Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011 Núverandi ríkisstjórn setti niðurhóp sem hún hafði bæði traust og velþóknun á til að fara með yf- irstjórn bankasýslunnar í sínu um- boði.    Framkvæmda-stjórinn, sem gegnt hafði sínu starfi frá upphafi þess, kvaddi nokkuð óvænt og mátti ráða að eitthvað hefði skort á ánægju framkvæmdastjór- ans með ráðuneytið sem starfsemin fellur undir.    Hvað sem því líður þá varð aðleita eftir nýjum fram- kvæmdastjóra. Stjórnin gerði það og tilkynnti sína niðurstöðu. Þá varð uppi fótur og fit.    Á daginn kom að sá sem ráðinnvar til starfans var ekki sam- fylkingarmaður. Það sem verra var að nákvæm skoðun sýndi að hann tengdist Framsóknarflokknum. Málið var að sjálfsögðu tekið upp á þinginu af hinum sómakæra þing- manni Helga Hjörvar, og fór vel á því. Hann hefur litríka reynslu úr viðskiptalífinu, af fleiri stöðum en einum. Hafðar voru uppi hótanir í þingsal um að sæi ekki fram- kvæmdavaldið að sér myndi þingið „að sjálfsögðu“ grípa í taumana.    Stjórnarformaðurinn fullyrðir aðframkvæmdastjórinn hafi ver- ið ráðinn með samhljóða atkvæðum eftir „faglegt“ ráðningarferli. Hinn nýráðni hefur gott orð, þykir hæfur og vandaður maður með víðtæka reynslu. Hann mun starfa undir umsjá og eftirliti stjórnar og hún og hann undir vökulu auga fjár- málaráðuneytis.    En það breytir ekki því að mað-urinn er ekki samfylking- armaður. Helgi Hjörvar Vitlaus maður ráðinn STAKSTEINAR Veður víða um heim 6.10., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 léttskýjað Akureyri 3 skýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað Vestmannaeyjar 6 skýjað Nuuk -1 heiðskírt Þórshöfn 8 skúrir Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 skýjað Stokkhólmur 12 skýjað Helsinki 13 skýjað Lúxemborg 11 skýjað Brussel 12 léttskýjað Dublin 10 skúrir Glasgow 8 léttskýjað London 12 heiðskírt París 15 skýjað Amsterdam 12 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 12 skúrir Vín 23 léttskýjað Moskva 11 skýjað Algarve 26 heiðskírt Madríd 31 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 21 heiðskírt Montreal 7 skýjað New York 13 heiðskírt Chicago 19 heiðskírt Orlando 29 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 7. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:54 18:38 ÍSAFJÖRÐUR 8:03 18:40 SIGLUFJÖRÐUR 7:46 18:22 DJÚPIVOGUR 7:24 18:07 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni virðist ætla að hafa það af þetta árið, en hann hefur horfið á hverju ári frá 2001 eða í áratug. „Það er heldur ólíklegt að það komi sú hlýja í október að hann hverfi þó að snjórinn sem hefur fallið þarna fari,“ segir Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur og helsti sérfræðingur í skafl- inum og hátterni hans. „En það er samt ekki hægt að fortaka það.“ Páll segir að áður en fór að snjóa á dögunum hafi mátt grilla í skaflinn í litla stund. Hann sé því á sínum stað. „Það eru mestar líkur til þess að hann geymist þarna í vetur og fram á næsta sumar.“ Á árunum 2001 til 2010 hvarf skaflinn eftir 25. september. Páll hefur bent á að mikið hafi snjóað í apríl og þó að snjóinn hafi fljótlega tekið upp í byggð hafi hann safnast fyrir í fjöllum og m.a. í Gunnlaugs- skarði. Tiltölulega kalt hafi verið í júní og sumarhitinn undir meðallagi síðasta áratugar. Fyrir um þremur vikum sagði Páll að stæði skaflinn af sér komandi rigningar og hlýindi gæti hann dugað til vetrar. Sú spá virðist ætla að ganga eftir. Hitamælir Árni Sigurðsson vitnar í Pál og skrifar á vef Veðurstofunnar að í hlýjum árum bráðni skaflinn, „áður en snjór tekur að safnast þar fyrir aftur að hausti, en á köldum tímabil- um helst hann allt árið. Fram undir aldamót hvarf skaflinn yfirleitt ekki“. Páll hefur fylgst með skaflinum um árabil og kannað mælingar úr honum. Samkvæmt könnunum hans hvarf skaflinn ekki í heilan áratug a.m.k. frá árinu 1863. „Þetta er í rauninni mjög nákvæmur hitamælir því maður getur áætlað mjög vel 10 ára meðalhita eftir því hvað skaflinn hefur horfið oft á því tímabili,“ segir Páll. Margir fylgjast með skaflinum og Páll vill ekki fullyrða að hann hafi það af að þessu sinni, „en það eru mestar líkur til þess“. Bendir til kaflaskipta í Esjunni  Skaflinn í Gunnlaugsskarði ætlar að hafa það af í fyrsta sinn síðan 2001 Ljósmynd/Veðurstofan Esjan Skaflinn í Gunnlaugsskarði á dögunum en hann hefur ekki horfið í ár. Um helgina munu um 400 ungling- ar koma saman í Fjallabyggð á landsmóti Samfés. Þátttakendur eru frá félagsmiðstöðvum víðs- vegar um landið. Landsmót Samfés er einn stærsti viðburðurinn sem Samfés stendur fyrir. Öll ungmennin sem taka þátt eiga það sammerkt að vera fulltrú- ar í nemenda-, félagsmiðstöðva- og/eða ungmennaráðum úti um allt land eða vera afar öflug í fé- lagstengdu starfi í félagsmið- stöðvum landsins. Á mótinu kennir ýmissa grasa. Unglingunum gefst m.a. kostur á að taka þátt í fjölbreyttum smiðjum s.s. í silfursmíði, útivist og við fjöl- miðlun. Landsmótinu lýkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks. Þar munu mótsgestir ræða um öll þau mál sem brenna á ungu fólki. Um 400 unglingar á landsmóti Samfés í Fjallabyggð Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Listmunauppboð Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 10. október, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg G uðm undurThorsteinsson -M uggur Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.