Morgunblaðið - 07.10.2011, Page 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Hláturinn heyrist ei meir. En
Stefán snerti gleðistreng og
hann ómar enn, lengi enn.
Sigríður Árnadóttir.
Það er erfitt að skrifa um
Stefán frænda í þátíð. Engu að
síður langar mig að minnast
hans í örfáum orðum, ekki síst
fyrir þá sem á eftir koma.
Ég held að hlýr sé besta orðið
til að lýsa Stefáni enda leið öllum
vel í návist hans. Það var t.d.
gaman að sjá hvernig hann um-
gekkst börn. Hann talaði við þau
eins og fullorðið fólk og hló með
þeim en ekki að þeim. Enda leið
aldrei á löngu áður en jafnvel
mestu mannafælur í flokki
barnanna hjúfruðu sig upp að
hálsinum á honum. Þar fundu
þau hlýju og traust.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera með Stefáni í alls
kyns hestastússi gegnum árin.
Það lýsir honum kannski vel að
ég upplifði það alltaf sem forrétt-
indi að fá þannig fleiri tækifæri
til samvista en ella hefðu orðið.
Hann kom fram við dýrin af
sömu hlýju og við mannfólkið,
enda fannst mér alltaf sem
hrossin væru rólegri í húsinu ef
Stefán var með.
Það var líka gaman að vera
með Stefáni á mannamótum. Ég
var stoltur yfir því að eiga þenn-
an glæsilega frænda sem söng
svo vel og gaman að sjá hve
margir vildu eiga hann að vini.
Enda átti hann vinaláni að fagna.
Svo vænt þótti fólki um Stefán
að oft og tíðum hef ég fengið að
njóta vináttu fólks út á það eitt
að vera frændi hans.
Hann hlaut ýmsan frama á
lífsleiðinni en það sem gerði
hann að svo heilsteyptri mann-
eskju var sú staðreynd að innst
inni var hann alltaf strákurinn
frá Æsustöðum.
Eitt sinn vorum við að reyna
að ná hestum í Kaldaðarnesi, á
þessari sléttu sem virðist engan
enda ætla að taka. Sólskinið er
brakandi. Mér gengur brösug-
lega að ná í klárana enda þeir
orðnir vanir frelsi sumarhagans.
Það er sama hvað ég reyni, allt í
einu er stóðið rokið og ég sé hóp-
inn hverfa úti við sjóndeildar-
hringinn. Þá verður mér litið við.
Eins og fyrir töfra stendur hest-
ur eftir hjá Stefáni. Stefán strýk-
ur honum létt og talar til hans.
Hesturinn stendur eins og klett-
ur. Ég hélt mér hefði missýnst,
sný mér aftur í þá átt sem hest-
arnir hurfu og píri augun í sól-
inni til að reyna að koma auga á
þá. Þá heyri ég hófaslátt og fram
hjá mér ríður Stefán, berbakt, og
hverfur út í sólskinið. Skömmu
seinna sé ég stóðið koma renn-
andi eftir sléttunni og Stefán
rekur það beint inn í réttina.
Hann var þá um sjötugt. Ég
gleymi aldrei brosinu á andliti
hans. Það bros bar ekki vott um
stærilæti heldur þá gleði sem
fylgir því að vera í essinu sínu.
Það er ekki hægt að tala um
Stefán nema að minnast á
Herthu og börnin, frændsystkini
mín og barnabörnin. Þessu fólki
unni Stefán meira en öðru hér á
jörð. Þau hafa mikils misst.
Heimilið var þannig og gestrisn-
in slík að þangað langaði alla að
koma og helst að vera sem
lengst. Þótt nú séu liðin hátt í
fjörutíu ár man ég enn þegar ég
fékk þar skjól, lítill drengur, á
erfiðri stundu. Það var mér
ómetanlegt en ég náði aldrei að
þakka fyrir það.
Við Sólrún og Hólmfríður litla
vottum fjölskyldunni samúð okk-
ar um leið og við þökkum fyrir
hafa fengið að eiga svo góðan
frænda og vin sem okkur þótti
svo vænt um og söknum mjög.
Við vonum að hann hafi fengið að
ríða berbakt út í sólskinið.
Gunnar Haraldsson.
7. september 1963 var mikill
gleðidagur, þegar þau Stefán M.
Gunnarsson og Hertha W. Jóns-
dóttir, vinkona mín frá barn-
æsku, gengu í hjónaband. Ég
man þennan dag eins og það
hefði gerst í gær og þarna stigu
þau saman mikið heillaspor, sem
varði í yfir 48 ár.
Stefán var prestssonur frá
Æsustöðum í Langadal í Austur-
Húnavatnssýslu, þar sem hann
var fæddur og uppalinn. Æsku-
stöðvarnar í Húnaþingi voru
honum kærar og næstum árlega
var þeirra vitjað. Fengum við oft
að heyra fréttir þaðan og engum
duldist að æskustöðvarnar áttu í
honum hvert bein.
Stefán var skemmtilegur
sögumaður, mikill húmoristi og
hafði sérstakan hlátur sem smit-
aði út frá sér. Í grunninn var
hann þó fremur hljóðlátur og
íhugull, hógvær en fastur á sínu
þegar það átti við. Hann tranaði
sér ekki fram í samræðum, en
það sem frá honum kom var allt-
af vel ígrundað.
Stefán og Hertha reistu sér
fallegt heimili í Kópavogi, í ná-
lægð við foreldra Stefáns. Faðir
Stefáns, sr. Gunnar Árnason, var
fyrsti sóknarpresturinn í Kópa-
vogi og þjónaði þar í hartnær 20
ár. Heimili þeirra Stefáns og
Herthu á Meðalbrautinni var í
senn hlýlegt og glæsilegt, enda
voru þau hjónin einstaklega sam-
rýmd og miklir vinir. Þau rækt-
uðu garðinn sinn í orðsins fyllstu
merkingu. Þau eignuðust tvö
yndisleg börn, Jón Gunnar og
Sigríði Þrúði. Barnabörnin eru
orðin fimm. Samband Stefáns og
Herthu við börnin hefur alltaf
verið sterkt og mikil vinátta með
þeim. Seinni árin fluttu þau Stef-
án og Hertha sig um set yfir í
Garðabæinn og byggðu sér þar
fallegt hús og undu hag sínum
vel.
Músík og tónlistaráhugi Stef-
áns átti vafalaust rætur í æsku
hans og sjálfur spilaði hann á
orgel og vildi fá fólk til að syngja
með sér. Minnisstætt er 75 ára
afmælið hans þar sem gestir
fengu söngskrá í hendur og það
var mikið sungið. Stefán var list-
rænn og vakti athygli manns á
hinum ýmsu listamönnum. Hann
var handlaginn í meira lagi og
gerði allt af stakri samviskusemi
og nákvæmni. Áhugamálin voru
mörg. Hann var hestamaður og
hestamennsku stundaði hann
þegar tími vannst til. Þá var
hann virkur í félagsstörfum og
lagði mikið af mörkum sem for-
maður sóknarnefndar Kársne-
sprestakalls í tæp 25 ár.
Við fráfall Stefáns minnist ég
og fjölskylda mín hans með mik-
illi hlýju og söknuði og við sjáum
á eftir traustum vini, sem var í
senn ábyrgur, velviljaður og
ávallt reiðubúinn að veita hjálp-
arhönd þegar á þurfti að halda.
Eftir lifa ljúfar og bjartar minn-
ingar um góðan dreng. Elsku
Hertha, Jón Gunnar, Sigga
Þrúður, fjölskyldur ykkar, systk-
ini Stefáns og aðrir ættingjar.
Ég, synir mínir og fjölskyldur
þeirra sendum ykkur innilegar
samúðarkveðjur og biðjum góð-
an Guð að styrkja ykkur í sorg-
inni.
Bjarney V. Tryggvadóttir.
Haustið er komið, svo ekki
verður um villst. Laufin falla af
trjánum, það fer ekki framhjá
okkur. Nú, þegar haustið sýnir
sitt rétta andlit og haustlægð-
irnar steðja að, kveðjum við vin
okkar Stefán Gunnarsson. Hann
var svo sannarlega vinur okkar
allra í rúm 60 ár. Við hittumst
flestar 12 ára gamlar í Kvenna-
skólanum í Reykjavík, Hertha
Jónsdóttir eiginkona Stefáns og
við ungar og hressar stelpur, all-
ar með tilhlökkun í hjarta.
Óslitið síðan þá höfum við ver-
ið saman. Stofnuðum klúbbinn
okkar, sem kallaðist „sauma-
klúbbur“, en lítið var saumað, oft
prjónað og mikið var talað um
t.d. leikhús og allt milli himins og
jarðar.
Stefán kom oft til okkar og
tók þátt í samræðum. Oft fórum
við í vel skipulagðar og góðar
sumarferðir, sem Stefán vinur
okkar átti sinn þátt í. Minning
um þær eru góðar. Var þá iðu-
lega komið við í hinum ýmsu
kirkjum og þar var tekið lagið.
Þar var fremstur í flokki Stefán
Gunnarsson með sína fallegu
rödd.
Hús þeirra Stefáns og Herthu
í Garðabænum er eins og sann-
kallað listaverk. Stefán lagði
mikla rækt við garðinn í kring-
um það og á hann heiðurinn af
garðinum við húsið sem og við
sumarbústaðinn við Torfastaði í
Biskupstungum. Þar átti fjöl-
skyldan sinn sælureit. Stefán,
Hertha og barnabörnin nutu sín
vel þar. Barnabörnin áttu sér-
stakan stað í hjarta hans. Stefán
vann sín verk hljóðlega og
átakalítið. Farsæll maður.
Við Kvennaskólastúlkur hans
þökkum af öllu hjarta og biðjum
fjölskyldunni allrar blessunar.
Mikil blessun og samúð fjöl-
skyldunni til handa.
Fyrir hönd okkar í sauma-
klúbbnum:
Edda Sigrún Ólafsdóttir.
Haustkaldinn gerir vart við
sig, vætan og vindurinn í bland
við litadýrð gróðursins. Trén
fella lauf. Það var haust í lífi
Stefáns er hann kvaddi en þó
svo margt ógert, veturinn ekki
skollinn á. Fegurð haustlitanna í
náttúrunni endurspeglar vel
minningarnar um Stefán M.
Gunnarsson.
Það er komið vel á fjórða ára-
tug síðan ég man fyrst eftir Stef-
áni. Náin vinatengsl þeirra
Herthu og foreldra minna bundu
okkur saman. Vináttan hófst þó
fyrst að ráði þegar ég hóf störf í
Alþýðubankanum í byrjun ní-
unda áratugarins. Ég var ráðinn
á þann góða vinnustað í sérstök
verkefni. Um leið þróaðist góð
vinátta og trúnaður sem hefur
haldist alla tíð síðan.
Stefán var sérlega góður yf-
irmaður. Hann treysti sam-
starfsfólki sínu, gaf því ráð og
rétti kúrsinn ef menn voru á
rangri braut, en hrósaði fyrir
það sem vel var gert. Hann varð
bankastjóri í Alþýðubankanum
við erfiðar aðstæður, Seðlabank-
inn hafði tekið bankann í gjör-
gæslu og skipaði Stefán sem
bankastjóra. Hann snéri við
rekstrinum og bankinn óx jafnt
og þétt án þess að tefla und-
irstöðunum í tvísýnu. Vel með-
vitaður um sterk tengsl bankans
við verkalýðshreyfinguna lét
Stefán félagsleg sjónarmið ráða
för allan hans tíma sem banka-
stjóri.
Einlægni Stefáns var við
brugðið. Hann lét sér alla tíð
annt um mig og mína og var
sjálfkjörinn svaramaður þegar
við Sigurbjörg giftum okkur.
Einnig sjálfvalinn skírnarvottur
barnanna okkar þriggja og hann
spurði jafnan um hag þeirra.
Það var engin uppgerð, heldur
sannur áhugi á velferð og þroska
þeirra sem honum þótti vænt
um. Fyrir þá umhyggju alla og
velvild þökkum við fjölskyldan á
kveðjustund.
Við Stefán hittumst í síðasta
sinn fyrir um tveimur mánuðum.
Hann lá þá á Landspítalanum og
við áttum gott samtal um lífið og
tilveruna og viðfangsefni dags-
ins. Þeirri rökræðu var þó
hvergi nærri lokið og nú bíður
hún betri tíma. Stefán hafði alla
tíð brennandi áhuga á þjóðmál-
um, hvatti mig og studdi í flestu
því sem ég var að bjástra við.
Jafnan vorum við sammála, en
þó ekki alltaf. Ég held að honum
hafi þótt á tíðum of mikill óró-
leiki og agaleysi á mínum póli-
tísku slóðum. Þótt Stefán væri
veikur og þjáður nú í sumarlok
bar hann sig vel og við gönt-
uðumst með ýmsa hluti en töl-
uðum líka um gildin í lífinu. Þá
var stutt í kersknina og fallega
brosið sem náði svo vel til augn-
anna, geislandi hláturinn og ást-
úðina, umhyggjuna fyrir mér og
mínum sem vorum honum þó
alls óskyld, ja nema þá andlega.
Fáir óskyldir menn hafa verið
mér jafn kærir og Stefán Gunn-
arsson. Mér finnst að hann hafi
átt svo mikið eftir ógert og við
átt svo margt eftir að brjóta til
mergjar. Það tekur mig sárt að
kveðja minn góða vin svo alltof
fljótt. En söknuður Herthu, Jóns
Gunnars og Siggu Þrúðar og
fjölskyldna þeirra er þó mestur.
Þau hafa misst lífsförunaut og
ástvin sem ég veit að unni þeim
heitt en minningarnar ylja og
veita styrk, því lífið heldur
áfram. Það eru forréttindi að
hafa fengið að njóta samvista við
öðlinginn Stefán. Í litadýrð
haustsins, í lífshlaupi Stefáns
Gunnarssonar, ríkir fegurðin ein.
Árni Þór Sigurðsson.
Meira: mbl.is/minningar
Æsustaðir, innsti bær í
Langadal og bernskuheimili
Stefáns, var sannkallaður Mið-
garður sveitungum og sóknar-
börnum. Prestshjónin, foreldrar
Stefáns, löðuðu að jafnt fátæk-
ling sem fyrirmann, þar voru
haldnir fundir og kóræfingar og
rómaðir voru skemmtifundir
kvenfélagsins sem haldnir voru á
þessu söngvaheimili.
Í garði Stefáns döfnuðu þessi
gildi félags og samhjálpar, söng-
urinn fylgdi fögru heimili þeirra
Herthu, hjónanna samhentu, og
gestum fögnuðu þau af mikilli
hlýju. Bjartsýnn og viðmótshlýr
var Stefán, trygglyndur gömlum
vinum sem nýjum og æskustöðv-
arnar fyrir norðan áttu enn ríkan
sess í huga hans þó nú séu nær
60 ár liðin frá brottför fjölskyld-
unnar úr dalnum.
Ævistarfinu sinnti hann í
borginni, en frá heimili sínu sá
hann yfir flóann breiða og bjart-
an jökulinn.
Þó heimti nú duft þitt héðan in nakta
jörð
til hvíldar í mosasæng
mun léttfleygur andi svifinn í sólarátt
á söngvanna ljósa væng.
(Jónas Tryggvason)
Hlýjar samúðarkveðjur viljum
við senda fjölskyldu vinar okkar.
Harpa og Ingi Heiðmar.
Kveðja frá Rótarý-
klúbbi Kópavogs
Við lát okkar góða Rótarý-
félaga Stefáns Magnúsar Gunn-
arssonar minnumst við þess að
hann gekk í klúbbinn okkar, Rót-
arýklúbb Kópavogs, árið 1978,
en þá var hann bankastjóri Al-
þýðubankans. Hann kom því inn
fyrir starfsgreinina: banka-
stjórn. Hann rækti hvert það
verkefni sem honum var falið af
alúð, en var ekki hávaðamaður á
fundum. Allar ræður hans voru
frumlegar og vöktu athygli fyrir
íhugun og vandað málfar. Mátti
þar greina áhrif frá því mikla
menningarheimili sem hann ólst
upp á bæði norður á Æsustöðum
og í Kópavogi, en faðir hans, sr .
Gunnar Árnason, var mjög virk-
ur og áhrifamikill ræðumaður í
klúbbnum okkar á sínum tíma.
Sérstök prúðmennska í sam-
skiptum við klúbbfélaga ein-
kenndi allt hans starf innan
klúbbsins og hann starfaði sem
endurskoðandi hans fram undir
síðustu ár. Við félagarnir í Rót-
arýklúbbi Kópavogs minnumst
með þakklæti starfa Stefáns fyr-
ir klúbbinn og menningarlegra
áhrifa hans í öllum samskiptum.
Við fráfall þessa góða félaga okk-
ar sendum við eiginkonu hans,
Herthu W. Jónsdóttur, börnum
þeirra og öðrum afkomendum
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Stefáns M.
Gunnarssonar.
Fh. Rótarýklúbbs Kópavogs,
Magnús Már Harðarson.
Fleiri minningargreinar
um Stefán M. Gunnars-
son bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
samúð og hlýju vegna fráfalls elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, stjúpu, ömmu
og langömmu,
ODDNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugar-
staða.
Ásrún Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir, Ævar Kjartansson,
Heiðrún Kristjánsdóttir,
Sigrún Kristjánsdóttir, Völundur Óskarsson,
Sigurveig Kristjánsdóttir, Ólafur Ágúst Ólafsson,
Friðrik Steinn Kristjánsson, Ingibjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALGEIR SIGURÐSSON
vélvirki,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 2. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. október
kl. 13.00.
Guðmunda Magnea Friðriksdóttir,
Laila Jensen Valgeirsdóttir,Sigurður Halldórsson,
Sigurður Valgeirsson, Bjarney Gunnarsdóttir,
Óli Þór Valgeirsson, Elín Guðjónsdóttir,
Áslaug Valgeirsdóttir Williams, Robert D. Williams,
Friðrik Már Valgeirsson, Ingigerður Guðmundsdóttir,
Gunnar Valgeir Valgeirsson,Cristina Bodinger De Uriarte,
Herborg Valgeirsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Guðrún Valgeirsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og
útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
ömmu og langömmu,
GUÐFINNU BETSÝJAR
HANNESDÓTTUR,
Háaleitisbraut 41,
Reykjavík.
Sérstaklega viljum við þakka starfsfólki heimahlynningar
Landspítala og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jens Chr. Sörensen,
Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Oddur Sigurðsson,
Kristbjörg Stella Hjaltadóttir, Sigurður Ingi Jónsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
SIGURÐAR HALLDÓRSSONAR,
Höfða,
Akranesi.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar-
heimilisins Höfða fyrir góða umönnun.
Halldór S. Sigurðsson, Jóna Þorkelsdóttir,
Guðmunda Björg Sigurðardóttir, Haraldur Haraldsson,
Ásta G. Sigurðardóttir, Kristján Gunnarsson,
Ómar Sigurðsson, Sigríður Þorgilsdóttir,
Svanur Ingi Sigurðsson, Matthildur Níelsdóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Jóhann Ágústsson,
Ingþór Sigurðsson, Svala Benediktsdóttir,
Sigurbjörg Jenný Sigurðardóttir, Búi Grétar Vífilsson
og afabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, besti vinur, faðir
og stjúpfaðir,
INGVAR ÓLAFSSON
tölvunarfræðingur,
Sæbólsbraut 24,
Kópavogi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans fimmtu-
daginn 6. október.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Kolbrún Olgeirsdóttir,
Kristín Sóley Ingvarsdóttir,
Kristófer Guðni Ingvarsson,
Ásgeir Bjarni Ingvarsson,
Ester Brynjólfsdóttir,
Örn Brynjólfsson, Birgitta Ásbjörnsdóttir,
Askja, Hekla og Katla,
Guðmundur Þór Brynjólfsson, Ragnheiður Benediktsdóttir.