Morgunblaðið - 07.10.2011, Page 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Ásgeir Ingvarsson skrifar pistil í
Morgunblaðið 20.9. sl. undir fyr-
irsögninni „Fer að verða skortur á
hetjum?“ Segist hann hafa áhyggjur
af því að Íslendingar séu að breytast
í lítilmenni. Nýlega hafi komið frétt
um það að hópur fólks í Bandaríkj-
unum hafi bjargað manni undan
brennandi bíl, en Ásgeir efast um að
slíkt hefði getað gerst í Reykjavík
því reglulega segist hann heyra inn-
lendar fréttir um það að menn hafi
gengið framhjá slysstað eða staðið
aðgerðalausir þegar ráðist hafi verið
á varnarlausa. „Ég hef þá kenningu
að risavaxið mömmuríkið sé helsta
ástæðan fyrir þessum siðferð-
isbresti,“ segir Ásgeir. „Skattp-
íningin gerir okkur máttvana (…)
Við fáum ekki að finna til okkar sem
baráttu- og velgjörðarmenn því rík-
ið er búið að taka af okkur pening-
inn og taka að sér að sjá um allt:
rétta allt óréttlæti og jafna alla mis-
skiptingu. (…) Er nema von að fólk
aki framhjá nýskeðu bílslysi eða illa
höldnum hundi. Er ekki hvort eð er
von á nefnd embættismanna til að
bjarga málunum?“
Ásgeir nefnir reyndar aðeins eitt
dæmi um þennan meinta siðferð-
isbrest Íslendinga og það dæmi er
dálítið óheppilega valið því þar var
einmitt komið til hjálpar: kona tók
til sín hund sem eigandinn hafði far-
ið illa með. Það sem hneykslar Ás-
geir er líklega það að 6 aðrir sem
kvartað höfðu til yfirvalda út af
meðferðinni á hundinum skyldu ekki
gera þetta sama. En þar held ég nú
reyndar að rótgróin virðing fyrir
eignarrétti sé líklegri ástæða en hitt
að fólkið borgi of háa skatta.
Ég get hins vegar frætt Ásgeir á
því að sú lítilmótlega
hegðun að ganga fram
hjá slysi eða að skipta
sér ekkert af líkams-
árás er ekki fundin
upp á Íslandi. Á ensku
er þetta kallað „byst-
ander effect“ og má
lesa um það í sálfræði-
kennslubókum. Atvikið
sem varð til þess að
þessi hegðun var rann-
sökuð og skilgreind
gerðist reyndar ein-
mitt í Bandaríkjunum, því drauma-
landi þar sem Ásgeir heldur að allir
séu svo hjálpsamir. Kona að nafni
Kitty Genovese var stungin til bana
við fjölbýlishús í New York árið
1964. Margir íbúanna heyrðu hana
hljóða, sumir sáu árásina sem stóð í
þó nokkurn tíma, en aðeins einn
hringdi á lögreglu.
Þetta er engan veginn eina dæmið
sem vitað er um. Fletti maður upp á
„bystander effect“ í Wikipediu má
sjá að í rannsóknum þar sem svið-
sett hefur verið árás eða slys í marg-
menni er algengt að enginn komi til
hjálpar. Einnig eru nefnd raunveru-
leg dæmi frá síðustu árum, t.d. um
Sergio Aguiar sem barði tveggja ára
son sinn til bana að viðstöddum hópi
fólks í Kaliforníu árið 2008, en eng-
inn reyndi að taka af honum barnið.
Og maður nokkur var stunginn til
bana á götu í Queens árið 2010 og
a.m.k. 20 manns gengu fram hjá
honum þar sem hann háði dauða-
stríðið á gangstéttinni.
Ásgeir velur reynd-
ar afar undarlegan
tíma til að halda því
fram að kaldlyndi og
afskiptaleysi vitna að
slysi eða árás sé sér-
stakt einkenni á þjóð-
um með háa skatta og
sterkt velferðarkerfi.
Hann hefði átt að
minnast þess að fyrir
aðeins tveimur mán-
uðum lögðu margir al-
mennir borgarar í
Noregi sig í lífshættu
og sigldu bátum sínum að Útey til
að bjarga fólki undan morðingja
með hlaðna byssu. Ekki virðist
„mömmuríkið“ hafa vafist fyrir
mönnum þar.
Ég hef fyrr séð menn halda því
fram að áður en sú ósvinna komst á
að láta ríkið hjálpa þeim sem eiga
undir högg að sækja hafi fólk al-
mennt verið miklu hjálpsamara,
menn hafi bara hjálpað hver öðrum
án þess að nokkrar reglur kæmu til.
Já, þá riðu hetjur um héruð!
Dálítið er samt erfitt að koma
þessu heim og saman þegar maður
skoðar Íslandssöguna. Hvers vegna
dó fólk úr hungri? Hvers vegna
varð förufólk úti eftir að hafa verið
úthýst af þeim sem áttu húsaskjól?
Hvers vegna voru börn tekin af fá-
tækum foreldrum og gerð sveit-
arómagar hjá þeim sem vildu ala
þau með sem minnstum kostnaði?
Hvar var hjálpsemin þá?
Um eitt erum við Ásgeir hins
vegar sammála: það er á valdi okkar
sjálfra hvernig við bregðumst við
þegar þörf er á hjálp okkar. Og þótt
enginn viti hvernig fer þegar á
hólminn er komið sakar ekki að ein-
setja sér að reyna að líkjast þeim
sem hjálpa fremur en þeim standa
aðgerðalausir hjá; að taka Norð-
mennina sem sigldu út í Útey sér til
fyrirmyndar frekar en hin aðgerða-
lausu vitni að morði Kitty Genovese.
Leitað að hetjum
í mömmuríki
Eftir Unu Margréti Jónsdóttur
ȃg get hins vegar
frætt Ásgeir á því að
sú lítilmótlega hegðun
að ganga fram hjá slysi
eða að skipta sér ekkert
af líkamsárás er ekki
fundin upp á Íslandi.
Una Margrét Jónsdóttir
Höfundur er dagskrárgerðarmaður.
Á dögunum skrifaði
stjórnarformaður
Rauðku ehf. grein í
Morgunblaðið. Í lok
hennar sneiðir hann
að sveitarstjórn
Fjallabyggðar og þá
sérstaklega Sjálfstæð-
isflokknum sem for-
ystuafli í sveitarfé-
laginu.
Stjórnarformaðurinn
nefnir til „úrelt vinnu-
brögð“ og „rangar áherslur“ án
þess að styðja mál sitt neinum rök-
um.
Þetta væri auðvitað ekki svara
vert nema af því að í greininni læt-
ur stjórnarformaðurinn að því
liggja að með aðgerðum sínum eða
aðgerðarleysi haldi sveitarstjórn
Fjallabyggðar fasteignaverði á
Siglufirði niðri og hafi þannig stórfé
af íbúunum. Máli sínu til stuðnings
ber hann saman fasteignaverð á
Siglufirði og í Stykkishólmi á þessu
ári. Vissulega er það sláandi að verð
á hvern fermetra íbúðarhúsnæðis í
Stykkishólmi er 180 þús. á móti 90
þús. á Siglufirði.
45% hækkun á þremur árum
Það er því miður engin nýlunda
að fasteignaverð sé lágt á Siglufirði.
Svo hefur verið lengi og liggja til
þess margar ástæður sem flestum
eru kunnar. Þar vegur eflaust
þyngst að íbúum hefur á síðustu 60
árum fækkað úr um 3.000 manns í
ríflega 1.000 manns. Ég hygg það
sé einsdæmi að sveitar-
félag hafi glímt við við-
líka fólksfækkun í svo
langan tíma.
Ef litið er til
skemmri tíma og horft
til þróunar á fast-
eignamarkaði, sem lík-
lega gefur betri mynd
en staðan á einum
tímapunkti á þessu ári,
þá segir á vef Þjóð-
skrár Íslands að á
árinu 2008 hafi verð á
hvern fermetra íbúðar-
húsnæðis í Stykkishólmi verið 161
þús. og hefur það því hækkað um
12% frá þeim tíma. Samkvæmt
sömu upplýsingum hefur fast-
eignaverð á Siglufirði hækkað um
45% eða úr 62 þús. á hvern fer-
metra í 90 þús. á fermetra.
Þessi þróun ætti flestum að vera
gleðiefni. Og með þokkalega já-
kvæðum vilja má draga þá ályktun
af þessum samanburði að okkur
hafi miðað nokkuð áleiðis á und-
anförnum árum.
Eftir Ólaf Helga
Marteinsson
Ólafur Helgi
Marteinsson
» Samkvæmt sömu
upplýsingum hefur
fasteignaverð á Siglufirði
hækkað um 45% eða úr
62 þús. á hvern fermetra
í 90 þús. á fermetra.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Ramma hf. og Primex ehf. og er for-
maður bæjarráðs Fjallabyggðar.
Órökstuddar dylgjur
um Fjallabyggð
og fasteignaverð
Montevideo Con-
vention segir að
þú getir stofnað
þitt eigið land/
þjóð samkvæmt
lögum sam-
þykktum 1933 í
Montevideo, SA.
Þessi Montevi-
deo-samþykkt
segir líka að
land/þjóð skuli
tilkynna hvað þeir vilja og að þeir
hafi virt alþjóðleg lög.
Þetta er ekki mikill ferill og
þetta hefir ekkert að gera með
hvað ríkisstjórnin vill. Eign-
arréttur er eignarréttur. Hver sem
á land hér á Íslandi getur þetta og
tökum sem dæmi Vestmannaeyjar
og aðra stórlandeigendur. Þeir
geta samkvæmt þessum
Montevidio-lögum stofnað sína eig-
in þjóð.
Þegar landeigandi hefir ákveðið
þetta þá er næsta skref að senda
bréf/umsókn til Sameinuðu þjóð-
anna sem segir að við (stofnendur)
munum virða lög þeirra og nefna
nafn á landinu. Þetta bréf/umsókn
skal stíla á Secretary General hjá
U.N. Síðan fer umsóknin til Ör-
yggisráðsins og þar verða 9 af 15
að kjósa með til þess að umsóknin
fari áfram. Eins og við vitum með
Palestínu þá ráða stóru þjóðirnar
fimm, þ.e. Kína, Frakkland, Rúss-
land, Bretland og USA. Ef ein seg-
ir nei þá gengur þetta ekki í gegn
af þeirra hálfu, þrátt fyrir það get-
ur umsækjandinn verið ríki áfram
með sín eigin lög samkvæmt Mon-
tevideo-sáttmálanum
Það er ekki ólíklegt að Samein-
uðu þjóðirnar segi já ef það er
mikilvæg þjóð, s.s. Kína sem á í
hlut.
Það þýðir ekki að vera einfaldur
í þessum efnum. Sem dæmi: Kín-
verjar náðu Möltu á sitt band með
gjöfum og vaxtalausum lánum sem
hentaði þeim vegna legu Suez-
skurðarins. Ísland er mjög mik-
ilvægt fyrir Kínverja í dag svo það
að kaupa land hér er eitt það besta
sem þeir geta gert í stöðunni, hvað
þá að byggja hótel fyrir sína menn.
Eins og vitað er þá eru Kínverjar
mjög diplómatískir og hafa alltaf
verið þekktir fyrir það en þeir eru
engir englar. Ferill þeirra er ekki
að byrja í dag og þeir vita allt um
litlar eyþjóðir og kynna sér stjórn-
arfar þeirra.
Þeir vita líka að þeir gætu
hvergi keypt landskika í heiminum
svo það er spurning hvað er að
okkur að vilja selja þeim og erlend-
um land frá okkur. Erum við svona
einföld eða hvað? Spurningin er:
Getum við ekki treyst ríkisstjórn-
inni fyrir landinu okkar lengur?
valdimar.samuelsson@simnet.is
VALDIMAR SAMÚELSSON,
fyrrverandi flugtæknir.
Ísland er ekki
til sölu, eða hvað?
Frá Valdimar Samúelssyni
Valdimar
Samúelsson
Bréf til blaðsins
–– Meira fyrir lesendur
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Tíska & förðun
SÉ
RB
LA
Ð
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað um Tísku og förðun
föstudaginn 14. október 2011.
Í Tísku og förðun verður
fjallað um tískuna veturinn 2011
í förðun, snyrtingu og fatnaði,
fylgihlutum auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október.
MEÐAL EFNIS:
Förðunarvörur
Förðun
Krem
Umhirða húðar
Ilmvötn
Brúnkukrem
Neglur og naglalakk
Fylgihlutir
Skartgripir
Nýjar og spennandi vörur
Haust- og vetrartíska kvenna
Haust- og vetrartíska karla
Íslensk hönnun
Fullt af öðru
spennandi efni