Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 8
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ígulskrýfa (Pholiota squarrosa)
heitir fágætur sveppur hér á landi
sem m.a. hefur fundist í Hólavalla-
kirkjugarði í Reykjavík. Guðríður
Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofnun
(NÍ), taldi af myndinni að dæma að
sveppurinn á henni væri ígulskrýfa.
Hún kvaðst hafa fundið ígulskrýfu
fyrst í kirkjugarðinum árið 2001.
Guðríður lagði leið sína aftur í
kirkjugarðinn hinn 14. september í
fyrra til að huga að sveppnum sem
var enn á sínum stað. Hún tók sýni
af þroskuðum aldinum sveppsins til
nánari skoðunar og varðveislu.
Við skoðun á rannsóknarstofu
sást að sveppurinn var talsvert líf-
legri en sýndist við fyrstu sýn.
„Þá fann ég kvikindi sem ég taldi
vera þráðorma. En þegar ég setti
sveppinn undir víðsjá sá ég greini-
legar lappir og fálmara og tvö fóta-
pör á hverjum lið kvikindanna.
Þannig að þetta var ekki þráð-
ormur heldur einhver skrýtin þús-
undfætla,“ sagði Guðríður. Hún
sendi mynd af dýrinu til Erlings
Ólafssonar skordýrafræðings.
„Hann sagði að svona dýr hefði
ekki fundist áður hér. Þúsundfætl-
urnar bættust því við fánu Íslands.“
Erling skrifaði um þúsundfætl-
una (Boreoiulus tenuis) á heimasíðu
Náttúrufræðistofnunar. Þar segir
m.a. að lengstu þúsundfætlurnar
hafi verið aðeins 10 mm langar.
„Þær voru náhvítar eða rjómahvít-
ar á lit og á hliðum þeirra var röð af
áberandi rauðum dílum sem helst
minntu á perlufesti. Dílarnir eru
kirtlar sem seyta eitri dýrunum til
varnar. Þá reyndist tegund þessi al-
farið án augna og því blind. Í ná-
grannalöndunum finnast þrjár teg-
undir af þessu tagi og varð strax
ljóst hver þeirra var þarna á ferð í
Gamla kirkjugarðinum. Hún hlaut
snarlega íslenska heitið náfætla
vegna sérstæðs litar og ekki síður
vegna fundarstaðarins.“
Morgunblaðið/Ómar
Ígulskrýfa Í Hólavallakirkjugarði vaxa margar sveppategundir, sumar fágætar, sem lifa á leifum gamalla trjáa í garðinum.
Ígulskrýfa og náfætlur í kirkjugarði
Náttúrufræðistofnun/Erling Ólafsson
Náfætla Þúsundfætla þessi er 10 mm löng og fannst á ígulskrýfu.
Ný þúsundfætla
fannst í fyrsta sinn
á fágætum sveppi
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Á landsfundi Samfylkingarinnarum helgina fór fram kosning
til flokksstjórnar en ekki vildi betur
til en svo að kjörstjórn landsfund-
arins úrskurðaði kosninguna ógilda
vegna þess að fram komu „tækni-
legir ágallar á framkvæmd kosn-
inganna“.
Ákveðið var að kosningin skyldiendurtekin og að hún skyldi
framkvæmd með skriflegum hætti í
póstkosningu.
Þarna ákvað Samfylkingin semsagt að leggja töluvert á sig til
að rétt niðurstaða fengist úr kosn-
ingu í flokksstjórn sína, enda
flokksstjórnin afar þýðingarmikil
fyrir þjóðarhag og vissara að eng-
inn skuggi falli á störf hennar.
Flokksstjórn Samfylkingarinnarhefur til að mynda miklu þýð-
ingarmeira hlutverki að gegna en
stjórnlagaþingið sem átti að kjósa
til að semja nýja stjórnarskrá.
Þar var á ferðinni apparat semátti ekki að gera neitt sem máli
skipti og þegar dæmt var að sú
kosning hefði verið gölluð ákvað
Samfylkingin að óþarfi væri að
endurtaka hana.
Þá var nóg að breyta nafninu ístjórnlagaráð, enda bara
hæstiréttur sem hafði ógilt kosn-
inguna en ekki sjálf kjörstjórn
landsfundar Samfylkingarinnar.
Auðvitað gat aldrei gengið aðflokksstjórn Samfylking-
arinnar yrði látin heita flokks-
stjórnarráð Samfylkingarinnar og
ógild kosning yrði látin standa. Svo
ómerkilegt bragð má aðeins nota í
almennum kosningum.
„Flokksstjórnar-
ráð“ gekk ekki
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 léttskýjað
Bolungarvík 1 skýjað
Akureyri 0 skýjað
Kirkjubæjarkl. 5 alskýjað
Vestmannaeyjar 3 skýjað
Nuuk 0 snjókoma
Þórshöfn 10 þoka
Ósló 5 skýjað
Kaupmannahöfn 7 þoka
Stokkhólmur 6 skýjað
Helsinki 8 léttskýjað
Lúxemborg 8 skýjað
Brussel 12 heiðskírt
Dublin 12 skúrir
Glasgow 16 heiðskírt
London 15 heiðskírt
París 17 heiðskírt
Amsterdam 12 heiðskírt
Hamborg 10 léttskýjað
Berlín 7 skýjað
Vín 9 súld
Moskva 2 skýjað
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 15 skúrir
Barcelona 17 skúrir
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 16 léttskýjað
Winnipeg 2 skýjað
Montreal 12 léttskýjað
New York 14 heiðskírt
Chicago 11 heiðskírt
Orlando 22 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:49 17:36
ÍSAFJÖRÐUR 9:03 17:31
SIGLUFJÖRÐUR 8:46 17:14
DJÚPIVOGUR 8:20 17:03