Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Brasilískir gæludýraeigendur flykkjast í kirkjur einu sinni á ári og taka bestu vinina, gæludýrin, með sér. Þennan dag, sem var gær, á degi heilags Francis frá Assisi, eru gæludýrin nefnilega velkomin í kirkjur og kapellur enda dýrðling- urinn Francis frá Assisi sagður verndari gæludýra. Kirkjugestir í höfuðborginni Sao Paulo eru því af ýmsum tegundum en flestir fjórfættir og loðnir. Þó vilja eigendur páfagauka og ýmissa annarra dýra einnig fá blessun kirkjunnar manna. Dagurinn er orðinn ómissandi þáttur í lífi margra Brasilíubúa, og yfirleitt fer allt vel fram og allir haga sér vel. Þó er varla hjá því komist að einhverjir gelti eða skræki í kirkjunnar sölum, en það er í lagi þennan eina dag. Mannfólkið virðist þó upptekn- ara af trúarlegri hlið viðburðarins en gæludýrin spenntari fyrir um- hverfinu og hinum dýrunum sem mætt eru til blessunar ásamt eig- endum sínum. Bestu vinirnir hljóta blessun kirkjunnar Reuters Frá jólum verða teknar upp nýjar reglur í Hollandi um að sérstakir lásar verði settir á bíla þeirra öku- manna sem tekn- ir hafa verið fyr- ir ölvunarakstur. Er þetta gert í þeim tilgangi að torvelda þeim að aka drukknir að nýju. Lásinn er í raun öndunarmælir og geta öku- menn ekki kveikt á vél bíla sinna séu þeir yfir ákveðnum áfeng- ismörkum. Til að koma í veg fyrir svindl þurfa þeir að blása í mælinn nokkrum sinnum meðan á ökuferð- inni stendur. Ölvunarakstur kemur við sögu í yfir 200 banaslysum í um- ferðinni í Hollandi ár hvert. Öndunarmælar á bíla þeirra sem ekið hafa ölvaðir HOLLAND Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í litla eyríkinu Tuvalu, sem er mitt á milli Ástralíu og Hawaí. Eyjaklas- inn var áður bresk nýlenda en er nú eitt einangraðasta samfélag í heimi. Eina uppspretta hreins vatns á Tuvalu er rigningarvatn en nú hafa þurrkar geisað svo vatnsforði eyjaskeggja er nánast að engu orð- inn. Stjórnvöld segja vatnsbirgð- irnar duga í tvo daga til viðbótar og hafa óskað eftir aðstoð. Íbúarnir eru aðeins um 11 þúsund talsins. Neyðarástand vegna vatnsskorts ÁSTRALÍA Aðeins níu klukkutímum eftir að breski prest- urinn John Germon upp- götvaði að trjáklippur og keðjusög voru horfin úr verk- færaskúrnum hans var búið að finna þjófinn og handtaka, allt með hjálp Facebook. Germon segir þetta sýna hvernig tæknin getur aðstoðað við að upplýsa mál í litlu bæjarfélagi. Germon er prestur í smábænum Ashburton en sonur hans setti færslu á Facebook um að faðir hans hefði orðið fyrir barðinu á innbrotsþjófi. Strax fóru að ber- ast ábendingar og að lokum var maður handtekinn, sem hafði þá verið að stæra sig af því að eiga nýja keðjusög og trjáklippur. Fann þjófinn með hjálp Facebook BRETLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.