Morgunblaðið - 25.10.2011, Síða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Á Íslandi búa rúm-
lega 34.000 karlar og
konur sem eru í aldurs-
hópnum 65-85 ára.
Aukin áfengisneysla og
röng lyfjanotkun er
stór vandi í þessum
hópi, bæði hér á landi
og í löndum Evrópu og
Bandaríkjum. Hóp-
urinn fer stækkandi og
vandinn eykst að sama
skapi.
Eitt af því sem samfélagið skamm-
ast sín fyrir í laumi er meðferð og
umönnun á okkar elstu borgurum.
Þegar aldurinn færist yfir og virk
þátttaka í þjóðfélaginu verður minni
eru þeir sem eru eldri oft settir til
hliðar og þeim ekki sinnt eins og
skyldi – gjarnan skilin eftir ein og án
mikilla samskipta við aðra og jafnvel
gengið á þeirra réttindi og þeim ekki
sýnd virðing eins og vera ber. Eldri
borgarar í okkar samfélagi hafa
hækkandi tíðni áfengis- og lyjavanda
sem fer að mestu leyti fram lítt sýni-
legur öðrum.
Eldri borgarar þróa áfengis- og
lyfjavanda með margs konar hætti.
Þeir þurfa að glíma við einmanaleika
og örvæntingu, kvíða og vonleysi og
þola sorg vegna ástvinamissis eða
takast á við líkamlegan sársauka af
margvíslegum toga eins og t.d. stoð-
kerfisvanda sem minnkar hreyfigetu
sem aftur veldur leiða og þunglyndi.
Þannig geta ýmis dagleg vandamál
orðið vítahringur og lykilvandinn
ekki greindur og réttri meðferð ekki
komið á.
Rétt meðferð fyrir eldri borgara
skiptir máli.
Hvers vegna hefur vandinn farið
fram hjá okkur?
Tilhneiging okkar er að gleyma að
fylgjast með okkar elsta fólki, hvað
verður um það og hvert það fer og
hvað það sér. Þess vegna verða
vandamál þeirra minna sýnileg og
fara fram hjá okkur. Afneitun vand-
ans verður allsráðandi – sem er ein-
mitt algengt þegar áfengi og lyfja-
notkun er annars
vegar.
Margar ástæður
gera það að verkum að
þessi sérstaki vandi er
svona illa greindur og
að ekki næst fram rétt
meðferð. T.d. er hand-
arbrot eftir byltu
vegna ölvunar með-
höndlað, en aðal-
ástæðan fyrir byltunni,
sem gæti verið ofneysla
áfengis eða röng lyf-
anotkun eða jafnvel
misnotkun á lyfjum, er
ekki greind.
Eldri borgarar stunda ekki mikið
að sýna sig á börum eða veitinga-
húsum við áfengisdrykkju. Þeir
drekka frekar heima í einangrun
sem gerir öðrum þá erfiðara að sjá
vandann og stuðla að einhverju að-
haldi eða koma til hjálpar. Rjúfa þarf
þessa einangrun. Þeir eiga heldur
ekki á hættu að missa vinnuna vegna
drykkju. Flestir hafa lokið sínum
starfsferli vegna aldurs sem er líka
þáttur sem kemur í veg fyrir að
vandinn verði meira sýnilegur.
Mjög alvarlegir áhættuþættir
tengjast drykkju eldri borgara, t.d.
minnisglöp vegna áfengisneyslu svo
og minnkandi hugarfarsleg geta sem
verður vegna öldrunar. Þeir gleyma
að slökkva eldavélinni eða ofninum.
Gleyma straujárninu í sambandi á
brettinu og valda brunahættu. Akst-
urshæfni sem fylgir öldrun minnkar
hraðar vegna drykkju og rangrar
lyfjanotkunar o.fl. o.fl. Slysahætta í
heimahúsum er algeng meðal hinna
eldri.
Sambland lyfja og
áfengis oft aðalorsökin.
Til að stöðva vandann þarf íhlutun
sem hefur að markmiði að hjálpa
þeim sem eru í vanda til að fá rétta
meðferð. Áfengisvanda hjá gömlu
fólki ætti ekki að setja síðast á
listann þegar málin eru skoðuð í
heild sinni. Meðferð fyrir eldri
borgra á að hefjast strax og vandinn
er ljós. Það þarf að vera vakandi og
greina einkennin í upphafi. Drekkur
viðkomandi aleinn? Drekkur viðkom-
andi öllum stundum á daginn? Notar
hann áfengi sem lyf? Eru tíðar ferðir
í vínbúðina? Kaupir einhver
ókunnugur vínið?
Annað lykilatriði er að meðferðin
þarf að taka sérstaklega til þarfa
eldri borgara. Það dugar ekki að ætla
þeim stað í hefðbundinni áfengis- og
vímuefnameðferð þar sem álagið yrði
of mikið. Munum að vandinn yrði
greindur fyrr og lífsgæði myndu
aukast til muna ef við sýndum öldr-
uðum meiri virðingu og hlúðum bet-
ur að eldri borgurum þessa lands.
Það gæti minnkað þá eyðu í lífs-
gæðum sem neysla áfengis fram-
kallar oft.
Ekki er lengur hægt að horfa
framhjá álagi á heilbrigðiskerfið í
heild sinni vegna áfengisvanda eldri
borgara. Það þarf að gera áætlun
strax og koma þessum sérstaka
vanda í réttan farveg og auka lífs-
gæði eldri ástvina okkar með því að
leiðbeina þeim í rétta meðferð sem er
sniðin að þeirra þörfum.
SÁÁ-meðferðin fyrir þá eldri
hjálpar þeim að komast í gegnum
erfiða tíma sem áfengisneysla og
lyfjanotkun hafa skapað. SÁÁ áttar
sig vel á þeim sérþörfum sem eldri
borgarar hafa þegar þessi vandi er
annars vegar. En síðan þurfa aðrar
heilbrigðisstéttir svo og fé-
lagsþjónustan og öldrunarþjónustan
að hjápast að og styðja skjólstæðinga
sína til að viðhalda miklum lífs-
gæðum án áfengis.
Munum að það er mikill fengur að
geta aukið lífsgæði sín um mörg ár
með alsgáðu líferni þar sem hæfi-
leikar og lífsreynsla fá að njóta sín til
fullnustu á efri árum.
Eftir Sigurð
Gunnsteinsson » Áfengisvanda hjá
gömlu fólki ætti ekki
að setja síðast á listann
þegar málin eru skoðuð
í heild sinni.
Sigurður
Gunnsteinsson
Höfundur er áfengis-
og vímuefnaráðgjafi.
Áfengissýki og eldri borgarar
Það er góð tilfinn-
ing að borða ís.
Sæt og seiðandi
lyktin laðar fram
munnvatn og eft-
irvæntingu. Þegar
munnfyllin kemur
inn fyrir varirnar,
svo mjúk og sval-
andi, fer ánægju-
hrollur um líkam-
ann. Maður nýtur
bragðsins, áferðarinnar og þess hvern-
ig ísinn bráðnar í munninum og stuðlar
um leið að fleiri bragðupplifunum. Ís
er nefnilega ekki bara mjólk og sykur.
Alls kyns bragðupplifanir geta verið í
einni og sömu munnfyllinni. Ís er einn
flóknasti og margslungnasti flokkur
matvæla sem fyrirfinnst en hefur samt
gjarnan á sér stimpil barnslegs ein-
faldleika og nostalgíu. Það er reyndar
kostur, enda fylgir ísneysla ekki tísku-
bylgjum og dægursveiflum.
Öll eigum við okkar bernskuminn-
ingar tengdar ísneyslu. Margir muna
eftir ísbíltúrum vestur í bæ á sunnu-
dögum eða jafnvel „alla leið til Hvera-
gerðis“. Eftir sunnudagssteikina voru
„ís og ávextir“ í boði. Rjómaísinn var
keyptur í pappírshólkum og sneiddur
niður með hníf líkt og um lagköku
væri að ræða. Hnossgætið var svo
borðað með ávöxtum úr dós. Á góð-
viðrisdögum var grænum frostpinna,
hnetutoppi eða fótboltaís laumað að
börnunum.
Endurmenntun Landbúnaðarhá-
skóla Íslands stendur fyrir þremur
námskeiðum í ísgerð næstu vikur.
Námskeiðin eru öllum opin og henta
jafnt fólki sem starfar við ísgerð sem
og einstaklingum sem vilja prófa sig
áfram með jólaísinn og gera hann enn
ljúffengari og meira spennandi en áð-
ur. Á námskeiðunum verður farið í val
hráefna og þróun uppskrifta, auk þess
sem þátttakendur fá að kynnast ís-
gerð og smakka jafnframt á afurð-
unum. Ísbókin, glæný bók um ís,
fylgir með í þátttökugjaldi á nám-
skeiðinu. Fyrsta námskeiðið verður
haldið í Keldnaholti í Reykjavík 31.
október og þau næstu verða í Svein-
bjarnargerði í Eyjafirði 7. nóvember
og á Húsavík 8. nóvember.
Nánari upplýsingar um námskeiðin
eru á www.lbhi.is/namskeid
JÓN BRYNJAR BIRGISSON,
mjólkurfræðingur og
leiðbeinandi á ísnámskeiðum.
Ísgerð hjá
Endurmenntun LBHÍ
Frá Jóni Brynjari Birgissyni
Jón Brynjar
Birgisson
Í grein sem Sigurður
Magnússon, fyrrver-
andi bæjarstjóri á
Álftanesi, skrifaði í
Morgunblaðið á laug-
ardag eru ýmsar villur
og einnig hálfgerðar að-
dróttanir í garð Morg-
unblaðsins sem ekki
verður hjá því komist
að svara.
Hér verður vikið að
því helsta.
Í grein sinni segir Sigurður að
Morgunblaðinu hafi aldrei þótt
ástæða til að benda á að samning-
arnir við Eignarhaldsfélagið Fast-
eign um að reisa sundlaug og stækka
íþróttahúsið hafi verið samþykktir
samhljóða í bæjarstjórn, m.a. af
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Þetta
er rangt. Í fréttaskýringu ofanritaðs
sem birtist 16. desember 2009 kom
þetta skýrt fram: „Fyrir kosning-
arnar 2006 voru bæði Á- og D-listi
með það á sinni stefnuskrá að byggja
sundlaug og stækka íþróttahúsið. Það
þarf því ekki að koma á óvart að
framkvæmdirnar, sem nú eiga stóran
þátt í að sliga bæjarfélagið, voru sam-
þykktar einróma,“ sagði í fréttaskýr-
ingunni. Raunar var þetta tvítekið,
efnislega.
Sigurður hefur ítrekað minnt á að
minnihlutinn samþykkti þetta líka.
Gerir það ábyrgð hans eitthvað
minni?
Sigurður segir einnig
að Morgunblaðinu hafi
aldrei þótt ástæða til að
benda á að bæjarstjórn
hafi verið að undirbúa
að selja lóðir úr eign-
arlandi sveitarfélagsins
fyrir tvöföld verðmæti
nýju sundlaugarinnar. Í
frétt Morgunblaðsins
frá 17. desember 2009
er þó vikið að þessari
áætluðu sölu. Vísað var
í athugasemdir Sig-
urðar og Kristínar
Fjólu Bergþórsdóttur, bæjarfulltrúa
Á-listans, við skýrslu R3-ráðgjafar
um fjármál sveitarfélagsins. Þar
sögðu þau að taka yrði tillit til þess að
sveitarfélagið eigi „eignir í löndum og
lóðum fyrir u.þ.b. tvo milljarða, sem
gert er ráð fyrir að verði seldar á
næstu árum og skuldir lækkaðar“.
Sigurður segir sömuleiðis að í
Morgunblaðinu hafi ekki verið „gagn-
rýnd stjórnun Sjálfstæðisflokksins á
Álftanesi á tímabilinu 1998-2006 þeg-
ar þar var u.þ.b. 70% fjölgun íbúa.“
Sigurður mætti nú kannski lesa
Morgunblaðið aðeins betur því í fyrr-
nefndri fréttaskýringu (frá 16. des
2009) var m.a. vitnað í endurskoð-
unarskýrslu Grant Thornton frá 2006
um að tap á rekstri sveitarfélagsins
hefði verið viðvarandi. Þar kemur
fram að í greinargerð fyrir fyrstu
fimm mánuði ársins 2006 hafi fyr-
irtækið „bent forráðamönnum sveit-
arfélagsins á að bregðast strax við
þeim rekstrarhalla sem við blasti“.
Um fréttaflutning
Morgunblaðsins af Álftanesi
Eftir Rúnar
Pálmason » Það má kannski gera
þá kröfu til Sigurðar
að hann haldi sig við
staðreyndir þegar hann
ritar „skoðanamótandi“
greinar í Morgunblaðið.
Rúnar Pálmason
Höfundur er blaðamaður á Morgun-
blaðinu og ólst upp á Álftanesi.
Sigurður ætti að vita manna best
hver viðbrögðin voru á því kjör-
tímabili sem Á-listinn bar ábyrgð á
fjármálum sveitarfélagsins. Enn
jókst tapið og enn var aukið á skuldir
bæjarsjóðs.
Sigurður bendir í grein sinni á að
enginn á Álftanesi hafi árið 2006 séð
fyrir efnahagshrunið sem varð árið
2008. Það er líklega alveg rétt. Það er
á hinn bóginn umhugsunarefni að ár-
ið 2009, þegar flestir höfðu áttað sig á
að hrunið hafði orðið, ætlaði Sigurður
að hefja sölu á lóðum fyrir tvo millj-
arða. Þetta sama ár jók hann enn á
skuldir sveitarsjóðs með samningi við
Búmenn en nú er verið að reyna að
vinda ofan af þessum samningi.
Sigurður segir í greininni að gera
verði þá kröfu til fjölmiðla að þeir
setji sig vel inn í mál áður en þeir
flytja „gildishlaðnar skoðanamótandi
fréttir.“ Það má þá kannski gera þá
kröfu til Sigurðar að hann haldi sig
við staðreyndir þegar hann ritar
„skoðanamótandi“ greinar í Morg-
unblaðið.
Meirihluti umhverf-
is- og samgönguráðs
Reykjavíkur hefur lagt
fram tillögu sem ber
hinn sakleysislega titil
„Tillaga um aukna end-
urvinnslu í Reykjavík“.
Þar er í raun hrært
saman í eina tillögu:
flokkun á heimilis-
úrgangi, útvistun á
hirðu sem í dag er í
höndum Sorphirðu Reykjavík-
urborgar og einkavæðingu móttöku
endurvinnsluefna.
Það þarf ekki að fjölyrða um það að
undirritaður hvetur að sjálfsögðu til
aukinnar flokkunar á heimilisúrgangi
og fullnýtingar allra verðmæta, þar á
meðal lífræns úrgangs til gas- og
moltugerðar. Að sama skapi er ein-
dregið varað við útboði á stórum
hluta þess sem Sorphirða borg-
arinnar hefur sinnt til þessa, í góðri
sátt við borgarbúa.
Sá hluti tillögunnar sem fjallar um
útboð á endurvinnsluefnum varðar
Sorpu, byggðarsamlags í eigu sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu en í
tillögunni segir: „Þegar söfnun hefst
á plasti árið 2013 verður móttaka
plasts og pappírsefna boðin út. Þang-
að til ber hirðuaðila að skila pappírs-
efnum til Sorpu.“ Með öðrum orðum
á að einkavæða móttöku á stórum
hluta þess sem Sorpa bs. hefur sinnt
til þessa, verðmætum sem í auknum
mæli hafa verið tekjulind fyrir sam-
lagið. Og þá er spurningin, hvaða
áhrif mun þetta hafa á rekstur þess?
Bitnar á rekstrinum
Móttaka og úrvinnsla pappírs og
plastefna er stækkandi þáttur í starf-
semi Sorpu bs. Byggingar, tæki og
landleiga miðast meðal annars við
móttöku þessara efna. Fari þau ann-
að mun það bitna á rekstrargrund-
vellinum svo um munar með tilheyr-
andi hækkun móttökugjalda. En það
er um þetta eins og annað í tillögu
meirihlutans að ekkert hefur verið
kostnaðarmetið.
Af þessu hafa fulltrúar Besta
flokks og Samfylkingar í umhverfis-
og samgönguráði litlar áhyggjur og
reyndar virðast þau vera tilbúinn í að
markaðsvæða Sorpu og vilja „að
skoðað verði hugsanlega
breytt rekstrarform
Sorpu með það að mark-
miði að Sorpa geti boðið
í móttöku endur-
vinnsluefna á markaði.
Þannig mætti fjölga að-
ilum á markaði sem
sinna móttöku endur-
vinnsluefna og auka
samkeppni.“ Þar með
væri Sorpa væntanlega
orðin hlutafélag þar sem
hver hlutur gengi kaup-
um og sölum og stór hluti eða jafnvel
öll móttaka á heimilisúrgangi og með-
höndlun hans komin í hendur einka-
aðila. Eftir sem áður bera sveit-
arfélögin lagalega ábyrgð á þessum
málaflokki og ef illa fer hjá einkaað-
ilunum sitja þau uppi með vandann
og það ber að hafa í huga að einungis
tvö fyrirtæki eru á þessum markaði
(og tvö minni sem eingöngu sinna fyr-
irtækjum) þannig að fákeppni er til
staðar.
Óöryggi er skaðlegt
Öryggið er mikilvægt þegar kemur
að sorpmálum og allir þekkja vand-
ræðin í Mílanó. Í Evrópu er það til
umræðu að hætta að útvista móttöku
á sorpi (og þar á meðal endur-
vinnsluefnum) þar sem það hefur alls
ekki gefið góða raun að láta einka-
aðila um þessa mikilvægu þjónustu
og í Póllandi er verið að leggja þá
skyldu á að allur úrgangur skuli til
opinberra fyrirtækja.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð-
inu hafa fyrir hönd íbúanna lagt hátt í
tvo milljarða í byggðarsamlagið
Sorpu. Það hlýtur því að vera lýðræð-
isleg krafa að stjórnarmenn í samlag-
inu, kjörnir af sveitarfélögunum gæti
hagsmuna almennings og bregðist
við þeirri vá sem stendur fyrir dyr-
um. Það er kominn tími til að stjórn-
arformaðurinn, Oddný Sturludóttir,
tjái sig um málið.
Hvað verður um
Sorpu?
Eftir Þorleif
Gunnlaugsson
Þorleifur Gunnlaugsson
» Það er kominn tími til
að stjórnarformað-
urinn, Oddný Sturludótt-
ir, tjái sig um málið
Höfundur er varaborgarfulltrúi VG og
á sæti í umhverfis- og samgönguráði.
Bréf til blaðsins