Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 Ungverski kvikmyndaleik-stjórinn Béla Tarr ereinn af fjórum heiðurs-gestum á RIFF þetta ár- ið og af því tilefni eru sýndar þrjár myndir eftir hann: Fyrst myndin sem hann gerði þegar hann var ein- ungis 22 ára, Hreiðurgerð (Family nest, 1977), Harmóníur Werck- meisters (Werckmeister Harm- onies, 2000) og Hesturinn í Tórínó (The Turin Horse, 2011) sem er nýj- asta mynd hans og sú síðasta, eftir því sem hann segir sjálfur. Þar segir frá feðginum í hrjóstr- ugri sveit í Ungverjalandi við lok nítjándu aldar. Kveikjan að mynd- inni er atburður sem átti sér stað á Ítalíu árið 1889 þegar heimspeking- urinn Friedrich Nietzsche varð vitni að því að maður nokkur í Tórínó barði hest sinn. Nietzsche gat ekki hamið sig og stökk til og batt enda á ofbeldið og grét, en þessi viðburður markaði upphafið á tíu ára þögn hans sem varði til æviloka. Kvik- myndin Hesturinn í Tórínó fer frá þessu atviki en skoðar það sem gerðist á eftir, segir frá eiganda hestsins, dóttur hans, og hestinum. Myndin er svart-hvít og í henni er nánast ekkert talað og fátt gerist á þessum tveimur og hálfa tíma. Tök- urnar eru mjög langar og dvalið lengi við hvert atriði af mikilli ná- kvæmni. Slíkt er ekkert nýtt hjá Béla Tarr, hann er einmitt frægur fyrir að ögra viðteknum venjum í kvikmyndagerð (hann hefur gert sjö klukkustunda langa mynd) og legg- ur mikið upp úr nánd við persón- urnar á tjaldinu. Einfaldleikinn ræð- ur för og tökurnar/rammarnir eru hver öðrum fallegri, mér leið satt að segja oft eins og á ljósmyndasýn- ingu á meðan ég horfði á myndina. Þetta er ein allsherjar stemning og minnti mig oft á myndir Tarkov- skys. Þessi mynd er langt ljóð (reyndar mjög langdregið ljóð). Fyrir nútíma- fólk, þar sem hraði og stöðug til- breyting ræður för, reynir sannar- lega á þolinmæðina að horfa á þessa mynd, en sennilega höfum við frekar gott af því að láta stoppa okkur af. En mér fannst samt ekkert sér- staklega gaman að horfa á þau feðg- in gera sama hlutinn aftur og aftur, setjast við matarborð og graðga í sig kartöflur með berum höndum, fara á fætur, fara að sofa, sækja vatn í brunninn, athuga með hestinn. En vissulega tekst með þessum endur- tekningum að gera fásinnið hjá þeim feðginum, fátæktina og hokrið, nán- ast áþreifanlegt. Hversdagsleikans grimmd smýgur í merg og bein. Til- veran er blýþung. Ég sárvorkenndi þeim að vera stödd í þessari allt- umvefjandi eymd og volæði. Endalausar þagnir og eina um- hverfishljóðið dapurlegt vindgnauð. Einstaka sinnum var tónlist og þá endurtekið stef þar sem fiðla græt- ur. Og framvindan er öll niður á við. Þetta versnar bara. Þetta er ein- hvers konar dómsdagsmynd, þar sem þögn trjáormanna í upphafi er aðeins fyrsta merkið um að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Það er engin von, ekkert bros. Argasta þunglyndi myndi einhver segja, en sett fram á gullfallegan hátt. Ég er ekkert hissa á því að Béla Tarr sé vinsæll hjá kvikmyndanördum, þetta er ekki fyrir hvern sem er. Sjálfur hefur hann sagt að þessi mynd sé um „the heaviness of hum- an existence“ eða byrði mannlegrar tilvistar. Vissulega er þessi mynd fallegt listaverk en heldur lang- dregið. Ljóðrænt vonleysi RIFF: Háskólabíó Hesturinn í Tórínó bbbbn Leikstjóri: Béla Tarr. Aðalhlutverk: Ján- os Derzsi, Erika Bók, Mihály Kormos. Ungverjaland, 2011. 146 mín. Flokkur: Heiðursverðlaun. KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Rok Dóttir hestaeigandans berst á hverjum morgni í roki að brunninum til að sækja vatn. Stilla úr Hestinum í Tór- ínó eftir Béla Tarr. Myndin er um byrði mannlegrar tilvistar, að sögn leikstjórans. Argentínski kvikmynda-leikstjórinn Carlos Sorinfærir okkur á kvik-myndahátíð þessa árs al- veg splunkunýja mynd sem fjallar um og dregur nafn sitt af hvarfi heimiliskattar. Hjónin Beatriz og Luis eiga þennan ágæta kött og þau eru ósköp venjulegt fólk, en eru reyndar stödd í þeim að- stæðum að í upphafi myndar er Luis útskrifaður af geðdeild þar sem hann hefur verið lagður inn vegna þess að hann hefur misst stjórn á sér og lúskrað duglega á vini sínum og samstarfsfélaga. Hann hefur ásakað þennan félaga sinn um að hafa stolið lífsverki sínu, ritgerð eða rannsókn í sagn- fræði, en Luis er prófessor í fag- inu. Þau hjónin reyna að koma lífi sínu í venjulegt horf eftir heim- komu heimilisföðurins og allt virð- ist í lagi á yfirborðinu, en ekki er allt sem sýnist. Kötturinn þeirra, Donatello, hverfur fljótlega og í framhaldi af því læðist efinn og óttinn að Beatriz og hún veit ekki svo gjörla hvort hún getur treyst geðheilsu manns síns, jafnvel ekki sinni eigin. Áhorfandinn sveiflast á milli þess að skilja efasemdir hennar um eðli eiginmannsins og þess að álíta hana óþarflega tor- tryggna, jafnvel haldna ofsóknar- æði. En vissulega er sá möguleiki fyrir hendi að kettinum hafi verið fyrirkomið. Þótt allt sé meira og minna með kyrrum kjörum í hversdagslífinu eykst innri órói Beatriz eftir því sem yfirvegun og gæska Luis er meiri. Carlos Sorin tekst með ákaflega fíngerðum hætti og ýmsum kvikmyndalegum brögðum, m.a. lýsingu og sjónar- hornum, að læða inn undirliggj- andi óhugnaði. Þetta er því í raun óvenjulegur tryllir eða hrollvekja þar sem áhorfanda er haldið í stöðugri og lúmskri spennu og óvissu. Snilldarleikur beggja aðal- leikaranna á ekki síður þátt í að skapa andrúmsloftið, þau skila sínu fjarska vel með næmi og hár- fínum blæbrigðum. Mikið er um nærmyndir af andlitum þeirra þar sem minnstu viprur koma fram og segja sitt. Og til að fullkomna bræðinginn þá er lúmskur húmor ekki langt undan. Það er einhver tegund af hrekkjusvíni í þessu öllu saman, eins og það sé verið að stríða áhorfandanum á einhvern hátt. Athyglisverð, skemmtileg og vönduð mynd. Kötturinn veit hvað hann syngur RIFF: Háskólabíó/Bíó Paradís El Gato desaparece bbbbn Leikstjóri: Carlos Sorin. Aðalhlutverk: Luis Luque, Beatriz Spelzini. Argentína, 2011. 89 mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Köttur Luis og Beatriz þurfa að takast á við breytta stöðu sín á milli eftir heimkomu Luis af geðdeildinni. Aðalleikararnir eiga snilldarleik. HHHH - K.S. ENTERTAIN- - P.H. SAN FRANCISCO HHHH EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH -VARIETY HHHH -BOX OFFICE MAGAZINE HHHH HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ - EMPIRE HHHH VINSÆLASTA MYNDIN Í USA Í DAG UPPLIFÐU TÖFRA DISNEY Í ÁSTSÆLUSTU TEIKNIMYND ALLRA TÍMA STÓRKOSTLEG MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA - SÝND Í TAKMARKAÐAN TÍMA ÍSLENSK TAL ÓGNVEKJANDI SPENNUÞRILLER UPPLIFÐU MARTRÖÐINA Í MAGNAÐRI ÞRÍVÍDD SÝND Í HHHHH -FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ. MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D L JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 - 10:10 2D VIP SHARK NIGHT kl. 8 - 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 3D L DRIVE kl. 5:50 VIP - 8 - 10:10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:10 2D 12 BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:40 2D L / ÁLFABAKKA DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 3D L SHARK NIGHT kl. 8 - 10:40 3D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:10 2D 7 FRIGHT NIGHT kl. 10:30 2D L SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 2D L ALGJÖR SVEPPI kl. 8 2D L 30 MINUTES OR LESS kl. 10:10 2D 14 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L DRIVE kl. 8 2D 16 SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 - 8 2D L FRIGHT NIGHT kl. 10:10 2D 16 / AKUREYRI / SELFOSSI SHARK NIGHT kl. 5:50 - 8 - 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 3D L DRIVE kl. 8 - 10:10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L KVIKMYNDAHÁTÍÐ THE TREE OF LIFE Ótextuð kl. 10 2D 10 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKI. EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL ROWAN ATKINSON FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN HANN HLÆR FRAMAN Í HÆTTUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.