Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.10.2011, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÓBER 2011 ✝ Óskar Guð-mundsson fæddist í Reykj- arvík í Stranda- sýslu 9. ágúst 1925. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. október 2011. Ósk- ar var sonur hjónanna Rósu Kristmundsdóttur, frá Kaldbak í Strandasýslu, f. 1898, d. 2002 og Guðmundar Jóns Arngríms- sonar frá Reykjarvík í Strandasýslu, f. 1893, d. 1985. Systkini Óskars eru Anna Guð- rún, f. 1927, Kristmundur, f. 1928, d. 2010, Arngrímur Kristmann, f. 1930, d. 1965, Björgvin, f. 1933, d. 2003 og Hörður, f. 1941. Eftirlifandi kona Óskars er Rósa Ólafsdóttir. Dætur Ósk- ars og Rósu eru: 1) Valdís Björk, synir hennar eru: a) Karl Vikar Kristjánsson og b) Davíð Óskar Ólafsson, sonur hans og Mörtu Sigmarsdóttur er Baltasar Tinni, 2) Aðalbjörg Rós, börn hennar eru: a) Díana Rós Aðalbjargardóttir Rivera, maki Hrund S. Þórisdóttir og eiga þær dæturnar Rakel Silju og Aðalbjörgu Röskvu, b) El- ísabet Rós Valsdóttir og c) Einar Jóhann Valsson, 3) Edda Sóley, börn henn- ar eru: a) Rósa Stefánsdóttir, maki Gestur Stein- þórsson, b) Tryggi Stefánsson, unn- usta hans er Katla Maríudóttir, og c) Unnur Ósk Stef- ánsdóttir. Fyrir átti Rósa Franz Viðar Árnason. Franz er kvæntur Katrínu Friðriks- dóttur. Börn þeirra eru: a) Sigríður Rut, í sambúð með Leifi Reynissyni og eiga þau eina dóttur óskírða, og b) Dav- íð Brynjar, kvæntur Alex- öndru Suppes. Óskar ólst upp á Hólmavík. Hann lauk vélstjóraprófi frá Fiskifélagi Íslands og sveins- prófi í plötu- og ketilsmíði og síðar meistaraprófi frá Lands- miðjunni í Reykjavík þar sem hann starfaði um langt árabil. Hann stundaði einnig sjó- mennsku og rak útgerð en síð- ari hluta starfsævinnar starf- aði hann á bókalager Máls og menningar. Útför Óskars fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 25. októ- ber 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Þegar ég var lítil og afi var í veiði í einhverja daga gisti ég oft hjá ömmu. Ég svaf í afaholu í hjónarúminu og sá hann fyrir hugskotssjónum mér þegar ég lokaði augunum. Í vöðlunum með bros í augum og skegg- brodda í vöngum. Hann var svo þolinmóður við okkur frændsystkinin. Líka þegar við Rósa fórum með hon- um að veiða á björtum sum- ardegi og eyddum mestum tíma í að hnoðast með dauða fiskana í stað þess að fylgjast með því sem hann var að reyna að kenna okkur. Urðum því ögn kvíðnar þegar afi gekk til okkar og fiskihrúgunnar. „Erum við alveg búnar að skemma þá, afi?“ vildum við vita. „Ég læt bara reykja fiskinn, stelpur mínar, þetta er allt í lagi.“ Hon- um fannst flest í lagi sem við gerðum. Við máttum alltaf búa til hús úr stóra skrifborðinu hans og hann amaðist aldrei við okkur. Kom stundum inn í stofu og fylgdist með ærslunum. Strauk jafnvel blíðlega yfir hnakka- grófina á okkur með hrjúfum fingri. Gaf okkur alla þá hlýju sem hann átti til. Á lagernum í Máli og menn- ingu, þar sem afi vann um ára- bil, bjuggum við Davíð Óskar okkur til ævintýraheim í rykinu á gólfinu á milli ilmandi bóka- kassa. Þegar við þreyttumst fengum við að fara í ísskápinn á kaffistofunni og ná okkur í flösku af Montain Dew sem afi keypti sérstaklega handa okk- ur. Og af því að við vorum svo dugleg, eins og hann sagði, fengum við að skottast yfir göt- una og kaupa okkur grillaða samloku í sjoppunni. „Gætið ykkar á bílunum, krakkar,“ sagði afi með óróa í röddinni og horfði á eftir okkur hlaupa yfir götuna. „Ekki hlaupa!“ Þegar ég eltist tók hann á móti mér í dyrunum í Hæð- argarðinum. Strauk mér um bakið og dáðist að börnunum mínum. Dáðist að mér og öllu sem ég gerði. Þótt ég færi ekki þá hefðbundnu leið í lífinu sem hann þekkti best hafði hann aldrei neitt út á val mitt að setja. Hann studdi mig af ein- lægni. Afi var alltaf til staðar fyrir mig og sagði mér eitt sinn að hann legði sig fram við það þar sem pabbi minn byggi í útlönd- um. Hann yrði að reyna að koma svolítið í staðinn fyrir pabba hérna heima. Og þú gerðir það, elsku afi minn. Ég mun sakna þín sárt. Þín dótturdóttir, Díana Rós. Óskar Guðmundsson Vinkona mín, Sigríður Pálína, hefur kvatt þennan heim. Við kynntumst þegar við vorum bæði tekin að reskjast og áttum margar góðar stundir saman. Við bjuggum saman um tíu ára skeið og sinnt- um sameiginlegum áhugamálum. Sigríður Pálína Erlingsdóttir ✝ Sigríður PálínaErlingsdóttir fæddist í Reykjavík 9. desember 1932. Hún lést á Land- spítala, Landakoti 12. október 2011. Útför Sigríðar fór fram frá Kópa- vogskirkju 21. október 2011. Við ferðuðumst um heiminn og létum drauma rætast. Frakkland var vin- sæll áningarstaður á þeim ferðalögum, enda Sigríður öllum hnútum kunnug þar, frönskukennar- inn sjálfur. Leiðir okkar skildi fyrir tæpum áratug. Að leiðar- lokum þakka ég Sigríði Pálínu allar góðu stundirnar og dýrmæt- ar minningar sem enginn fær frá mér tekið. Það er huggun harmi gegn að nú er hugur vinkonu minnar frjáls í hinu eilífa víðerni. Jóhann Ingimarsson (Nói). Guðrún Rebekka hóf störf í aðalútibúi Búnaðarbankans í september 2001 þegar útibú bankans á Laugavegi 3 og aðal- útibú voru sameinuð. Hún var okkur sem unnum með henni mjög kær, því hún var einstak- lega þægileg í umgengni og góður starfsmaður. Hún var létt og skemmtileg og alltaf til í að taka þátt í öllu sem við tókum okkur fyrir hendur í útibúinu. Farið var í ýmsar ferðir, bæði hér heima og til útlanda. Við eigum góðar minningar um Guðrúnu úr óvissuferðum að Indriðastöðum í Skorradal eða í Adrenalíngarðinum á Þingvöllum klifrandi utan á súrheysturnum eða hangandi í rólum því hún var enginn eft- irbátur þeirra sem yngri eru. Guðrún Rebekka Kristinsdóttir ✝ Guðrún Re-bekka Krist- insdóttir fæddist í Ólafsvík 16. októ- ber 1944. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 12. októ- ber 2011. Útför Guðrúnar Rebekku fór fram frá Stykkishólms- kirkju 22. október 2011. Við fórum til Kaupmannahafnar í helgarferð nokkr- ar úr útibúinu og skemmtum okkur frábærlega, það var hlegið og hleg- ið og hlegið. Verð- ur sú ferð lengi í minnum höfð. Þannig var hún, alltaf stutt í hlát- urinn. Guðrún var í essinu sínu þegar ákveðið var að fara í ferð á hennar æskuslóðir í Stykk- ishólm. Bauð hún og fjölskylda hennar okkur í siglingu og farið var með okkur út í eyju og snædd þar dýrindis fiskisúpa. Viðskiptavinirnir dáðu hana, og margir höfðu á orði að hún væri ástæðan fyrir því að þeir væru í viðskiptum við bankann. Hún hafði reglulega samband við sína viðskiptavini og gátu þeir alltaf leitað til hennar og fengið góð ráð varðandi sín mál. Við í aðalútibúi Arion banka þökkum henni samfylgdina og vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð. F.h. samstarfsfélaga í aðal- útibúi Arion banka, Anna Rósa Jóhannsdóttir. Kveðja frá lífeyrisdeild Landssambands lögreglumanna Góður félagi og starfsbróðir, Adolf Steinsson, er nú horfinn úr hópnum. Hann lést eftir langa og stranga baráttu við illvígan sjúk- dóm sem engu eirir þegar hann fer af stað. Adolf var ötull og kappsamur félagsmálamaður, varaformaður lífeyrisdeildar LL síðustu árin sem hann lifði og jafnframt formaður ferðanefndar landssambandsins. Hvorttveggja fór honum vel úr hendi. Hann var glaðvær og mannblendinn og hafði góð og sterk áhrif á þá sem hann umgekkst. Hans verður minnst með þökk og virðingu. Við sendum eftirlifandi ástvinum hans og fjölskyldu hugheilar sam- úðarkveðjur. F.h. lífeyrisdeildar Landssam- bands lögreglumanna, Þorgrímur Guðmundsson. Til að ná sambandi við sjálfan sig og ná stöðuleika er gott að leita í grunninn og tengjast sjálf- um sér. Af því geri ég mikið og reika ég þá oft í huganum og dvel þar um stund til að ná fótfestu. Í Adolf L. Steinsson ✝ Adolf L. Steins-son fæddist í Ólafsvík 1. sept- ember 1942. Hann andaðist á Heil- brigðisstofnun Vesturlands á Akranesi 7. októ- ber 2011. Útför Adolfs var gerð frá Háteigs- kirkju 18. október 2011. mörgum af þeim hugsunum er ég hjá ykkur Erlu hlaup- andi um húsið og byrja þá á því að koma inn um þvotta- húsið og beint í ís- skápinn og þaðan um allt og hlæ svo oft að því þegar litla frekjan ég fékk allt sem ég vildi hjá ykk- ur. Í fyrra þurfti ég að ná tengingu og einn af þeim stöðum sem ég fór til var Holta- brúnin og lagði bílnum í stutta stund í bílastæðið og reikaði þar um í huganum þegar ég kom svo oft með mömmu og pabba sem lít- il stelpa og seinna meir ein, bæði til að gleðjast og gráta. Þú varst okkar Geir Jón Snæfellinga og hafðir þann persónuleika sem nauðsynlegur er við vinnuna þína. Elsku Addi, takk fyrir sam- fylgdina og megi allar vættir vernda þig og leiða á þessu ferða- lagi þínu. Elsku Óli, Steinar og fjölskyld- ur, innilegar samúðarkveðjur, hlýjar hugsanir og ósk um styrk að ofan til handa ykkur í gegnum þessi erfiðu spor. Katla Bjarnadóttir. Elsku uncle Ívar, okkur þykir svo vænt um þig að það er erfitt að kveðja. Þú kenndir mér svo mikið um trúna, tungumálið og námið. Ég væri ekki hérna á Íslandi án þín og frænku, ég þakka þér og henni fyrir það af öllum mínu hjarta. Þú gafst okkur öryggi, heimili og umhyggju. Við fundum fyrir hlýju þinni og hvatningu til að lífa lífinu. Það var stundum erfitt að að- lagast Íslandi, sérstaklega þegar öll fjölskyldan var ekki komin til landsins, það voru bara við mamma, systkini mín og frænka. Þú hélst utan um okkur, mættir á skólafundi með mömmu og hjálp- aðir mér með heimalærdóminn þegar mamma skildi hann ekki. Þú keyrði okkur í skólann og kenndir okkur um fugla, dýr og vísur. Skemmtilegar minningar úr barnæsku eru frá rúntinum okkar um helgar, við töldum traktora og gröfur sem við sáum því Ásgeiri litla frænda fannst það svo gaman. Sálmalögin sem þú spilaðir fyrir okkur á meðan við rúntuðum fannst mér róandi og lærdómsrík, í dag nota ég það mikið. Við dróg- um sálmavers og lásum saman, hvern sunnudag sóttir þú okkur og við fórum í sunnudagaskóla í Ólafsvíkurkirkju. Og þegar ég fór með þér að kaupa fisk fyrir fiskiðj- una Bylgju. Ég man þegar við frændsystk- inin hittum þig fyrst, en það var á Ívar Baldvinsson ✝ Ívar Baldvins-son, fyrrverandi atvinnurekandi, fæddist á Akureyri 19. nóvember 1939. Hann lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 11. októ- ber 2011. Útför Ívars fór fram frá Akureyr- arkirkju 21. október 2011. Filippseyjum. Við höfðum ekki séð hvítan og svona há- vaxinn mann áður, við vorum feimin við þig. Þú vildir fara í göngutúr og skoða þig um og við eltum þig svo þú myndir rata heim til ömmu og afa aftur. Það endaði með því að þú fórst með okkur í bæinn og keyptir kók handa okk- ur öllum. Alltaf gastu hjálpað okk- ur og þegar við þurftum á þínum ráðum að halda og fengum end- aðir þú alltaf með setningunni: „Don’t worry, be happy!“ Þeirri setningu gleymum við aldrei. Þú ert hetjan okkar og eins konar faðir, við elskum þig svo mikið og virðum. Ég er svo heppin að hafa kynnst þér og lært af þér. Við erum hrygg yfir að missa þig en vitum að þú ert hjá Guði og fylgist með okkur. Við hittumst aftur og þangað til geymi ég þig í hjarta mínu. Elsku besti uncle Ívar minn, guð geymi þig og blessi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Þín Mayflor (MíMí) og Perez-fjölskyldan. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Strikinu 4, Garðabæ. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Guðjónsson. ✝ Við viljum færa kærar þakkir öllum þeim fjölmörgu sem hafa sýnt okkur samúð og hlýju og stutt okkur í gegnum þá erfiðu tíma sem fylgdu andláti og útför okkar ástkæru MARGRÉTAR ÁRNADÓTTUR sem andaðist sunnudaginn 25. september. Við viljum færa starfsfólki krabbameins- deildar 11E á Landspítalanum kærar þakkir fyrir óeigingjarnt starf sem það vann í veikindum hennar. Gísli Örvar Ólafsson, Steinar Freyr Gíslason, Kristín Guðrún Jónsdóttir, Rúnar Bogi Gíslason, Kristín Ýr Gísladóttir, Árni V. Gíslason, Guðrún Steingrímsdóttir, systkini og fjölskyldur. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HERLUFS CLAUSEN. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða umönnun. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.