Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 6

Morgunblaðið - 06.10.2011, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, segir að staðan í Vest- mannaeyjum sé nú svipuð og þegar Múlakvísl tók brúna þar yfir í sundur í sumar. Samgöngur eftir þjóðvegin- um milli lands og Eyja frá Landeyja- höfn séu rofnar. Þegar þjóðvegurinn hafi rofnað í sumar hafi vegfarendur þurft að fara lengri og erfiðari leið, um Fjallabaksveg, og nú þurfi Eyja- menn að sigla lengri og erfiðari leið, til Þorlákshafnar. Samgönguyfirvöld hafi brugðist skjótt við í sumar og Eyjamenn krefjist þess að þeir sitji við sama borð. Skipið helsta vandamálið Siglingar Herjólfs milli Landeyja- hafnar og Eyja hafa vægast sagt gengið illa. Meðan Herjólfur var í slipp í Danmörku var Breiðafjarðar- ferjan Baldur fengin í staðinn og þá gekk mun betur. „Vandamálið í kringum þessa siglingu er fyrst og fremst skipið,“ segir Elliði. Hann leggur áherslu á að Herjólfur, sem sé um 2.000 tonn, sé mjög óhentugur til siglinga í Landeyjahöfn, bæði í höfn- inni og fyrir framan hana. Kjölurinn sé tiltölulega flatur, sérstaklega við skutinn, sem geri það að verkum að stjórnhæfni hans sé verulega skert, þegar aldan komi á aftanvert hornið. Baldur sé um 600 tonn og með skips- legri skrokk. Djúprista Herjólfs sé um 5 metrar en Baldurs rúmlega 3 metrar. Hægt sé að nota Baldur í allt að 3,5 m ölduhæð í Landeyjahöfn en fari ölduhæð yfir 2,5 m sé ekki hægt að nota Herjólf. Frátafir á skipi eins og Baldri séu innan við 10% á ári en erfiðustu fimm mánuði ársins séu frátafir Herjólfs 20-40%. „Það þýðir að í fimm mánuði á ári þurfum við að fara Fjallabaksleið syðri, til Þorláks- hafnar,“ segir hann. Elliði áréttar að ekki hvarfli að Eyjamönnum að bæta samgöngur til Vestmannaeyja á kostnað annarra á landsbyggðinni. Tveir kostir séu í stöðunni. Annars vegar að fundið verði annað skip erlendis sem svipi til Baldurs eða annað skip sem geti komið í stað Baldurs á Breiðafirði og Baldur sigli þá milli Landeyjahafnar og Eyja. Aukinn kostnaður 225 milljónir og 15% hækkun Mun dýrara er að sigla Herjólfi til Þorlákshafnar en Baldri til Land- eyjahafnar. „Það munar um milljón til einni og hálfri milljón á dag,“ seg- ir Elliði. Miðað við fimm mánuði get- ur munurinn því verið um 225 millj- ónir. Það muni um minna og því sé mikilvægt að skoða málið af alvöru. „Við höfum engan tíma til að bíða. Þetta þarf að gerast hratt.“ Vegna stöðunnar ríkir hálfgert neyðarástand í Eyjum. Elliði bendir á að menn hafi lagt í miklar fjárfest- ingar og samfélagið hafi lagað sig að nýjum samgöngum. „Þegar þjóðveg- urinn rofnar notar Vegagerðin tæki- færið og hækkar gjaldskrána á okk- ur um 15%. Ferjusiglingar milli lands og Eyja er þjóðvegurinn milli lands og Eyja. Það kostar Íslendinga ekkert að nota þjóðvegakerfið nema þegar siglt er til Vestmannaeyja.“ Í þessu sambandi áréttar Elliði að ekkert kosti að fara um Héðinsfjarð- argöng, sem hafi kostað um 14,2 milljarða, og Bolungarvíkurgöng, sem hafi kostað um 6,5 milljarða. Hann minnir á að samgöngurnar séu á hendi Vegagerðarinnar og krafa Eyjamanna sé að farið verði í að kanna möguleika á nýju skipi. Rekstur sanddæluskips í Land- eyjahöfn hefur kostað sitt en Elliði segir að líkja megi því við snjómokst- ur. Snjóruðningstæki haldi þjóðvegi númer 1 opnum á veturna og sá kostnaður falli ekki á vegfarendur. Tvöfalt fleiri um Landeyjahöfn Landeyjahöfn hefur skipt sköpum fyrir ferðaþjónustu í Eyjum. Elliði segir að síðasta heila árið sem Herj- ólfur hafi siglt til Þorlákshafnar hafi um 127 þúsund manns ferðast með skipinu milli lands og Eyja, en í ár stefni í að fjöldinn verði um 270 þús- und. „Þetta er gríðarleg breyting fyrir samfélagið í Vestmannaeyj- um,“ segir hann. „Það er algjör skylda samgönguyfirvalda að tryggja að þjóðveginum milli Land- eyjahafnar og Vestmannaeyja sé haldið opnum svo að við þurfum ekki að fara Fjallabaksleið syðri.“ Krafan í Eyjum er nýtt skip  Eyjamenn vilja fá Breiðafjarðarferjuna Baldur eða sambærilegt skip sem fyrst Lausn innan mánaðar » Elliði Vignisson er formaður samráðshóps sem innanríkis- ráðherra skipaði til að fara yfir málið. Elliði segir að fái hann heimild til að leysa það geri hann það hratt og örugglega en þetta snúist um krónur og aura og hópurinn hafi ekki fjár- heimildir. » Elliði segir að finna megi lausn á málinu innan mánaðar, en samstöðufundur verður um málið í Eyjum í dag. » Þegar samgöngur hófust um Landeyjahöfn hættu yfir- völd að niðurgreiða flug til Vestmannaeyja. Morgunblaðið/RAX Sumarið 2010 Herjólfur í sinni fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. Síðan hafa komið upp mörg vandamál og ljóst að skipið hentar ekki. Verð aðra leið *fjölskyldutilboð gildir báðar leiðir Herjólfur í Landeyjahöfn börn 12 - 15 ára 500 Fullorðnir 1.000 Bíll undir 5 metrum 1.600 Bíll yfir 5 metrum 2.100 Flugf. Ernir frá Reykjavík Börn 0 - 2 ára 1.000 Börn 2 - 11 ára 6.300 Afsláttarsæti 8.500 Almennt 11.200 5 manna fjölskyldutilb. 61.000* Herjólfur til Þorlákshafnar börn 12 - 15 ára 899 Fullorðnir 2.660 Bíll undir 5 metrum 2.660 Bíll yfir 5 metrum 5.320 Hönnun og smíði á nýju skipi sem hentar Landeyja- höfn tekur um þrjú ár og kostn- aður er áætlaður um 4-4,5 millj- arðar króna, að sögn Hreins Har- aldssonar, vega- málastjóra. Þegar Land- eyjahöfn var hönnuð var gert ráð fyrir að smíðað yrði nýtt skip en slík- um áformum var slegið á frest, þeg- ar bankahrunið skall á þjóðinni fyrir um þremur árum. Hreinn segir að málið hafi ekki verið tekið upp á ný en á næstu vikum eða mánuðum þurfi að svara því hvort ráðist verði í smíði nýs skips. Síðan þurfi að huga að öðrum lausnum. Ekki hafi verið auðsótt að fá annað skip en Baldur meðan Herjólfur var í slipp og reyndar hafi þurft undanþágu til að fá að nota Baldur. Auk þess sé ekki hægt að nota skipið að vetri til nema með nokkrum breytingum í sam- bandi við brunavarnir og fleira. Nýtt skip kostar um 4 milljarða Hönnun og smíði tek- ur um þrjú og hálft ár Hreinn Haraldsson Elliði Vignisson segir mikilvægt að allt verði gert til þess að leysa samgöngu- vandann, þó ekki verði nema til bráðabirgða, þar til farið verði í að smíða nýtt skip. Samráðshópurinn – þ.e. fulltrúar Vestmannaeyjabæjar, Vegagerð- arinnar, Siglingamálastofnunar og Eimskips – og aðrir sem að málinu koma hafi of lengi horft á vankantana við Landeyjahöfn og siglingalagið á Herjólfi en nú bendi flest til þess að skipið sjálft sé stærsta vandamálið. Elliði segir að allt sem snúi að dýpkuninni í Landeyjahöfn sé ein sorgarsaga en dregið verði úr þeim vandamálum með öðru skipi. Hann hafi margoft rætt við vegamálastjóra, siglingamálastjóra og innanríkis- ráðherra um samgöngur milli lands og Eyja og þeir hafi sýnt fullan skiln- ing á málinu. Reynslan af Baldri undanfarnar vikur hafi varpað nýju ljósi á málið og við þessum nýju upplýsingum þurfi að bregðast sem allra fyrst. Reynslan mikilvæg Elliði Vignisson Forsetafrúin Dorrit Moussaieff tyllti sér meðal nemenda í Gilja- skóla á Akureyri meðan forsetinn, Ólafur Ragnar Grímsson, gekk á meðal nemenda. Tilefni heimsókn- arinnar var forvarnardagurinn í grunnskólum og framhaldsskólum landsins, en þau heimsóttu einnig Lundarskóla, Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann. Forsetaembættið stendur að þessum degi ásamt fleiri aðilum. Á heimasíðu átaksins segir að ung- lingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, séu síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Einnig að ung- menni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falli mun síður fyrir fíkniefnum. Á heimasíð- unni kemur fram að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra sé að þau verði fíkniefnum að bráð. Heimsóttu skóla á Akureyri Ljósmynd/Kristján Kristjánsson NÝR ÞÁTTUR Í MBL SJÓNVARPI ALLA FIMMTUDAGA!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.