Morgunblaðið - 29.10.2011, Page 29

Morgunblaðið - 29.10.2011, Page 29
FRÉTTIR 29Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2011 NÚ BYRJAR BALLIÐ! DANS -DANS-DANS Á RÚV Í KVÖLD KL. 19.40 Annað og meira Björgunarmenn björguðu tólf ára pilti úr rústum byggingar í bænum Ercis í gær, 108 klukkustund- um eftir að hún hrundi í jarðskjálftanum í Tyrk- landi á sunnudaginn var. Björgunin þótti krafta- verk í ljósi þess að aðstæðurnar eru mjög slæmar á hamfarasvæðinu. Alls hafa 573 lík fundist í húsa- rústum eftir skjálftann og björgunarsveitirnar hafa fundið 187 manns á lífi. Nær 2.700 manns slös- uðust og þúsundir manna misstu heimili sín. Reuters Tólf ára pilti bjargað fimm dögum eftir jarðskjálftann Úlfum hefur fjölgað mjög í Þýskalandi, sam- kvæmt nýrri rannsókn sem bendir til þess að þeir verði al- gengari í skóg- um í öllum lands- hlutum. Úlfar urðu nær útdauðir í Þýskalandi vegna mikilla veiða fyrir öld. Fyrir 11 árum var aðeins einn úlfahópur eftir og hann var í skógi við landa- mærin að Póllandi. Úlfahóparnir eru nú tólf og vísindamenn spá því að þá verði að finna í öllum lands- hlutum. ÞÝSKALAND Úlfum fjölgar ört Tvenn samtök atvinnuleikara í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt kvikmyndavefinn IMDb fyrir að veita upplýsingar um aldur leikara og fæðingardag þeirra. Samtök bandarískra kvikmynda- leikara og bandalag sjónvarps- og útvarpsleikara saka kvikmyndavef- inn um að stuðla að „mismunun á grundvelli aldurs“. Samtökin segja að dæmi séu um að leikarar hafi misst vinnuna vegna upplýsinga um aldur þeirra á vefnum. Bandarísk leikkona hefur höfðað mál gegn vefnum og krafist bóta að andvirði milljónar dollara, eða sem svarar tæpum 115 milljónum króna, fyrir að skýra frá aldri hennar. Hún segir að aldursupplýsingarnar minnki möguleika hennar á því að fá hlutverk. BANDARÍKIN Hætt verði að segja frá aldri leikara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.