Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 11

Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 11
Morgunblaðið/Ómar Mannfræðingur Daniel Miller segir samskiptavefi á borð við Facebook komna til að vera. borgarar. Það fólk mun vilja vita hversu góð nettengingin þeirra sé og hvernig þau tengist við fólk. Facebook mun auðvelda fólki sem kemst ekki ferða sinna auðveld- lega eða er veikt að halda sam- bandi við annað fólk. Einn af viðmælendum mínum í bókinni minn er til að mynda mjög mikil félagsvera en sökum fötlunar sinnar dvelur hann heima fyrir allan daginn og er þá á Fa- cebook. Sama er að segja um nýbak- aðar mæður sem vilja geta fylgst með og verið áfram hluti af vina- hópnum þó að þær komist ekki í partí. Það er líka saga í bókinni um mjög feiminn strák sem átti erfitt uppdráttar í samskiptum við hitt kynið en eftir að hann byrjaði að spila tölvuleikinn Farmville á Facebook fór hann að eiga auð- veldra með samskiptin. Þetta er framtíð samskiptavefja eins og Facebook af augljósum ástæðum,“ segir Miller. Færir fortíðina nær Miller er því ekki á því að samskiptavefir líkt og Facebook muni líða undir lok. Sama hvort fyrirtækið í kringum Facebook muni halda velli eður ei. Hann yrði mjög undrandi ef slík sam- skiptanet væru ekki komin til að vera og slík þjónusta eigi eftir að vaxa og þróast með hverju árinu sem líður. „Ég tel að Facebook hafi haft fremur róttæk áhrif en það er at- hyglisvert að flestir líta á síðuna sem einhvers konar dægurflugu. Ég held að Facebook-vefurinn sé vinsæll meðal annars vegna þess að hann færir okkur nær fortíð- inni. Flestir njóta þeirra forrétt- inda að eiga sitt einkalíf og sjálfs- forræði. En um leið saknar fólk tengsla af ýmsum toga og finnst það að einhverju leyti hafa misst nándina úr lífi sínu. Þetta sér mað- ur vel í því að eitt það fyrsta sem fólk gerir á Facebook er að bæta gömlum skólafélögum og ætt- ingjum á vinalistann. Þetta er leið fólks til að bæta upp fjarlægðina sem líf í nútímasamfélagi hefur skapað og koma aftur á hug- myndum um fjölskyldu og sam- félag,“ segir Miller. Útbreiðsla mannfræðinnar Spurður um neikvæðar hliðar Facebook segir Miller að allt í okkar menningarlega umhverfi hafi jákvæðar og neikvæðar hliðar. Friðhelgi einkalífsins sé að vissu leyti rofin en helsta umræðan nú sé í kringum þá pólitík sem tengist Facebook. „Fólk segir að Facebook sé dásamleg því þar geti allir tengst og notað vefinn til frelsunar. Til að mynda í löndum þar sem órói og ófriður ríkir. En á sama tíma hef- ur Facebook hins vegar auðveldað yfirvöldum landanna að smala saman þeim aðgerðarsinnum sem þykja til trafala og auðveldað að setja þá í fangelsi. Það er því allt of mikil einföldun að ákveða að Facebook sé annaðhvort góð eða slæm,“ segir Miller. Síðastliðin ár hefur Miller einbeitt sér að því að skrifa bækur um mannfræðitengt efni fyrir hinn almenna lesanda. Hann lýsir nýju bókinni sem bók með 12 smásögum en öllu akadem- ískari endi. Fólki finnist gaman að lesa skáldsögur og eitthvað sem það geti tengt sig við. Slíkt form geti því passað vel til að kynna mannfræði fyrir fólki. „Í raun færir Facebook okkur aftur til þess sem við mannfræð- ingar höfum talað um að fólk sé. Það er að segja að við skoðum aldrei einstaklinga heldur skiljum fólk í raun sem samskiptanet þar sem allir eru tengdir öðru fólki. Út frá þessu má segja að Facebook og aðrir slíkir vefir séu í raun fólk- ið sjálft,“ segir Miller. Facebook er nú tekin að breiðast út um allan heim en í löndum eins og t.d. Kína, þar sem sem Facebook er bönnuð, nýtir fólk sér annars konar sam- skiptavefi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Mannfræðingurinn Daniel Mill- er hefur stundað rannsóknir á Trinidad, Jamaica, Indlandi og London. Þær hafa einkum beinst að efnismenningu, neyslu og tengslum fólks við hluti á borð við gallabuxur, heimili, fjölmiðla og bíla. Miller hefur gefið út fjölda greina og bóka, til að mynda The Comfort of Things (2008), The dialect of shopping (2001), Anthropology and the Individual (2009) og Stuff (2009). Nýjasta bók Miller, Ta- les from Facebook, sem kom út á þessu ári, fjallar um rann- sóknir hans á samskiptavefn- um Facebook. Bókin byggist upp á frásögnum 12 viðmæl- enda og eru í raun eins konar smásögur sem allar fjalla á einn eða annan hátt um Facebook. Facebook- ævintýri RANNSÓKN Undrandi Margt leynist á Facebook.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.