Morgunblaðið - 25.10.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
✝ Þórir ÓlafurHalldórsson
var fæddur 1. apríl
árið 1937 í Reykja-
vík. Hann lést
sunnudaginn 16.
október 2011.
Foreldrar hans
voru Geirlaug
Ólafsdóttir frá
Reynisvatni, fædd
17.8. 1915, látin
1.10. 1994, matselja
og Halldór Lárus Guðmundsson
frá Berserkjahrauni í Helgafells-
sveit, fæddur 1.4. 1909, látinn
5.5. 1994, starfsmaður hjá Vatns-
virkjanum. Þau skildu 1952. For-
eldrar Geirlaugar voru Þóra P.
Jónsdóttir frá Breiðholti í
Reykjavík og Ólafur J. Jónsson
frá Stöðlakoti. Eiginkona Þóris
var Hrafnhildur Hannesdóttir,
fædd 30.3. 1942, dáin 17.8. 2008.
Foreldrar hennar voru Hannes
Einarsson fasteignasali frá
Árbæ í Ölfusi, fæddur 15.8. 1892,
dáinn 21.4. 1980 og Guðbjörg
Ragnheiður Þorleifsdóttir frá
Búrfelli í Svínavatnshreppi, hús-
freyja, fædd 3.10. 1903, dáin
27.10. 1956.
Systir Þóris er Ásdís Halldórs-
dóttir og eig-
inmaður hennar er
Hreinn Bjarnason.
Dóttir þeirra er
Ástrós Geirlaug.
Hún á þrjú börn.
Hálfsystkini Þóris
og Ásdísar eru
Grétar Halldórsson
kennari og Hanna
Halldórsdóttir leik-
skólastjóri. Börn
Þóris og Hrafnhild-
ar eru Rannveig Þórisdóttir,
fædd 28.3. 1964, sambýlismaður
Eiður Freyr Jóhannsson. Þau
eiga þrjú börn, Hrafnhildi, Jó-
hann og Þóri. Hannes Þórisson
fæddur 20.8. 1974. Sambýliskona
hans er Karen Sóley Jóhanns-
dóttir. Þórir hóf skólagöngu sína
á Brúarlandi í Mosfellsbæ og var
svo í Laugarnesskóla. Hann hóf
strax 1952 að vinna við pípulagn-
ir og lærði hjá Guðmundi Finn-
bogasyni þar sem hann starfaði
til ársins 1994. Frá árinu 1994
vann Þórir meira og minna sjálf-
stætt.
Útför Þóris fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 25. október
2011, og hefst athöfnin klukkan
15.
Pabbinn minn. Hann fór allt of
skjótt frá okkur en minningarnar
eru margar.
Við pabbi gerðum svo ótal
margt saman sem erfitt er að gera
skil í nokkrum setningum. En svo
undarlega sem það hljómar þá
standa bílferðirnar okkar uppúr
þegar ég lít yfir farinn veg. Við
fórum nefnilega saman í ótal, ótal
bíltúra alveg frá því ég var lítil
stelpa og átti erfitt með svefn. Sú
venja hélst alveg fram á síðasta
dag. Þar áttum við ómetanlegar
stundir, við tvö að rabba um allt
milli himins og jarðar, þar krufð-
um við öll mál sem okkur datt í
hug að ræða um. Pabbi var minni
nánasti vinur og trúnaðarvinur.
Síðasti bíltúrinn okkar var
tveimur dögum áður en pabbi lést,
hann var að velta fyrir sér að
kaupa bíl og hafði séð bíl sem hann
vissi að mér þætti fallegur og bauð
mér að koma með sér í prufubílt-
úr. Hann keypti bílinn.
Pabbi hefur alla tíð gefið sér
tíma til að bralla ýmislegt með
okkur börnunum sínum.
Á Þorláksmessu fórum við allt-
af saman og keyptum jólagjöfina
handa mömmu, við röltum Lauga-
veginn og keyptum handa henni
eitthvað fallegt. Stundum fórum
við á Reynisvatn og þá fórum okk-
ur stórkostlega úti á ísnum. Svo
fékk ég að spreyta mig við stýrið
síðasta spottann að Reynisvatns-
bænum en þá var ekki byggðin
komin í Grafarholti.
Allt frá því að við Eiður fórum
að búa mætti pabbi með bakarís-
brauð til okkar á laugardags-
morgnum. Krakkarnir vissu að
þegar bjallan hringdi var afi
mættur. Hann átti líka til að
hringja og bjóða okkur í mat, við
skruppum líka á Haiti í kaffi og
heilsuðum upp á vini hans á Sæ-
greifanum en þar kíkti hann við
næstum daglega hjá Kjartani og
Hödda.
En það má ekki gleyma því að
pabbi var mikill afi og börnin mín
eiga eftir að sakna hans mikið.
Hann spjallaði svo mikið við þau,
ræddi við þau eins og fullorðið fólk
um lífið og tilveruna. Og á kvöldin
kom hann gjarnan með ís og þau
létu sig detta í fangið hans. Hann
veiddi mikið með strákunum mín-
um og Hrafnhildi gat hann skot-
tast með um allar trissur en hún
var líka mikið fyrir að fara í búðir
með ömmu sinni. Mamma og
pabbi voru með krakkana í sum-
arbústaðnum og þá var mikið
brallað.
Mér er efst í huga þakklæti til
mömmu og pabba fyrir allt sem
þau hafa verið mér og mínum.
Auðvitað munum við sakna pabba
óendanlega en hann skilur líka eft-
ir sig svo notalegar minningar og
ljúfar og fyrir það erum við öll svo
afskaplega þakklát.
Rannveig og fjölskylda.
Elsku pabbi minn.
Það er erfitt að kveðja þig, þú
varst tekinn svo snögglega frá
okkur.
Ég á eftir að sakna stundanna
okkar saman, allra bíltúranna
þegar við gátum kjaftað um allt og
ekkert. Við höfðum líka sérstakt
lag á því að æsa hvor annan upp,
aðrir gátu misskilið það en það var
allt í góðu. Það tók þig tíma að ná
þér eftir lát mömmu en þegar frá
leið fórstu að fara í veiðiferðir með
Hödda vini þínum eldsnemma
dags, naust þess að vera í nátt-
úrunni, í kyrrðinni. Þú ljómaðir.
Ég hugsa stundum um þig sem
bónda, það hefði átt vel við þig.
Þú hefur verið mín stoð og
stytta um árin, ekki síst þegar Óð-
insgötugengið fór til Kaupmanna-
hafnar þegar ég var að fá nýrað
hennar mömmu. Þú hefur ein-
hvernveginn alltaf verið þarna
fyrir mig. Það verður stórt skarð-
ið, pabbi minn, sem þú skilur eftir
þig. Ég kveð þig með þungu
hjarta.
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
Og til eru ýmsir, sem ferðalagt þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kvíða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og
bíða.
Þá streymir sú hugsun um oss sem
ískaldur foss,
að allt verði loks upp í dvölina tekið frá
oss,
er dauðinn, sá mikli rukkari, réttir oss
reikninginn yfir það sem var skrifað hjá
oss.
Þá verður oss ljóst, að framar ei frestur
gefst
né færi á að ráðstafa nokkru betur.
Því alls, sem lífið lánaði, dauðinn krefst
–
í líku hlutfalli og Metúsalem og Pétur.
(Tómas Guðmundsson.)
Hannes.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
(V. Briem)
Það er ekki langt síðan ég
kynntist þér en náði fljótt að sjá
hversu frábær þú varst. Þú tókst
mér strax vel og ég er rosalega
þakklát fyrir þær stundir sem ég
átti með þér. Ferðin sem þú fórst
með okkur Hannesi til Akureyrar
er mér ofarlega í huga þar sem við
skoðuðum menninguna og heim-
sóttum ættingja mína. Á kvöldin
spiluðum við frameftir, hlógum
dátt og höfðum gaman. Það var
alltaf ótrúlega hressandi að spila
með þér og spjalla um daginn og
veginn. Þú varst alltaf svo rólegur
og þægilegur í umgengni og í
hvert skipti sem við Hannes fór-
um frá þér úr Huldulandinu sagð-
ir þú við okkur: Hva... þið eruð
alltaf að flýta ykkur? Ég gæti talið
upp margar góðar stundir og
minningar um okkar samband en
læt þetta duga.
Takk, Tóti tengdó, fyrir allar
stundirnar sem við áttum saman.
Karen Sóley.
Elsku Þórir okkar.
Hér sitjum við Höddi í Teiga-
seli og reynum að pára eitthvað á
blað um kæran vin, sem kvaddi
svo óvænt. Nú verða morgun-
stundir okkar yfir kaffibolla og
bakkelsi á Sægreifanum tómlegar
án þín, en það vorum við vön að
gera saman, áður en við Höddi
þóttumst ætla að fara að vinna
eitthvað, eða svo sagðir þú svo oft
við okkur, elsku vinur.
Það var nú alltaf gaman hjá
okkur þegar við Höddi vorum hjá
þér í mat, eins þegar þið voruð hjá
mér í mat og stundum kaffi ásamt
Guðmundi vini okkar, þá var nú
fjör og þá var mikið spjallað um
veiði og bátsferðir sem þið Höddi
stunduðuð á Þingvallavatni, því þú
varst háseti um borð. Það var nú
mikið hlegið að því, en alltaf þegar
þið komuð í land með aflann þá
var hann yfirleitt borðaður strax
heima hjá þér. Höddi lét fiskinn af
hendi en þú kartöflurnar. Þú varst
alltaf svo kátur, hress og
skemmtilegur, elsku vinur. Það
var yndislegt að fá að kynnast þér
og vera vinur þinn og Hannesar
sonar þíns, sem kom nú líka oft
með þér í kaffi til okkar á Sægreif-
ann og tók þátt í fjörinu.
Við þökkum þér fyrir allan
þann tíma sem þú gafst okkur, við
söknum þín mjög mikið.
Hvíl í friði, elsku vinur.
Elsku Hannes, Rannveig, Ás-
dís og tengdabörn, afabörn, ætt-
ingjar og vinir, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð, megi guð
vera með ykkur.
Kveðja, þínir vinir,
Hörður og Kolbrún.
„Við sjáumst,“ kinkaði kolli og
brosti, viku seinna látinn, þannig
munum við hann Þóri því þannig
var hann, alltaf hress og til í að slá
á létta strengi, hafði góða nær-
veru. Þórir var svo sannarlega
„drengur góður“ allt sitt líf, um-
hugað um sitt fólk og að öllum liði
vel. Hafði staðið vaktina í veikind-
um Hrefnu eiginkonu sinnar sem
lést 17. ágúst 2008 og með Hann-
esi syni sínum í hans veikindum og
er missir Hannesar mikill. Stóra
blómastelpan hans var Rannveig,
pabbastelpa, búin að gera Tóta að
þreföldum afa og nafna, það er
gott að geta farið til Rannveigar í
mat og hitt fjölskylduna og síðan
til Hannesar á Óðinsgötuna, sagði
hann við okkur nýlega og brosti.
Tóta fannst hann ríkur að eiga þau
að þegar einmanaleikinn kom upp
eftir missi Hrefnu.
„Ég er líka að missa minn besta
vin,“ sagði Rannveig, besta um-
sögn sem nokkur faðir getur feng-
ið og sönn. Huldulandið er orðið
tómt, hlátrasköll og kaffiveitingar
liðið undir lok, margir sakna
hjónanna Hrefnu og Þóris en
minningarnar eru ljóslifandi.
Hrafnhildur Jórunn, Jóhann og
Þórir sakna afa, Dísa systir Þóris
og hennar fjölskylda, Imba og
hennar fjölskylda , vinir og ætt-
ingjar, öll söknum við Þóris sem
segir allt um hvaða mann hann
hafði að geyma þó hljóðlega færi
hann um. Við Steini þökkum allt
og Bagga systir allar góðar og
skemmtilegar stundir. Guð blessi
minningu Þóris.
Rósa Ólafsdóttir,
Þóra Björg Ólafsdóttir.
Afskaplega er hann Tóti nú
notalegur og ljúfur maður, sagði
hún Ingibjörg mamma mín gjarn-
an síðustu árin þegar ég spurði
frétta af honum. Eftir að Hrefna
móðursystir mín dó fyrir þremur
árum höfðu mamma og Tóti mikið
samband, þau eru síðustu meðlim-
ir fjölskyldunnar á Óðinsgötunni
af þessari kynslóð og þau ráku
saman lítið fyrirtæki og aldrei bar
skugga á það samstarf. Reyndar
segir mamma mér að í þau rúm-
lega fimmtíu ár sem þau hafi
þekkst hafi aldrei borið skugga á
samskipti þeirra. Og það segir
töluvert.
Tóti var órjúfanlegur hluti af
mínum uppvexti á Óðinsgötu. Við
bjuggum á efri hæð í húsi þar, ég,
mamma og pabbi og Hrefna og
Tóti með Rannveigu á neðri hæð-
inni. Hannes fæddist seinna. Afi
bjó í bakhúsinu og amma Lauga
bjó niðri. Þessi fjölskylda var því í
náinni sambúð og mikill samgang-
ur. Tóti var afskaplega hlýr og
vildi öllum vel. En fyrst og fremst
var hann maðurinn hennar
Hrefnu og mikill pabbi. Hann var
pabbi af lífi og sál og seinna afi.
Eftir að litla fjölskyldan tvístr-
aðist og hann kom kannski við hjá
mér og mínum eða til mömmu þá
kom hann alltaf færandi hendi.
Það var ekki hægt að koma í heim-
sókn án þess að koma með silung
úr Þingvallavatni, lífrænt ræktað-
ar rófur úr sveitinni, kartöflur,
brokkolí, nú eða hann kíkti á kran-
ann sem lak eða ofninn sem virk-
aði ekki. Alltaf að hjálpa og alltaf
að hugsa um aðra.
Nú er komið að leiðarlokum hjá
Tóta. Við mamma minnumst hans
með hlýhug og söknuði. Guð veri
með ykkur, elsku Rannveig mín,
og Hannes, Eiður, Karen, Hrafn-
hildur, Jóhann og Þórir.
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir.
Ég kynntist Þóri heitnum, eða
Tóta eins og hann var kallaður af
vinum sínum og fjölskyldu, þegar
þau hjón, Hafnhildur og hann,
bjuggu á Óðinsgötu 14 hér í
Reykjavík. Svo fluttust þau í
Hulduland 22 og daginn sem ég
fluttist úr Fossvoginum tók hann
mig með í óvissuferð. Hann vildi
ekki segja mér hvert við fórum, en
hann keypti viftu fyrir ofan elda-
vélina því kona hans vildi fá eina
slíka til heimabrúks. Áður en ég
fór að vinna í Þjóðleikhúsinu vann
ég í búð sem þau hjón áttu og var
kölluð Bjargarbúð. Þar sá ég um
að yfirdekkja tölur og laga kaffi.
Mig langar að senda börnum
Hrefnu, eins og hún var kölluð af
vinum og fjölskyldu og Tóta heitn-
um, mínar innilegustu samúðar-
kveðjur, megi birta og gleði fylla
líf þeirra allra.
Kristinn G. Guðmundsson.
Þórir var kvæntur Hrafnhildi
vinkonu minni en nánir vinir köll-
uðu þau Hrefnu og Tóta.
Við Hrefna rákum saman versl-
un í nokkur ár og myndaðist mikill
vinskapur við það sem engan
skugga bar á. Þórir var svo hjálp-
legur með ýmislegt. Alltaf var
sama ljúfa framkoman.
Það var yndislegt að koma til
þeirra, bæði á Óðinsgötuna og í
Huldulandið á þeirra fallega heim-
ili.
Maður var alla tíð svo innilega
velkominn. Stórt skarð var höggv-
ið þegar Hrefna lést, langt um ald-
ur fram, eftir erfið veikindi. Þau
eignuðust tvö börn, Rannveigu og
Hannes, bæði yndisleg. Svo
barnabörnin sem gefa lífinu lit.
Söknuðurinn er mikill, bæði hjá
fjölskyldu og vinum.
Ég votta allri fjölskyldunni
innilegustu samúð.
Góður drengur er kvaddur.
Björg Ísaksdóttir.
Þórir Ólafur
Halldórsson
✝
Hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og vináttu, styrktu okkur
og studdu við andlát okkar ástkæra eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa, bróður og
mágs,
STEFÁNS M. GUNNARSSONAR
fyrrverandi bankastjóra,
Eyktarhæð 5,
Garðabæ.
Þakkir til þeirra sem minntust hans á margvíslegan hátt og
sýndu honum virðingu sína og þakklæti við útför hans frá
Kópavogskirkju föstudaginn 7. október.
Guð blessi ykkur öll.
Hertha W. Jónsdóttir,
Jón Gunnar Stefánsson, Tracey E. Stefánsson,
Stefán og Ómar,
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Benjamín Gíslason,
Hertha Kristín, Gísli Jón og Stefanía Agnes,
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Haraldur Ólafsson,
Auðólfur Gunnarsson, Unnur Ragnars,
Árni Gunnarsson, Guðrún Björnsdóttir,
Ingvar Ekbrand.
✝
Móðursystir mín,
SIGRÍÐUR K. GÍSLADÓTTIR,
Sléttuvegi 21,
áður Vífilsgötu 3,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
18. október.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 28. október kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ólafur Gísli Jónsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTBJÖRG HERMANNSDÓTTIR,
Höfðagötu 17,
Stykkishólmi,
lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkis-
hólmi laugardaginn 22. október.
Hún verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn
29. október kl. 14.00.
Hermann Guðmundsson, Sigurlína Sigurbjörnsdóttir,
Bæring Jón Guðmundsson, Jóna Gréta Magnúsdóttir,
Sigurþór Guðmundsson, Sigrún Hrönn Þorvarðardóttir,
Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson, Elísabet Kristjánsdóttir,
Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, Jón H. Gunnarsson,
Ágústína I. Guðmundsdóttir, Gunnar Gunnarsson
og fjölskyldur.
✝
Elsku systir okkar,
GUÐBJÖRG KRISTÍN HELGADÓTTIR
frá Unaðsdal,
til heimilis að Kumbaravogi,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
20. október.
Jarðarförin fer fram frá Lindakirkju í Kópa-
vogi miðvikudaginn 26. október kl. 15.00.
Lilja Helgadóttir,
Sigurborg Helgadóttir,
Lára Helgadóttir,
Sigurlína Helgadóttir,
Jón Helgason,
Hannibal Helgason,
Matthías Helgason,
Auðunn Helgason.
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður, tengdamóður og ömmu,
ANNÝJAR ÁSTRÁÐSDÓTTUR.
Guð geymi ykkur öll.
Pálmi Friðriksson,
Erla Pálmadóttir, Sigurður Snævar Gunnarsson,
Pálmi Pálmason, Björg Jónsdóttir,
Greta Marín Pálmadóttir, Sigurður Sigurðsson,
Auður Pálmadóttir, Óskar Már Tómasson,
Ómar Þorgils Pálmason, Hulda Elsa Björgvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.