju háskólaprófi. Sú skoðun fékk víst ekki meðbyr þá. En getur verið, að hann, sem doktor og fyrrverandi pró- fessor í stjórnmálafræði, sé færari um að ræða við kjósendur en margir mennirnir og konurnar á Alþingi? Þrátt fyrir allt? Traustið á atgervi alþingis- manna okkar Eftir Tryggva V. Líndal »… þótt mér þyki per- sónulega frekar vænt um alla þá stjórn- málamenn okkar sem ég þekki, þá finnst mér að á erfiðum tímum þurfi að vera fólk við stjórn- völinn sem hafi alla al- genga viðurkennda kosti til að bera. Tryggvi V. Líndal Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Í grein eftir Kristján Oddsson undir fyrirsögninni „Eru HPV- bóluefni örugg?“ frá 15. sept. sl. lætur höfundur eins og hann sé að svara spurningunni, hvort HPV- bóluefnin séu örugg eða ekki. Með bóluefnum eiga hins vegar að fylgja leið- beiningar, en þær eru og hafa aldrei verið prentaðar hér handa almenn- ingi, en þær eru til þess gerðar víða erlendis að svara svoleiðis spurningum. Ekki er hins vegar hægt að segja, að þessi umdeildu HPV-bóluefni séu örugg þar sem allar tölur hjá VA- ERS-gagnagrunninum hafa verið að hækka og er talan komin í 103 dauðsföll, 4.777 náðu ekki bata, 763 hlutu varanlega örorku, 9.115 tilfelli á bráðamóttöku og síðan voru 2.307 sjúkrahúslegur skráðar eftir bólusetningu skv. VAERS og sanevax.org. Þrátt fyrir að allar þessar tölur og frásagnir fórn- arlamba komi frá heilbrigðisfólki og fórnarlömbum, þá láta embætt- ismenn hér eins og dauðsföll og alvarlegar aukaverkanir hafi aldr- ei komið upp, eða þar sem menn fullyrða að: „Eftir tæplega 10 ára notkun og tugmilljónir bólusettra einstaklinga hefur ekki verið sýnt fram á að HPV-bólusetning orsaki dauðsföll eða alvarlega sjúkdóma.“ Þrátt fyrir að menn láti eins og alvarlegir sjúkdómar hafi ekki komið upp, þá höfum við mörg dæmi um alvarlega sjúkdóma, auk þess er bent á það í leiðbeining- unum, að fólk geti hugsanlega fengið Guilliane Barre, blóðtappa, heilabólgu, sjálfsofnæmissjúkdóma o.s.frv. Þá er auk þess vitað til þess að stúlkur hafi látist innan við 2 mín. frá bólusetningu, sjá anaphylactic-dæmi VAERS ID: 304739-1, og svo dæmi um stúlku er lést fáeinum mín. frá bólusetn- ingu VAERS ID: 305259-1. Þá hefur Judicial Watch einnig birt mikið af dauðsföllum eftir bólu- setningu, eins og t.d. eitt dæmi 3 tímum eftir HPV-bólusetningu, dánarorsök blóðtappi og tvö önnur dæmi um blóðtappa og/eða hjarta- vandamál (physiciansforlife.org). Það er hins vegar alveg rétt að við búum við lélegt heilbrigð- iskerfi og eftirlit hér, þar sem hér hefur sérstaklega verið passað upp á að prenta aldrei einn ein- asta bækling á íslensku yfir eitt einasta bóluefni, auk þess sem all- ar upplýsingar eru og hafa verið af skornum skammti, þannig er það tryggt að almenningur fái lítið sem ekkert að vita um allar áhættur sem fólk tekur oftast nær óafvitandi. Það kæmi manni ekki á óvart að heyra það frá Kristjáni og öðrum aðdáendum HPV- bólusetninga hér, að öll þessi fórn- arlömb: Carley Steele, Rebecca Ramagge, Paige Brennan, As- hleigh Cave, Hattie Vickery, Lauren Smith, Sarah Chandler, Leah Mann, og Debbie Jones væru ekkert annað en lygarar, og jafnvel þó fleiri nöfn væru nefnd til sögunnar, þar sem menn leggja svo mikla áherslu á að reyna að túlka það sem svo, að HPV- bóluefnin séu örugg. Þrátt fyrir að það sé almennt viðurkennt á Indlandi að 4 stúlkur hafi látist af 14.000 þátttakendum og að 120 hafi hlotið alvarlegar aukaverkanir eftir HPV-bólusetn- ingu (examiner.com), og að bólu- setningum hafi verið hætt þar, rétt eins og átti sér stað á Spáni eftir að 2 stúlkur urðu fyrir alvar- legum aukaverkunum (uncenso- red.co.nz), þá er eins og menn geti alls ekki viðurkennt það heldur, þar sem skilaboðin hér eiga greinilega að vera að HPV- bóluefnin séu örugg sama hvað. Það er greinilega til of mikils mælst, að ætlast til þess að emb- ættismenn hér skoði niðurstöður yfir dauðsföll og alvarlegar auka- verkanir eftir HPV- bólusetningu sem Judical Watch og National Vaccine Information Center hafa tekið saman og birt, eða af fórn- arlömbum, þar sem öll áherslan hér er eins og áður segir bara á einn veg, að HPV-bóluefnin séu örugg og sama hvað. En hvernig er það, Kristján, vilja svona menn eins og þið ekki taka á ykkur per- sónulega fjárhagslega ábyrgð þar sem þið fullyrðið, að HPV- bóluefnin séu örugg? ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, formaður Samstarfsnefndar trú- félaga fyrir heimsfriði. Alvarlegar aukaverkanir og dauðs- föll hluti af HPV-bólusetningu Frá Þorsteini Sch. Thorsteinssyni Þorsteinn Sch Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.