Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 10

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 10
10 AUSTURLAND Jólin 1965 Fljótsdælingar kunna sögur um marga menn, og konur, sem sluppu svo naumlega yfir hana, að það gekk kraftaverki næst. Einhleypingur var fremsta vaðið á Fljótinu utan við Löginn og mikið riðið, áður en brúin var gerð. Að minnsta kosti fjögur fjölfarin vöð önnur voru á leið- inni út að fossi. Sennilega var mest farið á Rangárvaði, sem var mJ'ög gott vað. Seinni part sum- ars gat vatnið þar verið minna en í hné á hesti. Jökla var aðallega riðin á þremur vöðu-m neðan við ármót hennar og Kelduár. Ferjur voru auðvitað margar á Fljótinu utan við- Egilsstaði og var einn þýðingarmesti ferjustað- urinn þar, sem nú er brúin. Ein ferjan var með sérstökum hætti. Hún var í þrengslunum milli Straums og Litla-Steinsvaðs í Tungu, sem iminnzt var á hér að framan, þar sem straumur er sterkastur. Hún gekk undir nafn- inu „sveifferjan“. Árið 1905 voru reistir þarna sitt hvorum megin við Fljótið turnar úr gildum trjám á fagurlega hlöðnum stein- stöplum. Mannvirki þetta stendur enn í dag. Á milli turnanna var strengdur gildur vír, sem hægt var að vinda upp á spólur sitt hvorum megin. Var það gert með sveifum. 1 vírinn var fest mikil ferja, sem gat innbyrt 6 hesta með1 burði. Mannvirki þetta var kostað af Landssjóði og Norður- Múlasýslu. Friðrik Gíslason, úr- smiður á Seyðisfirði sagði fyrir um gerð þess. Á fjárlögum var sérstakur styr-kur veittur bónd- anum á Litla-Steinsvaði, en hann annaðist ferjuna. Hún var mjög rnikið notuð í 30 ár, einkanlega í sambandi við lestarferðir til Seyðisfjarðar. En kringum 1935 kom bílvegur yfir Fjarðarheiði. Lestaferðir lögðust þá niður. Með því var hlutverki sveifferj- unnar lokið. Á Jökulsá var lögferja á Hrafnkelsstöðum. Metúsalem Kjerúlf, bóndi þar um langt skeið og sem enn lifir í hárri elli, smíð- aði ferjurnar sjálfur og voru þær með sérstakri lögun, sem hér verður ei lýst. Næstsíðasta ferj- an, sem þama var, þótti undir lokin orðin allfornfáleg, enda kallaði Bjarni Guðmundsson læknir á Brekku hana „blómst- urpottinn", því að hún var orðin mosavaxin innan í báða enda. Eitt sinn ætlaði frú ein úr Reykjavík yfir á þessari ferju og kvartaði undan því, að hún væri ekki traustlegur farkostur. Þá svaraði Páll heitinn Kjerúlf ferjumaður: „Ef hún fer ekki í þessari ferð, fer hún í þeirri næstu!“ — Þarna á ferjustaðn- um við Hrafnkelsstaði er breidd árinnar 380 m. Önnur ferja var á Jökulsá nokkuð utan við Víðivelli ytri, fast hjá þeim stað, þar sem brú var gerð á ána árið 1951. Áin er þarna rúmir 100 m á breidd og mjög ströng. Þessa ferju áttu Suðurbyggðarmenn í Fljótsdal upphaflega, en síðar Metúsalem á Hrafnkelsstöðum einn. Henni var ætlað það hlutverk eitt að flytja lambfé þeirra yfir ána á vorin, en afréttin er vestan dals- ins. Metúsalem á Hrafnkelsstöðum átti hugmyndina að þessari ferju. Turnar voru reistir sinn á hvor- um bakkanum og vír strengdur milli þeirra. Var hann fastur. Á vírnum lék trissa og úr trissunni voru tveir strengir. Annar var festur í framstafn ferjunnar, en hinn í skutinn til hliðar, svo að ferjan stóð skökk við strauminn í ánni. Þessi ferja var kölluð .straumferjan, enda var það straumurinn einn, sem bar hana yfir ána. Ferjunni var svo snúið við, eftir því hvora leið skyldi farið. Metúsalem smíðaði þær tvær ferjur, sem notaðar voru þarna, áður en brúin var gerð. Fyrri ferjuna smíðaði hann árið 1916 í samráði við annan mann. Sú tók 10 ær og 10 lömb, en var með þeim ágalla, að hún vildi sporðreisast, ef féð lenti mikið fram í hana, því að hún var of frammjó. Enda skall eitt sinn hurð nærri hælum, að maður drukknaði, þegar þetta kom fyrir. Seinni ferjuna smíðaði Metú- salem eftir eigin höfði og miklu stærri. Hún tók 20 ær og 20 lömb, og var fjallstöðug, hvern- ig sem farmurinn færðist til. Með straumferjunni voru mörg þúsund lambfjár ferjuð á hverju vori yfir Jökulsá frá 1916 til 1951, að brúin tók við hlutverki hennar. — En því má bæta við, að straumferjan kom í góðar þarfir, meðan á brúarsmíðinni stóð. Með ferjunum við Steinsvað og Víðivelli var skráður merkur kafli í baráttusögu mannsins við fljótin — og fyrir því þótti mé- hiýða að geta þeirra svona ítar- lega. Yfir Lagarfljót og Jöklu var a’.drei nema einn dráttur. Hann er i fullu gildi þann dag í dag yfir Jöklu milli bæjanna Kleifar og Glúmsstaðasels í Fljótsdal, en ekkert nema áin skilur að túnin á þessum innstu bæjum í dalnum. Ég vík nú fáum orðum að brúnni á Lagarfljóti, sem nú hef- ur staðið yfir það rétt ofan við gamla vaðið á Einhleypingi í 60 ár. Enda hefur hún meira en nokkurt annað mannvirki breytt aðstöðu Héraðsbúa gagnvart Fljótinu. Lagarfljótsbrúin eldri var teiknuð1 af Sigurði Thoroddsen landsverkfræðingi. Smíði hennar hófst árið 1903 og lauk að mestu næsta ár. En hún var vígð 15. september 1905 — þetta mikla brúarvígsluár — af Klemenzi Jónssyni landritara. Þetta var — og er enn — lengsta brú á land- inu, 306 m löng. Áður en ráðizt var í brúarsmíðina töldu ýmsir hér eystra, að hún yrði svo dýr, að landssjóður myndi lenda í kröggum og ekki yrði unnt að gera brúna svo trausta, að hún stæðist ísrek Fljótsins í leysing- um. Vissulega varð brúin dýr á •þeirra tíma mælikvarða. Hún kostaði 140 þúsund krónur. Mig minnir Benedikt frá Hofteigi skrifa um það nýlega, að það væru 16% af ríkisútgjöldunum á þeim tíma. Það er mikið rætt um stórhug nú á tímum í ýmsum framkvæmd- um, en sannleikurinn er sá, að okkar kynslóð hefur ekki gert nein viðlíka átök í samgöngu- málum eins og aldamótamennirn- ir gerðu með sínum stórkostlegu brúarsmíðum. Gamla brúin stóð í rúma hálfa öld, en á árunum 1957—-1959 var ný brú smíðuð á sama stað, jafn- löng, og lík hinni gömlu að gerð, nema hvað stólpamir voru nú steinsteyptir. Ennþá er bara þessi eina brú yfir Fljótið og það er afskapleg- ur samgöngutálmi fyrir Úthér- aðið, að engin brú skuli vera þar út frá. Þessi brú kemur auðvitað fyrr eða síðar. En menn hafa deilt um það — eins og gengur — hvort hún skuli gerð ofan við Lagarfoss eða úti á Steinboga. En brú, sem kæmi t. d. við Lag- arfoss myndi ekki einungis tengja saman tvær af þremur yztu sveitum Héraðsins og ger- breyta samgöngum þar, heldur væri hún í leiðinni frá Borgar- firði, yfir Othéraðið og í stefnu á brúna á Jökulsá á Dal, og auð- veldaði mjög samgöngurnar norður á bóginn. Eitir því sem mennirnir öðlast meira vald í baráttunni við vötn- in gætir vatnanna minna í mann- lifinu. Svo er einnig með Lagar- fljót og Jökulsá í Fljótsdal gagn- vart Héraðsbúum. En eftir sem áður stendur samt fegurð þeirra á hinum ýmsu árstímum — og sögur um hina aldagömlu bar- áttu lifa í minningunni. Verzlun Björns Björnssonar hf. óskar öllum viðskiptamönnum sínum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. og þakkar viðskiptin á árinu, sem er að líða. Apótek Neskaupstaðar óskar öllum sínum viðskiptavinum gleðilegra jola og heillaríks komandi árs. Gleðileg jól! FARSÆLT NÝÁR! Þökk fyrir viðskiptin. Verzlunin Fönn Neskaupstað

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.