Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 227. tölublað 99. árgangur
NORRÆNI TÍSKU-
TVÍÆRINGURINN
Í SEATTLE
FLUGAN SEM
STÖÐVAÐI
STRÍÐIÐ
ATVINNU- OG NÝ-
SKÖPUNARHELGI
Á SUÐURNESJUM
BARNABÓKAVERÐLAUN 29 FRUMKVÖÐLASTARF 10TÍSKA, HÖNNUN, MENNING 32
Ómar Friðriksson
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
Stjórn og formenn svæðisdeilda
Landssambands lögreglumanna
(LL) funduðu til kl. hálftólf í gær-
kvöldi um kjaramál í kjölfar niður-
stöðu gerðardóms. Um langan hita-
fund var að ræða þar sem lýst var
yfir mikilli óánægju og reiði með nið-
urstöðu dómsins. Niðurstaðan leið-
rétti ekki þann mun sem væri á
grunnlaunum lögreglumanna og
þeirra viðmiðunarstétta sem lagt var
upp með þegar verkfallsréttur lög-
reglumanna var afnuminn með lög-
um. Að sögn Snorra Magnússonar,
formanns LL, munu svæðisdeildir
sambandsins halda félagsfundi um
allt land á föstudagskvöld til að ræða
frekar stöðu mála og þá vaxandi
reiði sem er innan raða lögreglu-
manna.
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir lögreglustjóra
venjulega ekki skipta sér af kjara-
deilu lögreglumanna við fjármála-
ráðuneytið. „Hins vegar verð ég að
segja alveg eins og er að mín samúð
liggur lögreglumannamegin í þess-
ari deilu.“
Lögreglumenn í umdæmum víðs
vegar um landið ætla að segja sig úr
óeirðasveitum lögreglunnar eða hafa
þegar gert það vegna óánægju með
launakjörin og niðurstöðu gerðar-
dóms. Síðdegis í gær höfðu yfir 40
liðsmenn sveitanna sagt sig úr þeim.
Lögreglumenn fá ekki greitt sér-
staklega fyrir verkefni óeirðasveita
eða þjálfunina sem þeim fylgir.
Snorri segir að það sé skilningur
LL að hverjum lögreglumanni sé
frjálst að segja sig frá vinnu í óeirða-
sveitunum. Störfin séu ekki skil-
greind í kjara- eða stofnanasamn-
ingum LL þrátt fyrir óskir
sambandsins um þá skilgreiningu.
Við stofnun óeirðasveitanna hafi lög-
reglumönnum verið í sjálfsvald sett
hvort þeir sóttu um að starfa í þess-
um hópum og því líti LL svo á að
þeim hinum sömu sé heimilt að segja
sig úr þeim.
Lögreglan standi sína plikt
„Þessi viðbrögð lögreglumanna
eru afleiðing af því að þeir telja að
þeirra sjónarmið nái ekki fram að
ganga í kjarabaráttunni og ég hef
fullan skilning á því,“ segir Haraldur
Johannessen. „Ég reikna að sjálf-
sögðu með því að lögreglan standi
sína plikt eins og hún hefur ætíð
gert en það þarf að hafa í huga að
lögreglumenn eru ekki skyldugir til
að vera í óeirðasveitum en þeir eru
hins vegar skyldugir til að sinna sínu
starfi og ég reikna að sjálfsögðu með
því að lögreglan í landinu geri það.“
Vaxandi ólga og reiði
innan lögreglunnar
Munu halda félagsfundi um allt land
Um 40 sagt sig úr óeirðasveitunum
Ríkislögreglustjóri lýsir samúð sinni
Morgunblaðið/Júlíus
Öryggisbúnaður Öryggisskildir óeirðasveitar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu standa tilbúnir til notkunar ef á þarf að halda, t.d. við setningu Alþingis næstkomandi laugardag.
Morgunblaðið/Ómar
Mótmæli Lögreglan hafði mikinn viðbúnað við setningu Alþingis á Aust-
urvelli fyrir ári. Mun lögregla ekki standa heiðursvörð að þessu sinni.
M„Megn óánægja og reiði“ » 6
Tugir lögreglumanna hafa sagt sig úr óeirðasveitum
en alls eru á þriðja hundrað menn í þessum sveitum
um allt land. Allt að 80 lögreglumenn hjá lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu eru í óeirðasveitinni auk allra
meðlima sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hafa þeir
boðað til fundar í dag en voru í gær beðnir um að bíða
með ákvarðanir um uppsagnir fram að fundinum.
Í sveitinni á Suðurnesjum eru 26 lögreglumenn,
sem hafa sagt þeim störfum sínum lausum, sem og 9 starfsbræður þeirra
í Eyjafirði. Á bilinu 8-9 lögreglumenn í hverju lögregluumdæmi á lands-
byggðinni tilheyra óeirðasveitum en fyrir utan Suðurnesin og höfuborgar-
svæðið eru umdæmi tólf talsins.
Tugir sagt sig úr sveitunum
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ Í ÓEIRÐASVEITUM LÖGREGLUNNAR
Óeirðasveit á æfingu.
Tvær rannsóknarnefndir hafa
tekið til starfa á vegum Alþingis á
grundvelli laga um slíkar nefndir
sem tóku gildi í sumar. Önnur
þeirra mun rannsaka aðdraganda
og orsakir falls sparisjóðanna en
hin starfsemi Íbúðalánasjóðs á ár-
unum 2004 til 2010. Samkvæmt
lögunum eru nefndunum tveimur
veittar víðtækar heimildir til þess
að afla sér upplýsinga um rann-
sóknarefni sín og verður öllum,
bæði opinberum stofnunum, lög-
aðilum sem og einstaklingum skylt
að láta nefndunum í té þau gögn
sem þær kunna að fara fram á
með þeirri einu takmörkun að lög-
menn, endurskoðendur eða aðrir
aðstoðarmenn verði ekki krafðir
upplýsinga sem þeim hafi verið
trúað fyrir, nema með leyfi þess
sem í hlut eigi. M.a. er nefndunum
heimilt að birta upplýsingar sem
varðað hafa bankaleynd, sé
ástæða til. »12
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rannsóknir Nefndir kynntar í gær.
Rannsóknarnefndir
fá víðtækar rann-
sóknarheimildir
Ekkert fæst upp í fimm milljarða
króna kröfur á tvö þrotabú eignar-
haldsfélaga í eigu fyrrverandi
starfsmanna Icebank, Aðalsteins G.
Jóhannssonar og Sigurðar Smára
Gylfasonar.
Um var að ræða lán sem félögin
tóku til kaupa á hlutabréfum í Ice-
bank, fyrir tvo og hálfan milljarð
króna í hvoru tilviki. »14
Ekkert upp í kröfur