Austurland


Austurland - 23.12.1966, Síða 17

Austurland - 23.12.1966, Síða 17
Jólin 1966. AUSTURLAND 17 græðgislega bón í augum og dill- aoi rófunni. Þá flagaði Bóas með fimlegu hnífsbragði vambarsaum- inn að endilöngu ásamt totunni, sem eftir var, og lét væna flís æf slátrinu fylgja og kastaði í loft upp, og Sámur reis á aftur- iappirnar og setti kjaftinn undir, og bitinn féll viðstöðuláust niður í maga. — Eigum við ekki að skipta okkur ? spurði ég, þegar við stóð- um upp. — Ekki strax, svaraði Bóas, og svo tókum við stefnu á Lamtoa- múlann neðan til; gangan sóttist skjótt niður höllin. Við fórum neðan við Urðina og yfir Múla- taglið, horfðum dálítið eftir hrútnum við og við1, en sáum annars ekkert til kinda, fyrr en við komurn niður á Eiríksdal. Þar var dilkær í lautardragi og nokkr- ar geldkindur skaimmt frá. Þær styggðust við kotniu okkar, hlupu í hnapp og störðu á okkur með varúð í svip, reiðubúnar að taka til fótanna. Við stugguðum við þeim og Sámur stökk á eftir þeim spottakorn, en þær settu á sprett í átt til Héraðs failegar á lagðinn áþekkar frumvaxta stelpum nema dilkærin, sem líktist meir ráð- settri eljukonu dálítið miæddri. Eftir var óregiulegt rósaflúr í grasinu, sem á hafði fallið hrím og vitund af mjöll, slóðir kinda- fóta og för eftir snoppur leitandi grasa, svo og slóðir okkar tveggja og Sáms, sem þverskáru flúrið grófiega. En slóð hrútsins var ófundin enn. Nú gengum við inn dalinn og svipuðumst um báðumegin árinn- ar. Fyrir stafni blasti við snjó- hvítur tindur, svartir bergstuðl- ar Dyrfjalla á vinstri hönd og til hægri píramítinn Grjótufs og Beinageit sunnar. Þessi heimur bauð okkur enga ógn í dag, hvorki válynd veður né grýiiur myrkurs, heldur alhreina jörð, svalt loft, þögn og tempraða birtu síðhaustsins. — Eigum við ekki að skreppa ofan í Hólaland og fá okkur kaffi? sagði Bóas í spaugi, það er ekki nema klukkutíma gangur héðan. Við urðum einskis varir inni á dalnum og héldum við svo búið inn og niður í Sandbrekkuafrétt og skiptum okk,ur. Bóas gekk innar. Þannig héldum við niður þá breiðu tungu, sem verður milli Jökulsár og Bjarglandsár. Bjarg- landsá mun hún heita, en er oft í daglegu tali kölluð Bjalllandsá eð'a aðeins Bjalla. Hún kemur af Hraundal, aildrjúgt vatnsfall og fellur um langan veg í djúpu og fögru gljúfri. Við mættumst neðan til í háls- unum fram og upp af Þórsnesi og Sandbrekku. Þá var farið að bregða birtu. Fáeinar kindur sá- um við og skynjuðum þær, en ekki var hrússi þar. Nú fengum við okkiur bita í þurru lyngholti. Hér niðri var autt og þurrt á grasi. Sólarlaust var um daginn, eins og fyrr segir, og þámað loft, en undir kvöldið opnaðist heið- rikjurifa yfir Hlíðarfjöllum, og gegnum þá rifu horfði sólin yfir Héraðið glitrandi saimúðaraugna- ráði til okkar í ljósaskiptunum, meðan hún sé undir, eins og hún væri að samhryggjast okkur út af hrútnum. Við vorum hættir leit þennan daginn, og ekki varð á Bóasi fundið, hvort honum líkaði betur eða ver. Svo gengum við út. og niður í Þórsnes. — Gott að gista hjá þeim Ei- ríki mínaim og Stefaníu, mælti Bóp.s. Gisting var sjálfsagðari en um þyrfti að ræða. Skömmu ,síðar sátum við hjá Eiríki í stofuögn í litlu timburhúsi undir háu fjalli, sem mförg löng klettabelti setja svip sinn á. Þessi belti eru með nokkru millibili neðst í fjallinu, langir þverhníptir blágrýtisstall - a,r og víð'a ókleifir, en breiðar, grónar brekkur milli stallanna, því að hruni er löngu lokið, nema hvað einn og einn stuðull spring- ur fra.m, slengist flatur forbrekk- ?s og biður þess, að gróður búi honum leiði. Nesið myndar Bjarg- fandsá nýkomin úr gljúfri sínu í fjallinu, rennur í stóran boga um sléttlendið, og Þórsnes verður innan bogans. Þar er slétt land og vel gróið, rist stararkilum. Stundum hlaupa flóð 1 ána og kaffæra stóra hluta nessins. Þetta kvöld voru komnir í Þórs- nesi tveir eða þrír gestir auk okkar, bændur úr nágrenninu. Þeir sátu yfir kaffi, og fljótlega komu bollar handa okkur. Strax og við vorum setztir inn, hófust umræður um för okkar. Enda þó.t't hún væri ekkert tiltakanlega frækileg og gjörsneydd mann- raunum, þótti hún forvitnileg, sökum þess að hún var gerð vegna eins hrútskudda. Er slóð okkar hafði verið rakin í frásögn og spurningum, kom,u fram ýms- ar ályktamir um höfuðkempu þess- arar frásögu, hinn makalausa lambhrút. Menn reyndu að setja sig í spor hans. Einn sagði, að hann mundi hafa sett inn, inn, einmitt inn, og væri nú ráð að leita lengra en við höfðum gert í dag, inn í Sandadal jafnvel Hraundal. Annar taldi hann miunt'' hafa leitað upp, upp, ein- mitt upp, það væri alkunna, að lambavillingar ættu til að leita á gróðurlaus fjöll ofar og ofar, unz engra yrði ekki komizt og standa þar í svelti af sauðarlegum þver- girð'ingshætti og heimsku. Allir möguleikar voru hugsanlegir, en ákaflega misgirnilegir til fram- kvæmda. Miklu girnilegri var matarlykt- in, sem barst okkur úr eldhúsi Stefaníu og fól í sér dýrðleg fyr- irheit, sem brátt kom fram, því að nú birtist sú matardýrð, sem skærast skín seint á hausti, þeg- ar nýlega er búið að gera gott slátrum, salta kjöt, setja í súrt, hengja upp og garðmatur enn ferskur, rauðar, sætar kartöflur og þreknar gulrófur. Spenvolg nýmjólk. Enn er ógetið góðvinar mins Steinþórs, sonar Eiríks og Stefan- íu. Hann var þá enn heima og á svipuðu reki og ég. Strax að lok- inni máltíð' lokkaði hann mig út i leika og kapprauna. Við hlup- um og stukkum á túninu þama í haustmyrkrinu, síðast flugumst við á, því að þetta varð að vera fjölbreytileg keppni. Hvoriugur okkar var áflogagjarn og báðir heldur átakalinir. Fór því svo, að báðir féllu. Mótinu skyldi fram haldið morguninn eftir og keppt m. a. í klettaklifri, og svo hugð- ist Steinþór sýna mér sundlistir í kíl rétt ofan við bæinn. Eftir kvöldkaffi og með því ofian á allan matinn var setið á tali fram eftir, notalegu tali um sitt af hverjiu annað en pólitik- ina og hrútinn. Rætt urn menn og viðburði, gömul atvik dregin fram í lampaljós kvöldsins, svo skýrt, að þau sem gerðust á ný. Bóas frásöguglaður, Stefanía snör í svörum. Eiríkur sagði fæst, cn lagði til þægilegan andblæ kvöldsins með góð'látlegri, ilmandi kímni. Stefanía í Þórsnesi var sérstæð kona og fékkst við ma'rgt auk búsýslu. Steinþór á ekki langt að sækja hagleik sinn og hneigð til listrænnar tjáningar. Að vísu held ég, að Stefanía hafi ekki fengizt við málaralist og áreiðan- lega ekki gert völundarsmíð úr járni eins og Steinþór. Hennar svið var útsaumur, prjón og jurtalituin. Ég iminnist marglitra klúta útprjónaðra, rósavettlinga og lodda, en kann ekki að lýsa því nánar. Einnig fló hún fugla og stoppaði upp. f Þórsnesi gat að líta í húsum inni fjölda fugla uppstoppaðria. Þeir sátu á hillum og skápum og hengu niður úr ioftinu með þanda vængi. Þeir voru enn að tala saman Bóas og Eiríkur í svartamyrkri gegnum þil, þegar ég datt út af. Steinþór vakti mig, er skammt var af morgni, en þó bjart orðið. Eftir morgunveizlu fórum við upp í kletta og klifruðum, og Stein- þór var jafngóður félagi í klett- um og á sléttri grund. Hámarki náði prílið, er við stukkum út á sveran bergstuðul, sem losnað hafði frá há,u bergi og stóð frá- gliðnaður að ofam og hallaðist fram, eins og hann hefði hætt við að detta. Þar stóðum við um stund og hélduimist í hendur, meðan hræðslan streymdi um taugakerfið eins og eitur. En kíl- inn ofan við bæinn haifði hemiað um nóttina, svo að sundlistir urðu eigi þreyttar. Bóas var rólegur í tíðinni eins og Njarðvíkingi byrjar að vera. Við biðum matar. Að honum etn- u.n lögðum við af stað út í Hrafnabjörg, koimum við hjá Torfa og Jóhönmu, og yfir kaff- inu var m. a. rætt um hrútóhræs- ið. Þá var enn haldið' af stað út túnhalann norður af bænum, en síðan taka við grunnir troðning- ar og sandgötur undir urðuuum framan í þeim bratta fjallhniaus, sem Knör nefnist. Þar fellur Sel- Dyrfjöll.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.