Morgunblaðið - 07.10.2011, Side 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2011
STUTTAR FRÉTTIR ...
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Samtök atvinnulífsins og Alþýðu-
samband Íslands telja fjárlagafrum-
varp næsta árs standa á veikum
grunni og gagnrýna harðlega ýmsa
efnisþætti þess í ályktunum sem
gefnar voru út í gær. Miðstjórn ASÍ
lýsti yfir vonbrigðum sínum með
frumvarpið og telur hún það byggt á
„veikum forsendum um efnahags-
bata sem því miður sé lítil innistæða
fyrir“. SA tekur í sama streng og
bendir á að frumvarpið byggist á spá
Hagstofunnar frá því í sumar en í
henni er gert ráð fyrir 3,1% hagvexti
á næsta ári. Síðasta spá Seðlabank-
ans gerir hinsvegar ráð fyrir 1,6%,
en frá því að hún var gefin út í ágúst
hafa horfurnar versnað til muna,
meðal annars vegna versnandi
ástands á helstu útflutningsmörkuð-
um.
Skattar á sjávarútveg og fjár-
málafyrirtæki draga úr tekjum
Áherslur stjórnvalda í skattamál-
um fyrir næsta ár falla í grýttan
jarðveg hjá bæði SA og ASÍ. Í áliti
SA segir að það veki undrun að
tveim atvinnugreinum, sjávarútvegi
og fjármálageiranum, sé ætlað að
standa undir stærstum hluta aukinn-
ar skattheimtu á næsta ári, og líkur
séu á því að viðbótartekjur ríkissjóðs
vegna þessara hækkana verði minni
en frumvarpið segi til um. Meðal
annars vegna þess að aðrir skattar
fyrirtækja í þessum atvinnugreinum
hljóti að minnka af völdum þessara
nýju álagna. Einnig muni fyrirtæki í
þessum greinum mæta áhrifum auk-
innar skattheimtu, s.s. með útvistun,
minnkun umsvifa og uppsögnum.
Samtök atvinnulífsins telja að þeir
veikleikar sem er að finna í fjárlaga-
frumvarpinu þýði að hallinn á rekstri
ríkissjóðs á næsta ári verði að lág-
marki 12-15 milljörðum meiri en
stefnt er að.
Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega
áform um tvísköttun lífeyrissparn-
aðar einstaklinga umfram 2% og tel-
ur hún „það hyggilegri leið út úr
kreppu að hvetja til sparnaðar og
fjárfestinga fremur en að refsa fólki
fyrir að spara“. Ennfremur gagn-
rýnir miðstjórnin áform um að
hækka elli-, örorku- og atvinnuleys-
isbætur um 5.500 krónur á næsta ári
þegar lægstu laun eiga að hækka um
11 þúsund krónur. Minnt er á í áliti
miðstjórnarinnar að þetta sé ekki í
samræmi við það sem samið var um
við ríkisstjórnina í vor í tengslum við
gerð kjarasamninga og „furðar mið-
stjórnin sig á því að stjórnvöld ætli
sér ekki að efna þá samninga“.
Hörð gagnrýni SA og ASÍ á fjárlög
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands segja fjárlagafrumvarp næsta árs byggt á veikum
grunni SA segir hallann geta orðið 15 milljörðum meiri ASÍ segir stjórnvöld ekki standa við samninga
Gagnrýnin á fjárlaga-
frumvarpið
» Bæði SA og ASÍ telja fjárlög
næsta árs byggð á hagvaxt-
arspá sem er mörkuð of mikilli
bjartsýni.
» SA telur veikleika frum-
varpsins fela i sér a.m.k 12-15
milljörðum meiri halla en
stefnt er að.
» ASÍ gagnrýnir tvísköttun á
lífeyrissparnaði harðlega og
sakar stjórnvöld um að standa
ekki við samkomulag í
tengslum við kjarasamninga.
Morgunblaðið/Golli
Fjárlög Fjármálaráðherra kynnti
frumvarpið á dögunum.
● Gengið hefur
verið að tilboðum í
þrjár fasteignir
Orkuveitu Reykja-
víkur sem auglýst-
ar voru til sölu í vor
og í sumar. Það eru
hinar samliggjandi
jarðir Hvammur og
Hvammsvík í Kjós,
Hótel Hengill á Nesjavöllum og hús-
næði í Elliðaárdal, sem hýsti minjasafn
OR.
Samanlagt söluverð eignanna nemur
465 milljónum króna. Það er heldur
meira en væntingar OR stóðu til, sem
byggðar voru á mati sérfræðinga á
fasteignamarkaði, að því er OR segir í
tilkynningu.
Jarðirnar Hvammur og Hvammsvík
voru auglýstar til sölu í vor. Var gengið
til samninga við hæstbjóðanda og feng-
ust 155 milljónir króna fyrir eignina.
Í tilkynningunni segir að hæsta til-
boði í Hótel Hengil hafi verið tekið og
nemi það 210 milljónum króna. Að Raf-
stöðvarvegi 9 rak OR minjasafn þar til
síðastliðið haust að starfseminni var
hætt. Var hæsta tilboði í hana tekið.
Það er 100 milljónir króna.
Orkuveitan selur eignir
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
„Á margan hátt er eins og við séum í
miðju stormsins einmitt í dag, og ég
held að þegar litið verður til baka
eftir 20 ár þá verði þessi tími álitinn
mjög kaotískur og um leið spenn-
andi. Við stöndum á vissum tímamót-
um og mun hafa áhrif á hvernig hag-
kerfið þróast hvaða ákvarðanir
verða teknar og hvaða fyrirkomulag
haft á hugverkaréttindum,“ segir
María Rut Reynisdóttir.
María stýrir You are in Control-
ráðstefnunni (YAIC) sem haldin
verður í fimmta skipti dagana 10. til
12. október. Ráðstefnan fer fram í
Hörpu en um er að ræða alþjóðlegan
viðburð sem skoðar samband tölvu-
tækninnar og skapandi greina. Með-
al fyrirlesara má nefna Jane Pollard,
Ralph Simon og Iain Forsyth en
dagskráin er blanda fyrirlestra,
vinnustofa, pallborðsumræða og list-
viðburða.
Á allt að vera opið?
Einn af hápunktum YAIC verður
væntanlega á þriðjudaginn þegar
Robert Levine, rithöfundur og
blaðamaður, og Mathias Klang, lekt-
or í lögfræði, takast á um hvaða leið á
að fara í höfundarréttarmálum á
listasviðinu. „Um leið og netið ýtir
undir samskipti milli skapandi
greina hafa komið í ljós brestir í
kerfinu. Robert hefur gagnrýnt þá
frístefnu sem virðist ætla að verða
ofan á á netinu, þar sem öll menning
á að flæða um hindrunarlaust, lista-
menn eiga helst að gefa sköpunar-
verk sín en fá tekjur sínar með öðr-
um leiðum. Mathias tekur hinn
pólinn í hæðina og saman munu þeir
taka þátt í rökræðum við gesti í sal,“
segir María. „Það má alveg búast við
að það hitni í kolunum í þessari um-
ræðu enda eru höfundarréttarmál
það viðfangsefni sem stafræna bylt-
ingin hefur neytt fólk til að endur-
skoða og aðlaga breyttum atvinnu-
háttum.“
Stendur netið
á tímamótum?
Ráðstefna um
tengsl netsins og skap-
andi greina í Hörpu
Morgunblaðið/Júlíus
Bannað? Sitt sýnist hverjum um
frjálst flæði menningar á netinu.
Afgangur af vöruskiptum við út-
lönd nam 65,9 milljörðum króna á
fyrstu átta mánuðum ársins 2011,
samkvæmt tölum frá Hagstofu Ís-
lands. Á sama tíma árið áður var
vöruskiptajöfnuðurinn jákvæður
um 74,3 milljarða króna og var af-
gangurinn því 8,3 milljörðum króna
minni en í fyrra.
Samtals nam útflutningur 397,5
milljörðum króna á tímabilinu, en
innflutningur 331,5 milljörðum
króna. Verðmæti vöruútflutnings
var 47,3 milljörðum eða 13,5%
meira á föstu gengi en á sama tíma
árið áður.
Í ágústmánuði voru fluttar út
vörur fyrir 56,7 milljarða króna og
inn fyrir 45,6 milljarða króna.
Vöruskiptin í ágúst voru því hag-
stæð um 11,1 milljarð króna. Í
ágúst 2010 voru vöruskiptin hag-
stæð um 7,3 milljarða á sama gengi,
samkvæmt frétt Hagstofunnar.
Enn afgangur
af vöruskiptum
66 ma.kr. á fyrstu 8 mánuðum ársins
● Tryggingar og ráðgjöf bjóða nú upp á
aukna þjónustu – Tryggingavaktina. Í
tilkynningu kemur fram að hlutverk
Tryggingavaktarinnar sé að meta vá-
tryggingarþörf viðskiptavina sinna,
hvort sem um ræðir eigna- eða per-
sónutryggingar, og tryggja þeim ódýr-
ustu og jafnframt bestu tryggingarnar
hverju sinni. Með reglubundnu millibili
setur Tryggingavaktin sig í samband við
viðskiptavini til að endurmeta trygg-
ingaþörf þeirra og iðgjöld.
Meta vátryggingarþörf
viðskiptavina
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+,0-/1
++0-1/
2+-2.0
23-20
+4-254
+2,-22
+-./.4
+,/-+.
+.,-22
++,-,2
+,0-5+
++0-54
2+-0+.
23-25
+4-0/,
+2,-.,
+-..32
+,/-4
+.,-11
2+/-0.0
++5-+
+,/-01
++/-0
2+-044
23-0.
+4-055
+2,-5/
+-../4
+,.-2.
+.5-+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Greiningardeild Arion banka telur að
fyrirhugaðar breytingar á fiskveiði-
stjórnunarkerfinu, samkvæmt frum-
varpi til laga sem tekið verður fyrir á
Alþingi í haust, séu varhugaverðar.
Þetta kemur fram í skýrslu um sjáv-
arútveginn sem deildin sendi frá sér í
gær.
Í skýrslunni er m.a. varað við því
að varanlegt framsal aflaheimilda
verði bannað, eins og gert er ráð fyrir
í 7. grein frumvarpsins. Segir grein-
ingardeild að mikil hagræðing hafi
orðið í sjávarútvegi frá því framsal
aflaheimilda var leyft í byrjun tíunda
áratugarins. „Með því að banna fram-
sal aflaheimilda er komið í veg fyrir
að þeir aðilar sem standa betur að
vígi geti orðið sér úti um kvóta. Með
þessum hætti er því líklegt að bann
við varanlegu framsali dragi úr hag-
kvæmni í sjávarútvegi,“ segir í
skýrslunni.
„Aftur á móti gæti bann við fram-
sali aflaheimilda einnig orðið til þess
að smærri fyrirtæki sameinist. Ef
meðalstór eða minni fyrirtæki geta
ekki orðið sér úti um aflaheimildir,
líkt og hagkvæmur rekstur fyrir-
tækja þeirra krefðist, gætu þau þurft
að sameinast öðru fyrirtæki til að
geta nýtt aflaheimildir þess. Bannið
gæti því aukið hagræði í sjávarútvegi,
en í þessu tilviki væri það á kostnað
smærri fyrirtækja. Ef tilgangur
bannsins er að koma í veg fyrir að
aflaheimildir safnist á hendur fárra
aðila má benda á að nú þegar eru tak-
markanir á hversu miklar aflaheim-
ildir útgerð má hafa til ráðstöfunar.
Þetta mun því að öllum líkindum hafa
mest áhrif á þau fyrirtæki sem eiga
möguleika á aukinni hagræðingu í
rekstri, fyrirtæki sem enn eru að
stækka og með umframafkastagetu
en eru ekki komin í aflahlutdeildarhá-
markið,“ segir ennfremur.
„Varhugaverðar
breytingar“
Arion varar
við frumvarpi um
stjórn fiskveiða
Morgunblaðið/Kristinn
Arion banki Greiningardeild varar
við breytingum á stjórn fiskveiða.
Allur ágóði af sölunni rennur til Krabbameinsfélags Íslands
hafðu það
um helgina
Bleikt slaufunammi - Pink ribbon candy
Sölustaðir:
N1, Iða, Mál og menning, Háma, Pósturinn, Skeljungur, Debenhams,
Samkaup-Strax, Samkaup-Úrval, Nettó, Kaskó og Melabúðin.
www.faerid.com