Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011 Egill Ólafsson egol@mbl.is Jón Viðar Sigurðsson jarðfræðingur telur að áform um að opna Þrí- hnjúkagíg fyrir ferðamenn feli í sér óafturkræf skemmdarverk á hellin- um og muni vekja upp mikla mót- spyrnu hjá þeim sem áhuga hafa á hellum og hellarannsóknum. Skipu- lagsstofnun hefur auglýst matsáætl- un vegna áformanna, en þau gera ráð fyrir að 200 þúsund ferðamenn heimsæki hellinn árlega til að byrja með. Jón Viðar segir að Þríhnúkagígur sé einstakt náttúrufyrirbæri á heimsvísu. Upplifunin af að skoða hann sé afar sérstök. „Fyrirhuguð framkvæmd er um- fangsmikil og dýr og vekur furðu að tekist hafi að telja fjölmörgum trú um að hugmyndin sé jákvæð og eðli- leg. Þríhnúkagíg ber að vernda og gengur sú hugmynd sem kynnt er í drögum að tillögu að matsáætlun þvert á þá skyldu. Framkvæmdin gengur út á óafturkræf skemmdar- verk á hellinum og mun vekja upp mikla mótspyrnu hjá þeim sem áhuga hafa á hellum og hellarann- sóknum,“ segir Jón Viðar. Hann bendir á að miklir mögu- leikar séu á að miðla upplýsingum um og kynna þá undraveröld sem Þríhnúkagígur sé t.d. með kvik- myndum og bókum, en hann segist alfarið vera á móti hugmyndinni þar sem hún stangist á við almenna skynsemi, náttúruvernd og um- gengni við hella. 340 metra löng jarðgöng Til að opna greiða og örugga að- komuleið að hellinum er áformað að leggja veg frá skíðasvæðinu í Blá- fjöllum um 2,7 km langan í átt að Þríhnúkagíg. Gert er ráð fyrir að- komubyggingu og að frá henni liggi 340 metra löng jarðgöng inn í gíg- hvelfinguna miðja. Inni í gígnum verði komið fyrir útsýnissvölum í um 60 metra hæð yfir gígbotninum. Reiknað er með að allt að 100 manns geti verið á svölunum í einu. Tilgangur fyrirhugaðra fram- kvæmda er m.a. að styðja við rekst- ur ferðaþjónustu. Til að byrja með er gert ráð fyrir að um 200 þúsund gestir heimsæki Þríhnúkagíg á ári en til framtíðar er miðað við að þeir verði allt að 500 þúsund á ári. Þolmörk ákvarði fjölda gesta Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs segir í athugasemdum sínum í skýrslunni að nauðsynlegt sé að skipuleggja allan Bláfjalla- fólkvang í heild sinni. Nefndin legg- ur áherslu á mikilvægi grunnrann- sókna á svæðinu áður en nokkrar framkvæmdir fara fram. Nefndin bendir líka á að þolmörk svæðisins ákvarði fjölda gesta eða hversu auð- velt aðgengi skuli vera, einkum vegna umfangs bílastæðis og mót- töku fyrir allt að 400 þúsund gesti á ári. Gert er ráð fyrir að við bílastæðið verði reist aðkomubygging. Gert er ráð fyrir að hún þurfi að vera 1.000- 2.000 m2 að stærð. Aðkomubygging- in verður steinsteyptur skáli og að mestu leyti neðanjarðar. Í ábendingum Orkuveitu Reykja- víkur segir að staðsetning Þríhnúka sé þannig að framkvæmdin og rekstur ferðaþjónustu á þessu svæði feli í sér „óásættanlega hættu á mengun grunnvatns og neysluvatns alls höfuðborgarsvæðisins“. Árni Hjartarson jarðfræðingur telur litla hættu á að grunnvatn mengist vegna framkvæmdanna eða ferðamanna. Segir opnun hellisins skemmdarverk  Skipulagsstofnun hefur auglýst matsáætlun vegna áforma um að opna Þríhnúkagíg fyrir ferðamönnum  Ekki er einhugur um framkvæmdina, en áformin ganga út á að 200 þúsund ferðamenn skoði hellinn Morgunblaðið/Golli Náttúruperla 500 þúsund manns gætu heimsótt Þríhnúkagíg á ári. Árni B. Stefánsson, sem haft hefur forgöngu um að opna Þríhnúkagíg, segir að um leið og við lokum við- kvæmum hellum beri okkur skylda til að gera aðra hella aðgengilega. „Hugmyndin um aðgengi í Þríhnúkagíg er sprottin úr jarðvegi verndar og varðveislu og sett fram af þörf á að deila með öðrum. Hún er sprottin af þeirri hugsun, sem kviknaði í tilefni friðlýsingar og formlegrar lokunar Árnahellis, að ekki sé nóg að loka og læsa. Að ef takast á að ná sátt um aðgengistakmarkanir og lokanir við- kvæmra hella beri okkur skylda til að gera aðra hella aðgengilega al- menningi. Aðeins í helli fær maður skynjað það einstæða umhverfi sem þeir búa yfir. Það að hugmyndin er sett fram til verndar gígnum er í sjálfu sér þversögn. Hófstillt nálgun þýðir hins vegar að gígurinn líður ekki fyrir og upplifun hvers og eins magnast. Aðeins í auðmýkt og virðingu fáum við notið til fulls þess sérkennilega umhverfis sem margur hellirinn hefur að bjóða.“ Ekki nóg að loka hellum ÁRNI B. STEFÁNSSON Árni B. Stefánsson FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Aðeins eru örfá dæmi um það á síð- ustu árum að einstaklingur hafi farið fram á eigin gjaldþrotaskipti, meðal þeirra mun vera athafnamaðurinn Björgúlfur Guðmundsson. Að jafn- aði er það kröfuhafi sem heimtar skiptin, þá sjaldan það gerist hjá ein- staklingi. Með lagabreytingu í des- ember í fyrra var fyrningartími krafna styttur og um leið gert nær ókleift fyrir kröfuhafa að elta skuld- ara uppi um aldur og ævi. Málfundur verður um lagabreyt- inguna í Háskóla Íslands á föstudag en ýmsum lögfræðingum fannst Al- þingi fara óvarlega, gera allt of auð- velt fyrir menn að losa sig við allar skuldir með gjaldþroti. Sumir segja lögin stangast á við stjórnarskrá. Breytingin í fyrra var samþykkt mótatkvæðalaust en sjálfstæðis- menn höfðu ákveðnar efasemdir um frumvarpið þótt þeir beittu sér ekki gegn því. Þeir álitu að breytingin myndi að líkindum ekki hjálpa nema örfáum skuldurum. Yfirleitt væri t.d. ekki krafist gjaldþrots eftir árang- urslaust fjárnám, það væri aðeins gert þegar kröfuhafi teldi sig geta haft eitthvað upp úr krafsinu. Ákvæði er um að lögin verða end- urskoðuð innan fjögurra ára með hliðsjón af reynslunni. Að sögn þing- manna var markmið breytinganna að fólk gæti byrjað upp á nýtt þótt það hefði misst allar eignir sínar, þetta væri brýn aðgerð vegna ástandsins í samfélaginu. Áður var nær vonlaust að vinna sig upp á ný eftir gjaldþrot. Um leið og menn voru komnir aftur á réttan kjöl fóru kröfuhafar á kreik, heimtuðu sitt. Hægt var með einföldum aðgerðum að halda kröfunum vakandi í áratugi, tryggja að þær fyrndust ekki. Í áliti minnihluta sjálfstæðis- manna í allsherjarnefnd sagði að gildandi gjaldþrotalög væru á marg- an hátt „ósanngjörn og ómannúð- leg“. Margir gjaldþrota menn hefðu gripið til þess ráðs að vinna svart. Sjálfstæðismaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson, sem nú er vara- þingmaður, sat í allsherjarnefnd þegar lögin voru afgreidd. Sigurður segir að margir hafi í fyrstu haft efa- semdir um að leyfa ætti fólki að losa sig við allar skuldir með gjaldþroti en tveim árum eftir að skiptum er lokið eru menn lausir allra mála. En fram hafi kom upplýsingar sem sýndu að á undanförnum árum hefðu árangurslaus fjárnám verið 4.500- 5000 ár hvert. Gjaldþrotum hefði hins vegar fækkað nokkuð, verið 388 árið 2003 en nokkuð á annað hundr- að ár hvert á tímabilinu 2006-2010. Studdu hugsunina „Við studdum hugsunina að baki, að reyna að hjálpa fólki sem svona er komið fyrir en úrræðið leiðir til þess að það eru afar fáir sem geta nýtt sér þetta,“ segir Sigurður. „Maður með árangurlaust fjárnám á bakinu fær enga lausn á sínum málum nema hann fari fram á gjaldþrot. Í fæstum tilvikum á fólk í þessari stöðu þær 250 þúsund krónur sem þarf að leggja fram til tryggingar fyrir skiptakostnaði þegar gjaldþrot fer fram. Og kröfuhafar sjá sér engan hag í að leggja fram kröfu um gjald- þrot gagnvart öllu fólki í þessari stöðu þar sem þeir fá ekkert út úr skiptunum.“ Sigurður segist halda að margir þingmenn hafi viljað auka þrýstinginn á bankana með lagabreyt- ingunni. Skuldarinn væri nú ekki vopnlaus, hann ætti mótleik. Bankinn gæti fengið eitthvað upp í skuld- irnar en ef hann segði nei fengi hann að tveim árum liðnum ekki neitt. Vildu færa skuldurum vopn  Enginn þingmaður greiddi atkvæði gegn breytingum á gjaldþrotalögum í fyrra en sjálfstæðismenn sátu hjá og töldu lögin ekki myndu gagnast nógu mörgum sem glímdu við fjárhagserfiðleika Morgunblaðið/Golli Lögfest Breytingin var samþykkt mótatkvæðalaust en sjálfstæðismenn höfðu efasemdir og álitu að hún myndi að líkindum aðeins hjálpa örfáum. Þótt skuldari verði gjaldþrota breytir það ekki stöðu þeirra sem gengist hafa í ábyrgð fyrir lánum hans, eins og algengt er að foreldrar og ættingjar geri að kröfu banka. Þetta á einnig við um skuldir við LÍN. Í fyrra reyndi á nýja reglu um ábyrgðarmenn, þar sagði að ef gerður yrði samningur um greiðsluaðlögun og krafa á hendur lántaka lækkuð ætti krafa á ábyrgðarmann að lækka að sama skapi. Hæstiréttur taldi hins vegar að veðréttur nyti verndar stjórnarskrár og þess vegna væri ekki hægt að fella ábyrgðina niður. Umboðsmaður skuldara benti í september á að nið- urstaðan gæti haft veruleg áhrif á stöðu um 550 ein- staklinga sem hefðu þegar fengið samþykkta greiðsluað- lögun. Ábyrgðarmennirnir gætu sjálfir þurft greiðsluað- lögun, „dómínóáhrif“ tækju við. Málið gæti fælt fólk frá greiðsluaðlögun. Sitja áfram í súpunni STAÐA ÁBYRGÐARMANNA Sigurður Kári Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.