Morgunblaðið - 25.10.2011, Side 16

Morgunblaðið - 25.10.2011, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011 Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Ekki hefur verið meiri samdráttur en nú í umsvifum hagkerfa evru- svæðisins í meira en tvö ár, ef marka má nýjustu mælingu á innkaupavísi- tölu framkvæmdastjóra (e. purchas- ing managers index). Vísitalan mældist 47,2 stigi í þessum mánuði en mælingin fyrir september var 49,1. Öll gildi undir fimmtíu benda til samdráttar í hagkerfinu. Mikil fylgni er milli mælingar á innkaupavísitölunni og hagvexti og þar af leiðandi er mælingin nú enn ein vísbendingin um að evrusvæðið sé að renna inn í nýtt samdráttar- skeið, á sama tíma og allt er enn í járnum vegna skuldakreppunnar á meginlandinu. Fram kemur í frétt Financial Times að mælingin auki líkurnar á að Evrópski seðlabankinn lækki stýrivexti sína á næstunni en auk samdráttar sýnir vísitalan að verðbólguþrýstingur fari minnkandi. Magnast vandinn enn? Nýtt samdráttarskeið í Evrópu gæti orðið til þess að vandinn vegna skuldakreppunnar magnaðist enn frekar. Í síðustu viku lýsti matsfyr- irtækið Standard & Poor’s því yfir að miklar líkur væru á því að annað samdráttarskeið á evrusvæðinu yrði til þess að lánshæfiseinkunn franska ríkisins auk þess ítalska, spænska, írska og portúgalska yrði lækkuð. Það gæti haft afdrifaríkar afleið- ingar og sett þær lausnir sem hefur verið rætt um í tengslum við skulda- kreppuna í fullkomið uppnám þar sem það græfi undan fjármögnunar- kjörum björgunarsjóðs Evrópusam- bandsins, sem er ætlað lykilhlutverk við lausn vandans, og myndi skadda efnahagsreikning evrópskra banka enn frekar. Vísbendingar um nýtt sam- dráttarskeið á evrusvæðinu  Lánshæfiseinkunn franska ríkisins og þess ítalska í mikilli hættu að mati S&P Blikur á lofti » Innkaupavísitala fram- kvæmdastjóra í október á evrusvæðinu bendir til að veru- legur samdráttur sé hafin. » S&P hefur varað við því að lánshæfismat ríkja á borð við Ítalíu og Frakkland kunni að lækka dragi úr hagvexti á evru- svæðinu.Reuters Þungavigtarfólk Nicolas Sarkozy og Angela Merkel fara yfir stöðuna. STUTTAR FRÉTTIR ● Samkomulag hefur náðst um kaup MP banka á Júpiter rekstrarfélagi hf. Félagið var áður að hluta í eigu bankans en aðrir eigendur voru starfsmenn fé- lagsins, þeir Ragnar Dyer, Sigurður Hannesson og Styrmir Guðmundsson. Þeir munu allir starfa áfram hjá félag- inu. Kaupverð er trúnaðarmál, að því er segir í tilkynningu. MP banki festir kaup á Júpiter rekstrarfélagi ● Þrátt fyrir að gengi hlutabréfa í grískum bönkum hafi fallið verulega í gær var ekki mikill söluþrýst- ingur á helstu hlutabréfamörk- uðum Evrópu í gær. FTSE Euro- first 300-vísitala stærstu skráðu fyrirtækja álfunnar hækkaði til að mynda um ríflega eitt prósent í við- skiptum gærdagsins. Þetta má rekja til væntinga um útspil ESB vegna skuldakreppunnar á næstunni. Lækk- anirnar í Grikklandi má rekja til þess að allar líkur eru á því að afskriftir á skuldum gríska ríkisins verði enn meiri en gert hefur verið ráð fyrir. Hækkun á evrópskum mörkuðum Sviptingasamt á mörkuðum. ● Frá 14. október til 20. október var 93 kaupsamningum þinglýst á höf- uðborgarsvæðinu. Þar af voru 79 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Á vef Þjóðskrár Íslands segir að heildarveltan hafi verið 2.420 millj- ónir króna og meðalupphæð á samn- ing 26 milljónir króna. 93 kaupsamningum þinglýst á einni viku ● Greining Ís- landsbanka telur að Seðlabanki Ís- lands muni lækka sína verðbólguspá til næstu missera í nóvember og að spá bankans muni verða meira í takti við verðbólguspá Íslandsbanka. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. „Lægri verðbólguspá segir að minni þörf sé á boðaðri vaxtahækkun. Spurningin er sú hvort breytingin verði það mikil að hún rökstyðji að slaka peningastefnunnar sé haldið óbreyttum eða úr honum dregið með vaxtahækkun,“ segir í Morgunkorni Ís- landsbanka. Seðlabankinn lækki sína verðbólguspá Íslandsbanki vænt- ir óbreyttra vaxta. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Einar Hálfdánarson, stjórnarfor- maður EA fjárfestingafélags sem áður hét MP banki, segir niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að fella úr gildi stjórnvaldssekt Fjár- málaeftirlitsins vera bæði „eðlilega og rétta“. FME sektaði félagið fyrir brot á reglum um takmark- anir á stórum áhættuskuldbinding- um en eftirlitið taldi að ein áhættuskuldbindingin í bókum bankans hinn 15. desember 2009 hefði numið 126% af eigin fé bank- ans, en reglur kveða á um að slík- ar skuldbindingar mega ekki fara fram úr fjórðungi af eiginfjár- grunni fjármálafyrirtækja. Þetta mat FME byggðist á þeirri túlkun að lán til þeirra Mar- geirs Péturssonar, Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona og Sigfúsar Ingimundarsonar og félaga í þeirra eigu væru lán til fjárhags- legra tengdra aðila. Í krafti þessa var félagið sektað um 30 milljónir en síðar var sektin lækkuð niður í 15 milljónir. Þessari túlkun FME á lánum til tengdra aðila var mót- mælt af EA og málinu í framhald- inu skotið fyrir dóm þar sem það fékk flýtimeðferð. Að sögn Gunn- ars Andersen, forstjóra FME, verður fljótlega tekin ákvörðun um hvort úrskurðinum verði áfrýjað til hæstaréttar. Sáu sig knúna að losa um eignarhald vegna FME Einar segir framgöngu FME í málinu hafa valdið hluthöfum EA miklum skaða og segir málatilbún- að eftirlitsins aldrei haft neina stoð í lögum og reglum eins og dómsorð héraðsdóms í gær stað- festi. Einar segir að aðdragandi og úrskurður FME á sínum tíma hafi verið afdrifa- ríkur enda leiddi hann til þess að fyrrum eigendur MP banka sáu sig knúna til þess að losa um eign- arhald sitt á bankanum. Úrskurðurinn vonbrigði Gunnar segir úrskurð héraðs- dóms vera mikil vonbrigði og áfrýjun til Hæstaréttar sé til skoð- unar. Hann vill hinsvegar ekki svara því beint hvort FME hafi stuðst við sömu túlkum á reglum um stórar áhættuskuldbindingar og lán til tengdra aðila í þeim mál- um sem eftirlitið hafi vísað til rannsóknar hjá yfirvöldum. En hann segir þó að ekkert frávik hafi falist í málarekstrinum vegna EA fjárfestingafélags. Héraðsdómur ósam- mála túlkunum FME  Felldi niður stjórnvaldssekt á EA fjárfestingafélag Einar S. Hálfdánarsson Gunnar Andersen Grænlandsflug hefur eignast 25% í flugfélag- inu Norlandair, sem flýgur á milli Akureyrar og Grænlands og er í eigu Íslend- inga. Að sögn Friðriks Adolfs- sonar, forstjóra Norlandair, keypti félagið Twin Otter-vél af Grænlandsflugi og greiddi fyrir hana með hlutafénu. Starfsemi Norlandair mun aukast verulega með þessum kaup- um, segir Friðrik. „Við verðum með vélina á vesturströnd Græn- lands. Að auki erum við með tvær aðrar sem fljúga frá Akureyri til austurstrandarinnar og norður- hlutans.“ Norlandair flýgur á milli Ak- ureyrar og Grænlands á tímabilinu febrúar til október. Ekki er um al- menna farþegaflutninga að ræða, heldur er flogið fyrir ýmis fyr- irtæki og stofnanir. hordur@mbl.is Aukin umsvif Norlandair Grænlandsflug eign- ast 25% í Norlandair Norlandair flýgur til Grænlands.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-., +/0-1, ++2-/, 0+-033 04-5// +.-,4+ +03-0/ +-5410 +/+-0, +5/-1 ++5-4+ +/2-4/ ++,-+. 0+-21+ 04-1,3 +.-,50 +03-1, +-5+41 +/+-./ +53-4, 0+,-4+42 ++5-0/ +/2-50 ++,-5 0+-,02 04-.+ +.-542 +24 +-5+5 +/0-20 +53-,/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Skiptum á þrotabúi CDG ehf. (áður Bygg Invest ehf.) í eigu byggingar- verktakanna Gylfa Héðinssonar múrarameistara og Gunnars Þor- lákssonar byggingarmeistara er lok- ið, samkvæmt því sem fram kemur í Lögbirtingablaðinu í gær. Kröfur í búið voru 16,2 milljarðar króna en 226 milljónir króna greiddust upp í samþykktar almennar kröfur, eða 1,4%. Skiptakostnaður greiddist að fullu og engum forgangskröfum var lýst í búið. Helgi Jóhannesson hrl. var skiptastjóri búsins. Nafni Bygg Invest ehf. var breytt í CDG ehf. kjölfar hrunsins, haustið 2008. Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði hinn 29. apríl sl. að félagið skyldi tekið til gjaldþrotaskipta. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var Landsbankinn lang- stærsti körfuhafinn í þrotabúið, með kröfur nálægt 12,5 milljörðum króna, og aðrar fjármálastofnanir, Íslandsbanki, Byr og gamli Glitnir, með mun lægri upphæðir. Félagið hóf starfsemi sem fjár- festingafélag á árinu 2006 en fram til þess tíma höfðu eigendurnir, Gunnar og Gylfi, aðallega verið í verktaka- starfsemi. Fram til þess tíma hét fé- lagið Bygg hf. Eftir að félagið hóf fjárfestinga- starfsemi gerðist það umsvifamikið á hlutabréfamarkaði og fjárfesti m.a. í hlutabréfum í gamla Glitni, gamla Landsbankanum og FL Group. agnes@mbl.is Landsbankinn tapaði langmest á Bygg Invest Morgunblaðið/Kristinn Landsbankinn Tapar langmestu.  226 milljónir króna fengust upp í yfir 16 milljarða kröfur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.