Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 13
Jólin 1965
AUSTURLAND
I 13
Bóka-
ormur
Smásaga
eftir
Albert
Engström
EG VAR heimiliskennari hjá
sóknarpresti nokkrum í
Smálöndum og mér leidd-
ist, — hann átti nefnilega engar
bækur. Þ. e. a. ,s. liann átti að
vísu litla bókahillu, en þar voru
bara guðsorðabækur, prédikana-
safn, nokkrar óhreinar guðfræði-
legar námsbækur frá námsárum
hans.
En ef mig langaði til að fá
eitthvað að lesa, þá gæti ég ef-
laust fengið lánaðar bækur hjá
baróninum.
Hver var baróninn?
Það var gamall furðufugl,
bókaormur, sem átti smájörð um
hálfrar mílu veg frá prestssetr-
inu. Hann sinnti ékki mikið bú-
skapnum, enda þótt hann þætt-
ist vera siiillingur í öllu, sem að
jarðræktarmálum laut. Hann
leigði jörðina bónda, en lá sjálf-
ur og las allan guðslangan dag-
inn. Honum þótti vænt um að fá
heimsóknir. „Við gætum skropp-
ið til hans einhvern seinnipartinn
og drukkið með honum toddy-
glas“, sagði presturinn og blés
frá sér þykkum reykjarmekki.
Hvers konar bækur átti barón-
inn? Það vissi presturinn ekki,
en hann hafði stórt herbergi,
þakið bókahillum um alla veggi
frá gólfi til lofts fullum af bók-
um í dýrindis bandi. En kannski
hann vilji ekki lána bækur. O, jú,
ef presturinn mælir með þér, þá
ihlýtur það að ganga.
Og svo ókum við dag nokkurn
til barónsins.
Við ókum eftir illa hirtum
trjágöngum og staðnæmdumst
fyrir framan aðalbygginguna,
hvítmálaða en hrörlega. Vinnu-
maður tók við hestunum og við
gengum upp slitnar tröppur. I
dyrunum tók ráðskona barónsim
á móti okkur og bauð okkur inn.
Sagði, að baróninn kæmi strax.
Hann liggur stundum og les í
rúminu allan daginn, hvíslaði
presturinn, þegar við vorum
komnir inn í dagstofuna.
Éig leit í kringum mig. Það
var svo sem ekki mikið að sjá:
Hrörlegt skrifborð úr birki,
kringlótt borð á miðju gólfi, gam-
all leðursófi og nokkrir stólar
sinn úr hvorri áttinni. Það var
allt húsgagnastássið. Blekbyttan
á skrifborðinu var ósköp óveruleg
ferðablekbytta af þessari gömlu
gerð, þar sem ýta þurfti á fjöð-
ur til þess að ná blekinu. Við
hlið hennar var sandbaukur.
„Hann skrifar víst ekki mik-
ið“, hvíslaði ég að prestinum.
„Nei, hann bara les, stúderar",
hvíslaði hann á móti. „En þei,
þei, þarna kemur hann“.
Ráðskonan opnaði upp á gátt
dyrnar að hliðarherberginu. A,
ha, þarna var bókasafnið. Bækur
frá gólfi til lofts. Ég gapti af
undrun.
En nú heyrðist þungt fótatak,
sem nálgaðist samfara þungum
stunum, og frámunalega feitur,
eldri maður, vippaði sér án erf-
iðismuna yfir háan þröskuldinn.
Hann var klæddur gráum inni-
slopp.
„Afsakið, kæru vinir, að ég lét
ykkur bíða eftir mér, en ég þurfti
nú fyrst að snyrta mig svolítið
— já, þetta er nýi heimiliskenn-
arinn, get ég ímyndað mér, —
velkominn, velkominn. Þér takið
þó eitt toddyglas, hr. Stúdent?
Eða er ungdómurinn orðinn eitt-
hvað slappari í þeim efnum en
á mínum dögum?“
Jú, ég drakk toddy.
„Mjög skynsamlegt, skynsam-
legt og spaklegt. „Non scolae sed
vitae discimus“, sögðu hinir
gömlu Rómverjar".
Baróninn var nefmæltur, hann
notaði sem sagt neftóbak. Nefið
var annars ákaflega tignarlegt,
reglulegt kynbótanef, þó að tób-
akið hafi gert það dálítið blöðru-
laga. Hvítt yfirskeggið var með
brúna tóbaksrák í miðjunni.
Neðri vörin hékk niður, eins og
vera ber.
„Toddýið kemur strax“, hélt
hann áfram. „Jæja, hvað skemmt-
ið þér yður við á daginn, hr.
Stúdent? Það er lítið um stúlkur
hér í sveitinni, það er eins og
kvenþjóðin sé að deyja út. Það
var öðruvísi í mínu ungdæmi".
„O, stúdentinn hugsar ekki svo
mikið um stúlkur, kæri vinur",
sagði presturinn. „Hann bara les
og les“.
„Ja, sjáið til, hr. Stúden-t,
menntun er nokkuð, sem ekki
verður tekið frá neinum. Hvað
væri lífið án bóka? Hvað hef ég
gert í 40 löng ár? Lesið og lært,
lært og lesið. Hvað hefur pipar-
sveinn eins og ég annað en bæk-
ur sínar?“
„Mér er sagt, að baráninn eigi
mjög stórt bókasafn", sagði ég.
„Kannski má imaður líta á það?“
„Satt að segja get ég ekki sýnt
það í dag. Það hefur ekki verið
tekið til þar inni og allt er í
ruglingi í hillunum. Ég var á fót-
um langt fram á nótt og sökkti
mér niður í þessar gömlu, góðu
U
Baróninn fór og lokaði dyrun-
um að helgidóminum.
„Bókasafn, það er kirkja, þar
á allt að vera í röð og reglu og
snyrtilegt, þegar hinir trúuðu
ganga þar inn. Annars ríkir
þarna regla fyrir mig, regla, sem
ég einn þekki. Ef bók væri færð
til án minnar vitundar myndi það
trufla starf mitt í fleiri vikur.
Það er eins og þér þekkið, það
getur virzt óregla á skrifborð-
inu hjá manni, einn pappírshaug1-
ur, en sá, sem vinnur við það,
hefur sína reglu á hlutunum, en
hreingerningastúlkan gæti gert
óbætanlegt tjón, ef hún færi að
safna öllu saman í einn bunka
og léti svo bréfapressu ofan á.
En þetta vitið þér nú allt saman,
hr. Stúdent".
Ja, mikil ósköp.
Presturinn hóf máls: „Stúdent-
inn er hingað kominn til þess að
biðja þig smá bónar, kæri vinur,
og ég hef tekið að mér að1 flytja
bón hans við þig, og ég þykist
vita, að meðmæli mín mega sín
einhvers. Stúdentinn fer mjög vel
með bækur og hann vildi gjarna
biðja þig að lána sér. ..“.
„Að lána, að ég fari að lána?
Bækur? Nei, og aftur nei. Éjg
skil þetta bara ekki. Hver fjand-
inn stjórnar þessu eiginlega? Að
ég fari að lána bækur?“
Baróninn leit á okkur með
samblandi af undrun og reiði.
Hann hleypti ógnandi í brúnirnar
og neðri vörin lafði niður á
höku. Hann fussaði og sveiaði.
„Takið þessu með stillingu,
kæri vinur“, sagði presturinn.
„Allir hafa leyfi til að spyrja, en
svo tölum við auðvitað ekki meira
um þetta. Éig hafði sannarlega
ekki látið mér detta í hug, að1 þú
tækir þessu, ja, hvað á ég að
segja tækir þessu . .
„Svona alvarlega, áttu við,
vinur minn“, sagði baróninn, og
fékk sér í nefið. „Afsakaðu, að
ég varð dálítið aastur. Ég meina
ekkert illt. En ég hef eina reglu,
eina ófrávíkjanlega reglu, og hún
er þessi: aldrei að lána bækur.
Ekki af því, að ég haldi, að stúd-
entinn fari eitthvað illa imeð
bækur, en hvernig, já, ég spyr,
hvernig getur nokkur maður, sem
metur bækur einhvers lánað þær?
Lánar maður kærustuna sína, hr.
Stúdent? Lánar maður konuna
sína, kæri vinur? Nei, aldeilis
ekki. Bók er mér heilagur hlut-
ur, svo heilagur, að mér fyndist
ég fremja dauðasynd, sviki minn
bezta vin, ef ég leyfði einhverj-
um að snerta hana“.
„Þér hafið fullkomlega á réttu
að standa, hr. barón“, ,sagði ég,
„og mér þykir leitt, að ég skyldi
vera svona hugsunarlaus“.
„Já, við skulum gleyma þessu
leiðinlega atviki. Afsakið bráð-
lyndi mitt, en þér skiljið mig, hr.
Stúdent, og það gleður mig. En
þama kemur toddýið. Vindil?
Nei, bækur, herrar mínir, bækur,
en við skulum annars ekki tala
meira um þær. Þér skiljið gaml-
an bókaorm eins og mig. En nú
bruggum við okkur toddy, svart
eins og íbenholt, leyfist mér að
hella í?“
Við drukkum toddýið og það
var ekki talað meira um bækur.
En baróninn ræddi um landbún-
að við prestinn alveg fram að
kvöldmat. Á meðan við mötuð-
umst talaði hann við mig um
mat og kvenfólk, en þegar máltíð
var lokið, byrjaði hann aftur að
tala um landbúnað við prestinn.
Mér hundleiddist, en reyndi að
hugga mig við toddýið. Hugs'ð
ykkur, ef það hefði verið vín-
bann.
Loks ókum við heim. Vonandi
hefur baróninn aftur tekið til við
lærdóminn.
Nokkrum árum seinna las ég
í blaði, að baróninn væri dauður.
Ég skrifaði prestinum og
spurðist fyrir um, hvort eigur
barónsins yrðu seldar á uppboði.
Ef ,svo yrði, vildi ég gjarnan nota
tækifærið og afla mér nokkurra
bóka.
Skömmu síðar fékk ég eftirfar-
andi svar:
„Kæri vinur.
. . . þá komst ég að því, að allt
hans mikla bókasafn var aðeim
gylltir bókakilir á tréspjöldum.
Þati’ var þess vegna, sem hann
ekki vildi sýna okkur dýrgripina.
Hann lét- aðeins eftir sig þrjár
bækur: Almanak aðalsmanna,
Áburðarfræði eftir Svanberg og
Húsdýrasjúkdómar. Þú kærir þig
varla um þær.
Já, hann var furðufugl, friður
ríki með ryki hans.
Kærar kveðjur".