Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríks Stutt við nýsköpun Ragnar Sigurðsson framkvæmdastjóri AwareGo og Þóranna Kristín Jónsdóttir koma bæði að atvinnu- og nýsköpunarhelginni á Suðurnesjum, á Kaffitári sem byrjaði sem Sprotafyrirtæki. myndböndin hafa vakið athygli bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum eftir mikla vinnu við kynningar- og mark- aðsmál undanfarin þrjú ár. Hugmyndir verða að veruleika Þeir sem hafa unnið að frum- kvöðlastarfi og nýsköpun vita að það tekur tíma að koma hugmynd áleiðis og byggja í kringum hana jafnvel heilt fyrirtæki. Eitt er að fá hug- mynd og annað að koma í fram- kvæmd, en á atvinnu- og nýsköp- unarhelginni gefst þátttakendum kostur á að móta viðskipta- hugmyndir með það að markmiði að láta þær verða að veruleika. Verð- laun verða veitt fyrir góðar hug- myndir, en aðalstyrktaraðili helgar- innar er Landsbankinn. Að sögn Þórönnu er erlend fyrirmynd helg- arinnar „Startup Weekend“ sem gengur út á að ferðast um hverja helgi á nýjan stað í heiminum til þess að aðstoða fólk við að keyra við- skiptahugmyndir af stað. „Viðburð- urinn hefur verið haldinn í meira en 100 borgum í 25 löndum, m.a. á Ak- ureyri og í Reykjavík og yfir 2.000 sprotar myndast í kjölfarið. Hér á Suðurnesjum mun fjöldi frumkvöðla og aðila með víðtæka reynslu og menntun verða þátttakendum til að- stoðar.“ Það er Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur sem er umsjón- araðili „Startup Weekend“ á Íslandi. myndirnar sýna hættur sem steðja að fyrirtækjum gegnum tölvur og það er skemmst frá því að segja að þar er starfsmaðurinn helsti veik- leikinn,“ sagði Ragnar. Vinna við hugmyndina hófst í upphafi hruns, lítill sem enginn aðgangur var að peningum og því þurfti að grípa til annarra úrræða. „Ég fór í markvissa kynningu á hugmyndinni og seldi hlutabréf eins og ég væri að selja Tupperware. Mér tókst að safna nóg til að hefja störf.“ Í framhaldi fór Ragnar með hugmyndina til handritshöfundar, sagði honum hvað ætti að koma fram og handritshöfundurinn bjó til um- gjörð. Útkoman er 12 stutt kennslu- myndbönd í anda „The Office“- þáttanna, leikin af kanadískum leik- urum, því enska þeirra íslensku kom víða að. Einn útlendingur er í mynd- böndunum en hann leikur hinn góð- kunni íslenski leikari Jóhannes Haukur Jóhannesson. Það eru Jaðar Myndir sem framleiða þættina. Þeir sem hafa unnið að frumkvöðlastarfi og ný- sköpun vita að það tek- ur tíma að koma hug- mynd áleiðis. Starfsfólk áhugalaust um öryggismál Þótt Ragnar Sigurðsson hafi ekki notið leiðsagnar annarra frum- kvöðla við að koma hugmynd sinni um skemmtilega fræðslu um örygg- ismál í framkvæmd hefur hann engu að síður nýtt sér umhverfið og getur miðlað af sínum eldmóði. Hann hafði lengi starfað í tölvugeiranum þegar hann menntaði sig í tölvuöryggis- málum og hann var ekki lengi að komast að því að starfsfólk hafði lít- inn áhuga á að hlusta á öryggisstjór- ann. „Hugmyndin var því að búa til skemmtilegt fræðsluefni, til að ná til allra sem vinna við tölvur. Fræðslu- DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2011 · Fæðubót, þróuð sérstaklega fyrir konur sem stunda miklar æfingar · Inniheldur 25 næringarefni fyrir konur sem vilja skara fram úr í íþróttum og almennri hreyfingu · Stuðlar að jafnvægi í meltingu · Hefur góð áhrif á ónæmiskerfið og eykur almenna vellíðan · Stuðlar að auknum krafti og orku til æfinga Wellwoman SPORT&FITNESS · Fæðubót, þróuð sérstaklega fyrir karlmenn sem stunda miklar æfingar · Stuðlar að auknum þrótti og eflingu ónæmiskerfis · Margir afreksmenn í íþróttum nota Wellman Wellman SPORT Öll næringarefni sem þú þarft færðu úr EINNI töflu á dag FÆST Í APÓTEKUM „Það er daglega lífið sem skiptir máli og þar er í mestu uppáhaldi hjá mér að vera með barnabarninu mínu, honum Hauki Helga Pálma- syni. Hann er átta mánaða og ég sé ekki sólina fyrir honum. Ég fæ hann lánaðan reglulega og passa hann þegar foreldrarnir eru í vinnu. Hann er broshýr og algjör rúsína, en ég fékk að halda honum undir skírn,“ segir Þuríður Sigurðardóttir, söng- kona og myndlistarkona. Gamalt og gott Þuríður fagnar um þessar mundir 45 ára söngafmæli og heldur af því tilefni þriðju afmælistónleikana í Salnum í Kópavogi í október. „Þetta byrjaði á tónleikum í Báta- húsinu á Siglufirði um páskana. Þá kom upp að ég ætti 45 ára söng- afmæli, sem ég hafði reyndar alveg steingleymt sjálf þar sem ég var á fullu að halda upp á afmæli Ragga Bjarna og Ómars Ragnarssonar. Á Siglufirði hélt ég tónleika með Vön- um mönnum og þeir gengu svo vel að við ákváðum að halda samstarfinu áfram. Mér til mikillar furðu seldist þegar upp á fyrstu tónleikana og nú er einnig uppselt á þá næstu svo við áætlum að halda þriðju tónleikana í október. Svo virðist sem fólk vilji heyra upphaflegu söngvarana syngja gömlu góðu lögin,“ segir Þur- íður. Nostalgía á tónleikum Á tónleikunum fær Þuríður til liðs við sig þá Birgi Ingimarsson, Magn- ús Guðbrandsson, Gunnar Gunn- arsson og Grím Sigurðsson en sér- stakur gestur er Jóhann Vilhjálms- son. Hún segir samstarfið hafa verið ofsalega skemmtilegt. Sérstaklega þar sem hún hafi ekki sungið mikið undanfarið og helgað krafta sína myndlistinni síðan hún útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2001. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þessa tryggu hlustendur mína. Þetta er búið að vera algjört ævintýr og viss nostalgía á tónleikunum þar sem fólk dettur svolítið aftur í tím- ann. Ég syng lög frá því ég var krakki og síðan það sem tilheyrir þessari kynslóð sem ég elst upp með; þessari ungu kynslóð sem allt í einu átti sinn tilverurétt, tónlist og tísku sem var okkar og allt var þetta svo nýtt og ferskt,“ segir Þuríður. Fær krílið lánað reglulega Skírn Þuríður heldur á Hauki Helga undir skírn í Einarsstaðakirkju. Nostalgía Þuríður syngur með Jó- hanni Vilhjálmssyni, syni Vilhjálms Vilhjálmssonar. Amma Síðastliðin ár hefur Þuríður einbeitt sér að myndlistinni. Uppáhaldssólargeislinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.