Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 5

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 5
Jólin 1965 AUSTURLAND 5 komu hans eftir því sem tök eru á. í flestum frásögnum af Snjólfi kemur annar maður líka við sögu. Það er séra Eiríkur Sölva- son (f. 1663, d. 1731) prestur í Þingmúla frá 1702 til æviloka, áður í 4 ár prestur í Mjóafirði. Segir sagan, að þeir hafi ekki einasta verið kunnugir, heldur og vel til vina, og má sjá þess nokk- ur' merki, að það muni rétt vera. Ef til vill hefur fundum þeirra borið saman þegar á uppvaxtar- árunum. Til dæmis var Eiríkur Sölvason mikinn hluta vetrar á Hólmum í Reyðarfirði, þegar hann var 15—-16 ára, í sömu sókn og Snjólfur, ef hann hefur alizt upp í Vaðlavík (smb. Þingmúla- annál). Líka segir í sögnum, þar á meðal í ættagreinum Jóns Sig- fússonar, að Snjólfur hafi verið búðardrengur í verzluninni í Stóru-Breiðavík, en þar var Reyðarfjarðarkaupstaðurinn all- an einokunartímann og fram um, aldamótin 1800 — og hafi hann verið við það starf, þangað til hann fór utan. Sé rétt frá þessu sagt um Snjólf, sem vel má vera, getur fundum þeirra — hans og Eiríks Sölvasonar líka hafa bor- ið saman þar, ekki sízt, þegar þess er gætt, að eftir veturinn á Hólmum var Eiríkur á Kolfreyju- stað í samfelld 5 ár, bæði vetur og sumur. — Það er líka kunn- ugt og skiljanlegt, að íslenzkir unglingar, sem unnu hjá dönsku kaupmönnunum, áttu hægra með að komast út fyrir landssteinana en aðrir. En svo má líka geta þess til, enda virðist það mjög sennilegt, að þeir Snjólfur og Eiríkur Sölvason hafi dvalizt samtímis í Kaupmannahöfn, þar sem báðir voru um tíma við nám, og um- gengizt þar hvor annan sem land- ar og útlendingar meðal landsins barna. Við slík skilyrði verður oft náinn kunningsskapur milli manna — og vinátta. Eiríkur sigldi til Kaupmanna- hafnar með Reyðarf jarðarskipi haustið 1688 — 25 ára gamall — og var innritaður í háskólann snemma næsta vetur. Þar las hann guðfræði, svo sem vænta má, þar til í febrúar 1690, að hann fékk lærdómsvottorð sitt, og fór svo heim til Islands næsta vor eða sumar. Að vísu er með öllu ókunnugt, hvenær Snjólfur fór af landi burt, en ekki er nein sérstök ástæða til að ætla, að það bafi ekki getað verið um sama leyti. Hann lærði trésmíði, og að náminu loknu, eða ef til vill nokkru síðar, réðist hann í sigl- ingar á Indlandsfari og gerðist timburmaður á skipinu. Segja sumar sagnir, að leið hans hafi legið allt til Austur-Indlands, í öðrum eru Indlandseyjamar til- nefndar, en hvort tveggja getur mætavel staðizt. Á þessum tímum sigldu Danir skipum sínum til keggja þessara landsvæða, jafn- Vel alla leið til Kína, og einmitt n síðasta áratug fyrir 1700 og nokkur ár fram yfir aldamótin voru miklar siglingar þangað frá Danmörku. — Að öðru leyti er allt mjög óljóst um ævi Snjólfs, meðan hann var erlendis bæði um ferðir hans og annað, sem á daga hans hefur drifið. Verður víst ekkert um það fullyrt, hvort hann hefur farið eina ferð eða fleiri til Indíalanda, en geta má þess, að slíkar ferðir gátu dregizt á langinn á þessum tímum. Ekkert er heldur kunnugt um það, hvort hann fór í langferðir víðar um heiminn eða stundaði siglingarn- ar og timburmannshandverkið lengur eða skemur. Sagnir eru til um það, að hann hafi dvalizt í Noregi um tíma, en ekki er mér kunnugt um neins konar stað- festingu á því. Síðar, eftir að hann var kominn heim til íslands, hefur ýmsum viðurnefnum og titlum verið bætt við nafn hans, svo sem Indlandsfari, timburmað- ur, timburmeistari eða snikkari, ennfremur Peninga-Snjólfur og Norski-Snjólfur, sem hefur ef til vill ekki orðið til fyrr en í sögn- um eftir hans daga. í sögnunum um Snjólf er mik- ið látið af því, hve hann hafi ver- ið orðinn auðugur, þegar hann kom heim eftir utanlandsdvölina. Jón Sigfússon segir, að hann hafi átt ýrrna dýrgripi fyrir utan gull og silfur, en í sögnum Sigfúsar, að hann hafi átt fulla kistu af peningum, sem hefur líklega ver- ið helzt til vel í lagt. Hins vegar bendir ýmislegt til þess fleira en sagnirnar, að hann hafi verið all- vel fjáður, enda engan veginn ó- sennilegt, að hann hafi getað efn- azt af smíðum sínum og ef til vill einhverjum höppum á ævin- týraslóðum Indíalandanna. Og í sambandi við það, að hann hafi meðal annars átt einhverja sér- lega dýrgripi, má hafa það í huga, að hann hafði farið um þær slóðir, þar sem auðveldara hefur verið, allt fram að þessu, að afla slíkra gripa en víðast hvar annars staðar. Ef þeir Snjólfur og Eiríkur Sölvason hafa dvalizt samtímis í Kaupmannahöfn, hlutu leiðir þeirra að skilja vorið 1690, þegar sá síðarnefndi fór af stað út til Islands. Hann varð síðan merk- isprastur, vel metinn af samtíð sinni, en var samt embættislaus í nokkur ár, eftir að heim kom. Biskupinn í Skálholti, sem þá var Þórður Þorláksson (1674—1697), fól honum hins vegar skömmu eftir heimkomuna að fara með umboð yfir svonefndum tillags eða stiftisjörðum, sem voru 13 að tölu og allar á Auisturlandi. Var tekjunum af jörðum þessum upphaflega varið til styrktar fá- tækum og þurfandi prestum í Skálholtsbiskupsdæmi, en seinna voru þær eingöngu látnar ganga til presta í Múlasýslum. Skál- holtsbiskup hafði yfirumsjón með þessum jarðeignum. Tveir nsastu biskupar í Skálholti á eftir Þórði Þorlákssyni, Jón biskup Vídalín og Jón Árnason, endurnýjuðu báðir þetta jarðaumboð við séra Eirík Sölvason og hélt hann því til dauðadags. Auk þess voru honum falin ýmis önnur trúnað- arstörf. Þess er áður getið, að séra Ei- ríkur Sölvason hefði verið prest- ur í Mjóafirði í 4 ár, áður en hann fluttist að Þingmúla, sem var hans aðal prestakall um ævina. Hann bjó samt aldrei í Mjóafirði, heldur í Meðalnesi í Fellum og þjónaði prestakallinu þaðan. Var þó ein þessara tilleggsjarða, sem hann hafði umboð með, í Mjóa- firði, jörðin Kross, 12—hundrað dýrl. að fornu mati með 3 leigu- kúgildum og góð bújörð. Tekjurn- ar af jörðinni — landskuldin, sem var að upphæð 1—hundr. á landsvísu árlega — sama sem eitt meðalkýrverð — gengu til sókn- arprestsins í Mjóafjarðarpresta- kalli, þegar hér var komið, sem hluti af embættislaunum hans, og þar sem ekkert prestsetur var í sókninni, fengu sumir prestar, sem þar voru, jörðina til ábúðar og bjuggu þar sjálfir. Presturinn, sem fékk Mjóafjarðarþing næst á eftir séra Eiríki Sölvasyni, Eiríkur Árnason að nafni, bjó á Kroasi lengst af, meðan hann þjónaði prestakallinu. Vorið 1707 lét hann af prestskap þar og fluttist burtu, og næstu tvö ár var enginn sérstakur prestur í Mjóafirði. Kross var því laust til ábúðar þetta vor (1707). Einhvern tíma á þessum árum (1703—1709) hefur Snjólfur Sæmundsison Indlandsfari komið heim úr dvöl sinni erlendis og virðist næsta trúlegt, að sú að- staða, sem séra Eiríkur Sölvason hafði til umráða með byggingu þessara jarða, sem voru í um- boði hans, og sú tilviljun, að Krcss var laus til ábúðar um þessar mundir, ásamt þörf Snjólfs fyrir ábýlisjörð til að eiga sér samastað hafi borið upp á sama tíma og orðið til þess, að hann hefur einmitt fengið þessa jörð og sezt að á þessum stað í fyrstu. Má sjálfsagt gera ráð fyrir því, að enda þó að Kross væri sæmi- legt býli til ábúðar, þá hafi hann samt sem áður hugsað sér þennan stað sem athvarf til bráðabirgða eða þangað til tækifæri byðist til að fá álitlegra aðsetur, enda bjó hann ekki til lengdar á Krossi, sennilega aðeins 2—3 ár, en að vísu er ekki að fullu kunnugt um það. Hins vegar er auðséð, að þetta sumar (1710) hefur verið farið að losna um Snjólf í Mjóafirði. Eft- ir manntalsþingið á Brekku 7. júlí virðist hann hafa lagt ræki- lega land undir fót alla leið suð- ur á Þingvelli. Þar var alþingi ársins 1710 sett þriðjudaginn 8. júlí, sat að störfum næstu tvær vikur og síðasta daginn virðist Snjólfur vera staddur þar og hafa komið á fund þeirra Odds Sig- urðssonar varalögmanns og Páls Beyers landfógeta, sem þá fóru með æðstu stjórn landsins hér heima í umb'oði Gyldenlöve stift- amtmanns og Múllers amtmanns, sem ekki vildu leggja það á sig að gæta sinna háu embætta hér á landi. Voru þeir Oddur og Páll Beyer því titlaðir þeir „full- megtugu", en umboðsstjórnendur eru þeir kallaðir í íslandssögunni. Til merkis um það, að Snjólfur hafi fundið þessa háu herra að máli er skjal eitt, sem hann var aðili að, er gert var síðasta dag- inn, sem þingið var að störfum, undirritað nöfnum þeirra. Skjal þetta var leigumáli Snjólfs fyrir Papey, sem var kon- ungseign á þessum tíma og lengi bæði fyrr og síðar. Afrit af nokkrum hluta þess er enn þá til (sjá danska send. nr. 650 í Þjóð- skjs.), þar sem „þeir fullmegt- ugu“ lýsa því yfir, að þeir hafi leigt Snjólfi Sæmundssyni Papey, þó með þeim fyrirvara að enginn gefi sig fram með bréf upp á það frá æðri yfirvöldum, að þau hafi selt handhafa þess eyjuna á leigu fyrir þann tíma, sem bréf Snjólfs var ritað. Að þessu til- skildu, sem auðsjáanlega er ekki búizt við, „... da meddele vi herved bemælte Snjólfur Sæ- mundsen nærværende Fæstebrev paa overbemælte Jord, Papöe, eft- ersom han Fæsten der for alle- rede til mig — Paul Beyer — rigtig har betalt — etc. Under vore Hænder og Signete. Actum. Öxará, d. 22. júl. anno 1710. Otto Siverzen — Paul Beyer. „Fæsten“, sem Snjólfur hafði þegar greitt, er bréfið var ritað, var sérstakt gjald, sem látið var af hendi fyrir það að fá eyj- una leigða, eða fyrir byggingar- bréfið sjálft, að upphæð 8 rd„ og árlegt leigugjald eða landskuld af eyjunni voru líka 8 rd. Papey var og hefur alltaf verið ágæt bújörð, en Snjólfur Sæm- undsson hefur ekki getað búið þar nema eitt ár (1711—12) eða tvö í mesta lagi (1712—13), en lík- legast er, að hann hafi aldrei búið þar, heldur leigt eyjuna út til annarra allan timann, sem hann hafði hana leigða (1710— 23). Það er bærinn Urriðavatn í Fellum, sem alls staðar er talinn aðal bústaður Snjólfs Sæmunds- sonar hér á landi. Jörðin var skráð um þessar mundir, eða skömmu síðar 20—hundr. að dýr- leika með hjáleigunni Skógar- gerði, en seinna 24—hundr. að fornu mati með hjáleigunum Skóg argerði og Kálfsnesgerði, isem töldust 4—hundr. hvor að dýrl. Þetta var því myndarleg jörð, eins og hún er enn í dag. I sögnum segir og er víða end- urtekið, þar sem sagt er frá Snjólfi, að hann hafi beðið séra Eirík Sölvason að vísa sér á jörð til kaups og ábúðar þar sem sæi vatn frá bænum, og hefði séra Eiríkur þá valið honum og útveg- að Urriðavatn. Framhald.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.