Morgunblaðið - 06.10.2011, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011
✝ Sigurður Ás-geirsson fædd-
ist í Reykjavík 2.
nóvember 1951.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspítala
– háskólasjúkra-
húss í Kópavogi 29.
september síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
eru Ásgeir Þor-
steinsson sjómaður,
f. 9.8. 1920, d. 9.8. 1996, og Ásta
Sigurðardóttir, f. 26.9. 1921.
Þau bjuggu lengst af í Skóla-
gerði 6a í Kópavogi. Systkini
Sigurðar eru Ragnar Örn, f. 9.1.
1946, d. 8.2. 2001, kona hans er
Jónína Ágústsdóttir. Börn
þeirra eru Berglind, Ágúst Þór
og Svala. Barnabörnin eru
fimm; Þorsteinn, f. 28.5. 1947,
eiginkona hans er Ingibjörg Ás-
grímsdóttir. Börn þeirra eru
Ásta, Ásgrímur Smári og Ás-
geir Örn. Barnabörn þeirra eru
tíu; Helga, f. 7.2. 1950, eig-
og Sigríður Kristbjörnsdóttir, f.
31.8. 1917, d. 15.10. 2008. Börn
Sigurðar og Guðrúnar eru Aldís
Sigríður, f. 5.12. 1983, maki
hennar er Ólafur Stein-
grímsson, f. 20.11. 1979; Ásta
Fanney, f. 12.2. 1987 og Ívar
Zophanías, f. 12.4. 1991. Börn
Sigurðar af fyrra hjónabandi
með Ingibjörgu Agnarsdóttur, f.
15.3. 1953, eru Heiða Lind, f.
19.9. 1976, eiginmaður hennar
er Bjarni Ágúst Sigurðsson, f.
18.9. 1972. Þau eiga fimm börn,
þau Glóbjörtu Líf, Hlyn Frey,
Völu Ástrós, Ask Inga og Birki
Hrafn; Hildur Eva, f. 8.3. 1978,
maki hennar er Ásgeir Jóhann
Ásgeirsson f. 30.6. 1981. Sig-
urður var framreiðslumaður og
húsasmíðameistari að mennt.
Hann vann víða við störf tengd
iðn sinni. Meðal annars vann
hann sem framreiðslumaður í
Sigtúni, veitingastjóri á Hótel
Sögu og aðstoðarhótelstjóri á
Hótel Holti. Hin síðari ár vann
hann þó lengst af sem húsa-
smíðameistari hjá eigin fyr-
irtæki.
Útför Sigurðar fer fram frá
Grafarvogskirkju í Reykjavík í
dag, fimmtudaginn 6. október
2011, og hefst athöfnin klukkan
13.
inmaður hennar er
Einar Thorlacius.
Börn þeirra eru
Nadine Guðrún,
Þórdís Ásta og
Steinunn Erla. Þau
eiga þrjú barna-
börn; Kristjana
Laufey, f. 8.3. 1954,
börn hennar eru
Ásgeir Andri og
Fanney Lára. Hún
á eitt barnabarn;
Ólafía, f. 2.9. 1963, eiginmaður
hennar er Árni Rúnar Sverr-
isson. Börn þeirra eru Valgeir
Gauti og Hugrún. Þau eiga eitt
barnabarn. Sigurður kvæntist
eiginkonu sinni, Guðrúnu Björt
Zophaníasdóttur, 22. mars 1986.
Þau hófu búskap sinn árið 1982
í Þjórsárgötu 1 í Skerjafirði.
Þau byggðu sér hús í Dalhúsum
91, fluttu þangað árið 1990 og
hafa búið þar síðan. Guðrún er
fædd í Reykjavík 23.9. 1956.
Foreldrar hennar eru Zophaní-
as M. Márusson f. 23.12. 1919,
Elsku pabbi.
Á þessum erfiðu tímum eru
mér gleði, bros og hlátur ofarlega
í huga enda hellast minningarnar
yfir mig þessa dagana. Allar þær
minningar sem ég á af þér eru
góðar og fullar af gleði, kærleika
og hlátri. Ég viðurkenni þó fús-
lega að yfir þeim flestum felli ég
tár enda er sárt til þess að hugsa
að ég muni ekki fá fleiri slíkar
minningar af þér og með þér.
Sorgin er þung og missirinn stór
að miklum manni. Minningarnar
koma mér þó einnig til að brosa og
hlæja enda var gleði þín og hlátur
alltaf smitandi. Það er skrítið að
hlæja í sorg og brosa í söknuði en
á einstaklega vel við þegar maður
syrgir mann sem lifði lífinu alltaf
til fulls, með bros á vör, hlátur í
hjarta og fyndna sögu á taktein-
unum. Kraftmikinn og lífsglaðan
mann sem tókst á við erfiðleika
með gleði, styrk og æðruleysi og
hafði alltaf traust ráð við öllu sem
upp gat komið.
Ég er óendanlega þakklát fyrir
að hafa tekið mér tíma þessa síð-
ustu daga til að segja þér svo
margt af því sem býr í hjarta mér
og höfði. Til að segja þér undir
lokin að hafa ekki áhyggjur af
okkur krökkunum og Gunnu okk-
ar. Þú tryggðir það með þínu við-
horfi til lífsins að við höldum
áfram í þínum anda. Glöð, sterk,
saman og samrýmd. Það er samt
svo margt sem ég á enn eftir að
segja þér og mun líklega eyða allri
ævinni í að reyna að koma til skila.
Ég læt því duga í bili fá orð og
stutta kveðju sem þér finnst lík-
lega nokkuð úr takti við málglöðu
mig. En stundum koma orðin illa
eða ekki. Sumt verður ekki sagt
og stundum duga engin orð.
Hildur Eva.
Þetta leit ekki vel út í fyrstu.
Óharðnaður, ómenntaður og síð-
hærður ungur drengur hafði nælt
í elstu dóttur hans. Og rúmu ári
síðar voru þau að gifta sig og kom-
in með eitt barn – og dóttir hans
ekki orðin tvítug. En hann Sigurð-
ur gaf aldrei í skyn vantraust sitt
vegna þessa ráðahags okkar.
Þannig var hann; tók mér vel frá
upphafi innkomu minnar í fjöl-
skylduna. Nú, rúmum sextán ár-
um síðar er hár tengdasonarins
stuttklippt, menntun er lokið og
hann í ábyrgðarstöðu í traustu
ríkisstarfi. Og börnin eru orðin
fimm. Hann hlýtur að hafa verið
orðinn sáttur.
Sigurður, þú varst mér góður
tengdafaðir og frábær afi
barnanna fimm. Allar góðu stund-
irnar ylja okkur nú. Þín verður
sárt saknað.
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
(Kolbeinn Tumason.)
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur,
Bjarni Ágúst
Sigurðsson.
Siggi bróðir er látinn, þó svo að
maður hafi gert ráð fyrir því að
svona færi að lokum þá er höggið
alltaf sárt þegar kallið kemur.
Siggi var ljúfmenni mikið og mik-
ill fjörkálfur á mannamótum, sér-
staklega þegar við systkinin hitt-
umst. Alltaf með hnyttin tilsvör og
brandara.
Siggi ólst upp í stórum systk-
inahópi í Skólagerði 6a í Kópavogi
og þar var oft þröng á þingi þegar
allur vinahópurinn var þar sam-
ankominn. Það sést best á léttleik-
anum í Sigga að á meðan ég ætlaði
að slá í gegn sem þunglamalegur
trommu-leikari fékk hann sér
saxófón og blés af hjartans lyst.
Hann hefði áreiðanlega slegið í
gegn ef hann hefði lagt það fyrir
sig.
Siggi var í sveit í Hreppunum
eins og við flest systkinin og stóð
sig þar með sóma eins og alls stað-
ar þar sem hann kom að. Hann
var auðvitað gallharður Bliki eins
og allir Kópavogsbúar voru þá og
töluvert í boltanum. Hann var for-
fallinn golfari og bara þónokkuð
góður. Ég held að kúlusukkið eins
og við kölluðum það hafi byrjað í
krikketinum heima á lóðinni í
Skólagerðinu. Siggi var fjórum ár-
um yngri en ég svo vinahópurinn
var annar, en hann náði því þó að
komast með okkur Skýjaglópum í
Þórsmörk í denn, þá bara 16 ára
að mig minnir.
Það er nú alltaf svo að þegar
langt er á milli þá losnar um bönd-
in, og þegar maður hugsar til baka
þá finnst manni að við hefðum átt
að hittast oftar. En hver reiknar
með að menn fari svona ungir.
Tíminn átti að vera nógur!
Það er stórt skarð höggvið í
systkinahópinn, tveir bræður á
burt á besta aldri. Ragnar dó 2001
þá 55 ára og nú Siggi rétt tæplega
60 ára. Hvernig stendur á þessu?
Hver ræður þessu?
Gunna mín, fjölskylda ykkar
öll, elsku mamma. Guð gefi ykkur
styrk og trú í sorg ykkar.
Minningin lifir um góðan dreng
sem fallinn er frá langt um aldur
fram.
Hans Sigga bróður sárt er saknað
svefninn hefur líknað kvöl.
Harmur hefur í hjörtum vaknað
horfinn er úr Jarðardvöl.
Ljúfur drengur og vel liðinn
lipur var með káta lund.
Sár er treginn og hjarta sviðinn
sem þú ferð á drottins fund.
Nú er komið að kveðju stundu
kæri bróðir segi hér.
Skarð er fyrir skildi en mundu
að skála mun ég fyrir þér.
Þorsteinn Ásgeirsson
(Steini bróðir.)
Hann Siggi mágur hefur kvatt
alltof fljótt. Hann var búinn að
glíma við
erfið og ströng veikindi í nokk-
ur ár. Hann var svo vongóður um
bata eftir að hann fór í geisla hér
heima og eins út í Svíþjóð í vor, en
alltaf kom eitthvað upp á sem
hindraði bata hjá honum. En alltaf
var hann hress og bar sig vel.
Okkur Steina fannst mjög gott
þegar hann kom í sumar til okkar
til Ólafsfjarðar og var í nokkra
daga og þeir bræður gátu spjallað
saman og farið í pílukeppni úti á
palli, en Siggi hafði þá getu til þess
og ekki vantaði keppnisskapið hjá
bræðrunum að vanda. Siggi var 17
ára þegar ég sá hann fyrst óþrosk-
aður ungur maður, en alltaf hress
og kátur. Honum fannst mjög
gaman að sprella í systrum sínum
og þá aðallega henni Kiddu systur
sinni.
Hann bauðst til að hjálpa mér
að taka upp úr kössunum þegar
við Steini fluttum á Tómasarhag-
ann 1970 og það var alveg sama
hvað tekið var upp alltaf fannst
Sigga allt alveg æðislegt en dótið
sem var fengið hingað og þangað
fékk þá nýja merkingu hjá ungu
hjónunum sem voru að byrja bú-
skap og áttu nú ekki mikið til bús-
ins. Hann Siggi hafði Klettinn
sinn við hlið sér í veikindunum
hana Gunnu sína sem er búin að
vera ótrúlega dugleg og hefur
stutt hann í einu og öllu. Mikill
harmur er nú kveðinn að fjöl-
skyldunni allri og vona ég að þeim
auðnist að fá kraft til að hjálpa
þeim í gegnum þessa miklu erf-
iðleika.
Líta má langt til baka,
lífs yfir gengin stig.
Kominn er tími að kveðja
kvöldið svo blátt og hljótt.
Minningar gærdagsins gleðja.
Góða og friðsæla nótt.
(H.J.)
Elsku Gunna mín, Ívar, Ásta,
Aldís, Hildur, Heiða, barnabörn,
tengdabörn og Ásta móðir hans
og systkini sem sjá nú á bak öðr-
um syni og bróður á besta aldri.
Sendi mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingibjörg Ásgrímsdóttir.
Nú er langri og strangri
þrautagöngu lokið hjá kærum
mági mínum. Börnunum mínum
fannst stundum gott að vita að
Siggi föðurbróðir væri ekki langt
undan, eftir að pabbi þeirra féll
frá. Það var líka alltaf hægt að fá
góð ráð og hjálp hjá Sigga ef dytta
þurfti að einhverju heima fyrir.
Það sem ég mun varðveita sem
sérstaka minningu um Sigga er
þegar hann kom til mín vordag
einn, við annan mann stuttu eftir
andlát Ragnars míns. Þá tók hann
að sér ásamt félögum Ragnars
það óeingjarna, mikla verk að ger-
ast verkstjóri yfir glæsilegri palla-
smíð í illa löskuðum bakgarði mín-
um. Verkinu luku þeir mánuði
síðar. Flest kvöld og helgar mætti
hann, ásamt þeim félögum, þegar
tími gafst til eftir langa vinnudaga
og helgarnar voru líka nýttar til
hins ýtrasta. Þetta gerðu þeir til
þess að heiðra minningu kærs vin-
ar og bróður, nokkuð sem mér
hefur ævinlega þótt mjög vænt
um.
Það sem hefur einkennt Sigga
og Gunnu var bjartsýni á lífið og
tilveruna. Oft þurfti að takast á við
erfiða hluti og leysa þá, en ég tel
að viðhorfið hjá þeim hjónum hafi
ávallt verið að allt mætti leysa
með jákvæðni og bros á vör. Þau
voru einstök saman.
Ég veit innst í hjarta mínu að
Ragnar minn mun taka vel á móti
Sigga og þá munu þeir bræður
sameinast á ný. Síðustu ár hafa
verið erfið hjá ykkur elsku
tengdamamma, Gunna, Heiða
Lind, Hildur Eva, Aldís, Ásta
Fanney og Ívar. Nú er komið að
leiðarlokum en minning um góðan
mann lifir. Megi góður guð
styrkja ykkur í sorginni. Siggi
mun ávallt skipa sérstakan sess í
hjörtum okkar allra sem yndisleg-
ur mágur, félagi og föðurbróðir.
Jónína mágkona
og fjölskylda.
Um leið og ég kveð kæran vin
og frænda, Sigurð Ásgeirsson,
sem lést langt um aldur fram,
langar mig að þakka honum allar
þær skemmtilegu stundir sem við
áttum saman. Af mörgu er að
taka. Ofarlega er mér í minni þeg-
ar við 12 ára drengir sigldum
kvöld eitt niður Stóru-Laxá í
Hreppum, á ísjökum í svarta
myrkri. Þá var frændi minn í ess-
inu sínu, enda þrælvanur sigling-
um á ísjökum í Nauthólsvíkinni,
enda alinn upp í Kópavoginum þar
sem leiksvæði barnanna þá var
aðeins öðruvísi en leiksvæði barna
er í dag. Úr þessari svaðilför kom-
umst við heilir heim til Steinu
frænku á Sólareyjarbakka og
sofnuðum þreyttir og sælir.
Undir tvítugt vorum við nokkur
saman í mjög góðum vinahópi sem
heldur enn. Við spiluðum saman
fótbolta og var fjörið slíkt að eng-
inn lét sig vanta í þá tíma. Þá var
oft hart barist en alltaf skildu
menn sáttir. Siggi var mikill
keppnismaður og vildi alltaf
keppa hvort sem var í fótbolta eða
golfi sem hann einnig hafði mikla
ástríðu fyrir. Oft leitaði ég til
Sigga um golfreglur, eða til að fá
leiðsögn með sveifluna og kom ég
þá aldrei að tómum kofunum.
Nokkrar ferðir fór Siggi utan til
að spila golf og hafði mjög gaman
af því. Hér á árum áður hittist
vinahópurinn oft til að fara út að
skemmta sér eða til að fara í
ferðalög og var þá ómissandi að
hafa Sigga með. Hann var alltaf sá
kátasti, söng mest og kunni alla
texta manna best. Ég man vel eina
útileguna sem við félagarnir fór-
um í austur í Þjórsárdal. Siggi
kátur eins og vanalega og lítið
stress með farangurinn. En þegar
á tjaldsvæðið kom kom í ljós að
hann hafði gleymt svefnpokanum
en bætti það upp með kassa af 500
tannstönglum. Oft hefur verið
hlegið að þessu.
Siggi var bæði lærður þjónn og
húsasmiður og nutum við vinir
hans þess í ríkum mæli. Hann gat
alltaf reddað okkur inn á böll í
gamla daga, þegar biðraðir voru
langar eins og oft gerðist þá. Eins
kenndi hann okkur borðsiði þegar
við fórum út að borða. Ekki hefur
það komið sér illa að þekkja hann
sem smið. Hann veiti okkur hjón-
um ómetanlega hjálp þegar við
Sigurður
Ásgeirsson
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls
SIGURBJARGAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
Sissu,
Mýrargötu 18,
Neskaupstað.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Breiða-
bliks og Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir góða
umönnun.
Magnea Þorfinnsdóttir, Jóhann Luthersson,
Vífill Þorfinnsson, Hrefna Marinósdóttir,
Rannveig Þorfinnsdóttir, Jósep Leósson,
Kolfinna Þorfinnsdóttir, Ásvaldur Sigurðsson,
Soffía Þorfinnsdóttir, Einar Gíslason,
Stefnir Þorfinnsson, Wanna Butsuwan,
Huldís Þorfinnsdóttir, Þórður Ásmundsson,
Þorbjörg Þorfinnsdóttir, Jónas Jóhannsson,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ÞURÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
sem lést sunnudaginn 25. september, verður
jarðsungin frá Laugarneskirkju föstudaginn
7. október kl. 15.00.
Magnús Guðjónsson,
Guðjón Magnússon,
Ólafur Magnússon, Tamara Soutourina,
Jóhann Magnússon, Kristín Björg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Eiginmaður minn og faðir okkar,
ÓLAFUR PÁLSSON
verkfræðingur,
Brekkugerði 4,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðju-
daginn 4. október.
Anna Sigríður Björnsdóttir,
Björn Ólafsson,
Sigríður Ólafsdóttir,
Marta Ólafsdóttir,
Unnur Ólafsdóttir,
Páll Ólafsson,
Kjartan Ólafsson,
Sveinn Ólafsson.
✝
Bróðir minn og mágur,
INGI JÓHANN MARINÓSSON,
Álfaskeiði 64,
Hafnarfirði,
lést á St. Jósefsspítala Hafnarfirði
föstudaginn 16. september.
Að ósk hins látna hefur útförin farið fram í
kyrrþey.
Við sendum starfsfólki St. Jósefsspítala alúðarþakkir fyrir
einstaka umönnun og einnig þeim sem með heimsóknum og
vinsemd aðstoðuðu hann í veikindum sínum.
Erla Eiríksdóttir, Sigurður Hallgrímsson.
✝
Elskuleg móðir mín,
ELÍN BJARNEY JÓNSDÓTTIR,
Fellsmúla 7,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut að
kvöldi miðvikudagsins 28. september.
Útför hennar verður gerð frá Háteigskirkju
föstudaginn 7. október kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Tryggvi Þórisson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir og mágur,
JÓN LÁRUSSON,
Brekkubyggð 35,
Garðabæ,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi föstudaginn 30. september, verður
jarðsunginn frá Vídalínskirkju, Garðabæ,
föstudaginn 7. október kl. 13.00.
Sigríður Guðjónsdóttir,
Hrefna Lárusdóttir Kvaran, Ragnar G. Kvaran,
Anna Margrét Lárusdóttir, Jónas Hallgrímsson.