Morgunblaðið - 06.10.2011, Síða 32

Morgunblaðið - 06.10.2011, Síða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Norrænir músíkdagar er elsta há- tíð sinnar tegundar í heiminum, en stofnað var til hennar árið 1888. Það er því sérlega skemmtilegt að hún skuli nú haldin í yngsta tónlistarhúsi heims, þ.e. Hörpunni,“ segir Pétur Jónasson, listrænn stjórnandi Nor- rænna Músíkdaga, en hátíðin hefst í dag og lýkur á sunnudagskvöld. Alls verða fjórtán tónleikar á hátíðinni, allt frá sinfóníutónleikum til kamm- er-, kór-, raf- og barnatónleika. Seg- ist Pétur búast við góðri aðsókn enda sýni reynslan af t.d. Myrkum músíkdögum að aðsóknin aukist ár frá ári. „Það er sístækkandi hópur fólks sem hefur víðan sjóndeild- arhring og vill heyra eitthvað nýtt,“ segir Pétur og bendir á að öll eigi verkin á hátíðinni það sameiginlegt að vera yngri en tíu ára. „Hátíðin sýnir þannig það nýjasta og fram- sæknasta á öllum Norðurlöndunum á hverju ári.“ Hátíðin var síðast haldin hér- lendis fyrir fimm árum, en Norð- urlöndin skiptast á að halda hátíð- ina. Tónskáldafélag Íslands er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar í nánu samstarfi við Norræna tón- skáldaráðið. Valið úr rúmlega 400 inn- sendum tónverkum Að sögn Péturs munu hundrað og sextíu listamenn flytja rúmlega sex- tíu tónverk eftir fleiri en fimmtíu norræn tónskáld hátíðinni í ár og verða flest tónskáldin viðstödd þeg- ar verkin eru flutt. „Ný kynslóð tón- skálda og tónlistarfólks verður áber- andi á hátíðinni, m.a. ungt fólk sem hefur haslað sér völl á sviðum sem hingað til hafa þótt ósamrýmanleg, s.s. klassísk nútímatónlist, djass og popptónlist,“ segir Pétur. Tekur hann fram að verkefnavalsnefnd hafi staðið í ströngu við að velja inn verk á hátíðina því alls voru send inn rúmlega 400 verk eftir fleiri en 350 tónskáld og hafa umsóknir aldrei verið fleiri. „Svo skemmtilega vill til að aldrei hafa verið send inn fleiri sinfónísk verk,“ segir Pétur og telur ljóst að það skýrist af staðsetningu hátíðarinnar í Hörpu og því hversu hróður Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi borist víða. Meðal viðburða á hátíðinni má nefna tónleika í Norðurljósum annað kvöld kl. 19.00 þar sem 90 tónlist- arnemar úr þremur tónlistarskólum taka þátt í flutningi á nýju tónverki eftir Østen Mikal Ore sem nefnist Velodrom. Fjöldi þekktra flytjenda Á laugardagskvöld verða tón- leikar í Eldborg kl. 19.00 þar sem m.a. verður frumflutt tónverk og hljóðgjörningar eftir Ragnhildi Gísladóttur, Hafdísi Bjarnadóttur og Sólrúnu Sumarliðadóttur. Á sömu tónleikum mun Víkingur Heið- ar Ólafsson frumflytja píanókonsert eftir Hauk Tómasson. Af öðrum tón- skáldum sem eiga verk á hátíðinni má nefna Kaija Saariaho, Peter Bru- un sem hlaut Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2008, en Haukur hlaut þau árið 2004, Hildi- gunnur Rúnarsdóttir, Hugi Guð- mundsson og Þóra Marteinsdóttir, Á meðal flytjenda eru Caput- hópurinn, Kammersveit Reykjavík- ur og Aldubáran Sinfonietta frá Færeyjum og fjöldinn allur af ein- leikurum s.s. Einar Jóhannesson á klarínettu, Eva Alkula á kantele, Tomoya Nakai á koto, Hélène Na- vasse á bassaflautu, Hrafnkell Orri Egilsson á selló, Tui Hirv sópr- ansöngkona, og Una Sveinbjarn- ardóttir á fiðlu. Hátíðinni lýkur með loka- tónleikum í Norðurljósum á sunnu- dag kl. 16.00 þar sem Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar en að tón- leikum loknum verður siglt út í Við- ey þar sem tendrað verður á frið- arsúlu Yoko Ono. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina, þ.e. dagskrá, tónleika, ráð- stefnur og miðasölu má nálgast á: www.nordicmusicdays.is. Það nýjasta og framsæknasta hljómar  Hundrað og sextíu listamenn flytja rúmlega sextíu tónverk eftir fleiri en fimmtíu norræn tónskáld  Norrænir músíkdagar elsta hátíð sinnar tegundar í heiminum enda stofnað til hennar árið 1888 Kaija Saariaho tónskáld. Ragnhildur Gísladóttir tónskáld. Hélène Navasse flautuleikari. Hugi Guðmundsson tónskáld. Norrænir músíkdagar verða settir í kvöld með tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í Eldborg Hörpu kl. 19.30. Á efnisskránni er m.a. konsert fyrir harmónikku og fiðlu eftir finnska tónskáldið Uljas Pulkkis, en einleikarar eru Minna Pensola á fiðlu og og Janne Rättyä á harmónikku. Hljómsveitarstjórn er í höndum Martyn Brabbins. Þá verð- ur frumflutt nýtt tónverk eftir ungt íslenskt tónskáld, Einar Torfa Ein- arsson, sem pantað var sérstaklega fyrir Norræna músíkdaga. „Við búum svo vel á Íslandi að eiga svona frábæra hljómsveit sem er til í að taka þátt í þessari hátíð með okk- ur. Það er mjög sérstakt,“ segir Pét- ur Jónasson, listrænn stjórnandi Norrænna músíkdaga. Bendir hann á að engin sinfónísk verk hafi verið flutt á Norrænum músíkdögum þeg- ar þeir voru haldnir í Kaupmanna- höfn á síðasta ári og sama verði upp á teningnum þeg- ar hátíðin verði haldin í Stokk- hólmi á næsta ári. Segir Pétur mikið ánægjuefni hversu mikinn áhuga stjórn- endur Sinfón- íuhljómsveitar Ís- lands hafi á nýrri tónlist. Að tónleikum loknum verður boð- ið upp á dagskrá í Silfurbergi með gjörningum eftir Andrus Kallastu, Per Magnus Lindborg og Þuríði Jónsdóttur þar sem tölvu- og marg- miðlunartækni er nýtt til hins ýtr- asta til að skapa nýstárlegan hljóð- heim og einstaka upplifun. Flytjendur eru Rein Laos leikari, Sverrir Guðjónsson kontratenor og Ólöf Nordal myndlistarkona. Dag- skráin í Silfurbergi hefst kl. 22.00. Finnar Janne Rättyä harmónikkuleikari og Minna Pensola fiðluleikari. Fjögurra daga tónlistarveisla  Sinfóníuverk í forgrunni á opnunar- tónleikum Norrænna músíkdaga Einar Torfi Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.