Austurland - 23.12.1966, Side 5
Jólin 1966.
AUSTURLANÐ
5
sigra. Það er Ijóst mál, að bjart-
sýnin er komin til sögunnar og
þjóðin á framtíð. Allt virðist
lifna við í von hins nýja tíma.
Það er gott árferði og undir því
á íslenzka þjóðin jafnan mest.
Heilsufarið er gott í sveitinni og
nú deyja menn ekki lengur úr
hor. Sjálf kirkjubókin er búin að
gera þetta útlægt, og það á ekki
framar að fá grið á spjöldum
hennar. Svo er það 1791 að tveir
danskir menn eru á Vopnafirði,
báðir ungir, er annar beykir en
hinn er nefndur „matros“. Slíka
titla höfðu ekki Islendingar.
Þessum mönnurn fer að detta
skrítið í hug. I Vopnafirði bjó
önnur rík ekkja, Ragnheiður Ein-
ardóttir á Bustarfelli. Hún missti
mann sinn í bólunni 1786, og
hafði búið1 síðan á Bustarfelli, ó-
gift. Var hún 38 ára er hún varð
ekkja, átti 3 mannvænleg börn í
ómegð. Maður hennar hét Árni
Sigurðsson og við skipti á búinu
eru tilgreindar 3 jarðir, er þau
áttu, þar á meðal höfuðbólin
Bustarfell og Hafrafellstunga í
Axarfirði. Nú skeður þetta
skrítna, sem Dönunum datt í
hug. Þessar ekkjur, Ragnheiður
og Ingveldur, giftast þessum
dönsku mönnum. Á Ragnheiður
beykirinn, sem hét Niels Peder-
sen Piil, en Ingveldur matrosinn
sem hét Sören Rikhardsen Juul.
Stóð brúðkaupið á Hofi h. 11.
sept. 1791 og þetta er veglegt
brúðkaup. Svaramennirnir eru
sýslumaðurinn, kapteinnirm, fact-
orinn og hreppstjórinn. Auðséð
er hvað hér hefur átt að ske,
hvað þessar konur snerti og hvað
þessir dönsku menn hafa haft í
beitu fyrir þessar vel gjörðu kon-
ur. Þeim hefur þetta ekki verið
girndarráð. Ingveldur er 35 ára,
en Ragnheiður 43, hennar maður
Pul var 26 ára gamall. Hér hefur
því agni verið beitt af hinum
dönsku mönnum að hefja verzlun
á Vopnafirði, brjóta einokunina á
bak aftur og skapa nýjan tíma í
Vopnafirði, sem ekki var vanþörf
á í samræmi við nýjan tíma þjóð-
arinnar. Með nægilegu grobbi og
óskammfeilinni lýgi tekst þeim að
fleka konurnar í hjónaband við
sig og fá umráð á eigum þeirra.
Þeir sigla báðir og minnsta kosti
Pul með mikið fé úr búi Ragn-
heiðar og Juul hefur heldur ekki
farið tómhentur frá Ingveldi. Þeir
komu aldrei aftur og hefur Juul
lifað stutt, en Púl dó 1799. Hafa
þetta sennilega verið óreiðustrák-
ar og hefur sagan alltaf hallað á
þessar mikilhæfu konur fyrir til-
tækið, en aldrei vitað hvað á bak
við lá. Hefði og sagan getað verið
betri, ef þær hefðu ekki verið
svona óheppnar. Enginn veit
hvernig þær sluppu frá þessu á
fjárhagshliðina, en talið var að
Ragnheiður hefði ekki borið sitt
barr eftir þetta, og er lítil reisn á
heimili hennar árið 1801 í mann-
tali. Ekki eru mörg önnur dæmi
í sögunni, að konur hafi lagt sig
í hugsjónabaráttu þjóðarinnar og
ámæli eiga þær sízt skilið, þótt
svona tækist til. Danir hafa lengi
verið sjálfum sér líkir á Islandi.
Ingveldur í Leiðarhöfn var ekki
af baki dottin þótt svona færi
með þennan danska ,,matrós“.
Hún giftist í þriðja sinn Ásmundi
Péturssyni, ættuðum af Héraði,
bróður Jóns á Refstað afa Sig-
fúsar Eymundarsonar og Björns
á Hraunfelli. Voru þessi bræður
hæfileikamenn og af góðu fólki
komnir. Það orðspor er af Ás-
mundi að hann var frábær söng-
maður og virðist Ingveldur hafa
gengizt fyrir slíkri list, þótt eng-
inn viti hvernig Juul söng. Ás-
mundur var 13 árum yngri en
Ingveldur og gjörðist brátt hált
í hjónabandinu, átti son um alda-
mótin, með Sigríði Gísladóttur,
bróðurdóttur Ingveldar og var nú
gagn að Stóridómur var úr sög-
unni. Eitthvað fiktaði hann við
fleira kvenfólk, en var annars
duglegur og skemmtilegur mað-
ur, og bjuggu þau saman hjónin
meðan til vannst.
Grímur Grímsson óx nú á legg.
Hann var snemma fríður og
þroskaimikill og með aldri þótti
honum allt til lista lagt, söng-
maður góður, smiður og skytta,
glaðsinna og gjörfulegur. En
snemma þótti bera á ljóði á ráði
hans. Það var kvensemi slík, að
ærslum þótti sæta, og hefur þó
sennilega ekki verið dregið af því
orðsporinu. Þjóðtrúin bjó sér til
skýringar á þessu, sem hennar
var von og vísa, þegar um eitt-
hvað afbrigðilegt er að ræða.
Álfamey úr hamri við Leiðarhöfn
átti að hafa seitt hann til sín á
ungum aldri og gegndi Grímur
blíðulátum hennar um stund. Þar
kom, að álfmeyjan vildi að Grím-
ur gengi í hamarinn til sín og
kastaði sinu mennska eðli. Ýtt-
ust þau á umi þetta þar til Grím-
ur þvertók fyrir að sinna slíku.
Reiddist þá meyjan og lagði á
hann allt ódæmi í sambandi við
kvenfólk. Álfkona, móðir meyjar-
innar, heyrði þetta og þótti ó-
dæmi að heyra. Vildi hún bæta
úr fyrir Grími og lagði það á, að
ætíð skyldi hann þó sleppa
ókranktur á æru og lífi af þeim
sökum og þessum ósköpum er
dóttir hennar hafði á hann lagt
af heift sinni. Þá hefur Grímur
verið ungur ef þetta hefur verið
forspilið að1 hans ástasögum. Það
var hinn 3. október 1805, að
vinnukona á Fremra-Nýpi, Ólöf
Sigurðardóttir, elur sveinbam er
hún kenndi Grími Var hann þá
16 ára og tveim mánuðum betur.
Stúlkan var 28 ára, dóttir Sigurð-
ar Jónssonar frá Hróaldsstöðum
Hjörleifssonar, Ólafssonar prests
á Refstað Sigfússonar. Drengur-
inn var skírður Jósep og átti Ól-
öf síðan Eirík Bjömsson frá
Löndum í Stöðvarfirði og ólst
Jósep upp með henni á þeim slóð-
um og varð þroskamaður. Grímur
tók þá til að halda saman við
Guðlaugu dóttur Jakobs skrifara
í Skálanesi og þegar hann er á
20. ári er hann drifinn í hjóna-
band við hana. Var hún 22 ámm
eldri, svo hér eru furðulegar ráð-
stafanir gerðar, en þetta hefur
átt að hefta Grím, sem þótt hef-
ur nokkur nauðsyn að gera. Það
er stutt komið, þegar þessar ráð-
stafanir bila. Þau Guðiaug áttu
eitt barn, sem dó strax og Grími
verður lítið yndi að Guðlaugu.
Stúlka hét Dómhildur, dóttir Ög-
mundar sterka í Fagradal Einars-
sonar. Hún var sysiturdóttir Guð-
laugar konu Gríms. Nú eignast
þau Grímur dóttur, sem látin er
heita Grímhildur. Var það 1815
og munu þau þó hafa átt barn
fyrr, er eigi hefur fæðzt í Vopna-
firði eða Grímur átt barn með
enn annarri stúlku. Sýnir þetta
hversu gjörsamlega hin gömlu
Stóradóms forboð eru gengin úr
hugmyndaheimi manna, aðeins
fáum ámm eftir að slíkar barn-
eignir giltu menn lífið. Dómhildur
var 3 árum yngri en Grímur og
mun þetta hafa verið þeim báðum
tilfinningamál. Þau eignuðust enn
barn 1817, og þá er sagt að Grím-
ur sé búinn að eiga 3 hórbörn og
eigi hann hið 4. kosti það líflát,
og hékk það enn uppi af Stóra-
dómsákvæðum. Fram úr því fór
Dómhildur burt úr Vopnafirði.
Hún var mikil gjörfuleiksstúlka,
sterk sem efldustu karlmenn,
lundmikil og hagvirk, reri á há-
karl og hafði endaskipti á dönsk-
um búðarþjónum á Vopnafirði.
Slitið hafa þau hjón samvistum
er hér var komið og er Guðlaiug
á Ytra-Nýpi 1816 húskona og
eigi tekið fram í imanntali að hún
sé gift, en Grímur er talinn bóndi
í Leiðarhöfn með Ásmundi en
ekki á búi hans utan Grimhildur
litla og ekki tekið fram að hann
sé kvæntur. Virðist þannig kom-
ið, að eigi sé litið á þau sem hjón,
Grím og Guðlaugu.
Stúlka hét Lísebet. Hún er í
Fagradal 1816. Hún var einnig
systurdóttir Guðlaugar, dóttir
Jóns Ólafssonar lögrm. Péturs-
sonar, en hann átti að seinni
konu, allgamiall, Margréti dóttur
Jakobs söguritara og bjó á Felli
í Vopnafirði. Áttu þau nokkur
börn og dó Jón frá þeim ungum,
en þau ólust upp með frændum,
og Lísebet í Fagradal hjá Ingi-
riði móðursystur sinni, móður
Dómhildar. Nú fór Lísebet í Leið-
arhöfn árið 1817 eða 18 og það
er ekki að sökum að spyrja.
Grímur þekkti þessa ætt, og áður
en varði er Lísebet orðin vanfær
eftir hann. Þá var það nú Stóri-
dómur, og eins og vant er, þegar
hann er annars vegar, að farið
er úr öskunni í eldinn til að
bjarga sér. Þau Grímur hyggjast
leyna barnsburðinum til þess að
komast hjá Stóradómi, sem gilti
nú um þetta 4. hórdómsbrot. Það
hafði verið vitað á heimilinu og
víðar, að Lísebet fór kona eigi
ein saman og nú er hún allt í
einu orðin léttari og enginn hef-
ur orðið var við barnsburðinn.
Þetta getur eigi legið í þagnar-
gildi og rekistefna er þegar gjörð
um atburðinn og kemst Lísebet
ekki hjá því, að viðurkenna að
hún hafi barn átt, en segir að
það hafi fæðzt andvana og Grím-
ur húsbóndi sinn muni hafa graf-
ið það. Nú kemst alit í háaloft.
Kirkjubókin segir frá fæðingu
barnsins í dul og faðir þess sé
Grímur í Leiðarhöfn. Þetta er
hans 4. hórdómsbrot „og er hann
því líflaus" segir þar. Hert er nú
á allri rannsókn málsins og kem-
ur sýslumaðurinn sjálfur, Páll
Melsteð, til skjalanna. Grími er
skipað að segja til þess hvar hann
hafi grafið barnið og var það í
melbarði þar skammt frá og er
það nú grafið upp. Sent er eftir
lækninum, Jörgen Kerúlf á
Brekku í Fljótsdal, og skoðar
hann líkið. Hann gefur ákaflega
loðinn vitnisburð. Þessi útlendi
maður virðist kunna að fara svo
vel með íslenzkt mál, að á vitn-
isburði hans verður ekkert að
græða, hann er svo skemmtilega
loðinn, tvíræður og marklaus, að
sýnt er, að Jörgen Kerúlf hefur
ekki ætlað að láta byggja dauða-
dóm á sínum orðuimi. Var hér og
ekki gott til úrskurðar, þar sem
likið hafði legið tímakom í jörð.
Það sannast, að Lísebet hefur
alið barnið í úthýsi nokkm, engin
nærkona tilkvödd, en þó hafði
Grímur verið nærstaddur, en það
var honum m. a. til lista lagt að
vera heppinn ljósfaðir, ef ein-
hvers þurfti með. Rannsókn máls-
ins er löng og leiðinleg og með
smámuna ýtarlegheitum, sem
einkenndi hið gamla réttarfar, og
allt málið ógeðslegt. Verður það
ekki frekar rakið, enda hér öll
meginatriði rakin. Það er einfalt
mál hvernig þetta allt skeður. Að
rannsókn lokinni er málið tekið
til dóms á staðnum af Páli sýslu-
manni. Nefnir hann í dóminn með
sér 4 valinkunna bændur í sveit-
inni og var einn Jón á Þorbrands-
stöðum Jónsson, en hann hafði
sjálfur verið dæmdur af lífi 1793
eftir Stóradómi, fyrir að eiga
barn með konu, sem átt hafði
barn með bróður hans. Uppgjöf
saka hafði hann fengið og leyfi
til að kvænast bamsmóður sinni
og bjó svo með henni langa tíð á
Þorbrandsstöðum. Annar var Jón
á Vakursstöðum Jónsson.
Það er ekki mikillar undankomu
auðið þegar Stóridómur er á ferð-
inni og þessi dómur dæmir Grím
af lífi, en Lísebet sýsluræka. Hún
fór þá norður í Fnjóskadal og
dvaldi þar til dánardægurs eftir
1850, og á sitt blað í þingeying-
unum hans Konráðs Vilhjálmsson-
ar. Allt skeði þetta sumarið 1819.
Grímur hefur sennilega átt litlu
áliti að fagna á þessum tíma í
sinni sveit. Það sýnir mál eitt og
sakferli, sem til bar í Vopnafirði
árið 1817. Þorgrímur Sigurðsson,
bróðir Ólafar, er átti barnið með
Grími, var vinnumaður hjá Carli
Örum kaupmanni þetta ár. Þar
var þá ráðskona Vigdí-s Gissurar-
dóttir, ein af mörgu fátæku syst-
kinunum frá Vatnsdalsgerði og
hið eina sem komst til verulegs
þroska, enda var hún yngst og
ólst eitthvað upp hjá kempukarl-