Austurland - 23.12.1966, Side 18
18
Jólin j 9(513.
U b T U ív. .
D
fljót austur að fjallinu skammt
irnnan við ferjustaðinn gamla, þar
í nánd, sem brúin er nú. Þar er
Ferjuklettur á flóðamörkum
fljótsins og grænn blettur við —■
huldukonutún og álagablettur.
Þegar þetta var, var hér engin
brú, en grillti í dökkleitan nökkva
við hinn bakikann inni í viki í
bakkanum andspænis. Fám árum
síð'ar var brúin gerð af rekaviði,
og á svartan ofurfínan ægissand-
inn austan við var hl'aðin uppfyll-
ing og í hana sótt efni í huldu-
konutúnið, álagablettinn, sem eigi
mátti skerða. Og viti menn! Eitt
sinn að vorlagi skömmu eftir er
Torfi á Hrafnabjörgum þarna á
ferð, þreyttur eftir meir en sól-
arhringslanga uppistöðu við
göngu og rýingar niðri í Njarð-
vík. Hann tyllir sér niður við
klettinn, en rennur í brjóst. Þá
þykir honum sem til hans komi
kona, dökkklædd miðaldra kona,
þrekvaxin og allfasmikil. Hún
talaði til hans og kvað illa gert
að leika svo hart bæ sinn og tún,
og skyldi þess hefnt verða á
brúnni. Greipilega hefur hefndin
hitt brúna síð.an; hún hefur lyfzt,
sigið, skekkzt, juggazt til og
meira að segja fokið. Tæknin hef-
ur háð baráttu við álög huldu-
konunnar æ síðan, og ýmsum
veitt betur, en það er önnur saga.
Nú gengum við heim í Ós, æsku
heimili Bóasar, og okkur var boð-
ið inn upp á kaffi. En viðdvölin
var stutt, þar eð nú var nokkuð
liðið á dag, og við áttum eftir að
svipast um í Ósfjallinu eftir
hrútnum. >
Já, við vorum að leita að þess-
um hrút. En lítið varð úr þeirri
leit í Ósfjiallinu. Við gengum að
vísu út fjallið neðan til og skynj-
uðum þær kindur, sem á vegi
okkar urðu. Við skiptum okkur
ekki, sem sjálfsagt hefði verið í
alvarlegri leit, heldur gengum
saman, Bóas á undan, ég á eftir
og Sárnur til og frá. Og Bóas
sagði mér frá æskuárum sínum á
Ösi. Ég veit hann kærir sig ekki
um að láta hafa eftir sér sögur,
því er miður, því að hann hefur
víða farið og margt reynt. En ég
kann ekki við að segja frá atviki
frá smalaárunum, sem hann sagði
mér frá, meðan við sátum í lækj-
arhvammi úti og uppi í fjallinu,
en hvammurinn var þakinn aðal-
bláberjalyngi, og birkikjarr í
brekkunni ofan við.
Við sáum vitaskuld ekki snefil
af hrútnum, og ég leit aldrei
kempu þá. En ég held Bóas hafi
fundið annað, og ég naut þess
fundar. Hann fann æsku sína
þarna í fjallinu, bjarta og stríða
æsku, seim leið við vinnu og stop-
ular tómstundir, fátæktaræsku í
hópi margra systkina, og hann
endurlifði hana á þessari göngu
um heimafjallið, þar sem spor
hans lágu löngu horfin, en ræk
fyrir því.
Við komum á fjallið innan við
veginn yfir Gönguskarð og litum
í Stúlkubotna, þar sem tvær
stúlkur urðu einu sinni úti. Á
leiðinni niður Göngudal sagði
hann mér ævintýri úr útlöndum,
því að þá var æskan liðin í annað
sinn — eða einu sinni enn.
Við vorum búnir að sjá allt
nema hrútinn og alveg hættir
leit. Niðurlag þessarar hrútsleit-
arsögu man ég ekki, en því má
þó við bæta, þótt ekki skipti
máli, að hrússi kom skömmu síð-
ar á Sandinn, var tekinn í hús
snarlega og mátti þreyja fram
yfir jól í krubbu sinni, áður hann
fengi að gegna því hlutverki, sem
hann var keyptur til um haustið.
Ármann Halldórsson.
Jólatrésskemmtun
Kvenfélagsins Nönnu verður haldin miðvikudaginn 28. deseimt-
ber í Egilsbúð.
Börn á aldrinum 2—7 ára frá kl. 2—6 e. h.
Börn á aldrinum 7—15 ára frá kl. 8—12 e. h.
Miðasala verður í Egilsbúð þriðjudaginn 27. desember frá
kl. 4—6 e. h.
Ath. Mæður! Kaffi verður ekki selt að þessu sinni.
Nefndin.
NORÐFIRÐINGAR
Vinsaimlega sparið aukalýsingu á tímabilinu kl. 16—19 á
aðfangadag jóla og gamlársdag. Sérstaklega við Blómsturvelli,
Þiljuvelli, Miðstræti 1—20, Sverristún og Kvíabólsstíg.
Rafmagnkveitur ríkisins,
Neskaupstað.
Jacobowsky oo ofurstinn
Jacobowsky og ofurstinn heitir
ný bók, sem bókaútgáfan Skorri,
Neskaupstað, hefur sent frá sér.
Höfundur bókarinnar er Franz
Werfel, sem er íslenzkum lesend-
um að góðu kunnur fyrir bókina
Óður Bernadettu, sem varð met-
sölubók víða um lönd og kom út
hérlendis fyrir fáum árum í þýð-
ingu Gissurar Ó. Erlingssonar.
Sagan um Jacobowsky og of-
urstann gerist á miklum örlaga-
tímum. Sögusviðið er Frakkland
í heimsstyrjöldinni siðari. Þýzki
herinn nálgast París og allir, sem
tök hafa á, reyna að komast það-
an á brott. Einn í þeim stóra hópi
er pólski Gyðingurinn Jacobowsky
- sem ætlar sér til Spánar, en
€0
fl
-Æ-O
Hátíðorm essur
í Norðfjarðarprestakalli og
Hólmaprestakalli um jólin
I
j 1966:
Aðfangadagur jóla:
Messa kl. 4.30 e. h. í Fjórð-
ungssjúkrahúsinu.
Kvöldsöngur kl. 6 e. h. Nes-
kaupstað.
Jóladagur:
Messa og skírn kl. 11 f. h.
Neskaupstað.
Messia kl. 2 e. h. Eskifirði.
Messa kl. 5 e. h. Reyðarfirði.
Annar jóladagur:
Messa kl. 1 e. h. í Norðfjarð-
arsveit.
Messa kl. 5 e. h. Mjóafirði.
(0
X,
Vöruhappdrætti S.Í.B.S.
Er dregið var í 12. flokki Happ-
drættis SÍBS, komu eftirtaldir
vinningar í umboðið hér í Nes-
kaupstað:
5000 kr. vinning hlutu nr. 6502
og 13312.
1000 kr. vinninga hlutu:
787 2586 3599 4371 6510
6515 9390 9396 20315 20319
28380 28384 28391 52077 52855
52860 52870 52874 55804 63114
63131 63143 63189 63198 '
(Birt án ábyrgðar).
er neitað um vegabréfsáritun
vegnn þjóðernisins. En Jacob-
owsky hefur ráð undir hverju
rifi og tekst að komast út úr
fcorginni í fylgd með skapheitum
og stærilátum pólskum riddara-
liðsfori.igja, ástmey hans og skut-
ilsveini. Sagan greinir svo frá
íiótta fjórmenninganna unda.n
Þjóðverjum. Oft komast þeir í
hari;i krappan — ekki sízt vegna
ósveigjanleika riddaraliðsforingj-
ans — og þá er það friðarsinninn,
Jacobowsky, sem bjargar þeim úr
ógöngunum með ráðsnilld sinni.
Sagan er mjög vel sögð. Atburða-
rásin er hröð og spennandi og
persónumar einkar lifandi. Höf-
undur hefur mjög glöggt skop-
skyn — og lesandinn rekur ó-
sjálfrátt upp hláturrokur hvað
eftir annað. Undir niðri er þó
djúp alvara, sem oft kemur fram:
í skiptum þeirra Jacobowskys og
ofurstans — friðarsinnans og her-
mannsins — sem oftast lýkur með
fuilkomnum sigri hins fyrrnefnda.
Sagan mun upphaflega hafa
verið rituð sem leikrit. Síðar var
hún svo kvikmynduð og fóru þeir
Danny Kaye (Jacobowsky) og
Curt Jiirgens (ofurstinn) með að-
alhlutverkin. Kvikmyndin verður
öllum ógleymanleg, sem hana sáu,
og ég er þess fullviss, að þeir,
sem taka sér bókina í hönd, leggja
hana ekki frá sér fyrr en þeir
hafa fylgt söguhetjunum á leiðar-
enda.
Hér birtist sagan svo í íslenzkri
þýðingu Gissurar Ó. Erlingsson-
ar. Fæ ég ekki betur séð, en þýð-
ingin sé prýðilega af hendi leyst.
Kímni höfundar nýtur sin vel í
þýðingunni og samtöl öll eðlileg,
enda er Gissur alvanur þýðandi.
Nesprent hefur séð um útgáfuna
og er hún hið bezta af hendi leyst.
Bókaútgáfa hefur ekki verið
mi'kil hér eystra til þessa. Það er
því gleðiefni að sjá í jólabóka-
flóðinu vott þess, að við hér í bæ
getum engu síður gefið út bækur
en Reykvíkingar. Það þarf að
hlúa að þessari starfsemi, auka
hana og efla, því hvort tveggja
er, að hún skapar mönnum at-
vinnu og svo hitt, að hún er
menningarauki. Krjóli.
Bíll til sölu
Consul-Cortina, árgerð 1965, vel
með farinn, til sölu. Ekinn 20.000
km.
Ari Árnaison.
Amlnvlmú
Ritstjórl: Bjarnl Þórðarson.