Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011 Þegar ég óx úr grasi sem barn í Kóreustríð- inu fann ég fyrir fá- tækt á eigin skinni. Ég sá hana í kringum mig á hverjum degi, ég upplifði hana. Ein af mínum fyrstu minn- ingum er að ég gekk upp moldarstíg upp í fjöllin til að forðast bardagana, þorpið mitt brann að baki mér og ég velti því fyrir mér hvað yrði um fjölskylduna og mig. Svarið var Sameinuðu þjóðirnar og önnur alþjóðleg samtök. Þjóðinni minni tókst, með hjálp margra ann- arra þjóða og vina, að komast aftur á fætur og halda áfram eftir þetta hræðilega stríð. Lýðveldið Kórea reis úr skelfilegri fátækt til hag- sældar á minna en hálfri öld, þökk sé áratuga striti og fórnum milljóna Kóreumanna. Sem framkvæmdastjóri SÞ lifi ég enn á ný þessa sögu. Á hverjum degi vinn ég að því að binda enda á ör- birgð sem enn hrjáir nær milljarð manna í heiminum. Þið getið því ímyndað ykkur hvað minningarnar sóttu sterkt á mig þegar ég heimsótti Þúsaldarþorpið Mwandema í bláfátæku ríki í sunn- anverðri Afríku, Malaví. Eins og í æsku minni varð ég aftur vitni að þeim áskorunum og erfiðleikum sem fylgja fátækt í sveitahéraði. En ég sá líka á ný samfélagsandann sem get- ur yfirunnið hana – sömu tilfinn- inguna fyrir samstöðu og einbeitni sem varð til þess að sveitahéruð Kóreu urðu hluti af nútímanum fyrir fimm áratugum. Árið 2000 hétu leiðtogar heims því að tryggja að verulega yrði dregið úr fátækt, hungri og sjúkdómum fyrir árið 2015. Öll aðildarríki SÞ samþykktu þessi markmið, þau eru undirstaða Þúsaldarmarkmiðanna um þróun. Þúsaldarþorpaáætlunin, sem háskólarnir, viðskiptalífið og stofnanir SÞ standa að, hefur þann tilgang að sýna hvernig hægt sé að ná þessum markmiðum, jafnvel í fá- tækustu samfélögum jarðar. Á sama hátt og gerðist í Suður- Kóreu storma nú Þúsaldarþorpin í Afríku fram á við og sama á við um svipaðar áætlanir annars staðar, matvælaframleiðsla eykst hröðum skrefum, heilbrigði barnanna batn- ar, lagður er grunnur að því að sjálf fátæktin verði endanlega kvödd. Jafnframt þótti mér mikið til þess koma að í einu atriði var grund- vallarmunur á til- raunum Kóreumanna á sjöunda áratugnum og því sem hægt er að gera núna. Þegar ég fór um þorpið Mwan- dama sá ég mögu- leikana sem nútíma tækni veitir okkur – snjallsíma og breiðband, endurbætt útsæði, nýjustu tækni í dreypiáveitu, nútímalegar aðferðir til að greina malaríu, ódýrar sólarorkugrindur, – til að bæta kjör fólks með aðferðum sem voru einfaldlega ekki til staðar fyrir fáeinum árum. Ég sá starfsmann í heilbrigð- iskerfinu nota snjallsíma til að stýra meðhöndlun á malaríu á einu heim- ilinu. Hann notaði ódýran greining- arbúnað til að staðfesta að um mal- aríu væri að ræða, þess vegna var óþarfi að nota smásjá og vinnu á til- raunastofu, hann notaði snjallsíma til að senda frá sér rannsóknarnið- urstöður og fá leiðbeiningar hjá „sérfræðingakerfi“ sem fólk með sérþekkingu á sviði heilbrigðis hefur sett á laggirnar, hann notaði nýjustu aðferðir sem til eru við lyfja- meðhöndlunina til að lækna sjúk- dóminn. Barnið fékk lækningu á heimili sínu; fyrir fáeinum árum hefði verið mikil hætta á að þetta sama barn hefði dáið nema einhver hefði komið því á fjarlæga sjúkra- stofnun í tæka tíð. Ég varð vitni að öðrum bylting- arkenndum breytingum á daglegu lífi fólks. Einu sinni gat þetta sam- félag ekki brauðfætt sig sjálft, núna var geysistór skemma að springa, svo mikið var í henni af umfram- birgðum af korni. Notað hefur verið útsæði sem gefur afar mikla upp- skeru, jarðvegsnýtingu hefur verið stjórnað betur, plöntun betur skipu- lögð og kornframleiðsla í þorpinu hefur meira en þrefaldast. Þorpsbú- ar, sem áður þurftu að kaupa korn í stórum stíl, eru nú öruggir og selja sjálfir korn. Umframbirgðirnar hafa síðan haft bein áhrif á menntun sem hefur batnað, fjölskyldur gefa nú ákveðinn hluta af uppskeru sinni og hann er notaður í hádegisverð í skólanum. Nemendur fá skál með næring- arríkum hafragraut og ávöxtum, þeir hafa því orku til að stunda nám- ið allan skóladaginn. Margir skólar hafa uppgötvað að þessi málsverður veldur því að einkunnir á samræmd- um lokaprófum snarhækka. Þúsaldarþorpsáætlunin mun í þessum mánuði hleypa af stokk- unum seinna fimm ára þrepi áætl- unarinnar á leiðinni að lokamark- miði Þúsaldaráætlunarinnar um þróun árið 2015. Ríkisstjórnir í Afr- íku og um allan heim eru nú að draga lærdóm af þessu verkefni og öðrum svipuðum: þær efla völd sam- félaga, hjálpa þeim að fjárfesta í eig- in framtíð með því að taka í notkun nýjustu tækni og binda þannig enda á sára fátækt. Þúsaldarmarkmiðin gætu einhvern tíma hafa virst vera bara nokkrar vonir og væntingar. Við vitum núna að þau eru raunveru- leg leiðsögn á veginum út úr heimi fátæktarinnar. Leiðtogar heimsins, sem hittust á árlegum umræðufundi hjá SÞ í sept- ember, voru allir sammála um eitt meginatriði: að mikilvægi þess að berjast gegn fátækt, hungri og sjúk- dómum skipti sköpum varðandi framtíð okkar, hvort við lifum öll af. Þeir vita að sár fátækt ógnar lífi hundraða milljóna manna sem ekki geta treyst því að fá að jafnaði góða næringu, drykkjarhæft vatn, heil- brigðisaðstoð og menntun. Þeir vita einnig að hættan nemur ekki staðar við endimörk þorpsins eða fátækrahverfisins; verstu hung- ursvæði í dagsins í dag verða allt of oft ofbeldis- og átakasvæði morg- undagsins. Hvort sem við erum rík, fátæk eða þar á milli, deilum við því öll að eiga geysilega mikið undir því að Þúsaldarmarkmiðin náist, svo að sérhvert svæði í klóm neyðar og ör- birgðar geti losnað úr þeim, orðið frjálst, geti vaxið og notið hagsæld- ar. Eftir Ban Ki-moon » Á hverjum degi vinn ég að því að binda enda á örbirgð sem enn hrjáir nær milljarð manna í heiminum. Ban Ki-moon Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. ©Project Syndicate, 2011. www.project-syndicate.org Aflið til að binda enda á fátækt Tekjuskattur ein- staklinga í Rússlandi verður mest 13% en hér á landi fer hann í 47%. Fyrr í þessum mán- uði átti ég þess kost að heimsækja Moskvu ásamt nokkrum fé- lögum úr íslenskum iðnaði. Við hittum for- ystumenn í ýmsum fyrirtækjum, stofnunum og sam- tökum atvinnulífsins. Það sem ein- kenndi viðhorf þeirra allra var ein- lægur vilji til að laða að erlenda fjárfestingu og til þess hafa Rúss- ar gert margháttaðar ráðstafanir á ýmsum sviðum. M.a. hafa þeir lagt sig fram um að haga skattlagningu fólks og fyrirtækja í þessu mikla landi þannig að áhugavert sé að starfa þar og reka fyrirtæki með tilliti til skattlagningar. Þeim er mjög umhugað um að ná myndarlegum og stöðugum hagvexti næstu árin. Hagvöxtur er þarna 4,5 til 5% á ári. Það þætti gott á Íslandi þar sem hagvöxtur er því miður ekki nema 1-2% um þessar mundir en þyrfti að vera 5% ef við ætlum að uppræta at- vinnuleysi og koma okkur á réttan kjöl á skömmum tíma. Rússum þykir þetta ekki nóg og segja að þeir vilji sjá 7 til 8% hagvöxt því þeim liggi á að þróa samfélagið til betri vegar og gera það öflugra og samkeppnishæfara við stóru löndin í Vestur-Evrópu. Þeir gera sér ljóst að fjárfesting er lykillinn að hagvexti og hraðri eflingu sam- félagsins enda er þar margt sem þarf að bæta í efnahagslífinu og á ýmsum öðrum sviðum. Þeir gera sér ljóst að brýnt er fyrir þá að laða að erlenda fjárfesta og því gera þeir sitt ýtrasta til að skatta- umhverfi og annað rekstr- arumhverfi fyrirtækja sé hag- stætt. Ekki er langt síðan Moskva var háborg sósíalisma og afturhalds á sviði viðskipta þar sem allt var njörvað niður í ríkisafskipti og frjálst markaðshagkerfi var litið hornauga. Á þeim tíma lögðu Ís- lendingar áherslu á hagvöxt, efl- ingu markaðshagkerfisins, fjár- festingar og sem öflugust viðskipti og samskipti við umheiminn. Nú hefur þetta snú- ist við. Sósíalismi og afturhald einkenna ís- lenskt samfélag. Hér virðast stjórnvöld vera á móti hagvexti, þau virðast ekki hafa skilning á mikilvægi fjárfestinga í atvinnu- lífinu fyrir endurreisn þjóðfélagsins og leggja steina í götu þeirra erlendu aðila sem sýnt hafa áhuga á að fjárfesta á Íslandi. Skattp- íningarstefna er farin að stórskaða þjóðfélagið. Ráðherrar tala um að þeir hafi náð árangri í efnahags- stjórnun á síðustu þremur árum – tala um árangur þegar atvinnu- leysi er í hámarki, fjárfestingar í sögulegu lágmarki í 70 ár, gjald- eyrishöft, lækkandi kaupmáttur fólks, tugir þúsunda heimila í fjár- hagsörðugleikum, erfið afkoma þúsunda fyrirtækja og skattlagn- ing komin út fyrir öll skynsem- ismörk. Rússanir gera sér ljóst að leiðin upp á við liggur gegnum fjárfest- ingar erlendra og innlendra aðila sem skila hagvexti til samfélags- ins. Núverandi stjórnvöld á Íslandi eru í mesta basli með að skilja þessi einföldu grundvallaratriði. Sú var tíð að íslenskir sósíal- istar voru sendir til Moskvu til að læra fræðin og fá línuna. Er ekki kominn tími til að senda núverandi ráðamenn Íslands þangað til að læra að skilja mikilvægi hagvaxtar og fjárfestinga – fá línuna eins og forðum? Eftir Helga Magnússon » Sú var tíð að íslensk- ir sósíalistar voru sendir til Moskvu til að læra fræðin og fá línuna. Er ekki kominn tími til að senda núverandi ráðamenn Íslands þang- að til að læra að skilja mikilvægi hagvaxtar og fjárfestinga – fá línuna eins og forðum? Helgi Magnússon Höfundur er formaður Samtaka iðnaðarins. Moskva 13% – Reykjavík 47% Stýfir brauð úr hnefa Að gefa fuglum við Tjörnina brauð hefur lengi verið vinsæl iðja. Finnist fuglunum gjöfin ganga of hægt fyrir þeirra smekk geta þeir allra frekustu gripið til sinna ráða. Kristinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.