Morgunblaðið - 25.10.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍFÚtivist og hreyfing
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Björn Björnsson
bgbb@simnet.is
Auðséð var að þeir voruánægðir eigendur tripp-anna sem verið var aðútskrifa eftir sex vikna
frumtamningu við Hólaskóla síð-
astliðinn laugardag. Enda voru
annars árs nemendur skólans, sem
að þessari frumtamningu stóðu, að
sýna eigendunum hvað áunnist
hefði á námskeiðstímanum, og var
það samdóma álit að mjög vel hefði
til tekist.
Áhersla á verklega þjálfun
Fyrst var sýnt hvernig tamn-
ingamaðurinn teymdi hestinn og
lét hann fylgja sér og hlýða hreyf-
ingum og bendingum áreynslu-
laust. Síðan var farið á bak og mið-
að við að hesturinn stæði þá
hreyfingarlaus, og riðið innanhúss,
en síðast fóru tamningamennirnir
út á hringvöll skólans og þar fengu
eigendurnir að sjá hvernig hest-
urinn fór undir þjálfara á reiðvell-
inum. Var undravert hversu mikið
hafði áunnist á ekki lengri tíma en
raun bar vitni.
Þórarinn Eymundsson lektor
sagði að Hólaskóli hefði um árabil
átt mjög gott samstarf við atvinnu-
greinina og hesteigendur sem
hefðu sent inn hesta til tamningar
og framhaldsþjálfunar. Þórarinn
sagði að skólinn legði mikla
áherslu á verklega þjálfun og færni
nemendanna og því þyrfti svo
mörg hross á staðinn, svo nem-
endur fengju að meðhöndla og
kynnast sem flestum, mismunandi
og ólíkum hestum. Þá sagði hann
að nú fyrir áramót mundi skólinn
fá um eitt hundrað og tuttugu
Ánægjulegt samstarf
hesteigenda og Hólaskóla
Nemendur í hestafræðideild við Hólaskóla, Háskólann á Hólum, fá hver og einn
til sín tvö trippi til tamningar og þjálfunar og læra þannig vinnubrögðin við
frumtamninguna á sem verklegastan hátt. Hestaeigendur sem sóttu trippin sín
eftir sex vikna frumtamningu síðastliðna helgi voru ánægðir með árangurinn.
Tamningakona Bergrún Ingólfsdótttir sýndi Glóeyju frá Torfunesi.
Hópur Trippin hafa verið í tamningu í sex vikur hjá nemendum Hólaskóla.
Ljósmynd/Björn Björnsson
Ljósmynd/Björn Björnsson
Geocahing kallast leikurinn sem
finna má allar upplýsingar um á
vefsíðunni geocaching.com. Hér er
á ferðinni leikur fyrir alla þá sem
hafa gaman af græjum ýmiss konar
og sérstaklega gps-tækjum í þessu
tilfelli. Á síðunni er leiknum lýst
sem alvöru fjársjóðsleik utandyra
og er hann útskýrður skref fyrir
skref. Fyrst er að velja sér svæði
þar sem finna má áhugaverðan
felustað. Síðan er að nota gps-
tækið eða síma með sömu eig-
inleikum til að hafa uppi á felu-
staðnum. Þar er yfirleitt að finna
falinn fjársjóð, meðal annars bók
sem keppendur færa inn í upplýs-
ingar um hvernig hafi gengið að
finna fjársjóðinn. Á vefsíðunni get-
ur fólk síðan skipst á reynslusög-
um og fengið góð ráð varðandi fjár-
sjóðsleitina. Leikurinn er í fullum
gangi hérlendis og því ekkert ann-
að að gera fyrir áhugasama en að
kynna sér málið.
Vefsíðan www.geocaching.com
Fjársjóðsleit Sjóræningjar sigla áralangt um höfin blá í leit að fjársjóðum.
Fjársjóðsleikur fyrir græjufólk
Vetrarhlaup á Egilsstöðum fara fram
síðasta laugardag í mánuði frá
október og fram í mars. Fyrsta
hlaupið fer fram nú á laugardaginn.
Hlaupið er 10 km með tímatöku og
hefst við sundlaugina á Egilsstöðum
kl. 11:00. Skráning fer fram á staðn-
um hálftíma fyrir hlaup og er þátt-
tökugjaldið 1.000 krónur í hvert
hlaup. Allir þátttakendur fá eitt stig
fyrir hvert hlaup sem þeir taka þátt
í. Fjögur efstu sætin í hverjum
flokki gefa síðan 2-5 stig, þannig að
fyrsti maður fær fimm stig, annar
fjögur stig, þriðji þrjú stig og fjórði
tvö stig. Sigurvegarar eru síðan
stigahæstu aðilar innan hvers flokks
í lok vetrar.
Endilega …
… takið þátt í vetrarhlaupi
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hlaup Smásnjór er engin fyrirstaða.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Pan American-leikarnir fóru nýverið fram í Guadalajara í
Mexíkó. Þar sýndu meðal annars listir sínar glæsilegar fim-
leikastúlkur sem virtust fljúga um loftið. Keppendur á leik-
unum komu víða að, meðal annars frá Bandaríkjunum, Bras-
ilíu, Kúbu og Kanada. Leikarnir eru aðrir stærstu
íþróttaleikar blandaðra íþrótta á eftir sumarólympíuleik-
unum en næstu leikar verða haldnir í Kanada árið 2015. Í ár
tóku yfir 5.000 þátttakendur þátt í leikunum í 36 ólíkum
íþróttagreinum á nærri 400 viðburðum. Það var því nóg um
að vera en leikarnir stóðu yfir í tvær vikur.
Það er veisla fyrir augað að horfa á ótrúlegar listir fim-
leikakeppenda sem hafa lagt mikla vinnu í æfingar og und-
irbúning. Það kemst ekki hver sem er með tærnar þar sem
þessar stúlkur hafa hælana.Reuters
Liðug Þetta er
ekki á allra
færi.
Reuters
Töfrabrögð Það virðist ótrúlegt að tvær manneskjur geti komist í gegnum slík-
an hring en sú er víst raunin, fimar hreyfingar skipta hér mestu máli.
Svifið um loftin blá
Glæsileg Svo virðist sem þessi svífi einfaldlega um í lausu lofti.