Morgunblaðið - 07.10.2011, Page 40
40 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
Evil Madness
samanstendur af
Pétri Eyvind-
arsyni, Jóhanni
Jóhannssyni, BJ
Nilsen og með-
limum Still-
uppsteypu, þeim Sigtryggi Berg
Sigmarssyni og Helga Þórssyni.
Þessi fjórða plata flokksins ber með
sér kómískt yfirbragð og meðlimir
virðast hafa ágætan húmor fyrir
sjálfum sér. Super Great Love býð-
ur upp á tölvutónlistarblöndu sem
virðist teygja anga sína allt frá
tölvuleikjum níunda áratugarins til
sýruteknós 21. aldarinnar. Platan
byrjar á laginu „Divine Sensual
Love Fantasy“ sem er ansi þokka-
fullt eins og nafnið gefur til kynna.
Glyskennt tölvupoppið gæti eflaust
fengið einhvern með sítt að aftan og
í skóm með gormareimum til að
dansa vélmennadansinn. Því næst
tekur við lagið „Sexy Feeling All
Year Long“ sem er ekki eins gríp-
andi en kunnuglegt stef lagsins „(I
Can’t Get No) Satisfaction“ fær
mann til að brosa. Ekki eru öll lögin
þó eins brosleg. Lögin „Exciting
Night Games“ og „Café Eindhoven“
hafa talsvert alvarlegri undirtón. Í
heildina litið er platan þó frekar flöt
og einsleit og hefði mátt fara aðeins
út fyrir tölvuforritin til að ná meiri
dýpt. Einföld tölvuhljóðin verða
hálfstirð á köflum og laglínur ekki
sérlega grípandi. Húmorinn kemst
þó ágætlega til skila og ef ég gæfi
einkunn fyrir það hversu góðir laga-
titlarnir væru þá væri þetta án
nokkurs vafa fimm stjörnu plata.
Evil Madness – Super Great
Love
bbmnn
Kómískt
yfirbragð
Davíð Már Stefánsson
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin Árstíðir sendi í vikunni
frá sér aðra hljóðversskífu sína,
Svefns og vöku skil, en sú fyrsta
kom út fyrir tveimur árum og bar
titil hljómsveitarinnar sem þá var
tríó. Nú er hún hins vegar sextett og
tónlistin hefur
breyst í samræmi
við það, eins og
heyra má á plöt-
unni nýju. Á
fyrstu plötunni
sveif andi Simons
og Garfunkels yf-
ir vötnum en nú virðist hann á und-
anhaldi.
Blaðamaður bar þær vangaveltur
undir Ragnar Ólafsson, einn af upp-
hafsmönnum hljómsveitarinnar, í
gær. Ragnar segir tónlist Árstíða
vissulega hafa verið einfaldari og
poppaðri þegar meðlimir voru þrír
en eftir að fleiri bættust í hópinn og
hljóðfærum fjölgaði, þ.e. fiðla, píanó
og selló, hafi sándið stækkað og
blandan orðið meira spennandi.
„Við vorum með fleiri möguleika
og að auki syngja allir, við erum með
sex söngvara í bandinu,“ segir
Ragnar. „Það sem við höfum verið
að gera síðustu tvö ár er að experi-
menta með þetta sánd og útsetja
lögin aftur og aftur,“ segir Ragnar
um plötuna nýju. Hljómsveitin hafi
verið að fikra sig áfram í hinum nýja
hljóðheimi og platan sé mikið unnin
fyrir vikið, spáð í hvern tón. Þá hafi
upptökustjórn Ólafs Arnalds haft
mikið að segja um útkomuna. „Hann
þekkir sándið okkar og er náttúrlega
mjög fagmannlegur tónlistarmaður,
vissi nákvæmlega hvað okkar plata
þurfti til að okkar sýn myndi verða
að veruleika,“ segir Ragnar.
Marka sér eigin stefnu
– Það er ekki lengur hægt að líkja
ykkur við Simon og Garfunkel eða
Crosby, Stills og Nash?
„Nei, þó að þetta hafi byrjað svo-
lítið í þeim anda urðum við svolítið
þreyttir á því að fólk var alltaf að
kalla CSN og Simon og Garfunkel
þegar það heyrði raddaðan söng.
Við höfum markvisst verið að
marka okkar eigin stefnu og ég er
mest stoltur af því, við þessa plötu,
að sándið er eitthvað sem við erum
búnir að rata á sjálfir. Við höfum
ekki líkt eftir neinu öðru bandi,“ seg-
ir Ragnar. Hljómsveitin er nýkomin
heim eftir þriggja vikna tónlistar-
ferðalag um Rússland og Búlgaríu
og segir Ragnar það hafa verið vel
heppnaða ferð. Í Rússlandi hafi ver-
ið uppselt á meira en níu tónleika og
spilað á fínum stöðum og stórum.
„400-500 manna hallir,“ segir Ragn-
ar um tónleikastaðina. Árstíðir túr-
aði með rússnesku bandi, Iamthe-
morning, sem hefur á að skipa selló-,
víólu- og fiðluleikara og léku þeir
með Árstíðum lög af nýju plötunni á
nokkrum tónleikanna.
Spurður að því hvort Rússar hafi
þekkt Árstíðir fyrir segir Ragnar að
hljómsveitin sé með rússneskan um-
boðsmann sem hafi unnið mikið með
rússneskum menningarsamtökum
sem áhuga hafi á Íslandi og íslenskri
menningu. Umboðsmaðurinn hafi
séð um að „plögga“ hljómsveitina í
Rússlandi og tónleikagestir verið
iðnir við að kaupa diska sveit-
arinnar.
Hvað næstu tónleika varðar þá
kemur hljómsveitin fram á Iceland
Airwaves, í salnum Kaldalóni í
Hörpu og mun svo halda útgáfu-
tónleika vegna plötunnar í Hofi á
Akureyri, 11. nóvember og í Salnum
í Kópavogi 19. nóvember. Þá eru
fleiri tónleikaferðir fyrirhugaðar og
líklegt að næsta sumar verði mikið
hátíðasumar hjá Árstíðum. Hún
mun m.a. leika á Colours of Ostrava í
Tékklandi, stærstu alþjóðlegu tón-
listarhátíðinni þar í landi.
Bless, Simon og Garfunkel
Ljósmynd/Roland Hensel
Fjölmenni Árstíðir á tónlistarhátíðinni Bardentreffen í Nürnberg í Þýskalandi í sumar.
Nýr tónn á
annarri hljóðvers-
skífu Árstíða
www.arstidir.com
„HÉR ER ÞRILLER SEM Á
EFTIR AÐ HRÆÐA ÚR ÞÉR
LÍFTÓRUNA“
- ENTERTAINMENT WEEKLY
- CHICAGO READER
- NEW YORK TIMES
NÚMERUÐ SÆTI Í KRINGLUNNI
REAL STEEL kl. 3:30 - 6 - 8 - 10:40 2D 12 KONUNGURLJÓNANNA kl. 4 - 6 Ísl. tal 3D L
REAL STEEL kl. 8 - 10:40 2D VIP DRIVE kl. 8 - 10:10 2D 16
CONTAGION kl. 8 - 10:40 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 6 2D L
CONTAGION kl. 3:40 - 5:50 2D VIP CRAZY,STUPID,LOVE kl. 8 :30 2D 7
HRAFNAR,SÓLEYJAROG MYRRA kl. 4 - 6 2D L HORRIBLE BOSSES kl. 10:40 2D 12
JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 2D 7
REAL STEEL kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L
CONTAGION kl. 8 - 10:30 2D 12 DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16
KONUNGURLJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L CRAZY,STUPID,LOVE kl. 8 2D 7
SHARK NIGHT kl. 10:30 3D 16
/ EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK
OG SELFOSSI
á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr.
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI OG AKUREYRI,
HANN HLÆR FRAMAN Í ÓTTANN
FRÁ ÞEIM SÖMU OG
FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN
ROWAN ATKINSON
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
„JOHNNY ENGLISH
Í GÓÐUM GÍR“
- K.I. -PRESSAN.IS
FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM
STEVEN SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER
„STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA.“
„KLASSÍK SEM ÞÚ VILT SJÁ AFTUR
OG AFTUR“
- J.C. SSP
HUGH JACKMAN ER
FRÁBÆR Í EINNI
ÓVÆNTUSTU MYND ÁRSINS
- L.S. ENTERTAINMENT WEEKLY
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
STEVEN SPIELBERG