Morgunblaðið - 25.10.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011
Síðbúin kveðja um móður mína
Sigríði Þorsteinsdóttur frá Kol-
beinslæk í Súðavík. Aftur er kom-
ið haust og pabbi fór ekki vestur
þrátt fyrir gott boð og hvatningu
frá Benna á Sjónarhóli. Söknuður
og mikill missir segja meira en
nokkur orð. Mamma og pabbi
voru vön að fara vestur á hverju
sumri. Þegar þau höfðu ákveðið að
fara af stað var engu líkara en þau
yrðu ung í annað sinn og bens-
ínpetalinn stiginn þar til vestur
var komið. En til Súðavíkur fóru
þau síðustu ferðina saman til
Benna hennar Svövu og þar áttu
þau dýrmæta daga. Síðsumars sá
ég að heilsu mömmu hafði hallað
en hún hélt ró sinni sem fyrr og
bjartsýnin aldrei langt undan. Á
dánardeginum komst ég suður,
mamma beið mín þó að stutt
Sigríður
Þorsteinsdóttir
✝ Sigríður Þor-steinsdóttir
fæddist í Súðavík
við Ísafjarðardjúp
1. júní 1934. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 28. sept-
ember 2010.
Útför Sigríðar
fór fram frá Digra-
neskirkju 6. októ-
ber 2010.
kveðjustund gæfist.
Mamma átti góð-
an lífsförunaut hann
pabba og stigu þau
lífsdansinn saman.
Einnig átti hún góð-
ar vinkonur og
minnist ég þeirra af
hlýhug og virðingu.
Dóra er langyngst
þeirra og segja má
að hún hafi gengið
mömmu í dóttur
stað. Mamma var yngst fimm
systkina, elst sammæðra var
Gerða alin upp á Hamri. Mamma
ólst upp í Súðavík með þrem eldri
bræðrum þeim Þorleifi, Garðari
og Þorgils. Þar lék hún sér í fjöru-
borðinu og fór stundum í róðra
með föður sínum, örstutt var til
Gróu ömmu en þar gisti hún oft
eftir að afi hennar lést. Á hverju
sumri fóru þau systkinin í sveit að
Hamri. Leiðin lá til Ísafjarðar
þegar Gerða systir hennar átti tví-
burana, fór hún síðan að vinna á
sjúkrahúsinu. Ung að árum
kynntist hún Bolvíkingnum Ósk-
ari Þórðarsyni og saman eignuð-
ust þau okkur systkinin Þórð,
Jónu og Þorleif. Þó að rætur
þeirra festust fyrir sunnan sló
hjartað alltaf fyrir vestan. Minnist
ég góðra uppvaxtarára þar sem
mamma var alltaf til staðar og
hvatti okkur í leik, námi og síðar í
lífsins alvöru.
Í æsku voru gömlu gildin í há-
vegum höfð; vera góð við aðra,
verja þá sem minna máttu sín og
gæta réttlætis. Ég man eftir
mömmu í síldargalla og þegar hún
kom heim sagði hún okkur hve
marga síldarpeninga hún taldi
upp úr stígvélinu, þetta þótti gott
búsílag. Seinna varð hún mats-
manneskja og verkstjóri hjá Barð-
anum í Kópavogi en lengst vann
hún í Gullsmíðaverslun Guðmund-
ar Andréssonar. Heimilið var fal-
legt og fallegir munir prýddu það.
Á bestu árum mömmu og
pabba var margt til gamans gert,
útilegur, ferðir og skemmtanir
með karlakórnum Fóstbræðrum
eru í góðum minnum. Snemma
fæddust ykkur barnabörn og þið
veittuð mér ómetanlega hjálp með
tvö elstu börnin. Þið ræktuðuð
kynni við barnabörnin og þótti
þeim gott að koma til ykkar. Síð-
ustu ár fengust þið pabbi við gerð
fallegra hluta, þú við málun land-
lagsmynda og pabbi við útskurð í
tré og liggja mörg listaverkin eftir
ykkur. Í hversdagslífi og hátíðum
er mömmu sárt saknað en pabbi
stendur sig eins og hetja og heldur
merki og minningu mömmu á
lofti. Og aftur hittist þið á annarri
strönd og takist hönd í hönd. Með
haustblænum og fallega skartandi
litum sendi ég mömmu kveðju
mína, hafðu þökk fyrir allt og allt,
guð veri með þér, gefi þér ljós og
líf fyrir handan. Hjartans kveðja
til pabba.
Jóna.
Ég sit dofin og hugsa allar
þær yndislegustu hugsanir um
það sem við áttum saman. 17 ár
eru ekki langur tími fyrir svona
mikinn gleðigjafa eins og þig.
Ég var svo glöð þegar foreldrar
þínir sögðu mér að lítið kríli
væri á leiðinni, vá, maður var
farinn að kaupa dót handa þér
áður en þú komst í heiminn.
Skór, glingur og snyrtidót var
þitt uppáhald. Þegar litla systir
þín var að koma í heiminn fór ég
með ykkur suður til að vera með
þér, já mikið var þetta ógleym-
anlegur tími. Þú fórst með mér í
búðir og þar var mikið að sjá og
þú máttir velja þér dót og þú
varst alltaf glöð með þitt. Perlu-
myndirnar og teikningarnar
voru flottar og vandaðar. Svo
þegar mitt fyrsta barn kom í
heiminn var ég hjá ykkur, þú
Þorbjörg Henný
Eiríksdóttir
✝ ÞorbjörgHenný Eiríks-
dóttir fæddist í
Reykjavík 3. mars
1994. Hún lést í bíl-
slysi á Fagradal 12.
október 2011.
Jarðarför Þor-
bjargar Hennýjar
fór fram frá Eski-
fjarðarkirkju 22.
október 2011.
varst svo hjálpleg
og settir litla
frænda þinn í
dúkkukerru og
keyrðir um stofuna
með hann sofandi.
Alltaf þegar við
komum austur til
ykkar var beðið eft-
ir okkur, svo var
farið í sund og það
var svo gaman, þú
varst svo góð við
börnin mín.
Í sveitinni hans afa vorum við
saman og þá þurftir þú að hjálpa
kind að bera og það var frábært
að horfa á þig, hrúturinn komst í
heiminn og glöð ljósmóðir sagði
frá. Svo kom Ragnar frændi
þinn að hjálpa annarri kind og
þið frænkur, þú og Guðný Olga,
fylgdust svo mikið með honum
að þið tókuð ekki eftir því þegar
mjólkin sprautaðist yfir ykkur
og hljóðin sem komu, já og við
hlógum mikið. Hlátur og gleði
var alltaf þar sem þú varst,
söngur þinn hljómar enn í huga
mínum, þú söngst svo vel og
góðsemi þín og brosið þitt verð-
ur okkur ljós í myrkrinu. Allir
sem þekkja þig vita um hvað ég
á við. Myndirnar af þér eru okk-
ur dýrmætar, myndir sem sýna
brosandi andlit, og þú varst
sjaldan ein á þeim, þær sýna
okkur alla þína góðu vini og fjöl-
skyldu þína.
„Tíminn læknar engin sár en
maður lærir að lifa með honum.“
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem)
Elsku Kristrún, Eiríkur, Guð-
dís Benný og Fannar Ingi, sam-
úðarkveðjur til ykkar allra.
Erla Berglind Antonsdóttir.
HINSTA KVEÐJA
Fallega frænka okkar er
farin.
Það var gaman að koma
til þín, fara með þér í sund
og horfa með þér á myndir.
Það var mjög gaman hjá
okkur í afasveit í vor, sjá
litlu lömbin koma í heiminn
og sjá þau hlaupa út um
allt. Hjálpa þér við að gefa
kindunum vatn og klappa
lömbunum í hverri kró. Þú
fékkst að klippa okkur því
þú ætlaðir að vera klippi-
kona, þú varst svo góð við
okkur.
Við söknum þín.
Takk frænka fyrir allt.
Guðjón Vilberg,
Árni Fannberg,
Guðný Olga og
Anton Kristberg.
Elskuleg amma mín, Guð-
munda Steinunn Gunnarsdóttir,
lést á líknardeild Landspítalans
í Kópavogi þann 9. október sl.
Eins og svo margir af minni
kynslóð er ég alinn upp á þeim
tíma þegar mæður hófu að
vinna úti til að sjá fjölskyldu
sinni farborða. Þó að amma og
afi ynnu líka úti, þá var amma
heima yfir daginn og því fór
það þannig að ég dvaldi hjá
Mundu ömmu minni og Tómasi
afa mínum og drengjunum
þeirra, Gumma og Finni, meðan
foreldrar mínir sinntu vinnunni
og var sá háttur hafður á allt
þar til ég var 8 ára gamall.
Amma var listfeng og búrið í
eldhúsinu í Skipholtinu breytt-
ist smám saman í stórkostlega
vinnustofu listamannsins. Þetta
var svo mikið ævintýri og svo
framandi að ég þorði aldrei að
koma við neitt þar inni, skoðaði
bara varlega það sem hún
amma mín var að vinna að
hverju sinni. Þarna voru pensl-
ar, mulið grjót, rekaviður, litir
og dagblöð sem myndirnar
hvíldu á. Svo var hún amma
mín alltaf að prjóna, fallegar
lopapeysur sem enginn stóðst.
Þegar amma var að vinna að
listinni, fékk ég stundum blað
og blýant og vann þá að eigin
listaverki á meðan amma vann
að sínu. Seinna hélt hún amma
mín sýningar á verkunum sín-
um. Ég fór að sjálfsögðu á
þessar sýningar og margar
myndanna þar báru vitni um
mikið listfengi ömmu. Myndir
hennar málaðar á tré og reka-
við eru trúlega þekktastar
Guðmunda S.
Gunnarsdóttir
✝ GuðmundaSteinunn
Gunnarsdóttir
fæddist á Kirkju-
bóli í Valþjófsdal
við Önundarfjörð 1.
mars 1923. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 9. október
2011.
Útför Guðmundu
fór fram í kyrrþey
14. október 2011.
ásamt myndum
sem eru úr grjót-
mulningi.
Amma mín var
blíð og góð, þó að
yfirbragð hennar
gæfi það ekki endi-
lega í skyn. Henn-
ar innri maður kom
skýrast í ljós þegar
hún átti samskipti
við dýrin. Þá var
eins og hún gæfi
mest af sér. Það var svo mikil
blíða í augunum, málrómnum
og snertingunni. Það var líka
eins og dýrin skildu strax að
þarna fór góður bandamaður.
Fastur liður um hver jól var
skötuveislan hjá ömmu. Þetta
var uppáhaldsveislan mín á jól-
unum. Það er svo sem erfitt að
lýsa því af hverju það var.
Þetta var stuttur hádegisverður
hjá ömmu og börnunum hennar
og fjölskyldum. En það var eitt-
hvað við þetta allt. Nostrið við
að velja skötuna, dúkað borðið,
einhver hátíðleiki, umhyggja,
söknuður og stemningin sem
mér var svo kær.
Amma var sjálfri sér nóg um
flest. Hún vann að sínu, hugsaði
um fólkið sitt og svo fannst
henni gaman að dansa. Eftir að
afi dó, þá tók hún aftur til við
að sinna dansinum ásamt
myndlistinni. Amma hafði góða
heilsu þar til fyrir tveimur ár-
um að ýmislegt fór að bila, hún
sá samt algjörlega um sig sjálf
og sitt heimili þar til rúmlega
mánuði áður en hún lést. Sjálf-
stæði var henni mjög mikilvægt
og hún gat ekki hugsað sér að
þurfa að fara á elliheimili eins
og hún kallaði það. Henni varð
að ósk sinni því banalegan varð
stutt.
Að leiðarlokum vil ég þakka
öllum sem sinntu ömmu minni í
veikindum hennar. Sérstaklega
vil ég þakka starfsfólki líknar-
deildarinnar. Fyrir hönd fjöl-
skyldu minnar sendi ég ástvin-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Tómas Bjarnason.
Meira: mbl.is/minningar
Það er með mikl-
um söknuði sem ég
skrifa minningarorð um hana
elsku Kristrúnu, maður trúir því
varla að hún sé farin. Alltaf heldur
maður að tíminn sé nægur til að
sinna þeim sem maður er alltaf
með hugann við. En svo kemur
annað á daginn. En með minning-
unum sem ég rifja upp um Krist-
rúnu, stendur hæst hvað hún
reyndist mér einstaklega vel í
gegnum tíðina og hvað það var
gaman þegar hún kíkti stundum
inn í búðina til mín til þess að fá
sér tebolla og spjalla um ferðina
heim frá Danmörku með mér og
Óla og svo ótal margt fleira.
Kristrún var svo lífsglöð og kát
manneskja með einstaklega smit-
andi hlátur og blik í auga, ég mun
aldrei gleyma henni.
Ég vil senda Ínu, Viðari,
Smára, Maríu, Bjarka, öllum
Kristrún Helga
M. Waage
✝ Kristrún HelgaMagnúsdóttir
Waage var fædd 17.
október 1942. Hún
lést 10. október
2011.
Útför Kristrúnar
fór fram frá Árbæj-
arkirkju 17. októ-
ber 2011.
barnabörnunum og
öðrum aðstandend-
um mínar dýpstu
samúðarkveðjur og
bið guð að styrkja
ykkur í sorginni.
Sigríður Lára.
Nú er lífsgöngu
Kristrúnar vinkonu
okkar lokið eftir
hetjulega baráttu
við erfiðan sjúkdóm. Göngu sem
hefði átt að verða miklu lengri hér
á jörðu. Kristrún var vel gefin til
munns og handa eins og sagt er.
Hún var heilsteypt ákveðin kona
og var mikill vinur vina sinna.
Hún hafði eðlislæga réttlætis-
kennd og lét sig öll mál varða.
Jafnframt var Kristrún mikil fé-
lagsvera og kraftmikil þar sem
hún beitti sér og óspör á að hafa
frumkvæði og fylgja því eftir.
Hún sinnti og tók þátt í fjölmörg-
um félagsstörfum á ýmsum svið-
um í gegnum tíðina. Þar á meðal
var það súpuklúbburinn okkar
fjögurra þar sem mál líðandi
stundar voru iðulega rædd og
fjörugar umræður um hvaðeina
áttu sér stað.
Eftir að Kristrún veiktist hélt
hún ótrauð áfram að hitta okkur í
klúbbnum og tjáði sig um hvað
það væri henni mikils virði. Við,
sem eftir stöndum, þökkum fyrir
þær stundir og gefandi vinskap
um langan tíma.
Nú er Kristrún komin í sitt
Sumarland. Við söknum hennar
og vottum fjölskyldunni okkar
dýpstu samúð.
Með vinarkveðju
frá súpukonunum,
Guðrún, Bryndís og Alda.
Kær skólasystir og vinkona,
Kristrún M. Waage, lést 10. októ-
ber sl. og fór útför hennar fram
17. okt. en þann dag hefði hún
orðið 69 ára.
Mig langar að minnast hennar
með örfáum orðum. Við Kristrún
sáumst fyrst í Samvinnuskólanum
á Bifröst, ég kom nokkrum dög-
um of seint í skólann og um leið og
ég kom inn úr dyrunum mætti ég
Kristrúnu sem tók svo hlýlega á
móti mér að allur óróleiki og kvíði
sem fylgir því að hefja nám í nýj-
um skóla hvarf eins og dögg fyrir
sólu. Ég fann strax að þetta var
upphaf að góðri órjúfanlegri vin-
áttu. Það sem einkenndi Krist-
rúnu var hennar sterki persónu-
leiki. Hún var dugleg og
ósérhlífin, ágætlega hagmælt og
hafði góða nærveru. Ef hún tók að
sér verkefni var það klárað með
sæmd, enda tók hún við mörgum
trúnaðarstörfum að skólgöngu
lokinni.
Skólagangan á Bifröst var góð-
ur grundvöllur til að styrkja vin-
áttu og hefur bekkurinn okkar
haldið vel saman eftir útskriftina
1964. Þegar við hittumst var
Kristrún ævinlega fremst í flokki
með myndavélina sína. En á Bif-
röst var líka margt brallað, við
ljóðuðum oft í tímum vinkonurnar
og miðum var laumað á milli. Fyr-
ir nokkrum árum kom Kristrún
með vísur til mín sem við höfðum
verið að yrkja á Bifröst og við
hlógum mikið að, þess fullvissar
að þegar við báðar værum hættar
að vinna tækjum við þessa iðju
upp á ný en því miður varð ekki
svo. Mörg ljóðanna í Ecco Homo,
útskriftarblaðinu okkar á Bifröst,
voru eftir Kristrúnu.
Árið 1990 á erfiðum tíma hjá
mér dreif hún mig og dóttur mína
með sér í Galtalæk um verslunar-
mannahelgi og þar áttum við
skemmtilegar stundir saman, það
ár reyndist Kristrún mér frábær-
lega vel og fékk ég henni aldrei
launað þann stuðning sem hún
veitti mér.
Þótt samverustundunum fækk-
aði með árunum vissum við Krist-
rún alltaf hvor af annarri. Ég fékk
alltaf bréf um jólin frá þeim Viðari
þar sem þau skrifuðu annál ársins
á skemmtilegan máta eða sögðu
frá einhverju áhugaverðu sem
hafði gerst á árum áður. Ferðalög
voru efst á baugi hjá þeim báðum
og jafn félagslynd kona og Krist-
rún átti auðvelt með að eignast
vini í ýmsum löndum. Hún var
dugleg að viðhalda tungumála-
kunnáttu sinni og með eindæmum
trygg og trú vinum sínum.
Það er með hryggum huga sem
ég kveð yndislega vinkonu, allar
stundir okkar voru góðar og þeim
mun ég aldrei gleyma.
Guð blessi minningu Kristrún-
ar og umvefji aldraða móður
hennar og fjölskyldu hlýju og
kærleika.
Svala Lárusdóttir.
Elsku Kristrún. Mikið er ég
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast þér.
Ég man hvernig þú tókst mér
opnum örmum strax í upphafi og
bauðst mig velkomna í fjölskyld-
una þegar ég kynntist Smára. Og
seinna þegar við komum til ykkar
aðeins 18 ára gömul og tilkynntum
ykkur Viðari að við ættum von á
barni var ekkert sjálfsagðara en
að bjóða okkur að búa hjá ykkur
fyrst um sinn. Ég á aldrei eftir að
gleyma því og hugsa til þess tíma
með hlýju og þakklæti. Það sem
einkenndi það að búa hjá ykkur
Viðari var umhyggja, hlýleiki og
öryggi.
Takk fyrir að vera börnunum
mínum svona yndisleg amma.
Takk fyrir allar samverustundirn-
ar og heimsóknirnar til Danmerk-
ur.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar og minningarnar.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með þessum orðum kveð ég þig
elsku Kristrún, ég sakna þín.
Þín
María Sunna.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, "Senda inn minning-
argrein", valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent er ráðlegt að
senda myndina á netfangið minn-
ing@mbl.is og láta umsjón-
armenn minningargreina vita.
Minningargreinar