Austurland - 23.12.1966, Qupperneq 7
Jólin 1966.
AUSTURLANB
7
inum Ögmundi í Fagradal. Þor-
grímur hafði átt tvíbura með Sig-
ríði systur hennar, og ekki hættu
Vopnfirðingar fyrr en hún var
búin að eiga 6 iausaieiksbörn!
Vigdís var skörungur og mælt var
að Carli Örum þætti hún góð
kona eins og sagt var um Hall-
beru abbadísi. Grímur var auk
þess grunaður að vera eitthvað
á skjánum hjá henni, en Þorgrím-
ur standa í skjóli hennar. Þor-
grímur hafði umgang um verzl-
unarhús og einhverja umsjón með
vörum og nú tók hann upp á því
að fara að verzla fyrir eigin
reikning, náttúrlega með vörur
verzlunarinnacr. Galt hann hinum
og þessum skuldir með vörum og
datt engum í hug að þær væru
teknar ófrjálsri hendi. Voru
margir þessara viðskipta aðnjót-
andi, er þetta komst í hámæli og
síðan rannsókn. Kemur margt
fólk við1 sögu í réttarhöldum og
vitnaleiðslu og þar á meðal hefð-
arkonur, sem ekki gátu á sér
setið að fá smáræði hjá Þorgrími,
enda var hann kaupdrengur góð-
ur og þekkti ekki kaupmanna-
sannvirði né markaðsverð. Leitað
er fast eftir því í réttarhöldunum
hvort Grímur í Leiðarhöfn sé
ekki með í spilinu, og er eins og
það leiki í grun, að þetta sé eins
konar þjófaþrífylking, Grímur
Vigdís og Þorgrímur. En Vigdís
hreinsar sig og virðist þó vera,
að hún hafi vart komizt hjá því
að vita um athæfi Þorgríms og
það sannast að Grímur hefur
hvergi komið nærri þessu, og
þykir það næsta undarlegt með
slíkan atgjörvismann! Hann hafði
engin viðskipti né vinmæli haft
viö1 Þorgrím og er hitt líklegra,
að Grimur hafi af viti sínu séð
það fyrr en aðrir menn, hvaðan
Þorgrímur hafði vörurnar og því
mátt varast kaupin við hann. Vig-
dís giftist svo Runólfi í Fagra-
dal, bróður Dómhildar. Var þeirra
dóttir Isfold hin sterka, tröllkon-
an, sem átti drenginn, sem kaliað-
ur var Úlfar fagri.
Það var komið fram á haust
hið umrædda sumar, þegar þess-
um málum lauk með sögðum
hætti. Grímur gekk í „arrest"
eins og þar segir á Ketilsstöðum
á Völlum þar sem sýslumaður,
Páll Melsteð sat. Var nú svart
í álinn fyrir Grími, og ekki að
sjá að gamla álfkonan hefði mælt
nógu fastlega um líknsemdirnar
við hann. Það kom þó brátt raun-
in á, hver mest mátti sín. Páll
Melsted var ágætis maður og
hann undraðist hvílíkum frábær-
um gerfileika margir Austfirðing-
ar voru búnir. Hann laðaði að sér
margt þessara gerfileikamanna og
studdi þá á ýmsan hátt. Grimur
var einn þessara manna, sem
vann hug Páls með gerfileika sín-
um, og kominn var sá tími, að
hann hlaut að finna til undan því,
. að hafa fellt dauðadóm, og viljað
alit til vinna að slíkur dómur
stæði ekki. Málið hefur sjálfsagt
samstundis gengið til yfirdóms-
ins og héraðsdómurinn verið stað-
festur. Hitt er víst, að málið gekk
fyrir Hæstarétt Dana. Nú hefur
Páll Melsted komið til skjalanna.
Hann var lögfræðingur frá Hafn-
arháskóla og hefur þekkt marga
Dani, sem um þetta mál hafa
fjallað, og ef til vill hefur Grím-
ur sjálfur átt þar einhverja að,
sem mátt hafa sín nokkurs. Síðla
árs 1821 eða snemma árs 1822
kemur Hæstaréttardómurinn; al-
ger sýkna Gríms. Kirkjubókin
segir um Grím innkominn í sókn-
ina 1822: „Kom frá Ketilsstöðum
á Völlum efitir tveggja ára „arr-
est“ sýknaður af Hæstarétti
Dana“. Álfkonan gamla lét ekki
á sig ganga um líknsemdirnar við
Grim. Þótti þetta koma mjög á
cvart, þeim er þekktu málavexti,
en hér var búið að deila við dóm-
arann. Móðir hans var enn á lífi
og hafði verið dapurt mjög yfir
hennar lífi meðan á þessu stóð.
Páll Melstad hafði haldið Grími
laust og leyft honum að fara
heim til sín, að hitta móður sína
og til yfirsýnar á búi, sumarið
1821. Var þá ráðskona á búi
Gríms, Sigríður Vigfúsdóttir,
systir Sveins föður Guðrúnar í
Skólanum, sem allir Vopnfirðing-
ar, hinir eldri, muna, langömmu
Sigríðar Geirsdóttur. Sigríður
fæddi Grími barn, sem eins konar
uppbót á frelsið, er hann kom frá
Ketilsstöðum. Var það dóttir,
skírð Kristbjörg, en það niafn
gekk mjög í ætt frá Hildibrandi
lögrm. Þorgrímssyni lögrm. í
Reykjahlíð 1703 Jónssonar. Nú
steinþegir kirkjubókin, engin at-
hugasemd um, að þetta sé 5. hór-
barn Gríms, og var mikið að
henni var ofboðið. Hvað er hún
líka að steyta sig á móti Hæsta-
rétti Dana! Hefur presturinn
kannski skilið dóminn á þá leið,
að nú væri löglegt að eiga hór-
börn, og mun hann hafa fagnað
því. Ekki varð samband þeirra
Gríms og Sigríðar meira, enda
kom nú að Leiðarhöfn stúlka,
austan af Völlum, sem kallað var
að hefði elt Grím norður. Hún hét
Arndís Hildibrandsdóttir. Var
Arndísarnafnið mjög útbreitt um
langan tíma á Austurlandi, komið
frá Arndísi Snorradóttur, konu
Einars prests, f. 1498, í Vallanesi
Árnasonar. Nú þekkist það ekki
þar um slóðir. Arndís var gjörfu-
leg stúlka og af góðu fólki kom-
in, Hildibrandsættinni frá Ási í
Fellum, en móðir hennar var af
Hofteigsætt, séra Sigfúsar Tóm-
assonar. Arndís var tvítug að
aldri er hún elti Grím norður, og
auðvitað kom hún ekki til einskis.
Árið 1824 fæðir hún Grími barn
og dó það strax eða fæddist and-
vana. Nú virtist stillast um hagi
Grims í kvennamálunum og vildi
nú hvorugt öðru sleppa, og dvaldi
Arndis í Leiðarhöfn og átti ann-
að barn með Grími, sem einnig
dó strax, og voru hórbörn Gríms
þá orðin sjö. Hafa nú einhverjir
góðir menn, og líklegast Páll Mel-
sted, slegizt í þetta mál, eins og
menn með viti. Voru þau nú
Grímur og Guðlaug skilin með
dómi 1827 og 7. maí 1828 fékk
Grímur konunglegt leyfi itil að
kvænast Arndísi. Gengu þau í
hjónaband 31. janúar 1829. Sat
Arndís vanfær á brúðarbekknum
og fæddi barn í apríl. Dó það
einnig strax. Mátti þá segja að
lokið væri 25 ára kvennastríði
Grims og nú var hann 40 að
aldri. Hann hafði haft kostnað-
arsamt í búi og óeirið heimilis-
hald, en sá fyrir öllu áfallalaust
og átti Leiðarhöfn. Byssan hans
og öngullinn og svo bráðhagar
hendur, fleyttu honum y-fir það,
sem aðrir hefðu strandað á. Álit
hans og persónuleiki stóðst alla
múgsins mærð og sleggjudóma
um. líf hans. Hann var hvarvetna
kvaddur til þar sem einhvers
þurfti með og var alls staðar ó-
bilandi liðsmaður. Kvenfólkið mun
hafa beðið Drottinn að fyrirgefa
honum eins og Don Júan.
Ævilok Gríms
Eins og nú var sagt, var jafnan
leitað til Gríms ef einhvers þurfti
með, einkum í sjóferðum og smíð-
um. Danska verzlunin á Vopna-
firði hafði látið gera hús eitt úti
í Strandhöfn fyrir fisk og salt,
svo hægt væri að landa þar fiski
til aðgerðar af bátum, þegar
langróið var á fiskinn, sem jafn-
an er á Vopnafirði. Var bændum
þetta til hagræðis, því jafnan
höfðu bændur menn „til sjós“ á
vorin, og mönnuðu þá báta 1 fé-
lagi, ef ekki fékkst, sem oftast
var, skiprúm hjá bændum sem
bjuggu á sjávarjörðum og gerðu
jafnan út báta. Nú var það haust-
ið 1832, að verzlunin ákvað, að
rífa þetta hús og flytja viðirna
inn á Vopnafjörð. Grimur var
fenginn til að rífa húsið, enda
mun hann hafa smíðað það, því
ekki stóðu þessir hættir langa
stund. Átti síðan um veturinn, er
út á liði, og veður hægðust, en
dagur lengdist, að flytja viðina
sjóveg inn á Vopnafjörð og auð-
vitað átti Grímur að standa fyr-
ir því verki. Hann var allra
manna kunnugastur sjó og sjó-
leiði á Vopnafirði, svo þetta verk
átti að vera í öruggum höndum.
Leið nú fram á vetur og fór
Grím að dreyma stóra drauma,
en hann þótti draumspakur og
forspár, og jafnan eitthvað dul-
legt í fari hans. Segir þjóðsagan,
að hann hafi dreymt það mi. a.,
að maður kæmi innan að Leiðar-
höfn frá Skálanesi. Sá var mikill
vexti og eigi dællegur né trúleg-
ur á svip og reið föngulegum
hesti. Var sem Grímur kenndi
uggs af gesti þessum, skiptir
samt við hann orðum, og býður
honum að koma inn. Gestur tók
þvert fyrir það í þetta sinn, en
kvaðst koma aftur eftir hálfan
mánuð. Grímur hugleiddi draum-
inn og hugði að hér mundi dauð-
inn vera á ferð og vitja sín eftir
hálfan mánuð. Olli Grími þetta
hugarangri og nú var hann sem
jafnan hraustur maður og ókvell-
issjúkur, svo hér mundi eitthwað
nýtt til bera, ef hann lyki lífi
eftir hálfan mánuð1. Nú stóð til
að flytja timbrið og komið yfir
jafndægur en tíð góð og sjóleiði
jafnan gott. Átti Grímur von á
skipi til verzlunarinnar á hverj-
um morgni, en alltaf drógst úr
hömlu að það kæmi. Var nú liðið
nær hálfum mánuði frá því Grím
dreymdi drauminn og hann bjóst
til að vera var um sig á þessu
tímamarki. En er liðinn var rétt-
ur hálfur mánuður, sá Grímur
hvar skip kom út með landinu og
bjóst til að taka hann. Grímur
ætlaði að skjóta sér undan ferð-
inni og kvaðst lasinn og óferða-
fær. Segir sagan að þá hafi Dóm-
hildur verið á búi hans sem, ótrú-
legt má þykja, þótt hún dvelji
þá í Vopnafirði því þar átti hún
sitt 6. og síðasta lausaleiksbarn
árið 1830. Bauðst nú Dómhildur
til að fara fyrir Grím, og mátti
það gilt heita, því ekki var henni
síður treystandi á ár og vi'ð stýri
en Grími. En er Dómhildur gekk
til skips hrasaði hún og skaðað-
ist allmikið, svo ekki mátti hún
ferðinni fram koma. Brá þá
Grími og sagðist sjá hvað verða
vildi. Gekk hann á skipið og urðu
þeir félagar vel reiðfara til
Strandhiafnar og báru viði um
borð. Voru þeir 4 saman, allt ung-
ir menn og duglegir. Grímur
sigldi inn með landi, hefur orðið
að fara grunnt til að hafa vind
og ætlað síðan að beita þvert
yfir Nýpsfjörð, fyrir Leiðarhafn-
artanga og inn á legu í Skálanesi.
Eu stutt fyrir innan Strandhöfn
siglir Grímur á sker. Hefur skip-
ið sennitega verið háhlaðið og
Grímur við stýrið, séð illa til leið-
ar. Valt skipið um og drukknaði
þar Grímur og tveir fylgjarar
hans, Jósep Sigurðsson frá Torfa-
stöðum, systursonur Stefáns
bónda og Rafn Jónsson frá Há-
mundarstöðum, Rafnssonar. Einn
komst af, Eiríkur Eyjólfsson, ætt-
aður austan af Héraði. Hann varð
síðan faðir Björns á Hauksstöð-
um. Þótti þetta undarlega hafa
til borið í góðu veðri og kunnug-
ur maður á ferð. Lík þeirra náð1-
ust, og voru þau jarðsett á Hofi
h. 3. apríl 1833, en slysið varð h.
26. marz. Þá var Grímur á 44. ári
en Arndís 30 ára og fylgdi hún
Grími vanfær til grafar, eins og á
brúðarbekkinn. Amdís giftist aft-
ur Páh Pálssyni, ættuðum af
Fjöllum og bjó við virðingu í
Leiðarhöfn laniga stund. Dóttir
þeirra m. fl. var Guðrún, er átti
Eymund Eymundsson, bróður
Sigfúsar. Þeirra dætur voru Ág-
ústa er átti séra Jes Gíslason og
Guðrún er átti Halldór úrsmið
Sigurðsson.
Getið toama Gríms.
Grímur mun alls hafa eignazt
14 börn og dóu 7 þeirra nýfædd.
Hin sem komust upp voru:
1. Jósep f. 3. okt. 1805, vinnu-
maður á Sævarenda í Fáskrúðs-
firði 1838 með son sinn Sigurð.
Átti Sigríði Jónsdóttur f. 1797 á
Streiti í Breiðdal.
2. Grímhildur, f. 1815, átti Jó-