Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 31

Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 31
gæti bjargað mér. Bögga var auðvitað fljót að átta sig og sagði: „Við blöndum handa hon- um Egils-djús og segjum hon- um að þetta sé útlenskur orku- drykkur.“ Hún blandaði í brúsa, ég fór með hann til Simma og sagði honum að um- boðsmenn Lucozade á Íslandi hefðu beðið um að nýr drykkur yrði prófaður. Simmi tók vel í það, drakk vel af djúsnum í leiknum, stóð sig frábærlega og sagði eftir leikinn: „Þennan drykk verðum við að hafa í hverjum leik.“ Þessi blanda var síðan notuð í öllum leikjum sem eftir voru og reyndist vel. Þessi saga sýnir vel hversu úrræðagóð og fljót að hugsa hún var. Það var frábært að umgangast hana, hún var alltaf í góðu skapi og það var alveg sama hvað maður leitaði til hennar með, hún leysti strax úr því. Öll þessi ár sem ég þekkti hana sá ég hana aldrei skipta skapi, hún var alltaf þessi skemmtilega kona sem vildi allt fyrir alla gera. Í vor þegar við Unnur vorum á Akureyri heim- sóttum við Böggu í Kringlu- mýrina og urðu þar fagnaðar- fundir. Rifjaðar voru upp gamlar sögur og mikið hlegið. Ég er ekki frá því að sögurnar hafi meira að segja batnað með árunum enda á góð saga ekki að þurfa að líða fyrir sannleik- ann. Við sátum hjá henni drjúga stund og þótt Bögga hafi verið fersk og skemmtileg að vanda fór ekki fram hjá okk- ur að hún var að glíma við erfið veikindi. Þau settu hana samt ekki út af laginu og hún var sjálfri sér lík þrátt fyrir allt. Elsku Gunni, Ragga og börn, við Unnur sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur í sorg ykkar og söknuði og biðjum þess að Guð gefi ykkur styrk. Við vitum að minningin um hana á eftir að vera ljós í lífi okkar allra. Árni J. Stefánsson. Bögga var sannur gleðigjafi. Fram á síðasta dag var hún með spaugsyrði á vörum. Gerði grín að sjálfri sér og öðrum ef því var að skipta. Nú standa minningarnar einar eftir, en fyrir alla þá sem þekktu Böggu eru þær dýrmætur fjársjóður. Knattspyrnufélag Akureyrar var hennar félag. KA með stórum stöfum. Vissulega fékk hún það í vöggugjöf að vera KA-kona, enda sterkir KA- stofnar sem að henni stóðu. Hver man ekki eftir Nella Hall- dórs, föður Böggu, einum mesta KA-manni allra tíma? Jákvæður stuðningur hans við félagið sitt er ógleymanlegur. Og Bögga hélt uppi merkjum föður síns. Hún var óspör á hvatninguna til þeirra gulblá- klæddu, ekki síst þegar gaf á bátinn. Það var lýsandi fyrir Böggu á liðnu sumri þegar hún skrifaði ófá hvatningarorðin og sendi þannig jákvæða strauma í gegnum samskiptavefinn Fa- cebook til knattspyrnupiltanna í meistaraflokki KA. Hún fylgd- ist af áhuga með sínum mönn- um, þó heilsan leyfði ekki að hún gæti mætt á völlinn. Fyrir hennar mörgu vinnu- stundir í þágu knattspyrnunnar í KA, að ekki sé talað um hvatningu og stuðning, þakkar félagið af heilum hug. Slíkir stuðningsmenn eru öllum fé- lögum dýrmætari en orð fá lýst. Sökum heilsubrests þurfti Bögga að hætta störfum í KA- heimilinu árið 2003, en þar hafði hún unnið í meira en ára- tug og kynnst gríðarlega mörg- um sem þangað komu til íþróttaæfinga eða í öðrum er- indagjörðum. Starfið í KA- heimilinu var það skemmtileg- asta sem Bögga hafði tekist á við um dagana. Fyrir um ári greindist Bögga með illkynja krabbamein. Glím- an við meinið var snörp og ójöfn, en Bögga tókst á við hana af yfirvegun og æðruleysi. Trén hafa fölnað, laufblöðin fallið og veturinn hefur þegar minnt á sig. En KA-menn halda áfram að fara inn á völlinn til þess að gera sitt besta. Í minn- ingu Böggu. Birnu Gunnarsdóttur, móður Böggu, Gunnari og fjölskyldu og öðrum aðstandendum, sendi ég innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Knattspyrnu- félags Akureyrar, Óskar Þór Halldórsson. Knattspyrnufélag Akureyrar er ekki stærsta íþróttafélag landsins en þrátt fyrir það er það langstærsta félag í heimi í augum margra aðila. Sigur- björg Níelsdóttir eða Bögga eins og við öll kölluðum hana var klárlega ein af þeim sem litu þannig á félagið okkar. Við, sem skrifum þessa grein, vitum það vel að það þarf mun meira til en frambærilega íþrótta- menn og þjálfara til að ná ár- angri. Það þarf góða stjórn, góða stuðningsmenn, styrktar- aðila og síðast en ekki síst þarf þetta að smella saman og mynda stóra fjölskyldu. Þar verður framlag „Nellanna“ seint ofmetið. Það sem þetta fólk hefur gert fyrir KA á mjög svo stóran þátt í því sem þetta litla félag hefur þó afrekað. Við félagarnir sem vorum saman í handboltanum vorum ekki alltaf upplitsdjarfir þegar við mættum á æfingu daginn eftir tapleik. Svo ekki sé talað um æfingar á undirbúnings- tímabilinu með Alla Gísla hálf- froðufellandi, bíðandi eftir að píska okkur áfram. Þá var það líka oft önnur og skilningsríkari manneskja sem beið eftir okkur og það var hún Bögga. Ef hún var á vaktinni í KA heimilinu beið hún iðandi af kæti, tók vel á móti okkur og oftar en ekki með brandara dagsins tilbúinn. Á sinn hátt gerði hún okkur klára fyrir verkefni dagsins, fékk KA hjartað í gang. Bögga tók okkur öllum sérvitringun- um vel og erum við henni þakk- látir fyrir hvað okkur leið vel í félagsheimili okkar. Þá var sama hvort um var að ræða „hreinræktaða“ KA menn eða „sérfræðinga að sunnan.“ Við vorum í fjölskyldunni. Bögga var karakter sem öll félags- heimili ættu að eiga til að breyta húsi í raunverulegt fé- lagsheimili með sál. Þótt leik- menn hafi fengið medalíu um hálsinn þá var framlag þitt og ykkar „Nellanna“ ekki minna. Bögga eignaðist ekki börn sjálf en átti stóran hluta í börn- um Gunna og Röggu sem og þeim fleiri hundruð krökkum sem æfðu með KA. Þeim sýndi hún alltaf þolinmæði og virð- ingu og sú virðing var end- urgoldin. Yndisleg persóna eru orð sem lýsa Böggu best. Takk fyrir allt, elsku Bögga. Nafn þitt mun lifa með félaginu Birna, Gunni, Ragga og börn. Við, bikarmeistarar KA í handknattleik 1995, sendum ykkur innilegar samúðarkveðj- ur. Fyrir hönd strákanna, Björn Björnsson og Einvarður Jóhannsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Kristján þau ár sem við bjugg- um í Danmörku og voru það ætíð miklar gleðistundir. Með þessum fáu orðum vil ég þakka Unni samferðina og allt það sem hún hefur gefið mér og öðrum samferðarmönnum sín- um, hennar er sárt saknað. Guðrún Þórarinsdóttir. Hún Unnur tengdamóðir mín kvaddi þessa jarðvist, daginn eftir 88 ára afmælisdag sinn hinn 27. september. Erfið veik- indi voru búin að taka sinn toll. Þrátt fyrir áföllin í lífinu var alltaf stutt í hárbeittan húmor- inn sem bar svo vel með sér hina miklu greind Unnar. Hún var af- skaplega næm á lífið og um- hverfi sitt og ef orðið fagurkeri á við um einhvern er það Unnur. Íslenskt mál vafðist aldrei fyrir Unni og hún kunni þá list manna og kvenna best að svara fyrir sig. Alveg fram undir það síð- asta. Á efri árum málaði hún af kappi, engar póstkortamyndir – heldur alvörumálverk, stór og litrík með afbrigðum. Veggi af- komenda skreyta nú fagrar minningar um listakonuna Unni. Góðu minningarnar eru margar og nú verða þær vel varðveittar af fjölda ástvina um ókomin ár. Hún gaf okkur öllum mikið. Hún kenndi mér æðru- leysi gagnvart lífinu. Að kunna að þakka fyrir það sem manni hefur verið gefið. Þá leið fundu þau Unnur og Þórður tengdafor- eldrar mínir, að ég held, í sam- einingu. Unnur hefur alltaf verið mjög meðvituð um ríkidæmi sitt í afkomendum talið, enda sýndi hún það ekki bara í orði, heldur líka í verki. Það fór fátt framhjá henni Unni í því sem afkomend- ur tóku sér fyrir hendur. Á kveðjustund þakka ég fyrir samveruna, myndirnar og allar góðu og skemmtilegu samræðu- stundirnar. Og svo miklu meira en það. Guð blessi minningu Unnar. Kristján Guðmundsson. Nú er amma okkar fallin frá, farin í sína hinstu ferð. Hún hafði einstaklega gaman af því að ferðast og í minningunni voru þau afi mikið á faraldsfæti. Þau heimsóttu okkur systur oft þeg- ar við bjuggum í Danmörku með foreldrum okkar og síðar til Sví- þjóðar og Skotlands þar sem við bjuggum með okkar fjölskyld- um. Það var alltaf mikil gleði og tilhlökkun á heimilinu þegar amma og afi komu í heimsókn enda átti amma auðvelt með að sýna ást sína og væntumþykju og var gjafmild með eindæmum. Amma var mikil listakona og hafði unun af fallegum hlutum og mikla ánægju af því að gera fallegt í kringum sig. Við systur höfum notið góðs af því í gegn- um tíðina, þegar við vorum yngri bæði prjónaði hún og saumaði á okkur og önnur barnabörn sín og í seinni tíð gerði hún stórkostleg listaverk sem nú prýða veggi fjölmargra fjölskyldumeðlima. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á list og teiknaði sér til skemmtunar en það var ekki fyrr en á efri árum og hægjast fór um að hún gaf sér tíma til að fara í listnám. Hún var afkastamikill listamað- ur og alltaf var spennandi að koma í Ofanleitið og sjá nýjasta listaverkið á trönunum. Amma var dama fram í fing- urgóma og ávallt hugguleg til fara. Hún sló ekkert af hvað það varðaði þó að hún væri komin á hjúkrunarheimili og stýrði af röggsemi að hún væri ávallt vel naglalökkuð þó að hún hefði ekki lengur burði til að lakka sig sjálf. Ein seinustu orð ömmu í þessu lífi voru til dætranna tveggja þar sem þær voru að kyssa móður sína sem þá var rúmliggjandi á hjúkrunarheim- ilinu: „Mikið er þetta góður ilm- ur.“ Amma var falleg og lífsglöð alla tíð og þau afi kunnu að njóta hversdagsleikans með súkku- laðimola og kaffibolla eða rauðs- vínsglasi eftir atvikum. Það er aðdáunarverður eiginleiki og til eftirbreytni að geta séð gleðina í hinu smáa. Elsku amma, við kveðjum þig og þökkum þér fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Guðlaug Þóra og Unnur Ýr. ✝ Þuríður Ólafs-dóttir fæddist í Reykjavík hinn 22. júní 1929. Hún lést á heimili sínu, Strikinu 4, 25. september 2011. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Einarsson, f. 19.1. 1894, d. 8.6. 1960, og Dórótea Árna- dóttir, f. 21.9. 1895, d. 26.10. 1964. Þuríður var ein af 5 systkinum en þau eru Hjálmar, f. 25.8. 1924, d. 27.6. 1984, Sigrún, f. 3.1. 1927, d. 27.12. 1992, Árni, f. 25.8. 1930, d. 2.2. 2003, og Anna, f. 2.9. 1932. Árið 1951 giftist Þuríður eftirlifandi eiginmanni sínum Magnúsi Guðjónssyni, f. 24.11. 1925. Þau hófu búskap á Ísa- firði en bjuggu nánast allan sinn búskap í Laugarnes- hverfi í Reykjavík, fyrst við Laugarnesveg og síðan við Laugalæk eða frá 1952 til 2008 er þau fluttu að Strikinu 4, Garðabæ. Þau eignuðust þrjú börn: 1) Guð- jón, f. 1950, kona hans Jóhanna Smith, f. 1955, d. 1995, þeirra dæt- ur eru Unnur, f. 1978, sambýlis- maður Hjalti Páll Sigurðsson og Hildur, f. 1982. 2) Ólafur, f. 1952, kvæntur Tamöru Suturinu, f. 1952. Börn Ólafs eru: Ásta Björk, f. 1972, maki Sigurður Lár- usson, börn þeirra eru Guð- rún Ingibjörg, f. 1994, og El- ísa Rut, f. 2011. Magnús, f. 1975, maki Jette Corfitzen, börn þeirra William, f. 2005 og Anna, f. 2009. Bjarni, f. 1980. 3) Jóhann, f. 1956, kvæntur Kristínu Björgu Jónsdóttur, f. 1958, börn þeirra eru Helga Kristín, f. 1985, Harpa Hrund, f. 1988, og Jón Atli, f. 1991. Þuríður verður jarðsungin frá Laugarneskirkju í dag, 7. október 2011, og hefst athöfn- in kl. 15. Það eru margar góðar minn- ingar um góðar stundir sem ég hef átt með ömmu og afa á Laugalæknum, þar var svo gott að vera. Þangað var alltaf gott að koma, þar voru alltaf til súkkulaðirúsínur og perubrjóst- sykur. Þar var líka eini staður- inn sem ég mátti fá allan þann sykur sem ég vildi í teið mitt, loksins. Það voru ófáar stundirnar sem fóru í búðaleik með Mono- poly peningunum og dúkkuleik í dúkkuhúsinu. Ekki má gleyma prinsessuleik í fínu sloppunum og hjá ömmu fengum við alltaf rauðan varalit, maður gerist nú ekki meiri prinsessa en það. Það var hún elsku amma sem kenndi mér að prjóna með gula garninu og í hvert skipti sem ég kom í heimsókn lengdist guli renningurinn örlítið. Því mun ég aldrei gleyma þó svo að prjóna- hæfileikarnir hafi ekki verið nýttir sem skyldi. Mig langar að þakka fyrir þessar stundir sem ég átti með henni ömmu undir hennar síð- asta. Það var svo gott að fá að sitja og halda í hönd hennar, spjalla og kveðja hana áður en hún fór. Góða nótt, elsku amma mín, sofðu rótt. Þín, Harpa Hrund. Það er komið að kveðjustund, góð vinkona okkar til áratuga, Þuríður Ólafsdóttir, hefur kvatt þennan heim. Vinátta okkar og Þuríar, eins og hún var alltaf kölluð, hefur verið óslitin síðan hún og Magn- ús Guðjónsson, frændi minn, gengu í hjónaband. Þegar við Guðbjörg höfðum nýlega trúlofað okkur hittum við Magga og Þurí niðri í bæ á 17. júní. Þau buðu okkur heim til sín á Laugarnesið og má að segja að upp frá þeirri stundu hafi mjög gott samband verið á milli okkar. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra og Þurí var í alla staði góður gestgjafi. Ég minnist líka góðra stunda þegar Þurí bauð mér, ungum námsmanninum, oft í sunnu- dagsmat eftir að ég flutti til Reykjavíkur. Þurí var einstök kona og bjó ávallt yfir mikilli reisn. Hún hafði ríka réttlætiskennd og vildi öllum vel. Umfram allt hafði hún þó þann góða eigin- leika að vera skemmtileg og hún kunni þá list að segja frá. Það var alltaf gaman að vera í návist hennar. Þurí og Maggi voru að sjálf- sögðu meðal gesta í brúðkaupi okkar Guðbjargar í ágúst1961. Þau hafa síðan verið fastir gestir hjá okkur þegar haldið hefur verið upp á viðburði innan fjöl- skyldunnar og við höfum sam- fagnað þeim við sömu tilefni í þeirra fjölskyldu. Þurí og Maggi heiðruðu okkur líka með nærveru sinni þegar við héldum upp á gullbrúðkaup okk- ar 19. ágúst síðastliðinn. Þá var Þurí hin hressasta. Viku síðar fengum þær harmafregnir að hún hefði greinst með illvígt mein sem að lokum felldi hana. Hún lést 24. september eftir stutta en erfiða banalegu. Við sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur til Magga og fjölskyldu. Blessuð sé minning Þuríðar Ólafsdóttur. Sverrir og Guðbjörg. Ég hafði farið í göngutúr þeg- ar ég sé stórglæsileg hjón koma á móti mér og hugsaði hvern skyldu þau vera að heimsækja? Það leyndi sér ekki, þau voru að heimsækja mig á „Rauðakross- hótelið“ við Rauðarárstíg. Svona voru þau alltaf, sama hvað þau tóku sér fyrir hendur, allt var það vel gert og fallegt, því þau voru fagurkerar. Þau eignuðust þrjá mannvæn- lega syni sem stóðu eins og klettur með pabba sínum og vöktu yfir móður sinni þar til yf- ir lauk, ekki lágu tengdadætur á liði sínu en ein þeirra er látin. Svo er ekki verra að eiga barna- börn sem eru læknar. Öll barna- börnin voru efst í huga þeirra og mest þau sem lengst voru í burtu. Þetta stríð tók fljótt af og sáu Karitas og aðstandendur um að þú þyrftir ekki að líða mikið. Þú varst heima allan tímann. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir) Samúðarkveðjur frá bekkja- systrum þínum í Laugarnesskól- anum, Bryndís, Erla, Laufey, Magna, Margrét, Sigríður og Steinunn. Það er mjög erfitt að setjast niður og skrifa þessa minning- argrein því við trúum ekki að Þuríður okkar sé farin svona alltof fljótt. Það koma margar góðar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til hennar. Alltaf fín og skemmtileg, alltaf í góðu skapi og alltaf tilbúin að hjálpa eða gera eitthvað fyrir börn, barnabörn eða langömmubörn. Prjóna, sauma eða baka, hún gat gert allt. Nú síðast fengu þrjú yngstu langömmubörnin frábær hekluð teppi sem munu alltaf minna á langömmu þeirra. Þuríður var kona sem hugsaði fyrst og fremst um fjölskylduna og heimilið. Það var alltaf nota- legt og gaman að koma í heim- sókn. „Hjónabandssæla“ er fyrst orð sem kemur í huga mér þegar ég hugsa til hennar. Þetta var uppskrift kökunnar ég smakkaði hjá henni þegar ég kom til Ís- lands. Tíminn leið og þegar ég kynntist henni betur skildi ég að þetta er ekki aðeins kökuupp- skrift heldur jafnframt uppskrift að því hvernig á að halda utan um stórfjölskylduna, vini og vandamenn. Jólahlaðborð var ekki fullkomið ef við fengum ekki frómasið okkar! Þuríður var frábær tengda- móðir og núna þegar ég er orðin tengdó sjálf skil ég betur hve góð hún var við mig, útlenda tengdadótturina, alltaf jákvæð og þolinmóð. Hún hjálpaði mér mikið við að aðlagast Íslandi sem hjálpaði mér að líða vel. Tengdó mín var mjög fín kona með frábæran smekk og fylgdist alltaf vel með nýjustu tísku og straumum. Stundum þegar við fórum í kaffi eða að kíkja í versl- anir og þegar sá hún eitthvað freistandi sagði hún stundum „kannski ekki núna, ég fæ mér þetta í næsta lífi“. Ég vona að hún geti fengið allt sem hana langaði til að fá í næsta lífinu. Erfitt að nota orðið „var“, ég segi ennþá: „Eigum við að heim- sækja mömmu og pabba“ og gleymi því að hún er farin. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og mun varðveita minningu hennar, Guð blessi þig, elsku Þurí mín. Tamara Suturina. Þuríður Ólafsdóttir Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.